Morgunblaðið - 25.09.2010, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 25.09.2010, Qupperneq 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2010 Sverrir Kristinsson, framkvæmdastjóri, lögg. fasteignasali Guðmundur Sigurjónsson, lögfræðingur, lögg. fasteignasali Þorleifur St. Guðmundsson, lögg. fasteignasali Kjartan Hallgeirsson, lögg. fasteignasali Geir Sigurðsson, lögg. fasteignasali Hilmar Þór Hafsteinsson, lögg. leigumiðlari, lögg. fasteignasali Magnús Geir Pálsson, sölumaður Þórarinn M. Friðgeirsson, lögg. fasteignasali Jóhanna Valdimarsdóttir, gjaldkeri Elín Þorleifsdóttir, ritari Reykjavík Frá 1957 Elsta starfandi fasteignasala landsins S : 5 8 8 9 0 9 0 • S í ð u m ú l a 2 1 • 1 0 8 R e y k j a v í k w w w. e i g n a m i d l u n . i s HÚSNÆÐI ÓSKAST Sóleyjarrimi - nýlegt raðhús Falleg og vel skipulagt 208,1 fm nýlegt raðhús á tveimur hæðum. Eignin skiptist í á neðri hæð; forstofu, gestasnyrtingu, tvær stofur og eld- hús. Á efri hæð; fjögur svefnherbergi, sjón- varpsstofu, baðherbergi og þvottaherbergi. Mikil lofthæð er á neðri hæðinni. Hiti er í gólf- um. Afgirtur hellulagður suðurgarður. Hiti er í hellulögðu bílaplani. Skipti á 2ja til 4ra her- bergja íbúð kemur til greina. V. 49,8 m. 4697 Frostafold - laus strax Rúmgóð 6 her- bergja 141,2 m2 íbúð á efstu hæð auk 24,5 m2 bílskúrs, samtals 165,7 fm Fjögur svefn- herbergi. Íbúðin er á 3. og 4. hæð með frá- bæru útsýni og stórum suðursvölum. V. 27,9 m. 6027 Andrésbrunnur - laus strax Nýleg 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í góðu lyftuhúsi ásamt stæði í þriggja bíla bílageymslu. Húsið er fallegt og stendur á góðum stað. Um er að ræða góða og vel skipulagða íbúð í nýlegu þriggja hæða lyftuhúsi. V. 21,9 m. 6003 Tröllakór - bílskýli - laus strax Glæsileg vel skipulögð nýleg 3ja herbergja 102 fm íbúð á 3.hæð í nýlega álklæddu lyftu- húsi ásamt stæði í bílageymslu. Flísar á gólf- um. Vandaðar innréttingar. Fallegt útsýni. Laus strax, lyklar á skrifstofu. V. 22,9 m. 6025 Skrifstofubygging óskast - staðgreiðsla Skrifstofubygging - 2000-3000 fm óskast til kaups. Staðgreiðsla. Traustur aðili hefur beðið okkur að útvega 2000-3000 fm skrifstofubyggingu í Reykjavík. Staðgreiðsla í boði. Nánari uppl. veitir Sverrir Kristinsson í síma 861-8514 Einbýlis- og raðhús í Fossvogi óskast Höfum fjársterka kaupendur að góðum einbýlis- og raðhúsum í Fossvogi. Allar nánari upplýsingar veita Kjartan Hallgeirsson í síma 824-9093 eða Sverrir Kristinsson í síma 861-8514. Einbýlishús í Vesturborginni óskast. Æskileg stærð 400-500 fm Traustur kaupandi óskar eftir 400-500 fm einbýlishúsi í Vesturborginni. Góðar greiðslur í boði. Einbýlishús í Þingholtunum óskast - staðgreiðsla Óskum eftir 300-400 fm einbýli í Þingholtunum. Verð mætti vera á bilinu 80-150 millj- ónir. