Morgunblaðið - 25.09.2010, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2010
✝ Magnús RagnarEinarsson fæddist
að Syðri-Gróf í Vill-
ingaholtshreppi 11.
október 1932. Hann
lést á hjúkrunarheim-
ilinu Fossheimum 17.
september 2010.
Foreldrar hans
voru hjónin Einar
Víglundur Krist-
jánsson, f. 25. ágúst
1901, d. 21. febrúar
1991, og Ingveldur
Jónsdóttir, f. 2. júní
1912, d. 9. febrúar
1995. Magnús var elstur af 11
systkinum en þau eru: María, f. 3.
júní 1935, d. 20. september 1936,
María Kristín, f. 17. október 1937,
Unnur Margrét, f. 26. nóvember
1939, Jóna Þóra, f. 5. júní 1942, d.
3. desember 1948, Rannveig Jóna,
f. 27. september 1944, Auðbjörg, f.
4. maí 1948, d. 9. júlí 2008, Jón
Þór, f. 19. október 1949, d. sama
dag, Inga Jóna, f. 5. júní 1951,
Kristján, f. 25. apríl 1953, Sjöfn, f.
9. febrúar 1958.
Magnús flutti ungur með for-
eldrum sínum að Vatnsholti í Vill-
ingaholtshreppi og ólst þar upp.
27. september 1958 kvæntist
Magnús Gyðu Fanneyju Björns-
dóttur, f. 25. september 1934, frá
Efra-Seli í Landsveit og stofnuðu
þau nýbýli að Vatnsholti 2. Þau
bjuggu þar í 17 ár
með hefðbundinn bú-
skap og eignuðust 4
börn. Þau eru: Inga,
f. 4. mars 1959, mað-
ur hennar er Kristinn
Sigurmundsson, á
hún þrjú börn. Björn,
f. 15. desember 1960,
kona hans er Að-
alheiður Jóna Stein-
grímsdóttir, þau eiga
eina dóttur. Einar, f.
29. ágúst 1963, kona
hans er Anna Lára
Böðvarsdóttir, þau
eiga fjóra syni. Guðrún Lilja, f. 19.
ágúst 1973, sambýlismaður hennar
er Gunnar Jökull Karlsson, hún á
fjögur börn.
Árið 1975 seldu Magnús og Gyða
býlið og megnið af jörðinni og
byggðu sér hús á litlu holti sem
þau nefndu Vatnsholt 3. Þar stund-
aði Magnús kartöflurækt samhliða
öðrum störfum. Sautján árum síð-
ar, eða 1992, fluttu þau á Selfoss
og hafa búið þar síðan. Magnús
vann lengst af í Mjólkurbúi Flóa-
manna og í Sláturfélagi Suður-
lands. Síðustu 2 árin dvaldist hann
á hjúkrunarheimilinu Fossheimum.
Útför Magnúsar fer fram frá
Villingaholtskirkju í dag, 25. sept-
ember 2010, og hefst athöfnin kl.
13.30.
Meira: mbl.is/minningar
Elsku pabbi minn. Það er skrítin
tilfinning að keyra eftir Árveginum
og sjá hvorki ljós í glugganum þín-
um á Fossheimum né skutluna þína
við dyrnar í Grænumörkinni. Ekki
átti ég von á að þú færir svona
skyndilega frá okkur, en þetta var
það sem þú hafðir óskað þér þegar
þar að kæmi, að sofna hress að
kvöldi og vakna ekki næsta dag.
Þrátt fyrir veikindi þín varstu svo
ótrúlega duglegur og bjartsýnn á
allt, og hugurinn alltaf langt á und-
an í öllu. Ég vil þakka þér fyrir
mig. Sem frumburðurinn fékk ég
snemma að taka þátt í lífinu og
störfunum með ykkur mömmu í
sveitinni og bý ég að því alla ævi.
Hann Kiddi minn sendir þér sín-
ar innilegustu kveðjur með þakk-
læti fyrir samstarfið og samveruna
í gegnum árin, fyrst hjá Slátur-
félagi Suðurlands og síðan hjá
Mjólkurbúi Flóamanna.
Skilaðu kveðju frá mér til ömmu
og afa í Ömmubæ og ömmu og afa í
Seli.
