Morgunblaðið - 25.09.2010, Síða 49
MENNING 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2010
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI
SÝND Í KRINGLUNNISÝND Í ÁLFABAKKA
lar sýningar merktar með appelsínugulu
SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI
SÝND Í KRINGLUNNI
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI
VINSÆLASTA
MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG!
Sveppi, uppáhald allra!!!
Og nú í þrívídd (3D)
STÆRSTA HELGAR-
OPNUN ÁRSINS
STÆRSTA ÍSLENSKA
3D MYNDIN
FYRR OG SÍÐARHHH
„FYNDIN OG HRESS
GAMANMYND.“
„BARNABARNIÐ
VILDI GEFA Í ÞAÐ
MINNSTA FJÓRAR
EF EKKI FIMM
STJÖRNUR.“
- S.V. – MORGUNBLAÐIÐ
HHHH
„VIRKILEGA VEL
HEPPNUÐ FJÖLSKYLDU-
MYND, BÆÐI SPENNAN-
DI OG SKEMMTILEG“
„MAÐUR GETUR HREIN-
LEGA EKKI BEÐIÐ EFTIR
NÆSTU MYND SVEPPA.“
„SVEPPI, TAKK FYRIR
AÐ SKEMMTA BÖRN-
UNUM OKKAR.“
- K.I. – PRESSAN.IS
MUNUM EFTIR 3D
GLERAUGUNUM
ATHUGIÐ AÐ 3D GLER-
AUGU ERUEKKI INNI Í
MIÐAVERÐI HÆGT ER
AÐ KAUPA ÞAU SÉR
OG NÝTA AFTUR
Sambíóin kynna
TheMet: Live in HD
nýtt óperutímabil
nánari upplýsingar á
www. operubio.is
2010–11 TÍMABILIÐ
DAS RHEINGOLD Wagner
9. OKT ÖRFÁ SÆTI LAUS
13. OKT. LAUS SÆTI
BORIS GODUNOV Mussorgsky
23. OKT ÖRFÁ SÆTI LAUS
27. OKT LAUS SÆTI
DON PASQUALE Donizetti
13. NÓV ÖRFÁ SÆTI LAUS
17. NÓV LAUS SÆTI
DON CARLO Verdi
11. DES ÖRFÁ SÆTI LAUS
15. DES LAUS SÆTI
LA FANCIULLA
DEL WEST Puccini
8. JAN ÖRFÁ SÆTI LAUS
12. JAN LAUS SÆTI
NIXON IN CHINA Adams
12. FEB ÖRFÁ SÆTI LAUS
16. FEB LAUS SÆTI
IPHIGÉNIE EN
TAURIDE Gluck
26. FEB ÖRFÁ SÆTI LAUS
2. MARS LAUS SÆTI
LUCIA DI
LAMMERMOOR Donizetti
19. MARS ÖRFÁ SÆTI LAUS
23. MARS LAUS SÆTI
LE COMTE ORY Rossini
9. APRÍ L ÖRFÁ SÆTI LAUS
13. APRÍ L LAUS SÆTI
CAPRICCIO R. Strauss
23. APRÍ L ÖRFÁ SÆTI LAUS
27. APRÍ L LAUS SÆTI
IL TROVATORE Verdi
30. APRÍ L ÖRFÁ SÆTI LAUS
4. MAÍ LAUS SÆTI
DIE WALKÜRE Wagner
14. MAÍ ÖRFÁ SÆTI LAUS
18. MAÍ LAUS SÆTI
BESTA SKEMMTUNIN
GOING THE DISTANCE kl. 8 -10:20 L
ALGJÖR SVEPPI OG... kl. 2 -4-6 L
THE OTHER GUYS kl. 8 12
RESIDENT EVIL 4 kl. 10:20 16
AULINN ÉG m. ísl. tali kl. 2-4-6 L
GOING THE DISTANCE kl. 8 -10:10 L
ALGJÖR SVEPPI OG... kl. 2 -4-6 L
SCOTT PILGRIM VS THE WORLD kl.5:50 12
THE EXPENDABLES kl.8 -10:10 16
AULINN ÉG m. ísl. tali kl.2 -4 L
/ KEFLAVÍK / SELFOSSI
Tvö pör hittast um páska íglæsilegu húsi við fallegtvatn í Ungverjalandi.Páskafríið tekur hins vegar
óvænta stefnu þegar í ljós kemur að
þrjú börn í nágrenninu eru horfin.
