Morgunblaðið - 01.12.2010, Side 10

Morgunblaðið - 01.12.2010, Side 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2010 Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Við erum að vinna dagsdaglega mikið meira enþað handverk sem verð-ur á markaðinum. Húsa- smiðjan er rosalega dugleg að láta okkur fá verkefni og núna erum við að telja skrúfur og setja í poka,“ segir Júlía Adolfsdóttir starfsmaður sem tók á móti okkur. Hún sýndi okkur fyrst starfsem- Jólaskraut og skrúfur Það var í nægu að snúast á vinnustofum Skálatúns í Mosfellsbæ þegar blaðamað- ur og ljósmyndari litu þangað í heimsókn í gær. Starfsmenn voru að undirbúa jólamarkað sem verður í gróðurhúsinu á staðnum á morgun. Morgunblaðið/Árni Sæberg Nóg að gera Málningarúllur settar saman og pakkaðar inn fyrir verslanir Húsasmiðjunnar. Kort Þessi unga dama pakkaði inn merkispjöldum fyrir Kórund. „Það er ein bók sem er sannarlega mín uppáhaldsbók, þó þær séu marg- ar sem ég hef dálæti á, þá er ein sem er í sérstöku uppáhaldi. Það er barnabókin Vökunætur II, Vetr- arnætur og er eftir Eyjólf Guðmunds- son frá Hvoli. Bókin var gefin út 1947 og ég eign- ast hana myndskreytta í gömlu út- gáfunni sem unglingur og féll alveg fyrir henni. Þetta eru minningar Eyj- ólfs frá barnæsku á 19. öld, frá gamla sveitasamfélaginu. Upplifun barnsins af lífinu á heimilinu í stuttum köflum og myndskreytt. Svo vissi ég að það væri til eitt- hvað sem hét Vökunætur I, þar sem hann lýsir vökunóttunum yfir sum- artímann, og komst yfir hana seinna á fornbókasölu. Þetta eru mjög hug- ljúfar sögur og það sem heillar mig er hvað þetta er einlæg frásögn af upp- lifun barnsins. Þessar bækur voru svo endur- útgefnar saman fyrir nokkrum árum síðan en ekki með mynd- skreyting- unum. Mér finnst gamla útgáfan fal- legri en sú nýrri enda passa ég vel upp á þau dýr- mætu eintök sem ég á. Ég les alltaf húslestra heima hjá mér á aðfangadagskvöld, og hef gert það síðan ég fór að halda jól sjálf, og þessi bók er gjarnan lesin. Þegar hún var endurútgefin keypti ég svolítið af henni og gaf börnum í kringum mig til að bera út boðskapinn. Ég hef líka gjarnan bent á hana fyrir þá sem eru að leita að góðu lestrarefni fyrir jól.“ Jóna Simonía Bjarnadóttir, for- stöðumaður Gamla sjúkrahússins, Safnahússins, Eyrartún, Ísafirði. Uppáhaldsbók Jónu Simoníu Bjarnadóttur Morgunblaðið/Jónas Erlendssson Núpsstaður Í uppáhaldsbókinni er sagt frá sveitalífinu á 19. öld. Einlæg frásögn barnsins Jóna Símonía islandsbanki@islandsbanki.is www.islandsbanki.is Sími 440 4000 Fólk án atvinnu fær frystingu á húsnæðislánum Ræddu við ráðgjafann þinn í útibúinu þínu um úrræði Íslandsbanka

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.