Morgunblaðið - 25.09.2010, Side 48
RIFF | ALÞJÓÐLEG KVIKMYNDAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK
48 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2010
Danski leikstjórinn Vinter-berg varð víðfrægur á sín-um tíma sem einn veiga-mesti frumkvöðull hinnar
skammlífu en athyglisverðu „dogme-
byltingar“, lagði m.a. til Festen, eina
merkustu myndina sem gerð var
samkvæmt lögmálum aðferðarinnar.
Enn og aftur er fjölskyldulíf í rúst-
um umfjöllunarefni Vinterbergs, sem
sækir efnið í skáldsögu Jonas T.
Bengtssons. Efnið er dapurlegt þó
grilli í ljóstíru undir lokin. Lánið hef-
ur haldið sig í öruggri fjarlægð frá
bræðrum tveim, hinum seinheppna
og drykkfellda Nick (Cedegren), sem
hefur ekki átt sjö dagana sæla og átt
erfitt með að fóta sig í samfélaginu.
Ástandið er síst skárra hjá litla bróð-
ur (Plaugborg). Ræturnar að vand-
ræðum þeirra og allsherjar óham-
ingju má rekja til áfalls sem þeir
urðu fyrir í barnæsku, þegar yngsti
bróðir þeirra dó í þeirra umsjá.
Allar götur síðan hefur sorgin og
sektin kvalið þá og skilið þá að á lífs-
leiðinni. Þeir eru um og yfir þrítugt,
Nick í eilífum útistöðum, drykkju-
sjúkur vandræðagripur og ástandið
jafnvel verra hjá litla bróður, sem
varð einstæður faðir fyrir fáeinum
árum er kona hans fórst. Erfiðleik-
ana að sjá Martin (Kjaerulfff), ung-
um syni sínum, farborða má rekja til
eiturlyfjaneyslu hans og almenns
bjargarleysis. Þegar móðir bræðr-
anna deyr, tengjast þeir um sinn á
nýjan leik. Þó þau kynni endi með
hörmungum má sjá í þeim hugs-
anlega bragarbót á lífi annars bróð-
urins. Þeir eru ístöðulitlir og hafa
vísvitandi drabbast niður í svaðið.
Það verður ekki annað sagt en
Submarino sé, líkt og Festen, skugg-
sýnt ferðalag í lífsins táradal, en þó
margt sé vel gert, leikur bræðranna
m.a., ber hafsjó á milli hinnar áhrifa-
ríku og ógleymanlegu Festen og
þeirra snöggsoðnu bræðrarauna
sem eru viðfangsefni Submarino.
Efnið er óhemju viðkvæmt og vand-
meðfarið og virðist oft á tíðum ekki á
færi leikstjórans.
Á hinn bóginn skapar Vinterberg
og hans ágæta fólk þessari sorg-
arsögu viððeigandi dimmt og
drungalegt umhverfi og Ceedergren
er þéttur og trúverðugur. Þá er
ástæða til að lofa tónlistina, tökuna
og klippinguna, sem var í höndum
landa okkar, Valdísar Óskarsdóttur
og Andra Steins Guðmundssonar.
Sorgarsaga Stilla úr Submarino.
Submarino bbbmn
Leikstjóri: Thomas Vinterberg. Aðalleik-
arar: Jakob Cedergren, Peter Plaug-
borg, Patricia Schumann, Gustav Fisch-
er Kjaerulff, Morten Rose. 110 mín.
2010. Flokkur: Kastljósið.
SÆBJÖRN
VALDIMARSSON
KVIKMYND
Laskaðir bræður
Sýnd í dag og á morgun.
SPARBÍÓ 950 krkr á allar sýningar merktar með grænu SPARBÍÓ 600 krkr á all
7
ROMAN POLANSKI
HLAUT SILFUR-
BJÖRNINN SEM
BESTI LEIK-
STJÓRINN Á KVIK-
MYNDAHÁTÍÐINNI Í
BERLÍN
HHHH
SÆBJÖRN VALDIMARSSON,
MORGUNBLAÐIÐ
HHHH
T.V. – KVIKMYNDIR.IS
SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI7
Frábær mynd sem kemur
skemmtilega á óvart
Ein besta
rómantíska
grínmynd ársins!
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI
ÍSLENSKT TAL
Búðu þig undir eina
óvænta fjölskyldu
og heilan her af
skósveinum sem
vaða ekki í vitinu.