Megir þú hvíla í friði, elsku
pabbi minn, sjáumst síðar.
Þín
Inga.
Það eru forréttindi, sem ekki öll
börn hafa hlotið, að geta vaknað á
laugardagsmorgni, vitandi, að
frammi í eldhúsi er hún mamma, að
leggja drög að hádegismat og
pabbi farinn út, að grúska í skúrn-
um. Allir á sínum stað, alla daga,
allt árið um kring. Alltaf biðu
pabba einhver verkefni, bílar,
traktorar og allskyns véladót.
Hans ástríða voru bílar, pabbi var
haldinn ólæknandi bíladellu. Bíl-
skúrinn var hans paradís á jörðu
og þar inni var alltaf gott að vera.
Þar suðaði stundum útvarpið,
fermingarútvarpið hennar Ingu
systur ásamt hljóðum úr hinum og
þessum tækjum. Ef hann þurfti að
rafsjóða varð ég að fara út á með-
an, líka ef hann þurfti að nota slíp-
irokkinn. Þessi tæki voru hávær og
rafsuðan óholl litlum augum. Og
hann sá líka til þess að nefið mitt
kæmist ekki ofan í dósina með Jöt-
ungripinu, eins og mér fannst nú
lyktin góð. Hann var snillingur á
sínu sviði. Smíðaði allskyns vélar
og dót. Lagaði það sem var bilað,
sama hvað það var. Svarthærður
og alltaf angandi af smurolíu sem
að mínu mati er besta lykt í heimi.
Alltaf mátti ég skottast í kringum
hann og aldrei sussaði hann á
stelpuskottið þó hún hafi mikið
þurft að spyrja og tjá sig um hitt
og þetta. Þó sagði hann eitt sinn að
það væri ekki vitlaust að setja á
mig hljóðkút. Mér fannst hann geta
allt, kunna allt og vita allt, fyrir
mér var pabbi minn sterkastur og
bestur allra pabba.
Pabbi hafði sterkar skoðanir og
var ekki feiminn að láta þær í ljós.
Hann átti það til að þruma yfir
manni ef honum mislíkaði eitthvað
í veröldinni. Það sem honum fannst
fannst mér líka. Og það sem mér
fannst fannst honum yfirleitt líka.
Við vorum nánast alltaf sammála.
Þannig var það bara. Hann var
heiðarlegur maður sem stóð skil á
sínu, hafði gott orð á sér sem skilar
sér margfalt til okkar barnanna
hans. Nú er ég orðin stór, samt er
ég eiginlega bara lítil, pabbastelp-
an. Og enn er pabbi minn bestur
allra pabba. Enn er það ekkert sem
mér finnst hann ekki kunna, vita
eða geta. Það hefur alltaf verið nóg
fyrir mig að vera í návist hans, þá
hefur mér alltaf fundist að ekkert
slæmt gæti gerst. Þó hann væri
kominn á efri ár og heilsunni farið
að hraka var það enn þannig, því-
líkur var styrkur hans. Fyrir mér
er hann höfðingi í allri merkingu
þess orðs. Nú hefur pabbi minn
kvatt þennan heim. Hann hefur ef-
laust sníkt sér far með farfuglun-
um sem eru óðum að hverfa til
betri staða. Sem lítil stúlka trúði ég
að til væri himnaríki. Ég trúi því
enn og vona að nú sitji þeir saman
pabbi og afi og skeggræði um
gamla tíma og nýja. Og ef einhver
sanngirni er í þessu þá hljóta að
vera til bílar í himnaríki. Kannski
hefur almættið brætt úr bílnum
sínum og því hefur almættið vantað
góðan mann til að skipta um vél og
koma bílnum í gegnum skoðun.
Blessuð sé minning pabba míns.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Guðrún Lilja Magnúsdóttir.
Meira: mbl.is/minningar
Það er sárt að horfa á eftir þér í
annan heim. Ég var að vonast til
þess að þú fengir að sjá litlu prins-
essuna mína, sem áætluð er í heim-
inn í febrúar, áður en þú mundir
kveðja okkur. En ef ég þekki þig
rétt muntu vaka yfir henni sem og
okkur öllum.
