Morgunblaðið - 25.09.2010, Síða 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2010
Við Hildur Eir
kynntumst fimm ára, á
Gamla róló við Mela-
skóla. Fljótlega eftir að við urðum
vinkonur hittust mæður okkar í Guð-
mundarbúð og komust að því að hvor-
ug hjónin höfðu svo árum skipti kom-
ist í frí vegna barnauppeldis. Þá
tíðkuðust ekki Kanaríferðir með
kjarnafjölskyldunni heldur var frí
frekar eitthvað sem maður naut með
maka sínum, laus við krakkana. Upp
frá þessu hófst dýrðartímabil hjá
báðum fjölskyldum þar sem foreldr-
arnir nutu sín í ferðalögum innan-
lands og utan en við Hildur og litlu
systurnar Sigrún Drífa og Katrín
eignuðumst aukasett foreldra og
heimila þegar við vorum í pössun á
heimilunum á víxl.
Það er ómetanleg reynsla að hafa
fengið að vera heimagangur hjá Jóni
og Helgu í fjölskylduhúsinu á Mel-
haganum. Yfir öllu ríkti ró og kyrrð,
hver hlutur átti sinn stað og engu var
breytt. Að mörgu leyti mættust á
heimilinu straumar úr sveitinni hans
Jóns og borginni hennar Helgu.
Gamli tíminn mætti þeim nýja og iðu-
lega fékk maður þá tilfinningu á Mel-
haganum að þar stæðu tíminn og
hlutir í stað. Við hlustuðum á forn-
sögur, þjóðsögur og kvæði af stórum
segulböndum á meðan við byggðum
hús fyrir nýjustu barbídúkkurnar og
glæsilegan barbíbíl undir antíkstól-
unum. Seinna spreyjuðum við stríp-
aða hárið, settum á okkur hvítt gloss
og eyrnalokk í annað eyrað, kysstum
Kaja-goo-goo eða Wham-plakötin á
veggnum og fórum svo fram í ýsu og
kartöflur. Svona var að vera á Mel-
haga, við fengum að vera akkúrat
eins og við vildum, og uppátækin
vantaði ekki, en við höfðum fastan
ramma og lærðum góða siði og gildi.
Í minni minningu sat Jón oftast í
bláa stólnum fyrir framan skrifstof-
una þar sem bækur þöktu veggina frá
lofti niður á gólf. Í stólnum sat hann
yfirleitt með bók í hægri hendi og
taflborðið á þá vinstri. Jón var flug-
gáfaður og eflaust sterkur skákmað-
ur en hann taldi ekki eftir sér að
kenna okkur smástelpunum að tefla
og aldrei fannst okkur við eins klárar
og flottar og þegar við brutum heil-
ann yfir skák með Jóni. Það voru
stórar stundir þegar maður náði jafn-
tefli eða jafnvel að sigra Jón, skipti þá
engu að hann var iðulega búinn að
snúa taflborðinu við einu sinni eða
oftar þegar útlitið var orðið næsta
vonlaust hjá manni.
Jón var mikill áhugamaður um fal-
legt mál og reyndi mikið til að kenna
mér að segja ekki ókey, hæ og bæ.
Því miður hefur sú lexía ekki alveg
skilað sér enn, en ég þakka fyrir allt
annað sem ég lærði af honum og
Helgu á Melhaganum, það er ótrú-
legt happ að hafa fengið að þekkja
þau.
Guðrún Oddsdóttir.
Við Jón ólumst upp hvor sínum
megin við hæl Hvammsfjarðar. Samt
þekktumst við ekki fyrr en á ung-
Jón Marinó
Samsonarson
✝ Jón Marinó Sam-sonarson fæddist
að Bugðustöðum í
Hörðudal 24. janúar
1931. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Grund 16. september
2010.
