Morgunblaðið - 25.09.2010, Síða 37
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2010
Ég kvaddi hetjuna hana móður
mína, Ásu Guðrúnu frá Mörk í Vest-
mannaeyjum, hinstu kveðju þann
17. janúar og í dag, laugardag 25.
september, hefði hún orðið 86 ára.
Það er vitað að það kemur að þess-
ari stund en samt er söknuðurinn og
tómið óendanlega sárt. En hvernig á
ég að koma orðum að því og kveðja
hana sem mér þótti svo undur vænt
um? Ég varð þess heiðurs aðnjót-
andi að hugsa um hana og var það
mér dýrmætur tími. Því eldri sem
ég verð því betur sé ég hvað hún var
sterk og dugleg. Öll vorum við
hrein, ánægð og södd. Komumst til
manns og meira en það. Sést best á
því hversu rík mamma mín var að
barnabörnum og barnabarnabörn-
um, alls 50 manns. Að ala upp 8
börn er aðdáunarvert, mestallan
tímann ein sín liðs vegna þess að
faðir okkar, Stefán Pálsson frá
Siglufirði, lést 43 ára af slysförum.
Einnig þurfti hún að horfa á eftir 2
börnum sínum, Bryndísi, sem lést
22 ára gömul og Halldóri Páli, 46
ára, en hann lést einnig af slysför-
um. Eftir að Haddi kvaddi byrjaði
nýtt samband hjá okkur mömmu,
því ég tók hana til mín og urðum við
háðar hvor annarri á góðan máta.
Við gerðum svo margt saman í frí-
um, fórum til Eyja, í bústað og ekki
má gleyma öllum bíltúrunum sem
henni þótti svo undur gaman að og
þá var spjallað um heima og geima.
Það verður skrýtið að skreyta ekki
herbergið þitt á Hrafnistu fyrir
hverja hátíð, jól og páska, Valent-
ínusardag og sumar. Alltaf varstu
ánægðust ef herbergið var sem
rauðast og með rauðum ljósum. Það
gaf mér jafn mikið og þér, jafnvel
meira, að sjá hvað lítið þurfti til að
gera þig ánægða, glaða og stolta af
herbergi þínu.
Nú er komið að ferðalokum og
eins og faraóarnir gerðu þá fékk ég
þann heiður að búa þig undir þetta
ferðalag sem þú ert nú farin í án
mín. Auðvitað klæddi ég þig í rauða
uppáhaldsdressið þitt sem þú vildir
alltaf klæðast þegar mikið stóð til og
sérstaklega þegar lagt var af stað til
Eyja. Og auðvitað voru neglurnar
lakkaðar rauðar og varirnar. Og
uppáhaldsskartið sett upp og annað
sett í fallegt box þér við hlið. Hvað
þú varst friðsæl og falleg, þá varst
Ása Guðrún
Jónsdóttir
✝ Ása Guðrún Jóns-dóttir fæddist í
Vestmannaeyjum 25.
september 1922. Hún
lést á hjúkrunarheim-
ilinu Hrafnistu í
Hafnarfirði 17. jan-
úar 2010.
Ása Guðrún var
jarðsungin þann 25.
janúar frá Fríkirkj-
unni í Hafnarfirði. Út-
förin fór fram í kyrr-
þey. Hún var jarðsett
30. janúar í Vest-
mannaeyjum.
þú örugglega komin
með góðan ferða-
félaga þér við hlið sem
þú hafðir saknað mik-
ið. Svo elsku mamma
mín, njóttu ferðarinn-
ar þar til ég sé þig
næst.
Þótt ég sé látinn, harmið
mig ekki með tárum,
hugsið ekki um dauðann
með harmi eða ótta.
Ég er svo nærri, að hvert
eitt tár ykkar snertir mig
og kvelur, þótt látinn mig
haldið.
En þegar þið hlæið og syngið með
glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót
til ljóssins.
Verið glöð og þakklát fyrir allt sem líf-
ið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt
í gleði ykkar yfir lífinu.
(Kahlil Gibran)
Þín elskandi dóttir,
Gyða.