Þrjú fjórmenninganna þekkjast frá
fornu fari. Kærasta annars karlsins
er ný í hópnum og hún er sú eina,
sem er frá Ungverjalandi, hin eru
austurrísk. Brátt fær hún ástæðu til
að ætla að milli gömlu vinanna ólgi
ýmislegt undir yfirborðinu. Þegar í
ljós kemur að einn úr hópnum hefur
verið að horfa á drápsmyndband
(snuff-video) sem sýnir hundelt börn
í svipuðu umhverfi og þau eru í,
flækjast málin enn. Fjórmenning-
arnir eru að mestu lokaðir í sínum
heimi, en hann skarast þó stundum
við umheiminn. Leitarþyrlur fljúga
yfir sumarhúsinu og í sjónvarpinu
eru stöðugar fréttir af leitinni og
grunur heimamanna fer að beinast
gegn aðkomufólkinu í sumarhúsinu.
Síðan birtir lögreglan sjálft dráps-
myndbandið.
Myndavélarmorðinginn er óhugn-
anleg mynd. Óhugnaðurinn er hins
vegar frekar fólginn í því, sem gefið
er í skyn, en að ofbeldi og blóði sé
dembt framan í áhorfandann. Greini-
legt er að kvikmyndagerðarmenn-
irnir hafa ekki haft fjárlög smáríkja á
milli handanna líkt og kollegar þeirra
í Hollywood en það er hins vegar
engin ástæða til að sýta það. Það sem
ekki er sýnt er oftast áhrifameira en
það sem er sýnt því þá fær ímynd-
unaraflið að leika lausum hala og það
á við í þessu tilfelli. Fátt er óhugn-
anlegra en glæpir gegn börnum og í
Myndavélamorðingjanum tekst vel
að koma á framfæri þeirri tor-
tryggni, sem getur blossað upp þeg-
ar óvissan grefur um sig. Getur verið
að sá, sem stendur manni næst og
treystir helst, geti framið óhugsandi
ofbeldisverk? Ekki skemmir fyrir að
áhorfandinn veit ekki meira en per-
sónurnar á hvíta tjaldinu og grun-
semdunum er beint í ýmsar áttir.
Myndin er byggð á samnefndri
skáldsögu frá 2001 og í umsögn um
bókina í austurríska blaðinu Die
Presse sagði að þessa bók „ætti að
lesa, ekki kvikmynda“. Það er ágætt
að leikstjóri hlustaði ekki á þau orð.
Hrollur Dorka Gryllus og Merab
Ninidze í hlutverkum sínum.
Der Kameramörder bbbnn
Leikstjóri: Robert Adrian Pejo. Leikarar:
Merab Ninidze, Dorka Gryllus, Andreas
Lust, Ursina Lardi. Austurríki, Sviss og
Ungverjaland. 90. mín. 2010. Flokkur:
Fyrir opnu hafi.
KARL BLÖNDAL
KVIKMYNDIR
Óhugnaður í sveitasælu
Sýnd 26., 27. sept. og 2. okt.
gert sér grein fyrir því að Víetnam-
stríðið væri vonlaust. „Við vorum
ekki að styðja rangan aðila,“ segir
hann á einum stað. „Við vorum rangi
aðilinn.“
Þegar Ellsberg áttaði sig á því að
þrátt fyrir fyrirheit kosningabarátt-
unnar hugðist stjórn Nixons ekki að-
eins halda áfram stríðsrekstrinum
heldur færa út kvíarnar ákvað hann
að grípa til sinna ráða til að hafa
áhrif á gang mála.
Stjórn Nixons gerði sér grein fyr-
ir því hvaða áhrif birtingin gæti haft
á almenningsálitið. Í myndinni eru
leiknar upptökur úr Hvíta húsinu
þar sem Nixon er ómyrkur í máli um
álit sitt á Ellsberg. Hann var land-
ráðamaður og allt átti að gera til að
sverta mannorð hans.
Vefurinn Wikileaks, þar sem með-
al annars hafa birst leyniskjöl um
stríðið í Afganistan, kemur óhjá-
kvæmilega upp í hugann þegar horft
er á myndina um Pentagon-skjölin.
Það fer þó ekki á milli mála að birt-
ing Pentagon-skjalanna var mun
meiri afhjúpun á því, sem átti sér
stað í Víetnam, en skjalanna um
Afganistan á Wikileaks.
Kvikmyndin um Ellsberg og
Pentagon-skjölin er geysivel gerð og
kemur ekki aðeins til skila írafárinu,
sem varð þegar upplýsingarnar birt-
ust, heldur tíðarandanum í banda-
rísku samfélagi í kringum 1970, og
slær margri spennumyndinni við.
Ljósmynd/Patricia og Daniel Ellsberg
Á vettvangi Daniel Ellsberg vann í
bandaríska utanríkisráðuneytinu á
sjöunda áratugnum. Árið 1965 gerð-
ist hann sjálfboðaliði í Víetnam sem
óbreyttur borgari úr ráðuneytinu.
Sýnd í dag og 1. okt.