Morgunblaðið - 25.11.2010, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2010
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Samningaviðræður eru hafnar vegna
endurnýjunar kjarasamninga í fiski-
mjölsverksmiðjum. AFL Starfs-
greinafélag á Austurlandi og Dríf-
andi Stéttarfélag í Vestmannaeyjum
standa saman að viðræðunum við
Samtök atvinnulífsins.
Sverrir Mar Albertsson, fram-
kvæmdastjóri AFLs, segir að kröfu-
gerð félaganna hafi verið kynnt við-
semjendunum á fyrsta samninga-
fundinum, sem haldinn var með
milligöngu ríkissáttasemjara í liðinni
viku.
Semja fyrir 150-200 starfsmenn
Kröfugerð félaganna gerir ráð
fyrir 27% hækkun kauptaxta og er
m.a. krafist desember- og orlofsupp-
bótar á við það sem gerist í stóriðju-
verum landsins.
Að sögn Sverris er áhersla lögð á
áframhald þróunar sem hófst árið
2006 að ósk SA í þá átt að samræma
kjör í fiskimjölsverksmiðjum við þau
kjör sem greidd eru í stóriðjuverk-
smiðjum.
Félögin semja fyrir 150 til 200
starfsmenn í flestum fiskimjölsverk-
smiðjum landsins, það er að segja
tvær verksmiðjur í Vestmannaeyj-
um og verksmiðjurnar á Höfn, Fá-
skrúðsfirði, Eskifirði, Neskaupstað,
Seyðisfirði og Vopnafirði.
Í umfjöllun á vefsíðu AFLs segir
að félögin vilji með kröfugerð sinni
leitast við að færa laun og önnur kjör
í verksmiðjunum nær því umhverfi
sem er í stóriðjuverunum enda sé á
margan hátt um sambærileg störf að
ræða. „Kröfugerðin er í samræmi við
kjaramálaályktun AFLs en þar
sagði m.a. „Kjaramálaráðstefna
AFLs Starfsgreinafélags 2010 legg-
ur áherslu á að í komandi kjara-
samningum verði sótt af hörku í út-
flutningsgrein[ar] sem nú njóta
verulegs hagnaðar m.a. af skráningu
gengis,““ segir þar.
Telja sig eiga inni vegna
gengisþróunar frá 2008
,,Okkur finnst þetta vera eðlilegar
kröfur miðað við að við erum að laga
okkur að stóriðjuumhverfinu og
einnig ef við horfum á útflutnings-
verðmæti,“ segir Sverrir.
„Ef við skoðum þetta með hliðsjón
af gjaldmiðlinum má benda á að þeg-
ar við sömdum á árinu 2008 vorum
við að semja um 18 þúsund norskar
krónur en í dag við erum með um 12
þúsund norskar krónur. Það er
gríðarlegur afgangur miðað við
kjarasamningana sem við gerðum
2008 og hann liggur í dag hjá at-
vinnurekendunum. Við viljum fá eitt-
hvað af þessu í okkar hlut.“
Krefjast 27% taxtahækkana
Kjaraviðræður eru byrjaðar vegna starfsmanna í fiskimjölsverksmiðjum
Vilja sambærileg kjör og í stóriðju Ætla að sækja fast að útflutningsgreinum
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Bræðsla Lýsistankar á Vopnafirði.
Debora Þórðardóttir frá Hvammstanga hélt upp
á 100 ára afmæli sitt í gær. Ættingjar og vinir
samfögnuðu henni þá á dvalar- og hjúkrunar-
heimilinu Grund í Reykjavík.
Debora fæddist á Ísafirði 24. nóvember 1910
en ólst upp á Hvammstanga. Hún varð símstjóri
lýðveldisárið 1944 og póst- og símstjóri á
Hvammstanga frá árinu 1962.
Debora býr nú á Grund ásamt manni sínum
Ásvaldi Bjarnasyni. Séra Garðar Þorsteinsson
gaf þau saman í hjónaband 12. ágúst 1950 og
áttu þau 60 ára brúðkaupsafmæli í sumar.
100 ára afmæli og 60 ár í hjónabandi á þessu ári
Morgunblaðið/Kristinn
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís-
lands, segir kosti þess að taka upp
evru á Íslandi ekki jafn skýra og
fyrir ári. Fram kom í frétt mbl.is að
forsetinn hefði sagt blaðamanni
Reuters-fréttastofunnar að fyrir
rúmu ári hefði umræðan um rökin
fyrir Evrópusambandsaðild á Ís-
landi einkum snúist um að fjármála-
markaðir hefðu þróast með þeim
hætti að erfitt væri fyrir litla þjóð
að halda úti sjálfstæðum gjaldmiðli.