Það eru forréttindi að hafa átt
þig sem afa, elsku afi minn. Allar
góðu stundirnar okkar í gegnum
tíðina eru svo margar. Bíltúrarnir í
sveitinni, stökkin yfir brúna á
Bronco, þegar ég fór með þér í
vinnuna á mjólkurbílnum, heyskap-
urinn, stússið í skúrnum og margt
fleira. Ég á mínar bestu æsku-
minningar úr sveitinni hjá ykkur
ömmu, þar var sko gott að vera.
Já, ég á ekkert nema frábærar
minningar um þig, afi minn. Þú
hefur gefið mér svo mikið í lífinu
og ég hef líka lært svo mikið af þér
og fyrir það verð ég þér ævinlega
þakklátur.
Ég vona bara að nú líði þér bet-
ur, elsku afi minn. Hvíldu í friði.
Þinn
Þorsteinn (Denni).
Elsku afi.
Vinur minn,
vinur minn,
nú er nótt,
nú er nótt,
enginn blær,
enginn blær,
allt er hljótt,
allt er hljótt.
(Oddný Kristjánsd.
frá Ferjunesi)
Þegar ég frétti að þú værir dáinn
trúði ég ekki pabba, ég var að fara
á fótboltaæfingu og hafði verið ein
heima frá því að ég kom heim úr
skólanum en það var tilviljun að ég
var ekki farin. Þegar ég frétti þetta
hugsaði ég að ég skyldi skrifa ljóð-
texta eftir Oddu frænku okkar frá
Ferjunesi. Ég trúði þessu ekki því
ég elskaði þig og þú varst alltof
skemmtilegur til þess að deyja en
svona er þetta bara. Takk fyrir allt.
Takk fyrir að vera svona góður afi
og takk fyrir að vera í lífi mínu.
Hugrún Harpa.
Við systurnar vorum rosalega
mikið heima hjá ömmu og afa þeg-
ar við vorum litlar. Nánast dag-
lega, og hann afi var okkur ofboðs-
lega góður.
Hann kenndi okkur að dansa Óla
skans og spilaði veiðimann og ól-
sen-ólsen við okkur örugglega
hundrað sinnum. Og við fengum
oftast að vinna.
Við söknum þess helst að sitja
með afa á kvöldin fyrir svefninn og
drekka mjólk og borða góðu súkku-
laðikökuna hennar ömmu. Það voru
svo góðir og friðsælir tímar.
Stundum á daginn þegar við afi
vorum heima, þá fórum við saman í
göngutúr og hann keypti smá
bland í poka og við deildum hálfs
lítra kókflösku. Það fannst okkur
mikið gaman.
Og á sumrin tjaldaði hann gamla
tjaldinu þeirra fyrir okkur syst-
urnar í garðinum fína í Lambhaga
3.
Afi var mikið að stússa í bíl-
skúrnum sínum á daginn, og kom
stundum rétt svo inn til að borða
hádegismat og leggja sig. Hann og
Bjartmar, sem bjó við hliðina,
stóðu oft í hlaðinu með bílskúrana
sína opna og töluðu saman, örugg-
lega um bíla, á meðan konurnar
sátu í eldhúsinu hennar ömmu,
drukku kaffi og spjölluðu.
Já hann afi var afskaplega góður
og hann sagði aldrei nei við mann.
Hann keyrði tvisvar í viku á Eyrar-
bakka til að skutla okkur á kóræf-
ingu eða í fiðlutíma upp á Selfoss
og í bílnum hans voru alltaf til góð-
ir molar með súkkulaði inni í.
Við vildum bara óska að við hefð-
um þakkað honum afa oftar fyrir
og sagt honum að okkur þætti
vænt um hann. Sennilega hefur
hann þó alltaf vitað það.
Við þökkum afa af öllu hjarta og
sendum honum bænina sem amma
kenndi okkur þegar við vorum litl-
ar.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti, sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.
(Ásmundur Eiríksson)
Helga María og Júlía Sif.
Þegar ég minnist afa, þá er það
fyrsta sem kemur í hug minn öll
árin þeirra ömmu í Lambhaganum.
