Morgunblaðið - 25.09.2010, Side 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2010
Í dag kveðjum við
yndislega konu, Þór-
önnu Sigríði Jósafats-
dóttur frá Siglufirði. Leiðir okkar
Þórönnu lágu saman þegar við hóf-
um báðar nám í leikskólafræðum í
Kennaraháskólanum haustið 2000,
þá báðar komnar á miðjan aldur.
Við mynduðum vinahóp með Önnu
Björk, Magdalenu Rögnu og Dag-
björtu sem saman studdum hver
aðra í náminu. Ég man að Þórönnu
fannst hún í upphafi alveg vera að
missa móðinn og var hrædd við að
takast á við námið. Þá stöppuðum
við í hana stálinu, blésum í glæð-
urnar og áfram hélt hún því það var
seigla í henni Þórönnu. Hún lét
aldrei verkefni frá sér fyrr en á síð-
ustu mínútu því það átti að vera eins
fullkomið og hægt var enda kláraði
hún námið með glæsibrag. Ég
minnist dagsins þegar hún útskrif-
aðist, hvað hún ljómaði af gleði yfir
sigrinum að ná þessum áfanga. Hún
sem hafði helgað líf sitt börnum var
nú komin með tækifæri til að sækja
fram á völlinn. Ég hvatti Þórönnu til
að skipta um vinnustað og koma til
okkar í leikskólann Rjúpnahæð, sem
hún gerði. Þar var hún deildarstjóri
á Lóuhreiðri þangað til hún fór í
sumarfrí í sumar en átti ekki aft-
urkvæmt vegna veikinda. Á Lóu-
hreiðri var hún eins og unga-
mamma, gætti þess að öllum
ungunum í hreiðrinu liði vel og
sýndi hverju barni mikla virðingu
og kærleik. Í lok dags, þegar öll
börn voru farin heim, var ekki óal-
gengt að sjá Þórönnu eyða löngum
tíma í að dytta að og snurfusa deild-
ina enda bar Lóuhreiður af, alltaf
allt á sínum stað og puntað með ein-
hverju dúlleríi hennar Þórönnu til
að gera hlýlegt.
Syngur lóa suður í mó
sætt um dáin blóm.
Alltaf er söngurinn sami
með sætum fuglaróm.
(Páll Ólafsson)
Ég sendi eiginmanni Þórönnu,
Jónsteini, og fjölskyldu hennar inni-
legar samúðarkveðjur.
Kristín Þórisdóttir.
Elskulega Þóranna mín. Það var
mjög sárt að horfa upp á þær þján-
ingar er voru lagðar á þig og sárt að
horfa á þig hverfa alveg frá okkur. Í
þeim raunum öllum komu mann-
kostir þínir svo vel í ljós og á meðan
þú gast varstu að reyna að gefa okk-
ur öllum af þér. Hetjuleg barátta
þín var algjör, þú tókst einn dag í
einu og lagðir líf þitt í hendur Guðs
og þeirra er önnuðust þig. Um
læknana og hjúkrunarfólkið sem
önnuðust þig fórst þú fallegum orð-
um.
Í huga mínum er fyrst og fremst
Þóranna Sigríður
Jósafatsdóttir
✝ Þóranna SigríðurJósafatsdóttir
fæddist á Siglufirði
23. desember 1947.
Hún lést á krabba-
meinsdeild Landspít-
alans 14. september
2010.
Útför Þórönnu fór
fram frá Grafarvogs-
kirkju 24. september
2010.
þakklæti fyrir að hafa
kynnst þér og fengið
að vera vinur þinn í
öll þessi ár. Vinátta
þín hefur verið mér
mikils virði. Að eiga
góðan vin og vináttu,
sem er án nokkurra
skilyrða, er eitt af því
dýrmætasta, sem
hægt er að eignast.
Heimilið ykkar
Jónsteins bauð alla
velkomna og allt gert
til þess að öllum liði
þar vel, enda mynd-
arskapur þinn annálaður. Hlaðið
borð af góðgæti og oftast leyndist
þar eitthvað sem maður fékk hvergi
annars staðar. Allir áttu að borða
vel og þá varst þú ánægð.
Fyrsta minning mín um þig er af
lokkaprúðu litlu stúlkunni er stóð
álengdar og horfði á okkur eldri
krakkana í leikjum á Hafnarhæð-
inni. Þar var nú mikið líf og fjör,
boltaleikir, sippað, hoppaður parís
og ræningjaleikirnir vinsælu. Auð-
vitað fékkstu að vera með.