Amma, amma, amma. Amma mín
hún Ása Guðrún Jónsdóttir og
Mörkin í Eyjum. Hjartað tekur kipp
og mér hlýnar allri. Það eru svo
margar minningar sem ég geymi og
á fyrir mig. Skonsubaksturinn og
allt sem því fylgdi – innpökkun og
spjallið á leiðinni í búðirnar með
skonsurnar … Hekl – ég var ekki há
í loftinu þegar ég lærði að hekla og
ég er viss um að ef hægt væri að fá
mastersgráðu í hekli þá væri amma
með hana. Töluboxin hennar og all-
ur tíminn sem fór í að flokka þær
eftir litum, stærð, áferð og sögurnar
sem maður fékk á meðan maður var
að dunda sér við það. Hún var snill-
ingur í að láta tímann líða hratt án
þess að hafa fullbókaða dagskrá,
fyrir krakka sem var frekar uppá-
tækjasamur og iðinn. Svo þegar
krakkinn varð að fullorðinni mann-
eskju þá breyttist samveran í sam-
töl um lífið og tilveruna og oft hlýja,
notalega sameiginlega þögn, saman
án orða að dunda eða …
Síðustu ár hafa verið farnar ófáar
ferðir upp á Hrafnistu í Hafnarfirði
og rosalega vantar í daginn nú þeg-
ar, að koma ekki við þar og heilsa
upp á skvísuna. Von mín er sú að ég
og mín börn fáum allavega að njóta
Markarinnar um ókomin ár, þótt
hún amma sé farin. Ása í Mörk var,
er og verður alltaf amma mín.
Það er varla nokkur heppnari en ég.
Þessi tilfinning er ævintýraleg.
Ég er undir þínum áhrifum í dag
og verð áfram, enginn vafi er um það.
Þú ert náttúrunnar undurfagra smíð,
verður hörpu minnar strengur alla tíð.
Það er ekki nokkur sem að brosir líkt
og þú.
Og ég lofa gjafir lífsins fyrr og nú.
(Sálin)
Þín
Elínborg.
saman. Fæst okkar kunnu mikið til
verka en hann var þolinmóður og
skilningsríkur og hvatti okkur áfram.
Jón hafði lengi unnið að undirbún-
ingi útgáfu á verkum sr. Hallgríms
Péturssonar, viðað að sér ýmiss kon-
ar efni og látið gera spjaldskrá yfir
kveðskap hans. Þegar kom að því að
skrifa cand.mag.-ritgerð í íslensku
valdi ég Jón sem leiðbeinanda en
segja má að hann hafi valið verkefnið
fyrir mig. Ég var á báðum áttum en
hann vildi eindregið að ég skrifaði um
kveðskap Hallgríms Péturssonar
enda mundi sú vinna nýtast við útgáf-
una á verkum skáldsins. Hann leit á
útgáfuna sem eitt af forgangsverk-
efnum Stofnunar Árna Magnússonar
og naut þar stuðnings forstöðu-
manns, Jónasar Kristjánssonar. Þeg-
ar ég nokkrum árum síðar fékk stöðu
við stofnunina kom ég því ekki að
tómum kofunum og hefur sá grund-
völlur sem Jón lagði verið ómetanleg-
ur fyrir okkur sem unnið höfum að
útgáfu á verkum Hallgríms Péturs-
sonar undanfarin ár.
Ég man fyrst eftir Jóni sem há-
vöxnum, grönnum og glæsilegum
manni sem oft sveiflaði hendinni létti-
lega til að draga ljósan lokk frá enn-
inu. Hann var hæglátur og afar var-
kár og nákvæmur fræðimaður en
hafði líka skopskyn og gaman af
skemmtilegum sögum. Ég er honum
að leiðarlokum afar þakklát fyrir
þann heim sem hann opnaði mér, þá
þekkingu sem hann veitti mér, fyrir
leiðsögn hans og hvatningu.
Margrét Eggertsdóttir.
Jón Samsonarson var sérfræðing-
ur á Stofnun Árna Magnússonar, áð-
ur Handritastofnun Íslands, í meira
en þrjátíu ár. Hann var ljúfur sam-
starfsmaður en fastur fyrir, nákvæm-
ur og vandaður fræðimaður, gjöfull á
fróðleik og ráð við samstarfsmenn
sína og alla sem til hans leituðu. Hann
hafði fágæta yfirsýn yfir handrit,
kveðskap og bókmenntasöguskrif
síðari alda, og miðlaði þekkingu sinni
í útgáfum, greinum og leiðsögn við
aðra fræðimenn. Hann fetaði ávallt
ótroðnar slóðir í fræðaiðkun sinni og
reyndist þeim sem fylgdu honum
öruggur leiðsögumaður.
Áhugi Jóns einskorðaðist ekki að-
eins við handritarannsóknir og grein-
ingu á menningu fyrri alda heldur
hafði hann næman skilning á hinni
órofa munnlegu alþýðumenningu í
landinu og mikilvægi þess að varð-
veita hana. Á árunum 1963-71 fóru
Jón og Helga kona hans um landið og
tóku upp á segulbönd skáldskap og
sögur, þjóðlög og vísur af vörum
fólksins. Ekki mátti miklu muna að
margt af því efni sem þau náðu á seg-
ulband glataðist. Upptökur þeirra
eru nú drjúgur hluti af hinu verð-
mæta þjóðfræðasafni Stofnunar
Árna Magnússonar í íslenskum fræð-
um sem er sífelld uppspretta nýrra
rannsókna.