Fyrir mér var það notalegasti stað-
urinn í öllum heiminum enda á
löngu tímabili nánast mitt annað
heimili. Í Lambhaganum var eins
og tíminn færi hægar en annars
staðar. Ég man eftir fjölmörgum
skiptum þar sem ég fór þangað
beint eftir skóla. Oft til að leggjast
upp í sófa og horfa á Stöð 2 og láta
ömmu stjana við mig. Stundum
tókum við afi í spil eða spjölluðum
um hitt og þetta. Nánast undan-
tekningarlaust kom ég við í bíl-
skúrnum áður en ég fór inn í hús til
ömmu til að sjá hvað afi væri að
sýsla. Þar var hann alltaf í bláum
slopp með derhúfu á höfði og smur-
olíu á höndunum. Þótt afi væri
hættur að vinna, þá leið ekki sá
dagur sem hann var aðgerðalaus.
Alltaf var hann að vinna að fjöl-
mörgum verkefnum fyrir hina og
þessa. Iðulega fræddi hann mig
með nákvæmum hætti hverskonar
hlut hann væri að gera við og hvað
sá hlutur gerði. Yfirleitt skildi ég
ekkert í því en það skipti engu
máli. Ég leit upp til afa míns og
fannst gaman að spjalla við hann.
Stundum fékk ég meira að segja að
hjálpa honum. Fyrir mér var ekki
til sú vél sem afi gæti ekki lagað og
ekki til sá hlutur sem hann gæti
ekki smíðað. Svona mun ég alltaf
minnast afa míns.
Böðvar Einarsson.
Kynslóðir koma, – kynslóðir
fara. Það er gangur lífsins.
Þegar horft er til baka finnst
okkur systkinunum svo stutt síðan
við kvöddum foreldra okkar eftir
langa og farsæla ævi. Í hugum okk-
ar var það eðlilegt ferli. En nú,
þegar höggvið er skarð í systk-
inahópinn öðru sinni, (þann hóp
sem náði fullorðinsaldri), er sem
eitthvað bresti í vitundinni.
Magnús bróðir var elstur af
barnahópnum í Vatnsholti. Í okkar
augum var hann baklandið, alltaf
nokkrum skrefum á undan.
Þegar hann var að vaxa úr grasi
var sveitabúskapur enn með gamla
laginu. En sem ungur maður tókst
hann á við vélvæðinguna, sem hélt
innreið sína í sveitina um miðja síð-
ustu öld. Það kom sér vel fyrir föð-
ur okkar, sem setti allt sitt traust á
frumburðinn. Trúlega hefðu for-
eldrar okkar ekki getað stundað
sveitabúskap til frambúðar ef þau
hefðu ekki notið hjálpar hans.
Magnús giftist eftirlifandi eigin-
konu sinni Gyðu Fanneyju Björns-
dóttur 27. september 1958. Stofn-
uðu þau nýbýli út úr jörð foreldra
okkar og nefndu Vatnsholt II.
Hann þurfti að byggja upp allan
húsakost og gerði það með miklum
myndarbrag.
Þar fæddust börnin þeirra fjög-
ur.
Að byrja búskap með þessum
hætti er aðeins fyrir kjarkmikið og
vinnusamt fólk, þarna var unnið
nótt og nýtan dag. Þá voru að vísu
komnar vélar og alls kyns hjálp-
artæki, en Maggi var snillingur í að
halda þeim gangandi og gera við,
ef eitthvað bilaði. Þá var algengt að
nágrannar nýttu sér útsjónarsemi
hans í þessum efnum.
Árið 1974 seldu þau Maggi og
Gyða Vatnsholt II, en byggðu sér
hús, öðru sinni, á skika úr jörðinni
og nefndu Vatnsholt III. Þá var
bróðir okkar farinn að lýjast. Að
byggja enn upp í Vatnsholti segir
okkur, að tryggð hans við fæðing-
arsveit sína og umhyggja hans fyr-
ir öldruðum foreldrum var honum
efst í huga. En á þessum tímamót-
um hætti hann með búpening og
hóf störf hjá Mjólkurbúi Flóa-
manna, fór að aka mjólkurbíl.
Síðar fluttust þau hjón á Selfoss
og þar lauk hann ævikvöldinu.
Magnús bróðir var harðduglegur
til allrar vinnu og samviskusamur.