Ég flutti suður og leiðir okkar
skildi. Seinna, þá báðar ungar kon-
ur og komnar með elstu drengina
okkar, lágu leiðir okkar saman aft-
ur. Síðan þá hefur vinátta okkar
verið óslitin í áratugi, vinátta er
aldrei hefur skuggi fallið á.
Við gerðum margt skemmtilegt,
fórum á tónleika, í leikhús og á óp-
erur, þú elskaðir dramatískar óp-
erur. Áhugi þinn var mikill á tónlist,
myndlist og ekki síst á hönnun allri.
Þar lágu áhugasvið okkar saman
eins og í svo mörgu öðru.
Á fullorðinsárum fórst þú í erfitt
nám og leystir það með glæsibrag,
eins og allt sem þú tókst þér fyrir
hendur, elsku vinkona. Fjölskyldan
þín, heimilið ykkar og velferð son-
anna var þér alltaf efst í huga. Þar
sló hjarta þitt.
Litlu vinirnir þínir á leikskólan-
um sjá á eftir góða kennaranum
sínum. Vininum er umgekkst þá af
þeirri alúð og hlýju er lítil börn
þurfa svo mikið á að halda þegar
þau feta sín fyrstu skref í nýju um-
hverfi.
Ég kveð þig, elsku Þóranna, í síð-
asta sinn með einlægum trega og
þakka þér fyrir allt. Þú munt lifa í
hjarta mínu.
Fjölskyldunni allri sendi ég inni-
legar samúðarkveðjur.
Þín
Katla.
Með söknuð í hjarta kveðjum við
samstarfskonu og vin okkar hana
Þórönnu. Á lífsleiðinni mætum við
mörgu fólki, flestir hafa áhrif og
gera þar með líf okkar dýrmætt og
fagurt. Þóranna var ein þeirra sem
höfðu áhrif á okkur með einstakri
gæsku sinni og hjartahlýju. Árið
2002 tók Þóranna ákvörðun um að
breyta um vinnustað eftir að hafa
átt langan feril á öðrum leikskóla.
Hún ákvað að ganga í lið með okkur
að stofnsetja leikskólann Rjúpna-
hæð og varð hluti af öflugu deild-
arstjórateymi. Þóranna vann með
yngstu börnunum og sýndi þeim og
foreldrum ávallt mikla hlýju og um-
hyggju. Hún lagði ríka áherslu á að
það sem skipti mestu máli væri
kærleikurinn, nærgætni, hlýja,
natni og umhyggja. Þóranna var
elskuð af foreldrum þeirra barna
sem fengu að njóta krafta hennar og
dáð af þeim börnum sem nutu sam-
vista við hana. Hún hugsaði alltaf
fyrst og fremst um þarfir hvers og
eins barns. Þóranna var fagurkeri
mikill og allt það sem hún snerti
varð að gulli. Hún gaf sig af heilum
hug í starf sitt og hafði alltaf nægan
tíma fyrir samstarfsfólk sitt. Þau
voru ófá skiptin sem hún var lengur
í vinnunni til þess eins að gera
deildina sína fína og huggulega.
Þegar við rifjum upp allar yndislegu
stundirnar sem við áttum með henni
hlýnar okkur um hjartarætur.
Við kveðjum þig með tregans þunga tár
sem tryggð og kærleik veittir liðin ár.
Þín fórnarlund var fagurt ævistarf
og frá þér eigum við hinn dýra arf.
Móðir, dóttir, minningin um þig
er mynd af því sem ástin lagði á sig.
(Guðrún Jóhannsdóttir frá Brautarh.)
Við munum varðveita allar þær
gleðistundir sem við upplifðum með
Þórönnu. Munu þær veita okkur
huggun í sorginni og styrk um
ókomna tíð er við minnumst hennar.
Fjölskyldu Þórönnu færum við
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Við biðjum Guð að gefa ykkur styrk
í sorginni og gleði í minningum ykk-
ar. Fyrir hönd starfsfólks Rjúpna-
hæðar,
Hrönn Valentínusdóttir
leikskólastjóri.
Elsku Þóranna.
Mamma sagði okkur að þú værir
dáin og farin upp til himna. Prest-
urinn kom í skólann og sagði okkur
að þú værir farin eins og blómin
fara þegar það er orðið kalt úti.
Breki vildi fara að ná í þig og blóm-
in í skýjunum. Seinna skiljum við
hvað er að vera farin en við finnum
að við söknum þín. Takk fyrir allar
hlýju stundirnar, söngstundirnar og
að láta okkur líða svo vel þetta
fyrsta ár okkar í leikskólanum. Við
kveðjum þig með laginu sem þú
kenndir okkur:
Fann ég á fjalli fallega steina.
