Morgunblaðið - 25.09.2010, Page 32

Morgunblaðið - 25.09.2010, Page 32
32 UMRÆÐAN Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2010 Nú er tími til kominn að við förum að horfa fram á veginn. Uppgjör við fortíðina er nauðsyn- legt en við meg- um ekki gleyma framtíðinni og uppbyggingu á henni. En hvernig getum við lagt hönd á plóginn? Þessi venjulegi Jón og Gunna? Fróður maður sagði eitt sinn, byrjaðu á sjálfum þér og þannig breytir þú umhverfi þínu. Það smitar jákvæðum straum- um út til allra hinna. Í framhaldi af þessu vil ég beina athygli manna og kvenna að best geymda leyndarmáli mannræktar á Íslandi, starfsemi Po- wertalk samtakanna. Um þessar mundir fara fram kynningarfundir í öllum deildum. Þessir fundir eru öll- um opnir og engar kvaðir fylgja því að mæta. Í Powertalk hittast félagar tvisvar í mánuði og vinna verkefni sem lögð hafa verið fyrir þá. Félagar flytja erindi, ljóð eða bara segja til nafns og hlusta á aðra félaga ef þeir treysta sér ekki til að gera meira í byrjun, en smám saman þá eflast þeir og taka meiri þátt. Starfið byggist á því að læra hver af öðrum eftir fyrirfram settum reglum. En á þennan hátt efla félagar sjálfs- traustið til að takast á við hið dag- lega líf. Þetta er kjörið tækifæri fyrir ný- búa sem tala einhverja íslensku, til að þjálfa málið betur og ná enn betri tökum á því. Stefna Powertalk sam- takanna er að efla frjálsar og opin- skáar umræður sem skulu vera án fordóma í stjórnmálum, félags- málum, fjármálum, kynþáttamálum og trúmálum. Allir fordómar verða kveðnir í kútinn ef við höldum um- ræðunni á lofti. Þjálfum okkur í Po- wertalk og látum gott af okkur leiða. Heimasíða samtakanna er www.powertalk.is og þar má finna upplýsingar um deildirnar og fund- artíma. GUÐRÚN BARBARA TRYGGVADÓTTIR, kjörforseti landssamtaka Powertalk á Íslandi og kaupkona. Sterkara Ísland – fordómalaust Ísland Frá Guðrúnu Barböru Tryggvadóttur Guðrún Barbara Tryggvadóttir Ég fagna forsíðufrétt Morgun- blaðsins þann 18. sept um „Risa- verksmiðju“ Mitsubishi á Grund- artanga. Þar rætist hálfrar aldar gömul hugmynd mín, sbr. greinar sem Morgunblaðið hefur birt frá mér á sl. 45 árum. Aðalmarkmiðið var að sía kol- díoxíð frá útblæstri álversins í Straumsvík, blanda það síðan með vetni og fá út metanól, litlausan fljótandi vökva sem nýta mætti til orkugjafa aflvéla. Á Grundartanga er hinsvegar mikil losun á kolmónoxíði, vegna viðarbrennslu málmblendisins. Þar vildi ég skilja kolmónoxíðið frá út- blæstrinum, blanda það með vetni og útkoma þeirrar blöndu er ekkert gervieldsneyti, heldur hrein hráolía og 10 ára gamall útreikningur minn sýndi um 30% lægri kostnað heldur en verð olíufélaganna var á sama tíma frá söludælum. Niðurstaða allra þessara athug- ana er ótvírætt jákvæð, minnkun á losun ósoneyðandi efna út í and- rúmsloftið og nýting þeirra í breyttu formi, þ.e. sem aflgjafa dís- ilvéla á láði og legi. Nú hillir undir hálfrar aldar draum og hvelið fagnar heiðu risi sólar. Við mættum betur gefa mörgu gaum, þar gárunga og skrípi verma stólar. Megi endurvinnsla og nýting allra efna sem best nýtast okkar kæra landi, til alheimsheilla. PÁLMI JÓNSSON, fv. iðnskólakennari. Nú birtir í lofti Frá Pálma Jónssyni Þegar hugað er að því að gera lífið léttara fyrir eldri borgara er eitt af frumatriðunum að þeir geti sem lengst búið í eigin húsnæði. Til að svo sé mögu- legt sem lengst er nauðsynlegt að huga að kostnaði sem hlýst af því að búa í eigin hús- næði. Er eðlilegt að fólk sé að greiða fasteignagjöld af íbúðum er það býr í alveg fram á graf- arbakkann? Ég tel, og margir eldri borgarar, að alþingi og sveitarstjórnir þurfi að sýna skilning í því að létta eldri borg- urum byrði af íbúðum sínum með því að fólk sem hefur náð ákveðnum aldri sé undanþegið greiðslu fasteigna- gjalda af húsnæði er það býr í. Ákveð- in sveitarfélög á landinu höfðu verið með ákveðna krónutölu í afslátt eftir aldri fólks án tillits til tekna og var það talið mjög jákvæð ráðstöfun fyrir eldri