Morgunblaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2010
Ríkisstjórn Samfylk-
ingar og VG hefur nú
verið við völd í rúmt 1½
ár. En áður var hér
minnihlutastjórn sömu
flokka. Aðalverkefni
ríkisstjórnarinnar hef-
ur verið endurreisn ís-
lensks efnahagslífs eft-
ir hrun banka og
fyrirtækja,sem varð
hér haustið 2008. Mér
finnst ríkisstjórninni hafa tekist
nokkuð vel að endurreisa efnahags-
lífið og þar með bankana. Vextir hafa
lækkað mikið, verðbólgan er á hraðri
niðurleið, atvinnuleysið er farið að
minnka, góður afgangur er á vöru-
skiptajöfnuðinum í stað mikils halla
áður og endurreisn bankanna hefur
tekist vel. Hins vegar er ég mjög
óánægður með það hvernig rík-
isstjórnin hefur haldið á velferð-
armálunum. Félagshyggjumenn
bundu vonir við, að ríkisstjórn jafn-
aðarmanna mundi standa vörð um al-
mannatryggingarnar og heilbrigð-
iskerfið. En þær vonir hafa brugðist.
Í velferðarmálum hefur rík-
isstjórnin hagað sér eins og hrein
íhaldsstjórn. Ríkisstjórnin lýsti því
yfir við valdatöku sína, að hún ætlaði
að koma hér á velferðarsamfélagi að
norrænni fyrirmynd en það hafa
reynst örgustu öfugmæli.
Sársaukafullar aðgerðir
í ríkisfjármálum
Verkefni ríkisstjórnarinnar er erf-
itt. Hún þarf að rétta af fjárhag rík-
isins á 3-4 árum. Sjálfstæðisflokk-
urinn og Framsókn bera
höfuðábyrgð á bankahruninu með
klaufalegri einkavæðingu bankanna
og lélegri efnahagsstjórn.Tekjur rík-
isins hríðféllu við efnahagshrunið
2008. Það kom í hlut núverandi
stjórnarflokka að gera sársaukafullar
aðgerðir í ríkisfjármálum. Það hefur
verið gert bæði með skattahækk-
unum og niðurskurði ríkisútgjalda.
Ég tel að haldið hafi verið nokkuð vel
á skattahækkunum. Þeim lægst laun-
uðu hefur verið hlíft. Hins vegar hef-
ur ekki tekist eins vel með niðurskurð
ríkisútgjalda.
Ríkisstjórnin lofaði að standa vörð
um velferðarkerfið en hún hefur ekki
staðið við það. Strax 1. júlí 2009 var
ráðist á almannatryggingarnar og
m.a. skornar niður bætur aldraðra og
öryrkja. Gerði þáverandi félagsmála-
ráðherra þetta með mjög skömmum
fyrirvara. Kom það mjög illa við líf-
eyrisþega, ekki hvað síst öryrkja. Ég
fullyrði að það hefði mátt sleppa nið-
urskurði í almannatryggingum. Þetta
voru 4-5 milljarðar á ársgrundvelli
eða svipuð upphæð og nam auknum
og óvæntum tekjum ríkissjóðs vegna
aukinna skerðinga tryggingabóta af
völdum meiri fjármagnstekna lífeyr-
isþega en reiknað hafði verið með.
Árásin á kjör aldraðra
og öryrkja var því óþörf.
Laun hækka
– lífeyrir lækkar
Láglaunafólk á al-
mennum vinnumarkaði
hefur fengið 16% kaup-
hækkun frá ársbyrjun
2009. Á sama tíma hefur
lífeyrir aldraðra og ör-
yrkja ekki hækkað um
eina krónu. Raungildi
lífeyris hefur því lækkað
vegna verðbólgunnar.
En láglaunafólk hefur getað varist
verðbólgunni vegna þeirra launa-
hækkana sem það hefur fengið. Hér
gætir mikils misréttis og sennilega er
hér um brot á jafnréttisákvæðum
laga að ræða. Það var áður lögbundið
að lífeyrir ætti að hækka í samræmi
við hækkun launa láglaunafólks.Það
er liðin tíð. Laun eru hækkuð en líf-
eyrir rýrnar og ráðist er á kjör lífeyr-
isþega. Þetta gerist á valdatíma fé-
lagshyggjustjórnar.
