Morgunblaðið - 25.11.2010, Side 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2010
HERRAKRINGLAN /DÖMU & HERRASMÁRALIND
Ullarfrakki 25900,-
Fullar verslanir af fallegum
dömu og herrafatnaði til
jólagjafa á góðu verði
Söngkonan Rihanna siturekki auðum höndum, út erkomin fimmta hljóðvers-plata hennar síðan 2006 og
ber hún nafnið Loud.
Plata hennar sem kom út í fyrra,
Rated R, var öll
dökk og töff, tattú,
gaddavír og bert
hold. Þá var hún
nýbúin að lenda í
barsmíðum Chris
Browns og platan
hefur alltaf verið talin uppgjör við þá
lífsreynslu, enda er hún full af reiði.
Loud er öðruvísi og það sést strax á
umslaginu sem er allt rómantískt,
rautt og bleikt, blúndur og rósir.
Enda fjalla textarnir um daður, ást,
rómantík og kynlíf. Rihanna er snú-
in aftur í leit að ást og hamingju.
Platan inniheldur ellefu lög og er
þetta mjög aðgengilegt danspopp,
fer beina leið í útvarpið og dregur
fólk út á dansgólfið. Fyrsta lagið,
„S&M“, er sérstaklega grípandi og
dansvænt, líka „Only Girl“. Rihanna
getur orðið valið úr bestu lagahöf-
undunum og eru öll lögin á plötunni
sérstaklega samin fyrir hana. Laga-
smíðarnar eru öflugar og söngurinn
ekki síðri, Rihanna kann þetta.
Loud er kynþokkafull plata, inni-
heldur aðgengilegt og gott popp og
með henni heldur Rihanna sér á
toppnum, það er engin önnur popp-
söngkona að fara að velta henni það-
an á næstunni.
Eðalpopp
Rihanna Hún kann þetta stúlkan.
Rihanna – Loud bbbbn
INGVELDUR
GEIRSDÓTTIR
TÓNLIST
Reuters
Íinngangstexta í plötubæklingiThe Union segir Elton John aðLeon Russell hafi verið hansmesti áhrifavaldur í tónlist á
seinni hluta sjöunda áratugarins og
byrjun þess áttunda, og kemur það
fáum á óvart sem þekkja til verka
þessara manna frá þeim tíma, um
margt eru þau lík. Russell og John
sameinaðir, hvernig skyldi það nú
hljóma? Spennandi hugmynd vissu-
lega en útkoman veldur vonbrigðum.
Það vantar alveg stuðið sem ein-
kenndi þessa menn þegar þeir voru
ungir og ferskir, nú er allt afskaplega
rólegt og frekar leiðinlegt áheyrnar.
Elton dettur í Disney-ballöðugírinn
og nóg er af ballöðum
á plötunni sem
gleymast jafnóðum
og þeim lýkur. Það er
ekki að heyra að mik-
ið fjör hafi verið í
hljóðverinu, kannski
bar Elton of mikla virðingu fyrir Rus-
sell? Russell á þó ágæta spretti, upp-
hafslagið er t.d. bráðgott með kunn-
uglegum kvennabakröddum. Sá gamli
er enn með’etta, eins og maður segir.
Svalir? Elton John og Leon Russell í hljóðveri. Afraksturinn heldur slakur.
Elton John/Leon Russell – The Union
bbnnn
HELGI SNÆR
SIGURÐSSON
TÓNLIST
Meistari og lærisveinn
Kanye West er með svostórar hreðjar að hannreiðir þær á arabískumgæðingum. Hann er svo
hávaxinn að á höfði hans er teymi
flugumferðarstjóra. Þegar hann
rappar hrökkva
skruggur af vörum
hans og hagl af
auga. Þar sem sæði
hans fellur til jarðar
sprettur upp óvígur
her rímnamanna. Af
tungu hans streymir sætleiki og
römm beiskja, hið fyrra lífgar en síð-
ara eyðir. Heyr hans máttuga orð!
Fjölmiðlafígúran Kanye West er
svo yfirþyrmandi að það er varla
rúm fyrir listamanninn, fyrir rapp-
arann magnaða, lagasmiðinn frá-
bæra og upptökustjórann snjalla.
Fyrir vikið gleyma menn því gjarn-
an hvers hann er megnugur þar til
það er rekið framan í nefið á þeim
með látum eins og með þessari
mögnuðu skífu.
