Morgunblaðið - 01.12.2010, Page 6

Morgunblaðið - 01.12.2010, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2010 Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Útsöluverð á eldsneyti hækkaði um- talsvert í gær, en Skeljungur hækk- aði verð á bensíni og dísilolíu um fimm krónur á lítra. Hjá N1 og Olís hækkaði verð ekki jafnmikið, eða um fjórar krónur á lítra. Algengt lítra- verð á 95 oktana bensíni er því á bilinu 202 til 204 krónur. Verð á dís- elolíu er áþekkt. Hækkanirnar í gær eru raktar til hækkaðs heimsmark- aðsverðs á eldsneyti undanfarið, sem og styrkingar Bandaríkjadals gagn- vart krónunni. Hrikalegar hækkanir Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra bifreiðaeig- enda, segir ekki hægt að líta framhjá verðþróun á mörkuðum, og lítið sé hægt að gera við því. Hækkanirnar séu eftir sem áður „hrikalegar“, ekki síst í ljósi boðaðra skattahækkana hins opinbera frá og með áramótum. Bensín- og olíugjöld hækka þá um 4%, en þau voru einnig hækkuð um síðastliðin áramót. „Ein rökin fyrir fyrirhuguðum hækkunum núna er að tekjuáætlun fjárlaga frá því í fyrra hefur ekki gengið eftir,“ segir Runólfur. Því sé gripið á það ráð að hækka einfald- lega þessa krónutöluskatta á ný. Hlutur olíufélaga aukist Í verðbólguspá greiningardeildar Arion banka frá því um miðjan síð- asta mánuð er bent á það að álagning á eldsneyti hér á landi hefur hækkað töluvert frá áramótum, sem ráða má af því að verðbilið milli eldsneytis og hráolíu jókst á síðari hluta ársins. Hlutur olíufélaganna í hækkuðu eldsneytisverði hafi með öðrum orð- um aukist hraðar en verðið hefur hækkað. „Heimsmarkaðsverð á hrá- olíu hefur lækkað um 6% (mælt í krónum) frá áramótum. Á sama tíma hefur eldsneytisverð olíufélaganna hækkað um 3%,“ segir í verðbólgu- spá greiningardeildarinnar. Frá birtingu spárinnar hefur heimsmarkaðsverð á olíu hækkað nokkuð, en að sama skapi hefur út- söluverð eldsneytis verið hækkað í tvígang. Eldsneytisverð á hraðri uppleið  Verðbilið milli heimsmarkaðsverðs og útsöluverðs jókst á síðari hluta ársins Þróun bensínverðs og gengis Bandaríkjadals Heimildir: Hagstofan og Seðlabanki Íslands 250 200 150 100 50 0 Verð í íslenskum krónum Febrúar 1997 Nóvember 2010 205,07 112,4577,53 70,43 Bensín (95 oktan) Gengi Bandaríkjadals „Það sem við viljum sjá gerast er að Gunnar sjái að sér og játi brot sín, hann biðji konurnar fyrirgefningar, segi af sér og leiti sér hjálpar,“ segir Ásta Knútsdóttir, talskona kvenna sem hafa sakað Gunnar Þor- steinsson í Kross- inum um kynferð- islega áreitni. Í gær var haft eftir Sigurbjörgu Gunnarsdóttur, dóttur Gunnars Þorsteinssonar og málsvara safnaðarins, að um skipu- lega rógsherferð gegn Gunnari væri að ræða. Ásta vísar því á bug. „Það er enginn fótur fyrir því,“ segir hún. Ásta bætir við að málið hafi farið úr þeirra höndum þegar Gunnar hafi farið í fjölmiðla og talað um hóp kvenna sem væri að ásaka hann. Kon- urnar, sem hefðu hist, hefðu komið hver úr sinni átt og aldrei ætlað sér að fara með málið í fjölmiðla. Þær hafi aðeins verið að deila reynslu sinni, uppörva hver aðra og byrja að vinna úr þessum gamla sársauka. Sex konur hafa komið fram undir nafni og sakað Gunnar um áreitni. Í hópnum er einnig ein kona sem hefur óskað nafnleyndar og vitnisburður hennar hefur ekki verið birtur. Ásta segir að ekki standi til að birta fleiri vitnisburði nema Gunnar haldi áfram skítkasti í fjölmiðlum. „Þá höldum við áfram því við höfum engin önnur vopn. Við höfum bara sannleikann að vopni og við notum hann eins lengi og við þurfum.