Lífeyrisþegar hafa ekki verkfalls-
vopn. Þeir verða að treysta á að
verkalýðshreyfingin gæti hagsmuna
þeirra. Við gerð stöðugleikasáttmál-
ans gleymdust aldraðir og öryrkjar.
En nú vill verkalýðshreyfingin bæta
úr því. Gylfi Arnbjörnsson forseti
ASÍ lýsti því yfir fyrir skömmu að við
launahækkanir ætti lífeyrir lífeyr-
isþega að hækka jafnmikið.
Hjúkrunarrúmum
aldraðra fækkað
Ekki hefur tekist betur til í heil-
brigðismálum en á sviði almanna-
trygginga við niðurskurð útgjalda.
Niðurskurður þar hefur verið mjög
harkalegur og klaufalegur. Fjárlaga-
frumvarpið fyrir árið 2011 var lagt
fram með gífurlegum niðurskurði
heilbrigðisstofnana. Var skorið svo
heiftarlega niður að erfitt er að reka
heilbrigðisstofnanir víða úti á landi
eftir slíkan niðurskurð. M.a. var
fækkað rúmum á hjúkrunarheimilum
og hjúkrunardeildum, einkum á Ak-
ureyri en það hefur verið stefnumál
Samfylkingarinnar að fjölga slíkum
rúmum. Hér var mjög klaufalega
staðið að málum, þar eð ljóst var að
ríkisstjórnin kæmist aldrei upp með
svo harkalegan niðurskurð í heil-
brigðisstofnunum úti á landi enda
ekki skynsamlegt að ráðast í hann.
Heilbrigðisþjónustan flokkast undir
velferðarkerfið og því má segja að
ríkisstjórnin hafi ekki aðeins lofað að
standa vörð um almannatrygging-
arnar heldur einnig um heilbrigð-
iskerfið. Hún verður að standa við
hvort tveggja, ef hún ætlar að sitja
áfram.
Ekki verður skilist við umfjöllun
um ríkisstjórnina án þess að minnast
á kvótakerfið og fyrningarleiðina. Allt
bendir nú til þess að þetta stóra kosn-
ingamál verði svikið. Jafnvel er nú
rætt um að úthluta kvótahöfum
(kvótakóngunum) veiðiheimildum til
lengri tíma en áður, jafnvel 15-25 ára.
Þetta er alger svívirða og mestu
kosningasvik í sögu lýðveldisins, ef af
verður. Ég veit ekki hver afstaða mín
verður til Samfylkingarinnar, ef þessi
svik verða framkvæmd. Ég trúi því
ekki að svo verði og vona að stuðn-
ingsmenn fyrningarleiðarinnar í
þingflokki Samfylkingarinnar taki í
taumana og afstýri stórslysi
Ríkisstjórnin
hefur brugðist í
velferðarmálum
Eftir Björgvin
Guðmundsson
Björgvin Guðmundsson
» Félagshyggjumenn
bundu vonir við, að
ríkisstjórn jafnaðar-
manna mundi standa
vörð um almannatrygg-
ingarnar og heilbrigð-
iskerfið.
Höf. er viðskiptafræðingur.
- nýr auglýsingamiðill
569-1100
finnur@mbl.is
Sveitarfélögin tóku
við öllum rekstri
grunnskóla frá ríkinu
1996, í upphafi lögðu
þau mikinn metnað í að
byggja upp grunn-
skólastarfið bæði fag-
lega og rekstrarlega og
settu meira fjármagn í
þetta verkefni en þau
fengu með grunnskól-
anum á sínum tíma frá
ríkinu. Skólar voru einsetnir, nýjar
skólabyggingar risu og allur aðbún-
aður var byggður upp af faglegum
metnaði. Þjónusta aukin til muna, s.s.
skólamáltíðir í flestum skólum, frí-
stundaheimili, félasstarf, skólalóðir
endurbættar, tölvukostur skólanna
byggður upp og svo má lengi telja, en
hvert stefnum við nú?
