Morgunblaðið - 25.09.2010, Síða 46
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2010
Börkur Gunnarsson
borkur@mbl.is
Íslenska bíómyndin Brim verður sýnd
í lok Alþjóðlegu kvikmyndahátíð-
arinnar í Reykjavík um næstu helgi.
Þetta er frumsýning myndarinnar en
Árni Ólafur Ásgeirsson leikstýrir
henni.
Myndin er byggð á samnefndu leik-
riti Jóns Atla Jónassonar sem frum-
sýnt var árið 2004. Brim gerist um
borð í línuskipi sem velkist um á haf-
inu og er komið alla leið út á Banka í
lok verks. Verkið segir frá sjö manna
áhöfn skipsins og samfélagi þeirra um
borð. Þegar stelpa kemur til liðs við
áhöfnina breytist ýmislegt; valda-
jafnvægi riðlast og sýn sjómannanna
hvers á annan. Einsog skrifað var í
Morgunblaðinu um verkið á sínum
tíma; „Gleði, depurð og draumar
áhafnarinnar renna saman við brælu
hafsins og rótleysi tilverunnar í ljúf-
sárum, mannlegum gleðileik“. Haft
var eftir Jóni Atla um verkið: „At-
burðirnir sem eiga sér stað í verkinu
byggjast allir á sannsögulegum at-
burðum héðan og þaðan, bæði af
minni upplifun og annarra. Þetta eru
allt atburðir sem hafa gerst í einni eða
annarri mynd; ekkert endilega á sama
bátnum eða á sama tíma. Þetta er at-
laga að sjómannakúltúrnum, ég er að
reyna að gera honum skil.“
Raunsæisverk
Þetta raunsæisverk sem sett var
upp af Vesturportshópnum heillaði
Árna Ólaf það mikið að hann talaði við
leikarana um það hvort þau ættu ekki
að gera bíómynd úr þessu. Þau sam-
mæltust um það og nú sex árum
seinna sjá áhorfendur afrakstur
þessa samstarfs. Allur hópurinn
lagði sitt af mörkum við skrif
handritsins en Ottó Geir Borg
hafði yfirumsjón með því. Mögu-
leikar kvikmyndarinnar voru
nýttir til hins ýtrasta enda
hægt að búa til mjög
dramatískt og dýna-
mískt umhverfi um þetta efnismikla
verk með myndforminu.
Listamennirnir sjóveikir
Árni Ólafur viðurkennir að eitthvað
hafi verið um sjóveiki í hópnum með-
an á tökum stóð. „Við vorum með
vana sjómenn með okkur, annars
hefðum við örugglega aldrei komið til
baka. Það hljómar ekki gæfulega að
einhverjar listaspírur úr 101 Reykja-
vík séu að belgja sig úti á ballarhafi,“
segir hann. Kvikmyndahópurinn gat
ekki notað sjóveikispillur því fólk varð
svo dasað af þeim að ekkert varð úr
leik eða vinnu. En að sögn Árna urðu
þau því færari í að útbúa ýmiskonar
mixtúrur gegn sjóveiki.
Myndin verður frumsýnd á laug-
ardaginn, 2. október. Þá fá aðstand-
endur myndarinnar að sjá hana í
fyrsta sinn og aðstandendur kvik-
myndahátíðarinnar enda er þetta
lokasýning hátíðarinnar. Mánudaginn
4. október fer hún síðan í almennar
sýningar í fimm bíóhúsum.
Drama Hið dýnamíska umhverfi sjómannsins hefur sjaldan verið notað í íslenskri kvikmyndagerð en nú er breyting þar á.
Sjómaðurinn kvikmyndaður
Íslensk bíómynd um drama á hafi úti frumsýnd um næstu helgi á RIFF
Árni Ólafur Ásgeirsson fæddist í
Reykjavík 1972. Hann nam leik-
stjórn við pólska kvikmyndaskól-
ann í Lodz. Þaðan útskrifaðist
hann 2001. Árni vann í hinum og
þessum kvikmyndaverkefnum á
Íslandi, þar sem hann vann sig
upp í að vera fyrsti aðstoðarleik-
stjóri í stuttmyndum, auglýs-
ingum og þremur kvikmynd-
um, áður en hann leikstýrði
sinni fyrstu kvikmynd í
fullri lengd, Blóðbönd.
Um næstu helgi verður
frumsýning á hans annarri
bíómynd, Brim.
Árni Ólafur
Ásgeirsson
LEIKSTJÓRINN
Árni Ólafur
Ásgeirsson
Enron-hneykslið reið yfirBandaríkin árið 2001 þeg-ar bandaríski orkurisinnEnron varð galdþrota.