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. Einstaklega fallegt og vel skipulagt 219,4 fm einbýli á tveimur hæðum ásamt inn- byggðum tvöföldum 46,7 fm bílskúr. Samtals er eignin 266,1 fm auk geymslu í risi sem er óskráð. Eignin skipt- ist í á jarðhæð; forstofu, þvottaherbergi, eldhús, hol, stofu, borðstofu, stofu, þrjú svefnherbergi og baðher- bergi. Á efri hæð er alrými með 20 fm útsýnissvölum. Húsið stendur á 1.297,0 fm lóð. V. 65,0 m. 6023 EYKTARHÆÐ 7 - GLÆSILEG EIGN Efri sérhæð auk bílskúrs við Vatnsholt í Reykjavík, samtals 160,6 fm Um er að ræða fallegt hús með grónum og fallegum garði. Íbúðin sjálf er upprunaleg að innan og þarfnast standsetningar. Tvennar svalir eru á íbúðinni. V. 29,9 m. 6020 VATNSHOLT 4 - SÉRHÆÐ MEÐ BÍLSKÚR Fallegt og vel staðsett 306 fm einbýli í Garða- bæ með innbyggðum bílskúr. Arinn er í stofu. Eldhúsinnrétting er vönduð og með granít á borðum. Nýlegt planka parket á hluta hússins. Fallegur garður, m.a. nýleg og vegleg girðing við lóðarmörk. V. 67,0 m. 6035 ÁSBÚÐ - STÓRT OG RÚMGOTT Fallegt endaraðhús á 2.hæðum samt. 213,7 fm Bílskúr 30,9 fm Húsið hefur verið talsv. endurn. m.a. endursteinað að utan. Nýl. eldhús, baðherbergi, inni- hurðir og fleira. Laust strax. Lyklar á skrifstofu. V. 36,9 m. 6026 VESTURBERG - ENDARAÐHÚS - LAUST STRAX Mjög flott 3ja herbergja 107,4 m2 endaíbúð á efstu hæð í 3ja hæða fjölbýli við Rauðamýri 3 í Mosfellsbæ. Tvennar svalir. Hátt til lofts. Mik- ið útsýni. Björt íbúð. Þetta er glæsileg og björt íbúð með útsýni til fjalla og út á sjó. Íbúðin er laus og eru lyklar á Eignamiðlun. V. 22,5 m. 6028 RAUÐAMÝRI 3 - MIKIL LOFTHÆÐ 194,5 fm raðhús á fjórum pöllum ásamt 19,5 fm bílskúr á eftirsóttum stað í Fossvogi. Út- búin hefur verið sér íbúð á neðsta pallinum og er lokað á milli íbúða. Víða er komið að við- haldi. Húsið er laust strax. V. 42,9 m. 6032 OPIÐ HÚS MÁNUDAG FRÁ KL. 17:00 - 18:00 HJALLALAND 13 - RÚMGOTT RAÐHÚS Vandað 265,3 fm par- hús á mjög góðum stað á Seltjarnarnesi. Glæsileg afgirt timbur- verönd og heitur pottur . Húsið skiptist m.a. í 4- 5 svefnherbergi, þrjár stofur, arinn. Endurnýj- uð baðherb. Sérhönn- uð lýsing. Hiti í gólfum. Góður bílskúr m. milli- lofti. V. 65 m. 4847 EIÐISMÝRI - GLÆSILEGT PARHÚS. OPIÐ HÚS OPIÐ HÚS OPIÐ HÚS OPIÐ HÚS MÁNUDAG FRÁ KL. 17:00 - 18:00 OPIÐ HÚS MÁNUDAG FRÁ KL. 17:00 - 18:00 www.gisting.dk/gisting.html sími: 499 20 40 (Íslenskt símanúmer) Ódýr gisting í Kaupmannahöfn Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 1200 Með dómum Hæstaréttar 16. júní 2010, í málum nr. 92/ 2010 og 153/2010, var komist að þeirri nið- urstöðu að kaupleigu- samningar þeir, sem um var deilt í mál- unum, væru um lán í íslenskum krónum, sem bundið væri við gengi tiltekinna er- lendra gjaldmiðla, og að slík geng- istrygging væri óheimil eftir ófrá- víkjanlegum reglum laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Þann 16. september sl. var kveð- inn upp dómur í Hæstarétti í máli nr. 471/2010 (vaxtadómur) þar sem tekist var á um vaxtakjör sam- kvæmt kaupleigusamningi sem ein- staklingur gerði við