Áhugamál hans snerust einkum um
bíla og vélar af ýmsu tagi. Hann
var ekki mikið fyrir mannfagnaði,
en ákaflega góður heim að sækja.
Tilfinningar hans voru ekki opnar
hverjum samferðamanni, en tryggð
hans brást ekki, þegar fjölskylda
og vinir áttu í hlut. Magnús var
stakur reglumaður og bragðaði
aldrei vín eða tóbak. Honum fannst
svo sjálfsagt að maður léti gleðina
nægja, sem Guð hafði gefið okkur.
Svo kveður ljóminn fold á förum
að fjallabakı́ um sólarlag!
Nú sofna blóm með bæn á vörum
um bjartan, hlýjan morgundag.
Í blækyrrð djúpri draumsæll friður
á daggvot bráljós hnígur rótt.
Guð horfir milt af himni niður
og heimi býður góða nótt.
(Guðm. Guðmundsson)
Við þökkum bróður okkar fyrir
samfylgdina og biðjum Guð að
styrkja Gyðu og börnin í söknuði
þeirra.
Far þú í friði. Hafðu þökk fyrir
allt og allt.
Þín systkini,
María, Unnur, Rannveig,
Inga Jóna, Kristján og Sjöfn.
Magnús Ragnar
Einarsson
Þú varst mér svo
kær, vinátta þín var
svo einlæg að ég lifi
engan þann dag að mér
verði ekki hugsað til þín. Hlýleg orð
þín, óbilandi trú á fegurð heimsins og
sigur hins góða er eins og engill sem
fylgir mér um blindgöturnar og hin
myrku stræti. Með þér átti ég ynd-
islegustu stundir lífs míns og ég var
alltaf svo viss um að þær stundir
myndu endast mér alla ævi. En þú
fórst úr jarðvistinni í febrúar á þessu
ári og núna undir lok september vil ég
skrifa þér nokkur minningarorð, í til-
efni þess að hinn 26. september hefðir
þú orðið áttatíu ára.
Við vorum búin að skipuleggja ferð
norður í land, við ætluðum að heim-
sækja ástkæra ættingja þína og svo
ætluðum við að standa á árbakka og
veiða. Þú hafðir hlakkað svo til, þú
sást áttræðisafmælið í hillingum og
ætlaðir ábyggilega að vera búin að
landa þeim stóra áður en að stundinni
kæmi. Þetta sumar var strax í byrjun
Soffía
Sveinbjörnsdóttir
✝ Soffía Ólöf JónínaSveinbjörnsdóttir
fæddist á Ísafirði 26.
september 1930. Hún
lést á Borgarspít-
alanum 6. febrúar
2010.
Útför Soffíu fór
fram frá Fossvogs-
kirkju 16. febrúar
2010.
árs búið að færa þér
von um unað og fegurð.
Þú varst einstök
manneskja. Þú kunnir
svo sannarlega að fyr-
irgefa. Jafnvel þeim
sem ýttu þér frá sér
eða leyfðu þér ekki að
fylgja sér í harmi gast
þú fyrirgefið með bros
á vör. Þú lést fyrirgefn-
inguna lýsa þér veginn
og í þinni slóð er fyr-
irgefningin svo fögur
og gefur okkur sem lif-
um svo óendanlega
mikla orku. Þú sem hafðir mátt þola
það að missa dóttur þína, upplifa
mestu sorg og erfið ár, þú gast alltaf
gefið okkur hinum gleði og hlýju.
Nú ferðast þú fallega sál
um farveg mót ljósinu hvíta,
það fennir í fótsporin þín,
þig frostharkan þráir að bíta.
Erfiða fortíð þú átt
og áfram þú verður að líta.
(Kristján Hreinsson)
Elsku Soffía mín, þín er sárt sakn-
að. Ég þakka þér enn og aftur fyrir
allar yndislegu stundirnar sem við
áttum saman, alla vonina sem þú
gafst mér. Þú vildir alltaf gefa öllum
gleði og yl. Minning þín er svo sterk
að ég veit að dásamlegar stundir okk-
ar munu endast mér alla ævi.
Ástúðarkveðja, þinn
Hálfdán Ingi.