Útför Jóns var gerð
frá Dómkirkjunni í
Reykjavík 24. sept-
ember 2010.
lingsárum. Ég heyrði
fyrst um tilveru Jóns
þegar menn riðu þjóð-
veginn fyrir ofan túnið
og mágur minn sagði
að þarna færi víst lær-
dómsmaðurinn mikli á
Bugðustöðum. Um
fermingu var Jón
sumsé búinn að fá fróð-
skaparorð á sig. Við
vorum seinna saman í
vegavinnu. Þar kynnt-
ist ég hagmælsku Jóns,
sem var ættgeng, og þá
þegar var hann byrjað-
ur að safna kveðskap afkomenda
langafa síns, Jóhanns Vigfússonar á
Saurum. Sumt af því sem Jón sjálfur
orti um okkur vinnufélaga sína mundi
hinsvegar vart teljast prenthæft í
minningargrein. Á þessum vettvangi
kom samviskusemi og heiðarleiki
Jóns líka óvænt í ljós. Verkstjórinn
lét skólapiltinn hjálpa sér við skýrslu-
gerð. Sá var ekki alveg laus við þann
eiginleika athafnamanna að vilja
hagnast ofurlítið persónulega á rík-
issjóði með því að hagræða gögnum.
Jón rak augun í þetta og neitaði að
horfa framhjá. Næsta sumar vann
hann ekki á þessum stað. Við urðum
samferða í MR fjóra vetur þar sem
flestir þekktu hann undir stytting-
unni Jón Sam. Hann lét til sín taka í
félagsmálum, var scriba scolaris í 5.
bekk og orti stundum í Skólablaðið.
Hann stofnaði félög sem honum
fannst vanta í skólalífið. Þau voru
kölluð Samfélög. Fyrst þeirra var
esperantistafélag en lífseigast varð
bókmenntafélagið Bragi og starfaði
þar til listafélag með fjórum deildum
var stofnað 1959. Sumum fannst nóg
um þessa athafnasemi Jóns. Þegar
við Jökull sömdum óperuna Gunnar
og Hallgerður létum við Njál líkja
eftir alþekktum töktum Jóns við tals-
verð fagnaðarlæti. Um líkt leyti hófst
pólitískt millispil Jóns þegar hann
varð fyrsti formaður Félags ungra
þjóðvarnarmanna. Þeir vildu herinn
úr landi, en óttuðust Sovétríkin. Ung-
ur últrabolsi í Hörðudalnum hafði
nefnilega ofboðið Jóni á barnsaldri
með sovéthollustu sinni. Eftir að
Þjóðvörn datt út af þingi 1956 dró
mjög úr pólitískri virkni Jóns og hann
sneri sér alfarið að íslenskum fræð-
um. Eftir glæsilegt magisterspróf
hélt hann til Hafnar og fékk eitt sinn
þá umsögn nafna síns Helgasonar að
vera einhver allra þefvísasti „hand-
ritauppsnuðrari“ sem hann hefði
kynnst. Fræðistörfum hans munu
aðrir gera betri skil en nákvæmni
hans og gætni í meðferð heimilda var
slík að sumir undruðust að hann
skyldi yfirleitt hleypa nokkru á prent.
Við Jón vorum ekki einungis sam-
bekkingar og sveitungar og lögðum
stund á skyld fræði, heldur einnig
kvæntir bekkjarsystrum lengi vel.
Samskiptin voru því talsvert mikil á
tímabili, bæði hér heima og í Kaup-
mannahöfn þegar við áttum þar leið
um. Það voru góð kynni þótt þau
gætu á stundum verið blandin nokk-
urri eljaraglettu. Mörgum þótti Jón
fremur alvarlegur í bragði hvers-
dagslega, en hann gat líka brugðið á
leik, þegar þannig vildi verkast. Ég
leit til hans nokkrum dögum fyrir
andlátið. Hann var greinilega á sterk-
um lyfjum og leiðslan löng, en samt
gat hann tjáð mér sína gerð af fyrri-
parti húsgangsins: Ég er einsog
jólatré / ég er í hreppsnefndinni.
Árni Björnsson.