Enron var með mörg járn í eldinum,
fjárfesti í fjölmörgum fyrirtækjum af
ólíku tagi. Þetta var upphaflega
stöndugt fyrirtæki, stofnað 1985, en
fáum árum síðar settust áhættusækn-
ir stjórnendur við stjórnvölinn. Þeir
fóru offari í fjárfestingum og lifðu
fram í tímann án innistæðu. Tálmynd-
in virtist fullkomin. Stjórnendur földu
gríðarlegt tap með sýndarfjárfest-
ingum, rangfærslum og bókhalds-
brellum og nutu dyggrar aðstoðar
eins stærsta endurskoðunarfyr-
irtækis heims sem þeir tóku með sér í
fallinu. Hluthafar töpuðu nærri 11
billjónum dollara og um 20 þúsund
starfsmenn töpuðu gífurlegum fjár-
hæðum í formi lífeyris. Fallið var hátt
og forsprakkarnir og stjórnendur En-
ron, Kenneth Lay, Jeff Skilling og
Andrew Fastow, þurftu að gjalda fyr-
ir græðgi sína og fjársvik. Margt í
sögu Enron minnir á fjármálakrepp-
una hér á Íslandi þótt hvergi sé
minnst á þessi líkindi í uppsetningu
Borgarleikhússins. Þó dylst engum að
þetta verk á sannarlega mikið skylt
við íslenskan veruleika.
Enron er þriðja leikrit hins unga
höfundar, Lucy Prebble. Verkið var
frumsýnt árið 2009 í Royal Court í
London og hlaut strax gífurlega at-
hygli. Höfundi tekst að gera hinn
flókna fjármálaheim aðgengilegan al-
menningi um leið og hann skyggnist í
innra líf þeirra persóna sem þátt tóku
í þessum hildarleik. Áhorfendur fá
innsýn í hvernig fyrirtækið óx og
hvernig það hrundi. Verkið er mjög
vel skrifað og lýsir myrkum hliðum
mannlegs eðlis á óvæginn hátt. Leik-
ritið Enron sýnir áhorfendum glöggt
firringu mannsins, ranghugmyndir,
endalausa trú á peninga og fjár-
málaheiminn þar sem karllæg gildi
tröllriðu öllu. Í þessum heimi skipti
öllu að vera áræðinn og töff.
Í hlutverki Jeffs Skillings er Stefán
Hallur Stefánsson. Þetta er ekki í
fyrsta sinn sem Stefán leikur hlutverk
skúrksins en þetta er hans allra besta
frammistaða hingað til. Hann túlkar
frábærlega hinn siðblinda fjár-
málasnilling og nær meira að segja að
öðlast örlitla samúð í lok verksins.
Stundum virðist sem Stefán trúi í al-
vörunni á það sem persóna hans hefur
að segja og hægt er að ímynda sér að
auðvelt hafi verið að hrífast með þess-
um manni og hugsjónum hans. Berg-
ur Þór Ingólfsson fer með hlutverk
fjármálastjórans, Andy Fastow. Fa-
stow virðist vera ómannblendinn og
ekki allra, þó venjulegur náungi sem
fær tækifæri til að sanna sig innan
fyrirtækisins og nýtir sér það til fulln-
ustu. Bergur nær að draga upp trú-
verðuga mynd af hinum fullkomna
tækifærissinna. Hjalti Rögnvaldsson
fer ágætlega með hlutverk stjórnar-
formannsins Kenneths Lay, forríks
viðskiptajöfurs, sem er siðblindan
uppmáluð. Hann vílar ekki fyrir sér að
múta fólki, flokkum eða stjórn-
málamönnum. Hjalti er bæði hógvær
og yfirvegaður í túlkun sinni. Jóhanna
Vigdís Arnardóttir fer með hlutverk
Claudiu, persónu sem er uppspuni
höfundar en er fulltrúi þeirra sem
sviknir voru af þremenningunum.
Hún er kona með bein í nefinu, nýtir
sér bæði kynþokka sinn og greind til
að ná markmiðum sínum. Jóhanna
Vigdís gerir persónunni góð skil svo
sem vænta mátti enda hefur hún
mikla sviðsnærveru.
Leikarahópurinn myndar góða
samstæða heild og ýmsir bregða sér í
ólík gervi. Vert er að minnast sér-
staklega á leik Vals Freys Ein-
arssonar og Halldóru Geirharðs-
dóttur. Valur er öryggið uppmálað í
hlutverki sínu sem lögfræðingur Skill-
ings og Halldóra hefur þann eig-
inleika að geta bæði verið í framlínu
leikara á sviði en einnig látið lítið fyrir
sér fara í stórum hópi. Bæði kómík og
drama leikur í höndum hennar og hér
sýnir hún það vel í sínum hlutverkum.
