Morgunblaðið - 25.11.2010, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.11.2010, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 2 5. N Ó V E M B E R 2 0 1 0  Stofnað 1913  276. tölublað  98. árgangur  –– Meira fyrir lesendur fylgir með Morgu nblaði nu í da g EINN AF STÓRU KLASSÍSKU KONSERTUNUM ARI ELDJÁRN OG GLÍMAN VIÐ LENNON Á SJÖTTA HUNDRAÐ UNGRA KEPPENDA Á SILFURLEIKUM VIÐSKIPTABLAÐ OG AUG- LÝSINGABLAÐIÐ FINNUR.IS BARNASTARF ÍR ÍÞRÓTTIREINLEIKUR HELGU ÞÓRU 32 Ögmundur Jónasson, dóms- og mannréttindaráðherra, segist hafa trú á að hægt verði að finna lausn varðandi kosningu til stjórnlagaþings sem samtök blindra og sjónskertra sætti sig við. Lausnin feli í sér að blindir komi með aðstoðarmann til að kjósa og að aðstoðar- maður undirriti yfirlýsingu áður en hann fer inn í kjör- klefann. Meginkrafa blindra var að fulltrúi kjör- stjórnar færi ekki með blindum inn í kjörklefann. Ögmundur sagði ráðuneytið ekki vilja víkja frá því grundvallaratriði að í slíkum tilvikum sé einhver form- leg aðkoma fulltrúa kjörstjórnar að málinu, en hug- myndin sé að aðstoðarmaður undirriti yfirlýsingu. Ögmundur sagði að framtíðarmarkmiðið væri að blindur einstaklingur gæti kosið hjálparlaust einn í kjörklefanum. Það væri auðveldara að tryggja það ef kosningin væri rafræn. Hann sagðist ætla að setja á stofn starfshóp á næstu dögum sem fengi það verkefni að finna fyrirkomulag sem dygði til frambúðar. Gísli Helgason og Ragnar Aðalsteinsson hæstarétt- arlögmaður áttu fund með Ögmundi í gær þar sem far- ið var yfir kröfur blindra, en þeir hafa dregið í efa að kosning til stjórnlagaþings sé lögleg. egol@mbl.is Morgunblaðið/Golli Fulltrúi kjörstjórnar fer ekki með blindum inn í kjörklefann  Ekki er hægt að halda því fram að friður og sátt ríki innan VG, í kjölfar átakamikils flokks- ráðsfundar hreyf- ingarinnar um síðustu helgi. Nær væri að segja að sátt ríkti um það að slá innri ágreiningi á frest um óákveðinn tíma, eða fram til næsta landsfundar. Viðmælendur Morgunblaðsins eiga von á því að til uppgjörs komi á næsta landsfundi, þar sem stefna flokksins um Evrópusambandið verði helsta átakamálið. Á þeim fundi muni afstaða fulltrúa af lands- byggðinni skipta sköpum. agnes@mbl.is »12 Óánægjan í VG kraumar undir niðri Egill Ólafsson egol@mbl.is Tollgæslan tók í gær bíl til skoðunar sem fluttur var til landsins með flutningaskipi, en í honum voru not- uð reiðtygi, beisli, skítug leður- stígvél og fleira. Bannað er sam- kvæmt lögum að flytja notuð reið- tygi og reiðföt til landsins en með þeim geta hrossa- sjúkdómar borist til landsins. Grunur leikur á að hestapestin sem hefur valdið miklu tjóni í hesta- mennsku á þessu ári hafi borist til landsins með þessum hætti. M.a. varð að aflýsa hestamannamótum, tjón varð í ferðaþjónustu og hestar drápust. Guðni M. Sigurðsson hjá emb- ætti tollstjóra segir erfitt að skilja að menn í hestamennsku geri sig seka um svona lagað í ljósi þess sem gerð- ist varðandi hestapestina. Hann seg- ir þetta skýrt brot á lögum. „Það er mjög alvarlegt mál að gera þetta. Það þarf ekki mikið til að smit- sjúkdómar í hrossum berist hingað til lands. Það kemur manni því tals- vert á óvart að menn sem eru í þess- ari grein séu að draga með sér skít- ug reiðtygi til landsins.“ Dýralæknir frá Matvælastofn- un skoðaði bifreiðina í gær. Rann- sókn á málinu er ekki lokið. Brot á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim varða sektum og fangelsi. Flutti inn notuð reiðtygi  Tollgæslan stöðv- aði bíl hestamanns Hestar Hestapest- in olli miklu tjóni. Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Frá ársbyrjun 2008 hefur Útlend- ingastofnun vísað 123 útlendingum af landi brott vegna þess að þeir hlutu hér refsidóma eða að meðaltali 41 á ári. Þetta er mikil fjölgun frá fyrri ár- um því á fjórum árum, 2004-2007, var alls 77 vísað af landi brott af þessu til- efni eða að meðaltali 19 á ári. Hlutfall borgara innan EES sem hefur verið vísað úr landi hefur aukist mjög undanfarin 3-4 ár en um leið verður að hafa í huga að þeim fjölgaði hér hröðum skrefum fram til ársins 2008. Áður var mun óalgengara að borgurum innan EES væri vísað af landi brott en á síðustu þremur árum hefur fleiri EES-borgurum verið vís- að brott vegna þess að þeir fengu refsidóma heldur en borgurum utan EES. Þegar útlendingar utan EES óska eftir dvalarleyfi hér á landi biður stofnunin þá um sakavottorð en ekki þegar þeir óska eftir endurnýjuðu vottorði. Stofnunin hefur ekki heimild til að biðja EES-borgara um sakavott- orð, nema af rökstuddu tilefni. Raunar þurfa EES-borgarar ekki dvalarleyfi, þeim nægir að skrá sig hjá Þjóðskrá. Fjölda EES-borgara vísað út Brottvísanir 1. janúar 2004 - 24. nóvember 2010 2007 2008 2009 2010 2007 2008 2009 2010 Ríkisborgarar utan og innan EES Ástæður brottvísunar Innan EES Utan EES Brot á útl.lögum Ólögm. dvöl Refsidómur Synjun á hæli 14 13 3029 18 26 33 16 4 0 17 48 34 41 3 7 44 2 0 6 4 1 4  Á þremur árum var 123 útlendingum vísað brott í kjölfar refsidóma hér á landi MVísað úr landi fyrir mansal »13  Ragnar Árna- son, prófessor í hagfræði við Há- skóla Íslands, segir nánast all- ar ákvarðanir ríkisstjórn- arinnar í efna- hagsmálum hafa verið rangar. Hann segir að rangt hafi verið að hækka skatta og flækja skatt- kerfið eins og gert hefur verið og eins hafi verið rangt að skera ekki meira niður í útgjöldum ríkisins en raun ber vitni. Hann segir að þessar ákvarðanir, sem og gjaldeyrishöftin, dragi mátt úr efnahagslífinu á tímum þar sem bráðnauðsynlegt sé að ná upp raun- verulegum hagvexti svo hægt sé að greiða niður erlendar skuldir þjóð- arinnar. Gjaldeyrishöftin séu í raun fölsun á gengi krónunnar og vinni gegn þessu markmiði. »Viðskipti Segir ákvarðan- ir ríkisstjórnar- innar rangar Ragnar Árnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.