Nú er látinn Jón Samsonarson
handritafræðingur eftir aldarfjórð-
ungs stríð við erfið veikindi. Ég man
er ég sá þau hjónin Jón og Helgu í
fyrsta sinn á mannamóti, svo fríð sýn-
um og glæsileg. Jón var þá við nám í
íslenskum fræðum. Seinna tók hann
magisterspróf með ágætiseinkunn,
einn örfárra sem þá einkunn hafa
hlotið samvæmt reglum þeirra tíma.
Síðar kynntist ég Jóni nokkuð þeg-
ar hann var sendikennari í Kaup-
mannahöfn. Og mjög náin vinátta
tókst með okkur eftir að við gerðumst
samstarfsmenn við Handritastofnun
Íslands, sem síðar nefndist Stofnun
Árna Magnússonar. Á langri samleið
bar aldrei skugga á skipti okkar. Að-
eins einu sinni kom það fyrir að okkur
yrði sundurorða. Nú hef ég löngu
gleymt hvað á milli bar, en hitt man
ég að hann hvarf af skyndingu brott
úr fundarstofunni – og ég skundaði
eftir honum inn á skrifstofu hans til
að gera gott úr öllu, það var nú auð-
sótt mál.
Jón er vandvirkasti maður sem ég
hef nokkru sinni kynnst. Ævinlega
mátti reiða sig á að hann færi rétt
með allar staðreyndir og tilvitnanir.
Hann skildi líka vel hvar þörf var að
taka til höndum, og ef hann var verka
sinna ráðandi vildi hann beita plógn-
um þar sem vænlegast var að yrkja
jörðina.
Hann var harla fróður um íslensk-
ar bókmenntir allt frá upphafi ritald-
ar fram til síðari tíma, en þó bar það
frá hversu vel hann kunni skil á sögu
vorri og bókmenntum frá tímabilinu
næst eftir siðaskiptin á sextándu öld,
því skeiði þegar svo margt nýtt var á
döfinni hér á landi. Og við Jón áttum
okkur sameiginlegan draum: Hann
ætlaði að semja rit eða stýra rann-
sókn á íslenskri sögu og bókmenntum
þessa tímaskeiðs. Kjarni rannsóknar-
innar átti að vera annáll Björns á
Skarðsá, fyrsta veigamikla sögurit
eftir siðaskiptin, en síðan átti að rekja
þræðina til og frá annálnum í ýmsar
áttir. Ég er sannfærður um að þetta
hefði orðið ómetanlegt heimildarverk
um íslenska menningu í uppafi nú-
tímans.
En áður en þessi og aðrir fagrir
draumar mættu rætast dundi ógæfan
yfir. Jón fékk blóðtappa í heilann sem
lamaði hann varanlega, bæði andlega
og líkamlega, allt til æviloka. Þetta
gerðist þegar hann var enn á besta
aldri. Hann kom að vísu á vinnustað
sinn í Árnagarði á hverjum degi, en
þrek hans var þorrið, og það var
hörmulegt að sjá hvernig þessi mynd-
arlegi og gáfaði maður veslaðist upp
smátt og smátt. Síðari árin dvaldist
hann á Grund, og alltaf var hann glað-
ur og æðrulaus þegar maður heim-
sótti hann. Þó var hann nú þreyttur
orðinn, og engill dauðans kom með
líknandi vængi.
Þau hjónin Jón og Helga hlutu
bæði sömu grimmu örlögin, heilabil-
un og heilsuleysi fyrir aldur fram. En
hvort um sig hafa þau látið eftir sig
varanleg verk, og saman fóru þau vítt
um land til að safna þjóðlegum fræð-
um af vörum fólksins og festa á
geymslubönd. Það mikla safn mun
halda nöfnum þeirra á loft um ókomin
ár.
Við Sigríður þökkum margar góð-
ar stundir og sendum dætrum Jóns
og Helgu innilegar samúðarkveðjur.
Jónas Kristjánsson.