Lýsingu hf. vegna bifreiðakaupa þess fyrr- nefnda. Ágreiningslaust var í mál- inu að gengistryggingarákvæði samningsins væri ógilt. Niðurstaða Hæstaréttar er flestum kunn, þ.e.a.s. að vextir samkvæmt samn- ingnum skyldu, frá lántökudegi, taka mið af lægstu óverðtryggðu vöxtum sem Seðlabanki Íslands ákveður. Áhugavert er hins vegar að velta því fyrir sér, hvort niðurstaðan í vaxtamálinu hefði hugsanlega get- að orðið önnur ef aðili samningsins hefði verið fyrirtæki en ekki ein- staklingur. Að mati undirritaðra eru sterkar vísbendingar hvað þetta varðar að finna í forsendum dómsins. Er þar einkum tvennt sem rétt er að vekja sérstaka at- hygli á. Annars vegar telur Hæstiréttur ástæðu til að taka sérstaklega fram í forsendum dómsins, að niðurstaða réttarins, varðandi ólögmæti geng- istryggingar í hæstaréttarmál- unum frá 16. júní sl., sé reist á því að hún brjóti í bága við ófrávíkj- anlegar reglur vaxtalaga, en sé hvorki byggð á ákvæðum samn- ingalaga nr. 7/1936 né ólögfestum reglum fjármunaréttar um ógild- ingu samninga. Hins vegar kemur fram í forsendum dómsins, að bein og órjúfanleg tengsl séu milli hins ólögmæta ákvæðis um geng- istryggingu og fyrirmæla um vexti samkvæmt samningnum, sem leiði til þess að líta verði framhjá ákvæði samningsins um vaxtahæð. Hæstiréttur telur því að atvikum svari til þess að samið hafi verið um að greiða vexti af láninu án þess að tiltaka hverjir þeir skyldu vera. Af þessu leiði að líta verði til 4. gr. vaxtalaga þar sem fram kem- ur að þegar svo stendur á skuli gilda lægstu óverðtryggðu vextir Seðlabanka Íslands á hverjum tíma. Í framangreindu hlýtur að felast að það hefði engu breytt, hvað varðar ágreining um vexti sam- kvæmt samningnum, þótt aðili málsins hefði verið fyrirtæki en ekki einstaklingur, enda niðurstaða réttarins ekki reist á sjónarmiðum um neytendavernd. Eðli máls sam- kvæmt hljóta ennfremur sömu „beinu og órjúfanlegu tengslin“ að vera á milli hins ólögmæta geng- istryggingarákvæðis og vaxta sam- kvæmt samningnum, sama hverjir samningsaðilar eru. Það er því eindregin skoðun undirritaðra að vaxtadómur Hæstaréttar taki jafnt til ein- staklinga og fyrirtækja þegar um hliðstæða samninga er að ræða og þann sem um var deilt í málinu. Þrátt fyrir að fyrirhuguð lagasetn- ing efnahags- og viðskiptaráðherra sé góðra gjalda verð, þá gefa for- sendur Hæstaréttar ekki tilefni til þeirrar aðgreiningar milli ein- staklinga og fyrirtækja sem þar er áformuð. Þvert á móti sýnist ein- boðið að sama niðurstaða eigi að gilda óháð því hver á í hlut. Hugleiðingar um fordæmis- gildi vaxtadóms Hæstaréttar Eftir Einar Huga Bjarnason og Jóhann H. Hafstein » Það er því eindregin skoðun undirritaðra að vaxtadómur Hæsta- réttar taki jafnt til ein- staklinga og fyrirtækja þegar um hliðstæða samninga er að ræða Einar Hugi Bjarnason Höfundar eru lögmenn hjá ERGO lögmönnum. Jóhann H. Hafstein

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.