Morgunblaðið - 25.11.2010, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2010
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
1
0
-1
9
4
3
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti
vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is
Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Þyrla danska flughersins, Agusta Westland
EH101, tók þátt í æfingu með stjórnstöð, flug-
deild og varðskipi Landhelgisgæslunnar á Faxa-
flóa í gær. Hún er ein fullkomnasta þyrla á
Norður-Atlantshafi og er á æfingaferðalagi sem
hófst 15. nóvember í Norður-Noregi og lýkur á
Grænlandi á morgun. Danski flugherinn á fjór-
tán þyrlur af tegundinni EH101 og átta þeirra
eru notaðar við leitar- og björgunarstörf.
Danska þyrlan Agusta Westland EH101 á æfingu með Landhelgisgæslunni
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ein öflugasta þyrla á Norður-Atlantshafi í heimsókn
Guðmundur Sv. Hermannsson
og Egill Ólafsson
„Það er allt rangt við þetta frum-
varp,“ sagði Bjarni Benediktsson,
formaður Sjálfstæðisflokksins, í um-
ræðu um frumvarp Ögmundar Jón-
assonar, dóms- og mannréttindaráð-
herra, um breytingar á lögum um
landsdóm. Ögmundur sagði breyt-
ingarnar miða að því að tryggja að
málsmeðferð samræmdist mann-
réttindasáttmála og einnig væru
breytingarnar tæknilegs eðlis.
Frumvarpið felur í sér fimm
breytingar á lögunum um landsdóm,
en veigamest er að gert er ráð fyrir
að dómarar sem hafa byrjað meðferð
máls skuli ljúka því þó að kjörtímabil
þeirra sé á enda, en kjörtímabili átta
dómara lýkur á næsta ári. Ögmund-
ur sagði að með þessu væri verið að
tryggja að lögin samræmdust mann-
réttindasáttmála Evrópu. Það væri
ekki gott að Alþingi færi að kjósa
nýja menn í dóminn þegar búið væri
að taka ákvörðun um að kalla dóm-
inn saman og ákæra.
Þingmannanefndin taldi ekki
ástæðu til að breyta lögunum
Bjarni sagði að þingmannanefnd-
in, sem fjallaði um skýrslu rannsókn-
arnefndar Alþingis, hefði komist að
þeirri niðurstöðu að ekki væri tilefni
til að breyta lögum um landsdóm og
ráðherraábyrgð. Hann vitnaði í ræð-
ur tveggja nefndarmanna en fram
kom hjá þeim að nefndin hefði farið
ítarlega yfir málið og komist að
þeirri niðurstöðu að ekki þyrfti að
gera breytingar á lögum um lands-
dóm. Bjarni sagði að því mætti segja
að ráðherrann kæmi nú með tillögu
sem gengi þvert á vilja Alþingis og
það eftir að þingið hefði tekið
ákvörðun um að höfða mál á hendur
fyrrverandi ráðherra.
„Það er falskur hljómur í því að
ráðherra skuli hafa afskipti af því
eftir að ákært hefur verið,“ sagði
Bjarni og bætti við að framkvæmda-
valdið ætti ekki að vera að skipta sér
af þessu máli. Það væri Alþingis að
taka ákvörðun um málshöfðun og
það ætti einnig að taka ákvörðun um
hvort ástæða væri til að breyta lög-
unum. Meginatriðið væri þó að það
ætti ekki að breyta lögum um lands-
dóm eftir á, þegar búið væri að taka
ákvörðun um málshöfðun.
„Ef Alþingi líkar ekki þetta frum-
varp þá hafnar Alþingi frumvarp-
inu,“ sagði Ögmundur.
Orðalag var borið
undir saksóknara
Ögmundur sagði aðspurður að
orðalag í einni grein frumvarpsins
hefði verið borið undir saksóknara
Alþingis áður en það var lagt fram.
Frumvarpið hefði verið samið í
dómsmála- og mannréttindaráðu-
neytinu og byggðist það á tillögum
sem forseti landsdóms sendi ráðu-
neytinu í október.
Sigurður Kári Kristjánsson sagði
að það væri einsdæmi að þegar mað-
ur væri borinn þungum sökum, eins
og Geir H. Haarde, fyrrverandi for-
sætisráðherra, kæmu þeir, sem
dæmdu í málinu og sæktu það, að því
að breyta málsmeðferðarreglum eft-
ir að ákvörðun hefði verið tekin um
að höfða málið. Fróðlegt væri að vita
hvernig Mannréttindadómstóll Evr-
ópu myndi líta á það.