„En síðan höfum við séð hvert
evruríkið á eftir öðru lenda í mikl-
um vandræðum. Nú síðast það sem
hefur gerst á Írlandi. Svo kostir
þess að hafa annan gjaldmiðil eru
orðnir óskýrari,“ sagði forsetinn í
lauslegri þýðingu.
„Evran er ekki
skotheld formúla
fyrir efnahags-
uppgangi eins og
Grikkland og Ír-
land og önnur ríki
upplifa nú,“ sagði
forsetinn sem
þakkaði gengis-
lækkun krónunn-
ar þann árangur
sem náðst hefði í íslensku efnahags-
lífi frá hruni.
„Viðsnúningurinn í hagkerfinu
hefur orðið fyrr og með öflugri hætti
en búist var við fyrir tveimur árum
vegna þess að útflutningsgeirinn,
sjávarútvegur, landbúnaður og
ferðaþjónusta hafa sterkara sam-
keppnisforskot.“
Ætla má að ummælin veki athygli
enda hefur talsvert verið fjallað um
dræman stuðning við aðildarumsókn
Íslands að Evrópusambandinu á
meðal Íslendinga í heimspressunni
að undanförnu.
Forsetinn vék einnig að litlum
stuðningi við ESB-aðild á Íslandi.
„Skoðanakannanir á síðustu mán-
uðum hafa sýnt greinilega fram á að
andstaðan við Evrópusambandsaðild
hefur farið vaxandi. Fólk telur ekki
að [ESB-aðild] sé úrslitaatriði. Hvort
hún gæti haft ávinning í för með sér
er annað mál.“
Ólafur Ragnar dregur
kosti evrunnar í efa
Forseti Íslands segir krónuna hafa gagnast vel í kreppunni
Ólafur Ragnar
Grímsson
Gamlar íslenskar fálkaorður
ganga enn kaupum og sölum með-
al safnara erlendis. Um síðustu
helgi var sett af tveimur slíkum
orðum boðið upp hjá uppboðshúsi
í Osló. Fór önnur orðan á 1.850
norskar krónur, jafnvirði um 35
þúsund króna, og hin orðan fór á
2.500 norskar, eða um 47 þúsund
íslenskar.
Að sögn Magna R. Magnússonar
safnara eru fálkaorðurnar jafnan
eftirsóttar, líkt og sambærilegar
medalíur fyrri tíma. Fyrir um ári
greindi Morgunblaðið frá uppboði
á fálkaorðum í Þýskalandi, en þær
voru slegnar á mun hærra verði
en þessar í Osló. Uppsett verð á
stórriddarakrossi þar var um 270
þúsund krónur.
Uppsett verð á annarri orðunni
í Osló var 1.200 norskar krónur en
lokaverð var 1.850 krónur. Fór
hin orðan á uppsettu verði, 2.500
krónum norskum. Við verðið má
bæta 18% þóknun seljandans. Báð-
ar eru orðurnar frá lýðveldistím-
anum, að sögn Magna, þ.e. frá því
eftir 1944, sú dýrari stórridd-
arakross. bjb@mbl.is
Fálkaorður
ganga kaup-
um og sölum
Karlmaður var fluttur á slysadeild
í kjölfar áreksturs bifreiðar og
rafknúins hjólastóls, eins konar
rafskutlu, við gatnamót Sæbrautar
og Holtavegar um klukkan tvö í
gær. Maðurinn sem slasaðist ók
rafskutlunni og var leið yfir Sæ-
braut þegar bíll sem kom úr vest-
urátt ók á hann.
Talið er að maðurinn, sem að
sögn lögreglunnar í Reykjavík er
á níræðisaldri, fæddur 1922, hafi
ekið yfir á rauðu ljósi í veg fyrir
bílinn sem er af gerðinni
Wolkswagen Polo. Maðurinn var
fluttur meðvitundarlaus á slysa-
deild Landspítalans og síðan á
gjörgæsludeild og var líðan hans
stöðug í gærkvöldi, að sögn vakt-
hafandi læknis. Ökumann bílsins
sakaði ekki.
Maður á raf-
skutlu slas-
aðist í árekstri
Heiðrún Villa, höfundur
bókarinnar „Gerðu
besta vininn betri“
hefur gefið út fyrsta
íslenska hundaþjálfun-
armynddiskinn.
Diskurinn hefur fengið
frábærar móttökur.
HUNDANÁMSKEIÐ HEIM Í STOFU
Jólagjöf hundaeigandans í ár!
Fæst í öllum helstu verslunum landsins og á www.hundatjalfun.is