Morgunblaðið - 25.11.2010, Blaðsíða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2010
Varðan Listaverki eftir Jóhann Eyfells, „Vörðunni“, hefur verið komið fyrir á strandstígnum við Sæbrautina. Jóhann fæddist í Reykjavík 1923 en hefur lengi búið vestanhafs, síðustu árin í Texas.
Kristinn
Þann 16. júní 2010
beindi Óli Björn Kára-
son fyrirspurn til for-
sætisráðherra um að-
keypta þjónustu,
ráðgjöf og sérverkefni á
vegum ráðuneyta frá
starfsmönnum fé-
lagsvísindasviðs Há-
skóla Íslands og/eða fé-
laga þeirra. Ráðherra
hefur tíu virka daga til
að svara. Forsætisráð-
herra svaraði 27. september. Svarið
var athyglisvert þar sem ráðherra hélt
því fram að það væri ekki hægt að
svara spurningu þingmannsins sökum
þess að ráðuneytin hefðu ekki lista yf-
ir starfsfólk háskólanna og þar af leið-
andi væri ekki hægt að svara fyr-
irspurninni! Hér er augljóslega um að
ræða fullkominn útúrsnúning enda
vita ráðuneytin að sjálfsögðu hvaða
háskólakennarar eru í vinnu hjá þeim
í sérverkefnum. Að auki má nefna að
starfsmannalistar háskólanna eru á
vefnum! Hvað um það. Ég setti þess
vegna fram fyrirspurn þar sem ég
ítreka fyrirspurn Óla Björns og bendi
á að ráðherra geti fengið upplýsingar
um starfsmenn skólanna á vefnum.
Jóhanna Sigurðardóttir hefur greini-
lega ákveðið að líta fram hjá þeirri
ábendingu, því hún sendi þinginu og
undirrituðum bréf þar sem að hún til-
kynnir að hún muni skrifa háskól-
unum bréf og biðja um starfs-
mannalista! Þar af leiðandi sé ekki
hægt að svara fyrirspurninni fyrr en
þær upplýsingar hafi skilað sér. Ég
tók málið upp í þinginu og niðurstaðan
er að þriðja fyrirspurnin um þetta mál
er komin fram og enn er
beðið eftir svari.
Hvað er Jóhanna
að fela?
Augljóst er að forsætis-
ráðherra leggur mikið á
sig til að halda þessum
upplýsingum frá almenn-
ingi. Af hverju er það? Er
ekki upplýsandi að vita
fyrir hverja hinir svokall-
aðir álitsgjafar hafa unnið?
Er ekki upplýsandi að fá
að vita fyrir hvaða stjórn-
málaöfl „óháðir“ álitsgjafar starfa? Er
það ekki í anda opins stjórnkerfis og
gagnsæis? Nú eru álitsgjafarnir ekki
allir alveg eins en þeir eiga það sam-
eiginlegt að í orði leggja þeir mikla
áherslu á fagleg vinnubrögð og opið,
gagnsætt stjórnkerfi. Þeir hljóta að
líða vítiskvalir vegna þessarar
leyndarhyggju forsætisráðherra. Það
er séríslenskt að álitsgjafar í háskól-
um starfi jafnmikið fyrir stjórnmála-
menn og stjórnmálaöfl og við upplifum
hér á landi. Það væri fróðlegt að rann-
saka það og kortleggja tengsl fræði-
manna, fjölmiðlamanna og stjórnmál-
anna. Spurningin er: Hver gæti gert
það?
Eftir Guðlaug Þór
Þórðarson
» Það er séríslenskt
að álitsgjafar í há-
skólum starfi jafnmikið
fyrir stjórnmálamenn og
stjórnmálaöfl og við upp-
lifum hér á landi.
Guðlaugur Þór
Þórðarson
Höfundur er alþingismaður.