„Allt rangt við þetta frumvarp“
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir harðlega frumvarp um landsdóm
Dómsmálaráðherra segir verið að tryggja að málsmeðferð samræmist mannréttindasáttmála
Bjarni
Benediktsson
Ögmundur
Jónasson
Ráðherra viðskiptamála í Bandaríkj-
unum, Gary Locke, hefur sent Jóni
Bjarnasyni, sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðherra, bréf þar sem hann
gagnrýnir hvalveiðar Íslendinga og
segir ekki vera markað fyrir afurð-
irnar og veiðarnar því óþarfar. En
hann segist einnig vonast eftir frek-
ari viðræðum um hvalveiðarnar.
Þess má geta að vísindanefnd Al-
þjóðahvalveiðiráðsins, IWC, álítur
veiðar Íslendinga sjálfbærar og hef-
ur fallist á að Íslendingar veiði allt að
153 langreyðar á ári. Jón Bjarnason
segir um markaðsmálin að þau séu
ekki viðfangsefni ráðuneytisins held-
ur þeirra sem veiði hvalina.
„En af okkar hálfu erum við alveg
tilbúin að skiptast á skoðunum við
bandarísk stjórnvöld um þessi mál
og munum að sjálfsögðu svara þessu
bréfi,“ segir Jón. „Bæði ríkin leggja
áherslu á sjálfbærar hvalveiðar, að
því leyti hafa þau sameiginlega hags-
muni. Það má segja að þarna sé
ákveðin vísbending um að menn vilji
halda öllum leiðum opnum. En hins
vegar er líka vikið að þeirri gagnrýni
sem þeir hafa áður sett fram.
Ég held að við verðum stöðugt að
benda á að okkar hvalveiðar eru
sjálfbærar, byggðar á vísindaráðgjöf
Hafrannsóknastofnunar. Veiðar
okkar eru lögmætar og eins og fleiri
ríki gerðum við á sínum tíma fyrir-
vara við bann IWC. Það er athyglis-
vert að í þessu bréfi þeirra er á viss-
an hátt tekið undir það sjónarmið
okkar að íslenski langreyðarstofninn
sé í sjálfu sér ekki í neinni útrýming-
arhættu sem við höfum reyndar
fengið vísindalega staðfest. Enda
gera Bandaríkjamenn í bréfinu ekki
athugasemd við þann vísindalega
bakgrunn sem stuðst er við.“
kjon@mbl.is
Bandaríkjamenn vilja ræða
hvalveiðar Íslendinga
Virðast samþykkja að íslenski lang-
reyðarstofninn sé ekki í útrýmingarhættu
Morgunblaðið/Kristinn
Veiðin Langreyður skorin í hval-
stöðinni í Hvalfirði.
Kostnaður við sjúkraflutninga á
milli heilbrigðisstofnana nam 815
milljónum króna á síðasta ári. Þetta
kemur fram í skriflegu svari Guð-
bjarts Hannessonar heilbrigðis-
ráðherra við fyrirspurn Jóns Gunn-
arssonar, Sjálfstæðisflokki, á þingi.
Kostnaður nær til flutninga með
sjúkrabílum, sjúkraflugvélum og í
einstaka tilvikum þyrlum. Tæpur
þriðjungur kostnaðarins er vegna
sjúkraflugs, eða um 270 milljónir. Á
flestum landsvæðum hefur þessi
kostnaður aukist á árunum 2007-
2009, að Vestfjörðum undan-
skildum.
Mestur er kostnaðurinn á höfuð-
borgarsvæðinu, eða um 383 millj-
ónir kr. á síðasta ári, þar af 346
milljónir vegna Landspítalans. Á
Norðurlandi nam kostnaðurinn í
fyrra um 160 milljónum, þar af 113
milljónum vegna Sjúkrahússins á
Akureyri.
Á Suðurlandi var kostnaður við
sjúkraflutninga um 100 milljónir á
síðasta ári, 55 milljónir á Austur-
landi, 50 milljónir á Vesturlandi, 43
milljónir á Suðurnesjum og 20 millj-
ónir á Vestfjörðum.
815 milljónir króna
í sjúkraflutninga
á milli stofnana
Átta dómarar í landsdómi voru
kosnir á Alþingi árið 2005 og
kjörtímabil þeirra rennur því út
á næsta ári. Í frumvarpi dóms-
málaráðherra er lagt til að sama
regla gildi um dómara í lands-
dómi og gildir um dómara í fé-
lagsdómi, að þeir dómendur
sem hafa byrjað meðferð máls
skuli ljúka því þótt kjörtímabil
þeirra sé á enda.
Einnig er gert ráð fyrir að for-
seti landsdóms taki ákvörðun
um hæfi dómara til að sitja í
landsdómi.
Kjörtímabili
lýkur 2011
DÓMARAR Í LANDSDÓMI