Bestu kennarar treysta nemend-
um sínum til að takast á við flókin
verkefni og leyfa þeim að uppgötva
krafta sína. Ég kynntist Jóni Sam-
sonarsyni fyrst sem kennara í þjóð-
fræði við Háskóla Íslands. Hann lagði
fyrir okkur það verkefni að gefa út
Margrétarkvæði sem varðveitt er í
fjölda handrita á handritadeild
Landsbókasafnsins. Einhverjir
myndu segja að það hefði verið fífl-
dirfska að leggja slíkt verkefni fyrir
nemendur á öðru ári í íslensku, en
Jón lét ekkert uppi um vanda verks-
ins heldur treysti okkur einfaldlega
líkt og við værum fullburða útgefend-
ur. Skemmst er frá því að segja að út-
gáfan tók hug okkar allan og ekkert
sem við tókumst á hendur í náminu
stælti okkur eins í vinnubrögðum og
færði okkur jafn vel heim sanninn um
mikilvægi samstarfs. Mér finnst
þessi fyrstu kynni okkar lýsa Jóni vel.
Hann hafði mikinn metnað fyrir hönd
fræðanna. Hann vissi að til þess að
laða ungt fólk að fræðunum yrði að
treysta því og leyfa því að nálgast
uppspretturnar sjálfar; vinna með
handritin og frumheimildirnar.
Stofnun Árna Magnússonar í ís-
lenskum fræðum kveður mikilvirkan
fræðimann, einstakan samstarfs-
mann og vin, og fyrir hönd starfs-
manna stofnunarinnar votta ég fjöl-
skyldunni innilega samúð mína.
Guðrún Nordal.
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Alhliða útfararþjónusta
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þorbergur
Þórðarson
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför,
KRISTÓFERS BALDURS PÁLMASONAR
fv. dagskrárstjóra Ríkisútvarpsins,
Vesturbrún 31,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til alls starfsfólks á hjúkrunar-
heimilinu Sóltúni.
Aðstandendur.
✝
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi,
INGÓLFUR ÞORSTEINSSON,
Vesturgötu 87,
Akranesi,
sem lést aðfaranótt laugardagsins 18. september,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn
28. september kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á SÁÁ.
Aldís Hjörleifsdóttir,
Kristrún Helga Ingólfsdóttir, Ólafur Þ. Kristjánsson,
Hrefna Ingólfsdóttir, Rúnar Gunnarsson,
Lilja Guðlaug Ingólfsdóttir, Björn Hallbjörnsson,
Guðríður Inga Ingólfsdóttir, Jóhann Ómarsson
og barnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra sem hafa sýnt okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför elsku mömmu okkar,
tengdamömmu, ömmu og langömmu,
SIGURÍNU F. FRIÐRIKSDÓTTUR,
Fellsmúla 20,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til allra þeirra sem önnuðust hana
í veikindum hennar.
Árni Friðrik Markússon,
Ásta Hulda Markúsdóttir,
Guðrún Kristín Markúsdóttir, Þór Fannar,
Bryndís Markúsdóttir, Sigurður Konráðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Hjartans þakkir til ykkar allra sem hafið sýnt okkur
samhug, stuðning, hjálpsemi og vináttu eftir fráfall
móður okkar, tengdamóður og ömmu,
AGNESAR JÓHANNESDÓTTUR
barnahjúkrunarfræðings.
Minning hennar lifir í hjörtum okkar.
Helena Kristbjörg Hrafnkelsdóttir,
Jóhanna Hrafnkelsdóttir,
Svava Snæberg Hrafnkelsdóttir
og fjölskyldur.
✝
Innilegar þakkir og kveðjur til þeirra er sýndu okkur
hlýhug og samúð við andlát og útför frænku okkar,
MARGRÉTAR HÖNNU EYJÓLFSDÓTTUR.
Starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum er
sérstaklega þökkuð hlýja og umhyggja.
Guðrún Ásbjörnsdóttir,
Þorgeir Sigurðsson,
Sigurður Ingi Sigurðsson
og aðrir aðstandendur.
✝
Elskuleg móðir mín,
SIGURBJÖRG BJÖRGVINSDÓTTIR,
áður Þórsgötu 21 a,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð laugar-
daginn 18. september, verður jarðsungin frá
Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 28. september
kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á
hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð, sími 560 4100.
Stefán Hermanns.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en
3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu
birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15
línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Minningargreinar