Aðrir leikarar stóðu sig með prýði og
var gaman að sjá ný andlit á sviði
Borgarleikhússins. Danshreyfingar
sem hannaðar eru af Sveinbjörgu
Þórhallsdóttur voru skemmtilegar og
einfaldar og var hópurinn mjög sam-
stilltur í þeim.
Annað sem var eftirtektarvert er að
framsögn var til fyrirmyndar hjá öll-
um leikurunum. Tungutakið var lipurt
og þýðing Eiríks Arnar Norðdahl á
verkinu góð og tilgerðarlaus.
Leikmynd Barkar Jónssonar var
snjöll. Þrír stórir kassar sem virtust
hvíla á öðrum minni kössum sem
hægt var að færa til að vild. Stöku
sinnum virtust stærri kassarnir (fyr-
irtækið Enron) vera í lausu lofti og
stundum hvíldi það á stöflum af köss-
um fullum af skuldum fyrirtækisins.
Þessi táknmynd var undirstrikuð af
myndbandshönnun Gideons Kiers.
Þeir félagar hafa unnið saman áður og
hefur samstarf þeirra oft heppnast
mjög vel. Það gerir það einnig hér.
Áhrifaríkum myndum eða mynd-
skeiðum er varpað á leikmyndina og
beinlínis gæða hana lífi. Lýsing Þórð-
ar Orra Péturssonar styður við leik-
mynd og myndband á hógværan hátt.
Tónlist Sigtryggs Baldurssonar og
Helga Svavars Helgasonar er kraft-
mikil á köflum en lágstemmd þegar
það á við og er það vel. Torbjørn
Knudsen er þeim félögum stuðningur
með hljóðmynd sem er ansi áhrifarík.
Búningar Helgu Stefánsdóttur eru
í heildina góðir. Þarna er mikið um
jakkaföt og dragtir, dæmigerð „við-
skipta-outfit“. Sumir búningar eru þó
betur heppnaðir en aðrir og fannst
mér kannski vanta flottheitin á sumar
kvenpersónurnar. Þetta var jú aðal-
þotulið Bandaríkjanna á sínum tíma.
Stefán Jónsson leikstjóri hefur hér
fengið einstaklega bitastætt verkefni í
hendurnar og unnið mjög vel úr því.
Stefán er oft pólitískur í leikstjórnar-
verkum sínum og þarna fær hann
greinilega að njóta sín. Leikritið En-
ron er áhrifamikið verk og sýningin er
einstaklega kraftmikil og skemmtileg.
Búktal Halldór Gylfason í hlutverki endurskoðanda í Enron.
Borgarleikhús
Enron eftir Lucy Prebble
bbbbm
Leikarar: Stefán Hallur Stefánsson, Jó-
hanna Vigdís Arnardóttir, Halldóra Geir-
harðsdóttir, Lára Jóhanna Jónsdóttir,
Bergur Þór Ingólfsson, Ellert A. Ingi-
mundarson, Halldór Gylfason, Valur
Freyr Einarsson, Hjalti Rögnvaldsson,
Hilmar Guðjónsson, Vigdís Gunn-
arsdóttir, Viktor Már Bjarnason, Walter
Grímsson og Áslaug Lárusdóttir. Leik-
stjórn: Stefán Jónsson. Frumsýning 23.
sept. á Stóra sviði Borgarleikhússins.
INGIBJÖRG
ÞÓRISDÓTTIR
LEIKLIST
Bóla sem sprakk
Plötusnúðakeppni verður haldin
á Nasa í kvöld. Húsið verður opnað
klukkan 21:00, en keppnin sjálf fer í
gang klukkan 21:30. Keppnin er op-
in öllum á aldrinum 20 ára og eldri.
Kynnir kvöldsins er hinn marg-
rómaði Erpur Eyvindarson aka
Blaz Roca. Dómnefndina skipa Jón
Atli // Sexy Lazer, Margeir // Jack
Schidt, Arnviður // Exos, Sóley //
DJ Sóley, Hjalti // Casanova. Sjá
www.djkeppni.is.
Plötusnúðakeppni fer
fram á NASA í kvöld
Fólk
Í ljósi fréttar um að Skjár bíó sé
að fara að bjóða áskrifendum sínum
að leigja staka þætti af þáttaröðinni
The Event ber að geta þess að
þáttaröðin verður á dagskrá Stöðv-
ar 2. Sýningar hefjast á mánudag-
inn og strax að lokinni sýningu
verður þátturinn í boði fyrir áskrif-
endur á Stöð 2 Frelsi en degi síðar
til útleigu í Skjá Bíó. Þess má geta
að aldrei áður hefur tekist að hefja
sýningar á nýrri leikinni erlendri
þáttaröð svo nálægt heimsfrumsýn-
ingu erlendis.
Stöð 2 frumsýnir The
Event hérlendis
RIFF | ALÞJÓÐLEG KVIKMYNDAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK
Fólk46 MENNING