SÝND Í ÁLFABAKKA, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
STEVE CARELL
„FYRSTA FLOKKS.“
100/100 - SAN FRANCISCO CHRONICLE
„ÞAÐ ER SJALDGÆFT AÐ
RÓMANTÍSKAR GAMANMYNDIR
SÉU TRÚVERÐUGAR.“
85/100 - ENTERTAINMENT WEEKLY
„MEIRA HEILLANDI EN 90% AF
RÓMANTÍSKUM KVIKMYNDUM
SEM ERU FRAMLEIDDAR Í DAG.“
80/100 TIME
SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI
HHH
- EMPIRE
HHH
- R.EBERT CHICAGO SUN TIMES
HHH
- H.H. MBL
SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI
Frá höfundi CONAN the BARBARIAN
„FRÁBÆR“
- Chris Tilly ign.com
„GEÐVEIK“
- joblo.com
HHH EMPIRE –
„EF ÞÚ VILT HAFA
MYNDIRNAR ÞÍNAR
DÖKKAR
OG BLÓÐUGAR,
ÞÁ ER SOLOMON
KANE FYRIR ÞIG.“
– DAVID HUGHES
HÖRKUSPENNANDI
ÆVINTÝRAMYND SEM
FÆR HÁRIN TIL AÐ RÍSA
BESTA SKEMMTUNIN
SOLOMONKANE kl.5:50-8-10:20 16 GOINGTHEDISTANCE kl.6 -8:10-10:30 L
SOLOMONKANE kl.2:30-8-10:20 VIP-LÚXUS REMEMBER ME kl.10:20 12
ALGJÖRSVEPPIOGDULARFULLA... kl.123D -23D -2:303D -43D L AULINN ÉG - 3D kl.12-2-4 ísl. tal L
ALGJÖRSVEPPIOGDULARFULLA... kl.4:303D -63D -6:303D -8:303D L STEP UP 3 - 3D kl. 10:303D 7
ALGJÖRSVEPPIOGDULARFULLA... kl.12-2-4-6 L HUNDAR OG KETTIR 2 kl.12:303D ísl. tal L
THE GHOST WRITER kl.8 -10:30 12 HUNDAR OG KETTIR 2 kl.2 m. ísl. tali L
THE GHOST WRITER kl.5:30 VIP-LÚXUS LETTERS TO JULIET kl.8 L
SHREKSÆLLALLA DAGA kl.12-4 m. ísl. tali L
GOINGTHEDISTANCE kl. 8 -10:10 L
ALGJÖRSVEPPIOG... kl. 23D -43D - 63D L
STEP UP kl. 2 -6 7
HUNDAR OG KETTIR kl. 4 L
REMEMBER ME kl. 8 12
GHOST WRITER kl. 10:10 12
/ AKUREYRI/ ÁLFABAKKA
SOLOMONKANE kl. 8 -10:10 16
GOINGTHEDISTANCE kl. 6:10-8-10:20 L
ALGJÖRSVEPPIOG... kl. 123D -23D -2:203D L
ALGJÖRSVEPPIOG... kl. 43D -4:203D -63D L
STEP UP 3 - 3D kl. 8:203D 7
HUNDAROGKETTIR2 kl. 12-2 m. ísl. tali L
HUNDAROGKETTIR2-3D kl. 123D m. ísl. tali L
INCEPTION kl. 10:10
SHREK:SÆLLALLADAGA kl. 6 m. ísl. tali L
LEIKFANGASAGA 3 kl. 3:50 m. ísl. tali L
/ KRINGLUNNI
Daniel Ellsberg gekk aðkvöldi 1. október 1969 úrúr höfuðstöðvum hug-veitunnar Rand Corpora-
tion í Kaliforníu með fulla skjala-
tösku af leyniskjölum, sem hann
hugðist ljósrita það kvöldið. Skjölin
voru hluti af 45 binda og sjö þúsund
síðna leyniskýrslu, sem bandaríska
varnarmálaráðuneytið, Pentagon,
hafði látið gera um það hvernig
ákvarðanir voru teknar um Víetnam
frá 1945 til 1968.
Ellsberg kom skjölunum til þing-
manna og dagblaða. Árið 1971 birti
The New York Times fyrsta skammt
Pentagon-skjalanna og allt fór á
annan endann. Skjölin sýndu svart á
hvítu að stjórnvöld höfðu kerf-
isbundið logið að bandarísku þjóð-
inni um eðli afskiptanna af Víetnam
og stöðu mála í stríðinu þar. Stjórn
Richards Nixons lagði allt kapp á að
finna uppljóstrarann og stöðva birt-
inguna. Hún kom því til leiðar að
sett var birtingarbann á The New
York Times, en þá tóku önnur blöð
við.
Ellsberg sagði sögu sína í bókinni
Secrets, sem kom út árið 2002 og er
æsileg lesning. Hættulegasti maður
í Bandaríkjunum er heimildamynd
um Pentagon-skjölin. Höfundar
myndarinnar, Judith Ehrlich og
Rick Goldsmith, ræða við marga
þeirra, sem hlut áttu að máli, en
sjálfur leikur Ellsberg þar stærsta
hlutverkið. Í myndinni er dregið
skýrt fram hvernig efasemdir sækja
að embættismanninum. Í vinnunni
var Ellsberg hluti af „stríðsátakinu“,
en utan hennar kraumaði hans nán-
asta umhverfi af andstöðu við stríð-
ið. Ellsberg kveðst fljótlega hafa
Saga uppljóstrara
The Most Dangerous Man in America:
Daniel Ellsberg and the Pentagon
Papers bbbbn
Leikstjórar: Judith Ehrlich og Rick
Goldsmith. Bandaríkin. 94 mín. 2009.
Flokkur: Heimildarmyndir.
KARL BLÖNDAL
KVIKMYND