borgara. En síðastliðið ár kom í ljós að samkvæmt lögum þessa lands var slíkt ekki leyfilegt. Ég spyr: Er það eðlilegt að almenningur sé endalaust að greiða fasteignagjöld af íbúðum er hann býr í? Þótt mörg sveitarfélög veiti afslátt af fasteignagjöldum eftir tekjum þá tel ég það ekki endilega sanngjörn- ustu leiðina. Ég myndi óska þess að Alþingi ís- lendinga tæki þetta fast- eignagjaldamál upp og t.d. samþykkti lög er segðu að Íslendingar, er væru t.d. orðnir 75 ára, þyrftu ekki að greiða fasteignagjöld af íbúðum er þeir byggju í. Það myndi gera lífið léttara og áhyggjuminna fyrir marga eldri borgara og stuðla að betra heilsufari viðkomandi og jafnvel þá sparnaði fyrir ríki og sveitarfélög á heilbrigðissviðinu. Ofanritað mál er eitt af mörgum málum eldri borgara sem má huga að. Ekki endalaust að fara ofan í vasa eldri borgara alveg fram á graf- arbakkann. Hugsið um þetta þingmenn og sveitarstjórnarmenn. Gerum lífið bærilegra Eftir Jón Kr. Óskarsson Jón Kr. Óskarsson »Ekki endalaust að fara ofan í vasa eldri borgara alveg fram á grafarbakkann. Höfundur er formaður félags eldri borgara í Hafnarfirði. Breytingar á stjórn- arskrá lýðveldisins standa fyrir dyrum. Al- þingi hefur sagt svo fyr- ir að þær breytingar skuli fara fram sam- kvæmt nýju ferli, þ.e. í gegn um sérstakt stjórnlagaþing sem leggi tillögur fyrir Al- þingi að undangenginni umfjöllun þjóðfundar um stjórnarskrármál- efni. Þetta er mjög athygliverð tilraun. Íslenska stjórnarskráin er ekki gam- alt plagg, í það minnsta ekki þegar borið er saman við stjórnarskrár margra nágrannalanda okkar. Sú bandaríska er frá 1789, sú norska frá 1814 og stjórnlög Breta, þó ekki séu þau beinlínis sérstök stjórnarskrá, státa af langri sögu og þróun allt aft- ur til Magna Carta frá árinu 1215. Þrátt fyrir litla elli í víðara sam- hengi má færa rök fyrir því að ís- lenska stjórnarskráin sé að innihaldi komin að ákveðnu leyti til ára sinna. Hún er byggð að grunni til á stjórnarskrá Konungs- ríkisins Íslands frá 1920, sem var lagfæring á gjafastjórnarskrá konungs frá 1874 til samræmis við nýfengið fullveldi. Stjórnarskráin frá 1874 samræmdist aftur þeirri dönsku frá 1849. Þannig að í raun má segja að Stjórn- arskrá Lýðveldisins Ís- lands eigi sér nú um 160 ára sögu. Á þessum 160 árum hefur hún tek- ið töluverðum breytingum. Því er stundum haldið fram að svo sé ekki, en það þarf ekki annað en að bera saman þessi tvö skjöl, frá 1874 annars vegar og frá deginum í dag hins veg- ar, til að sjá að stjórnarskráin hefur í raun fylgt þróun íslensks samfélags og sambands þess við umheiminn í gegn um þessi 160 ár. Grunnatriði stjórnarskrárinnar frá 1944 eru hins vegar minna breytt, þ.e. fyrst og fremst sá kafli sem lýtur að grunnskipan ríkisins, fyr- irkomulagi valddreifingar, grunn- reglum réttarríkisins og þess háttar, og það má færa fyrir því sterk rök að slík grundvallaratriði þurfi að vera nokkuð stöðug til að stjórnarskrá njóti virðingar og réttmætrar stöðu sem grunnlög ríkisins. Í stjórnarskránni birtist samfélagssáttmálinn Stjórnarskrá er eins konar sam- félagssáttmáli, þ.e. grunnreglur sem við ákveðum að skuli gilda fyrir alla í samfélaginu og að skuli móta allar aðrar reglur þess. Hugmyndin um samfélagssáttmálann er auðvitað ekki ný af nálinni, hún er ein af þeim hugmyndum sem frönsku bylting- armennirnir höfðu að leiðarljósi þeg- ar þeir kröfðust frelsis, jafnréttis og bræðralags í lok 18. aldar. Hug- myndin um samfélagssáttmálann er nátengd hugmyndum um hlutverk og takmörk ríkisvaldsins, þrískiptingu þess og réttindi og skyldur þegnanna, sem komu fram á þessum tíma og hafa mótað lýðræði, mannréttindi og skipan ríkisvalds á Vesturlöndum alla tíð síðan. Sú heildarendurskoðun á stjórn- arskrá Íslands sem liggur fyrir nú er því í raun heildarendurskoðun á þeim samfélagssáttmála sem við kjósum að leggja til grundvallar lífi okkar, og sem við viljum að móti líf og samfélag komandi kynslóða Íslendinga. Hún er í þeim skilningi