Á My Beautiful Dark Twisted
Fantasy er allt í yfistærð, kórarnir
risastórir, strengirnir þúsundfaldir,
taktarnir ofurþungir, rímurnar lykl-
aðar og snúnar. Öllu stýrir Kanye
West meistaralega, hleður inn rödd-
um og rafgíturum, bassadrunum og
hljóðgervlakveini. Það er mikið und-
ir í öllu, allt frá því Nicki Minaj kipp-
ir okkur inn í raunveruleikann í upp-
hafi – nú tekur alvaran við! ég meina
ALVARAN! – og þar til Gil Scott
Heron slær botninn í ævintýrið, eða
kannski er rétt að kalla það martröð.
Í heimi Kanye West lifir enginn
vel og lengi, hvað þá í lukku.
Allt í yfirstærð
Meistarinn mikli Kanye West.
My Beautiful Dark Twisted Fantasy -
Kanye West
bbbbb
ÁRNI MATTHÍASSON
TÓNLIST
Það er alltaf veisla þegar JimBlack kemur í heimsóknog ekki var verra að fáChris Speed hingað aftur.
Með þeim voru Oscar Noriega og
Trevor Dunn. Hljómsveitin nefnist
Endangered Blood og er nýbúin að
gefa út sinn fyrsta disk og voru þetta
fyrstu tónleikar í Evrópuferð sveit-
arinnar.
Allt frá upphafsverkinu til þess
síðasta, númer 11, var leikur hljóm-
sveitarinnar bæði kraftmikill og
spennandi. Frjálsdjassinn, sem
hræddi marga fyrir hálfri öld, lifir
góðu lífi í agaðri og frjósamri tónlist
þeirra félaga. Stundum finnst manni
eins og þeir hafi gert þessa tónlist
hlustendavænni, en staðreyndin er
sú, að þeir eru að ýmsu leyti, sér-
staklega ryþmískt, mun framsækn-
ari en gömlu meistararnir með Orn-
ette Coleman í broddi fylkingar. Það
erum bara við sem höfum vanist
músíkinni og hætt að sperra eyrun
eins og forðum.
Það mátti glöggt heyra er þeir
léku Ornette Coleman-ópusinn
„Faces And Places“ hversu vel þeim
hefur tekist að gæða þennan stíl
nýju lífi. Jim Black hefur að sjálf-
sögðu upplifað rokkið og allan þann
hrynheim er fylgdi í kjölfarið og
Charles Moffett hljómar eilítið gam-
aldags með Ornette miðað við Jim
með Endangered Blood. Oscar lék
að vísu ansi ornettískt í líðandi línu
sinni, en skipti síðan yfir í ýlfrandi
aylerisma í seinni hlutanum eins og
oftar á tónleikunum. Hann er
óhemju safamikill einleikari og á
stundum með ryþmablústakta og
ekki er hann síðri á bassaklarinettið.
Chris er jafnan hægari og mel-
ódískari, tóninn dálítið mattur en
kraftmikill er við á. Trevor er fauta-
fínn bassaleikari, flækir ekki lín-
urnar, jarðbundinn í tóni og fellur
vel að trommustíl Jims, sem er sí-
breytilegur en þó ætíð persónulegur
með þessu dásamlega sándi sem
rekja má aftur til Big Sid og þeirra
kappa.
Sveitin spilaði einn Monkópus:
„Epistrophy“. Verkið upphófst með
þungri undiröldu en síðan skellti
sveitin sér í káta sveiflu þar sem
bassaklarinett Oscars markaði
Monkpíanóið undir sóló Chris
Speeds.
Öll önnur lög voru eftir Chris, allt
frá hinni líðandi riffuðu blúslínu
„Plunge“ til lokastefsins ornettíska
„Andrew’s Ditty Variation One“. Í
„Rare“, sem minnti á gamalt rúss-
neskt sígunaljóð, blés Oscar í bassa-
klarinettið og svo voru fallegar ball-
öður á dagskrá eins og „K“ og hin
snilldarlega leikna „Iris“, sem
minnti á kreppusöngvana amerísku.
Trevor var flottur með boga. Að lok-
um skal „Valyu“ getið. Frjáls inn-
gangur og síðan haldið yfir Sævið-
arsund. Firnafínt!
Kraftmikið og fautaflott
Risið í Tryggvagötu
Endangered Blood bbbbm
Chris Speed tenórsaxófón, Oscar Nor-
iega altósaxófón og bassaklarinett, Tre-
vor Dunn bassa og Jim Black trommur.
Mánudagskvöldið 15.11. 2010.
VERNHARÐUR
LINNET
TÓNLIST
Firnafínt Endangered Blood.