Ein af mínum uppáhaldsbókum er
Sólarsýn, kvæði eftir sr. Bjarna Giss-
urarson í Þingmúla sem Menningar-
sjóður gaf út árið 1960. Jón M. Sam-
sonarson valdi ljóðin og ritaði
eftirmála. Fremst í bókinni er kvæðið
Um samlíking sólarinnar þar sem
skáldið vegsamar sólina og líkir henni
við allt það besta sem hann veit. Jón
dregur í þessari litlu bók fram kvæði
sem sýna aðra hlið á lífi og menningu
sautjándu aldar en oft hafði verið
gert áður; í stað þess að leggja
áherslu á eymd og niðurlægingu
kemur hér fram gleði yfir fegurð
náttúrunnar og gæðum landsins,
gamankvæði, ljóðabréf til ættingja og
vina, svo nokkuð sé nefnt.
Ég kynntist Jóni fyrst sem kenn-
ara árið 1985 í námskeiði um bók-
menntir síðari alda á MA-stigi í ís-
lensku. Námskeið hans voru vel sótt
og skýringin á því var ekki síst sú að
hann nálgaðist efnið á annan hátt en
flestir aðrir kennarar. Hann gerði
okkur ljóst að íslensk bókmennta-
saga er annað og meira en þær prent-
uðu bækur sem fjallað er um í yfirlits-
ritum og opnaði okkur heim ungu
pappírshandritanna sem geyma alls
konar efni sem fáir þekkja. Hann
hjálpaði okkur að yfirstíga þær
hindranir sem mæta þeim sem vilja
nálgast texta sem aðeins eru varð-
veittir í handritum. Hann deildi út
verkefnum sem fólust í því að við urð-
um sjálf að fara á stúfana, lesa hand-
ritin, skrifa upp textana og bera þá
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
✝
Innilegar þakkir til allra sem hafa sýnt okkur samúð
og vináttu vegna andláts,
ÓLAFS ANDRÉSSONAR,
Þórólfsgötu 5,
Borgarnesi.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Þórey Sveinsdóttir,
Sigríður Ólafsdóttir, Árni B. Sveinsson,
Fanney Ólafsdóttir, Stefán Haraldsson,
Stefanía Ólafsdóttir, Bragi J. Ingibergsson,
✝
Elskulegur bróðir minn, mágur og frændi,
KRISTJÁN GUÐMUNDSSON,
lést á heimili sínu Kjarnalundi, Akureyri,
miðvikudaginn 15. september.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Helga Guðmundsdóttir, Svan Ingólfsson,
Friðfinna Jónsdóttir,
systkinabörn og fjölskyldur þeirra.
✝
Innilegar þakkir til ykkar, sem með samkennd,
hlýhug og hjálpsemi veittuð okkur styrk og
stuðning við andlát og útför okkar ástkæru móður,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
KOLBRÚNAR DANÍELSDÓTTUR
frá Saurbæ í Eyjafirði.
Gunnhildur Sigurðardóttir, Pétur Kornelíusson,
Bragi Sigurðsson, Sigríður Emilía Bjarnadóttir,
Þórður Sigurðsson, Edda Björnsdóttir,
ömmubörn og langömmubörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför okkar
kæru,
BENNÝJAR SIGURÐARDÓTTUR
hússtjórnarkennara,
Skúlagötu 40,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki líknardeildar
Landspítalans Landakoti fyrir einstaka alúð, svo og
hlýju og nærgætni við aðstandendur.
Sigríður Á. Pálmadóttir, Guðmundur I. Sigmundsson,
Björn Orri Guðmundsson, Bergur Már Guðmundsson,
Sigrún Sigurðardóttir, Sigurður Magnússon.
✝
Eiginmaður minn,
JÓHANN ÁGÚSTSSON
fv. aðstoðarbankastjóri Landsbankans,
Kópavogstúni 8,
Kópavogi,
lést fimmtudaginn 23. september.
Útförin verður auglýst síðar.
Svala Magnúsdóttir.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og
amma,
MATTHILDUR INGÓLFSDÓTTIR,
Didda,
Völvufelli 44,
lést á Landspítalanum fimmtudaginn 16. septem-
ber.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Vilhjálmur Björnsson,
Linda María Vilhjálmsdóttir, Leif David Halvorson,
Ragnar Örn Vilhjálmsson,
Sólrún Hlín og Bjarki Tómas.