hápólitískt mál. Alls ekki flokkspólitískt, heldur pólitískt á þann hátt að hún snertir grundvallar- lífsskoðanir okkar, hugmyndir okkar um það hvers konar samfélag við vilj- um búa til og búa við. Að smíða nýja stjórnarskrá getur því aldrei orðið kalt og stranglega lögfræðilegt ferli. Það á ekki að vera það og má ekki vera það. Eitt besta sögulega dæmið um það hvernig stjórnlagaþing getur á þenn- an hátt lagt grunn að samfélagi til framtíðar er stjórnarskrá Bandaríkj- anna frá 1789. Grunngildi hennar eru enn í dag ein sterkasta stoð banda- rísks samfélags. Hún kom fram á tíma þegar lýðræðislegt stjórn- skipulag var ennþá ný hugmynd í heiminum, en það var hugmynd sem stjórnlagaþing þess tíma vildi að myndaði grunninn að hinu nýja sam- félagi. Lífsskoðun og framtíðarsýn þeirra sem þar sátu réð ferðinni. Nýja Ísland, hvenær kemur þú? Stjórnlagaþing er því ekki fræði- legt fyrirbæri þar sem lögfræðin er kóngur. Þvert á móti er stjórnlaga- þing lifandi vettvangur þjóðar til að vefa lífsskoðanir sínar, fortíð- arreynslu og framtíðarsýn saman í nýjan samfélagssáttmála. Sáttmála sem getur leitt íslensku þjóðina inn í framtíðina á farsælan hátt. Með stjórnlagaþingi er okkur, íslensku þjóðinni, falið í hendur tækifæri til að leggja leikreglurnar fyrir nýtt sam- félag. Nýtt Ísland. Nýtum það vel. Eftir Jóhannes Þór Skúlason » Stjórnlagaþing er vettvangur þjóðar til að vefa lífsskoðanir sínar, fortíðarreynslu og framtíðarsýn í nýjan samfélagssáttmála, nýja stjórnarskrá. Jóhannes Þór Skúlason Höfundur er grunnskólakennari. Hvaða gildi hefur stjórnlagaþing? Í morgunútvarpinu 17.9. sl. hlust- aði ég á mann sem reyndi með snilldarlegum hætti að gera Jobs- bók Biblíunnar tortryggilega með því að hafa ritið að fíflskapar- málum. Sneri „biblíudólgurinn“ út úr efni bókarinnar, sleit efnisþráð sundur og skeytti saman eftir þörfum, talaði niður til Guðs al- föður svo eitthvað sé nefnt. Hing- að til hefur verið talið að Jobsbók sé elsta rit Biblíunnar en „grínist- inn“ hélt því blákalt fram að Ísr- aelar hefðu skrifað ritið þegar þeir voru í herleiðingunni í Bab- ýlon! Og ekki nóg með það heldur hefðu Guð og Satan þá verið á unglingsárum og koma þessar sagnfræðiskýringar RÚV- predikarans merkilega vel heim og saman við hinar nútímalegu útfærslur á þróunarkenningunni þar sem allt vitlaust virðist geta gerst nema það allra ótrúlegasta, að menn séu að mennta sig inn í veröld apanna. Þessi aumkunar- verða tilraun RÚV-predikarans til að gera sig skemmtilegan á kostnað helgiritsins skemmtir sjálfsagt skrattanum og hans fylgifiskum enda er RÚV- predikarinn greinilega að koma sér í mjúkinn hjá því liði ef hann er ekki þegar í því. Það er hins vegar verra að RÚV skuli láta svona tilbera bíta sig fasta á lær- ið á sér með vikulegu moðefni í þessum dúr. Þúsundir Íslendinga deila gleði og sorg með Biblíunni og kunna að nota rit hennar og boðskap þeirra sér til huggunar og hjálpar. Við sem erum í þess- um hópi eigum ekki að þurfa að sæta þeim ofsóknum og andlegum nauðgunum af hendi RÚV að helgirit okkar sé tekið til óvand- aðrar meðferðar og úr Biblíunni séu blöðin „rifin“ og notuð sem handþurrkur og skeinipappír í dagskrárgerð RÚV fyrir „biblíu- dólga“. Með landslögum eru allir skikk- aðir til að greiða RÚV afnota- gjald, RÚV verður að læra að bera virðingu fyrir helgum dóm- um skjólstæðinga sinna, og taka undir með Job og segja: „Ég þekkti þig af afspurn, en nú hefur auga mitt litið þig! Fyrir því tek ég orð mín aftur og iðrast í dufti og ösku.“ ÁRSÆLL ÞÓRÐARSON húsasmiður. Biblíu- dólgur Frá Ársæli Þórðarsyni –– Meira fyrir lesendur PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um Tísku og förðun föstudaginn 15. október NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 11. október. SÉ RB LA Ð Tíska & förðun Í Tísku og förðun verður fjallað um tískuna haustið 2010 í hári, förðun, snyrtingu og fatnaði auk umhirðu húðarinnar, dekur og fleira.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.