Faldi þá alla, vildi þeim leyna.
Huldi þar í hellisskúta heillasteina,
alla mína unaðslegu óskasteina.
Atli Freyr og Breki Freyr
á Lóuhreiðri.
Það var um vorið
1962 þegar ég var á
fimmtánda árinu að
ég stóð tilbúinn og beið eftir að
hótelstjórinn í Fornahvammi sækti
mig. Ég var ráðinn til ýmissa
sveitastarfa hjá Gunnari og Lilju
sem ráku Hótel Fornahvamm. Ég
hafði aldrei komið í Borgarfjörð og
vissi lítið hvert ég var að fara eða
hvað beið mín annað en sveita-
störfin, sem ég þekkti sæmilega.
Svínarækt var stunduð þarna og
slíku hafði ég aldrei komið nálægt
og ég held ég hafi ekki borðað
svínakjöt fyrr en þarna. Þarna
hitti ég gott fólk sem tók mér vel,
margt fór úrskeiðis í byrjun en
lærðist í rólegheitum, Gunnar vissi
alveg hvernig hann vildi að hlut-
irnir væru unnir, hann var mikið
snyrtimenni, vinnuumhverfið átti
að vera í lagi, grísirnir áttu að
vera hreinir og það var ekki
vandamál með það þegar hann
Gunnar Níels
Guðmundsson
✝ Gunnar NíelsGuðmundsson var
fæddur á Gríms-
stöðum í Landeyjum
16. júní 1924. Hann
lést á dvalar- og
hjúkrunarheimilinu
Grund 13. september
2010.
Útför Gunnars fór
fram frá Áskirkju 21.
september 2010.
hafði kennt mér
þetta, þá gerði ég
eins og hann. Þannig
sýndi hann í verki
hvernig ætti að gera
það. Mér leið vel hjá
þeim hjónum, það
var líka mikið af fólki
að vinna á hótelinu
og oft var mikið fjör.
Ég hugsa oft til
þessa tíma og viss
ljómi er yfir þessari
dvöl minni þarna.
Einnig fannst mér
alltaf gaman að hitta
Gunnar og Lilju. En síðast þegar
ég hitti þau saman þá þekkti
Gunnar mig ekki, hann var þá orð-
inn sjúklingur.
Gunnar vann Fornahvammi vel
og honum var annt um jörðina,
hann ræktaði hana vel, byggði
jörðina vönduðum gripahúsum og
fóðurhúsum ásamt vélageymslu.
Það var honum erfitt að sjá svo
jörðina drabbast niður. Við spjöll-
uðum oft um það og að gaman
væri að fá jörðina og vinna hana í
gamla ástandið aftur.
Ég þakka Gunnari fyrir sinn
þátt í minni þroskasögu sem gerir
mig auðugri fyrir vikið.
Ég sendi Lilju og fjölskyldu
mínar dýpstu samúðarkveðjur og
megi ævikvöld þitt Lilja mín verða
þér bjart og ljúft.
Guðjón H. Finnbogason.
Veit þá engi, að
eyjan hvíta
á sér enn vor, ef
fólkið þorir
guði að treysta, hlekki hrista,
hlýða réttu, góðs að bíða?
Fagur er dalur og fyllist skógi
og frjálsir menn, þegar aldnir renna;
skáldið hnígur og margir í moldu
með honum búa, en þessu trúið.
(Jónas Hallgrímsson)
Þetta ljóð er ritað í gamalli af-
mælisdagbók sem ég á, sem gefin
var út á lýðveldisárinu 1944. Þetta
ljóð ber upp á 16. júní, en þann dag
var Bogi föðurbróðir minn fæddur
árið 1929. Ég hef oft hugsað um að
það hlýtur að vera gott að eiga af-
mæli þennan dag. Alltaf frí daginn
eftir.
Bogi var 15 ára á þessu herrans
ári 1944. Unglingur að alast upp í
Skerjafirðinum, sem var hálfgerð
sveit, en þangað fluttu þau árið
1937. Þar bjó hann með ömmu og
afa, Herborgu og Ingimar, og
tveimur eldri bræðrum, pabba og
Gunnari. Þarna er seinni heims-
styrjöldin í algleymingi.
Bogi varð stúdent frá MR og fór
síðan í lögfræði í HÍ. Eftir það nám
fór hann til námsdvalar til Þýska-
lands og Sviss. Enda var hann vel
mæltur bæði á þýsku og frönsku.
Það var gaman að hlusta á hann
fara á flug á góðum stundum, hvort
sem það var á þýsku eða frönsku.