Leyndarmál
Jóhönnu
Nú í vikulokin er Ís-
lendingum stefnt í
kjörklefana í þriðja
sinn á árinu. Rík-
isstjórninni finnst
þarfast að efna nú til
rándýrrar kosningar
til stjórnlagaþings, en
þeirri furðusamkomu
er ætlað að útbúa til-
lögu að nýrri stjórn-
arskrá, rétt eins og
ekki séu nein brýnni
verkefni til að sinna. Er auðvitað
með ólíkindum að ríkisstjórn á
krefjandi örlagatímum skuli helst
ná samstöðu um dýr og óþörf mál
sem þó eru líkleg til að vega að
undirstöðum þjóðfélagsins og
kljúfa þjóðina. Áður hafði rík-
isstjórnin einbeitt sér að inn-
göngubeiðni í Evrópusambandið
og því að koma óviðkomandi er-
lendum skuldum fallins einka-
banka yfir á skattgreiðendur, en
nú bætir hún árás á stjórnarskrá
lýðveldisins á afrekaskrána. Auð-
vitað verða fyrstu viðbrögð
margra skynsamlega þenkjandi
manna þau, að þeir neita að kjósa
til samkomunnar. En gallinn við
þau skiljanlegu viðbrögð er sá, að
hinir munu samt kjósa og ekki
væri gott ef þeir einir veldu þá
sem endurskoða eiga stjórn-
arskrána. Því er líklega illskást, úr
því sem komið er, að menn mæti á
kjörstað og standi við bakið á þeim
fáu sem bjóða sig fram til þess að
verja stjórnarskrána fyrir þeim
herskara alþekktra örlagaþrasara
sem nú sækja að þessum und-
irstöðum landsins
úr öllum áttum.
Niðurstöðunum
breytt
En þeir sem ætla
að mæta á kjörstað
á laugardaginn sjá
sér til stórrar undr-
unar þegar þeir
lesa lögin um
stjórnlagaþingið, að
til stendur að
breyta kosn-
ingaúrslitunum frá
því sem kjósendur
velja. Í 2. mgr. 14. gr. laga nr. 90/
2010 um stjórnlagaþingið, þar sem
fjallað er um úthlutun þingsæta,
segir að hafi „frambjóðendur af
öðru kyninu fengið úthlutað færri
en tíu sætum eða sem nemur
tveimur fimmtu allra þingsæta
[skuli] úthluta sætum til þeirra
frambjóðenda sem næstir eru í
röðinni af því kyni, sé þá að finna,
þangað til hlutfall þeirra [nemi] að
minnsta kosti tveimur fimmtu
allra fulltrúa. Heildartala þingfull-
trúa [skuli] þó aldrei vera hærri en
31.“ Þetta þýðir með öðrum orð-
um, að úrslitum kosninganna er í
raun breytt eftir á, að því leyti að
einstaklingar, sem kjósendur hafa
ekki kosið á þingið, fá þar sæti allt
að einu. Getur hæglega komið upp
sú staða, að sæti á stjórnlaga-
þinginu fái frambjóðendur með
mun færri atkvæði en ýmsir þeirra
sem ekki fá sæti! Þegar frambjóð-
andi fær ekki þingsæti, en er með
fleiri atkvæði en annar, sem þó
fær þingsæti, og skýringin er sú
að sá með mörgu atkvæðin er af
röngu kyni en hinn af réttu, þá má
færa sterk rök að því að þeim með
fleiri atkvæðin sé mismunað vegna
kynferðis síns. Og víkur þá sög-
unni að plaggi nokkru sem ráð-
herrar, álitsgjafar og Lands-
samtök meinlokumanna á
höfuðborgarsvæðinu segja einum
rómi að sé úrelt: Í 1. mgr. 65. gr.
stjórnarskrár lýðveldisins Íslands
segir að allir menn skuli vera jafn-
ir fyrir lögum og njóta mannrétt-
inda án tillits til kynferðis eða ann-
arra atriða. Í 2. mgr. sömu
stjórnarskrárgreinar segir svo að
konur og karlar skuli njóta jafns
réttar í hvívetna.
Kosningaúrslitin fara
líklega til dómstóla
Ef sú sennilega staða kemur
upp, að einstaklingur nái ekki
kjöri en þurfi að horfa upp á annan
frambjóðanda með færri atkvæði
skjótast fram fyrir sig vegna kyn-
ferðis, hvað gerist þá? Er ekki rétt
að gera ráð fyrir því að hann leiti
réttar síns og láti reyna á fyrir
dómstólum hvort þingsætaút-
hlutun eftir kynferði standist
stjórnarskrá?
Eftir Sigríði
Ásthildi Andersen » Getur hæglega
komið upp sú staða,
að sæti á stjórnlaga-
þinginu fái frambjóð-
endur með mun
færri atkvæði en
ýmsir þeirra sem
ekki fá sæti!
Sigríður Ásthildur
Andersen
Höfundur er héraðsdómslögmaður.
„Vali þjóðarinnar“
verður breytt