“ Gunnar játi og segi af sér Segir sannleikann vera eina vopnið Ásta Knútsdóttir Kuldalegt var um að litast við Mývatn þegar frostið var sem mest um helgina. Mikill raki var í loftinu og hrímið safnaðist utan um hvönnina og annan gróður við vatnið. Um leið var yfir Mý- vatnssveitinni einhver jólalegur blær í upphafi aðventunnar þegar geislar sólarinnar teygðu úr sér á vatnsfletinum. Eftir helgina dró verulega úr frostinu en samkvæmt veðurspám kólnar á öllu landinu á ný næstu daga. Morgunblaðið/Birkir Fanndal Sólargeislar á hrímaðar hvannir Meðalniðurskurður fjárfram- laga til heilbrigðisstofnana á næsta ári verður 9,2%, eins og fjárlög líta nú út í kjölfar end- urskoðunar. Áður hafði verið gert ráð fyrir 21,4% niður- skurði að meðaltali, en þeim áformum var mótmælt kröft- uglega um land allt. Fjárlaga- nefnd Alþingis hefur fjárlaga- frumvarpið nú til umsagnar, en vitað var að töluverðar breyt- ingar yrðu gerðar milli umræðna. Í krónum talið verður niðurskurðurinn á heilbrigðisstofnunum dreginn saman um 1.700 milljónir, eða ríflega helming. Miðað er við að hvergi þurfi að draga saman um meira en 12%, en í sumum tilfellum eykst niðurskurðurinn frá fyrri tillögum, til að mynda hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður Guðbjarts Hannessonar heilbrigðisráðherra, segir að ekki hefði verið hægt að ná þessum breytingum fram með „flatri“ endurskoðun. Gert hafði verið ráð fyrir mestum niðurskurði á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga og Heilbrigðis- stofnuninni á Sauðárkróki, á milli 30 og 40%, en miðað við þær breytingar sem nú liggja fyrir verður hann í báðum tilfellum 12%. Afgangi nið- urskurðarins verður „fleytt áfram“ á fjárlagaárið 2012. einarorn@mbl.is Meðalniðurskurður dreginn saman um ríflega helming  Miðað við 12% þak á niðurskurð á næsta ári og afganginum náð fram árið 2012 Anna Sigrún Baldursdóttir Niðurskurður » Á upphaflegum fjárlögum var gert ráð fyrir því að skorið yrði niður um 3.041 milljón að frátöldum verðlagsbreytingum. » Milljónirnar 1.700 sem veita á aukalega til heilbrigðisstofnana verða m.a. sóttar úr framkvæmdasjóði aldraðra og úr safnliðum sem til eru í heilbrigðisráðuneytinu. » Það sem út af stendur, tæpur milljarður, kemur síðan úr ríkissjóði. 6% hækkun meðalverðs 95 oktana bensíns frá nóvemberlokum 2009 7,5% hækkun heimsmarkaðsverðs hrá- olíu frá ársbyrjun til nóvemberloka 6,1% veiking dollara gagnvart krónu á árinu ‹ BENSÍNVERÐ › » Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók myndir af hraðakstursbrotum 239 ökumanna á Hafnarfjarðarvegi í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Hafnarfjarðarveg í norðausturátt, norðan við gatna- mót við Álftanesveg. Fylgst var með hraðanum í eina klukkustund eftir hádegi. Þá var 864 ökutækjum ekið þar um. Meðalhraði hinna brotlegu var 75 km/klst en þarna er 60 km há- markshraði. Fjörutíu og þrír óku á 80 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 111 km hraða. 239 teknir fyrir hraðakstur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.