Það kom alltaf glampi í augun á
mömmu og pabba, þegar þau rifj-
uðu upp heimsókn sína til Boga ár-
ið 1955 til Hamborgar í Þýskalandi.
Þau minntust þessa tíma með mik-
illi gleði og ánægju.
Undanfarna daga hef ég hugsað
mikið til jólaboðanna í Skerjafirð-
Bogi
Ingimarsson
✝ Bogi Ingimarssonfæddist 16. júní
1929 í Reykjavík.
Hann lést 4. ágúst síð-
astliðinn á hjúkr-
unarheimilinu Drop-
laugarstöðum.
Bogi var jarðsung-
inn frá Háteigskirkju
þriðjudaginn 17.
ágúst 2010.
inum, sem amma og
afi héldu. Þetta voru
glæsileg boð í alla
staði. Rjúpnalyktin lá
í loftinu og heimsins
besti heimagerði ís
var á borðum. Þar
var setið til borðs í
nokkra klukkutíma
og heimsmálin rædd
vítt og breitt. Við
yngri kynslóðin höfð-
um nú ekki alltaf þol-
inmæði til að sitja
svona lengi. Þá var
stundum stungið af
niður í kjallara og öll þau skúma-
skot sem þar voru könnuð. En
þeim gestum sem sátu við þetta
borð fer óðum fækkandi. Nú síðast
Bogi frændi minn.
En þetta lifir svo sterkt í minn-
ingunni og er eitthvað sem kemur
ekki aftur. Ég held að það blundi í
okkur öllum fortíðarþrá. Að ylja
sér við eitthvað sem var, en kemur
ekki aftur.
Það var alltaf stíll yfir Boga.
Hann var heimsmaður, enda hafði
hann víða farið. Hann vílaði ekki
hlutina fyrir sér ef því var að
skipta og var flottur á því. Ég
minnist ótal skemmtilegra stunda
gegnum árin, sem ljúft er að rifja
upp og minnast.
Bogi og Sigrún áttu margar góð-
ar stundir í sumarhúsi sínu í Mjóa-
nesi við Þingvallavatn. Þar nutu
þau þess að slaka á og hafa það
huggulegt. Þau ferðuðust líka víða
um heiminn og voru þá nokkrar
vikur í einu. Bogi naut þess alltaf
að vera í sól og sumaryl.
Á síðustu misserum hafði Bogi
átt við veikindi að stríða. Við
mamma heimsóttum hann í vor og
þá sá ég að það var af honum dreg-
ið. En samt brá gamla glampanum
fyrir í augunum á honum, sem ég
kannaðist svo við. En það kemur
alltaf að leiðarlokum og við verðum
að sætta okkur við það.
Elsku Sigrún, Siggi, Benni og
Úlla. Við fjölskyldan sendum ykkur
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Minningin um Boga frænda mun
lifa og verða okkur kær.
Auður Ingimarsdóttir.
Alvöru blómabúð
Allar skreytingar unnar af fagfólki
Kransar • Krossar • Kistuskreytingar
Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499
Heimasíða: www.blomabud.is
Netfang: blomabud@blomabud.is
Minn elskulegi og
góði frændi Guðbjörn
Már er látinn langt
um aldur fram. Ég
trúði þessu ekki þeg-
ar systir mín hringdi og tilkynnti
mér þetta. Við komum heim til þín
og sáum lögreglubíl, og þá var eins
og hjartað væri rifið úr mér. Við
sem vorum saman kvöldið áður að
plana afmælið þitt. Tilhlökkunin
hjá þér var mikil, að borða með
fjölskyldunni og síðan í pool með
mér, þetta er svo óraunverulegt.
Guðbjörn Már
Rögnvaldsson
✝ Guðbjörn MárRögnvaldsson
fæddist í Reykjavík
12. september 1991.
Hann lést þann 11.
september 2010.
Útför Guðbjarnar
Más var gerð frá
Digraneskirkju 24.
september 2010.
En manni verður
hugsað um allar góðu
stundirnar sem við
áttum saman, þegar
þú varst yngri varstu
eins og litli bróðir
minn. Gleymi aldrei
þegar ég kenndi þér
að slamma við
Guns’n roses, þú
varst rétt rúmlega
tveggja ára og alltaf
fjörugur og brosandi.
Þegar þú varst lítill
fékk ég sem betur
fer oft að passa þig,
það voru miklar gleðistundir. Ég
minnist þín brosandi eins og síð-
asta sinn sem ég sá þig, þrátt fyrir
að ég sakni þín meira en orð fá
lýst. Ég veit að nú ertu hjá
mömmu og hún hugsar um þig,
elsku frændi.
Þinn frændi,
Hallur Örn.