Allt frá 2005 hafa sum sveitarfélög
gert skólum að skera niður þann
rekstrarkostnað sem búið var að
byggja upp og enn á að skera niður. Í
fyrstu voru þetta minni háttar hag-
ræðingar en síðustu tvö ár hefur t.d.
bara í Reykjavík skólastjórum verið
gert að skera niður kostnað við
skólana um 13%. Skólastjórar hafa
leitað leiða á þessum tíma til að
minnka rekstrarkostnað á marg-
víslegan hátt án þess að skerða lög-
bundna grunnþjónustu. Það hefur
m.a. þau áhrif að tölvukostur skól-
anna er á mörgum stöðum orðinn úr
sér genginn en samt eigum við að
mennta nemendur fyrir 21. öldina
þar sem margmiðlunin er og mun
verða stærri og stærri þáttur í námi
og lífi hins almenna borgara. Stjórn-
unarkvóti hefur verið skorinn niður
þannig að t.d. í Reykjavík hefur milli-
stjórnendum fækkað um 16 á þessum
tíma, verkefni og kröfur hafa þó ekki
minnkað.
Ný lög um grunnskóla hafa verið
sett og ný aðalnámskrá er í burðar-
liðnum þar sem enn frekari kröfur
eru gerðar til skólastarfsins. Þá hafa
flest sveitarfélög sett sér nýjar
áherslur og stefnu í skólamálum eftir
síðustu sveitarstjórnarkosningar þar
sem á að efla og þróa enn frekar fag-
legt skólastarf við hæfi hvers og eins
nemanda og skóla án aðgreiningar.
Verða þessar áherslur
og stefnur nú hjóm
eitt? Á sama tíma veifa
sveitarstjórnarmenn
OECD-skýrslunni og
tala um að heildar-
kostnaður við íslenska
grunn- og framhalds-
skóla sé hvergi hærri
en á Íslandi. Í þeirri
umræðu gleymist þó að
nefna að allar nið-
urstöður eru byggðar á
tölum og útreikningum
frá 2007 og niðurskurði
síðustu tveggja ára.
Einnig er það ekki nefnt að laun ís-
lenskra kennara mælast miklu lægri
en gengur og gerist í löndum OECD.
Í samantekt Odds S. Jakobssonar,
hagfræðings Kennarasambands Ís-
lands, kemur fram að heildarkostn-
aður Íslendinga vegna grunn- og
framhaldsskóla er meiri, mældur
sem hlutfall af vergri landsfram-
leiðslu, en í öðrum löndum OECD. Á
Íslandi mælist hann 5,1% af VLF en
3,6% að meðaltali í OECD-
löndunum. Hann telur að það séu
þrjár meginskýringar sem gefa má á
þessum mun. Þær kristallast í aldri
þjóðarinnar, íbúafjölda og metnaði
hennar. Íslenska þjóðin er yngri en
flestar aðrar þjóðir OECD. Hlutfall
aldurshópsins 5 til 19 ára af heildar-
mannfjölda landsins var 21,8% árin
2006 til 2007 en meðaltal OECD-
ríkjanna var á sama tíma 18,8. Af
þessu leiðir að ekki er óeðlilegt að
heildarkostnaður Íslands vegna
grunn- og framhaldsskóla sé meiri en
að meðaltali í löndum OECD. Ég
hvet bæði sveitarstjórnarmenn og
skólamenn að kynna sér nánar sam-
antekt Odds S. Jakobssonar sem er
að finna á heimasíðu Kennara-
sambandsins, ki.is
Skólastjórafélag Íslands hélt aðal-
fund á Selfossi 15. október 2010, þar
voru m.a. eftirfarandi ályktanir
ræddar og samþykktar: Á síðustu
tveimur árum hefur rekstrarfé
grunnskóla verið skorið harkalega
niður. Víða er svo komið að ýmis
nauðsynleg þjónusta við nemendur
hefur minnkað. Í því árferði sem nú
ríkir er mikilvægt að standa vörð um
velferð nemenda og tryggja að ekki
verði gengið á lögvarða hagsmuni
þeirra. Í þessum fjárhagslegum
þrengingum hafa sum sveitarfélög
gripið til þess ráðs að sameina
grunn-, leik- og tónlistarskóla í eina
stofnun í hagræðingarskyni. Þess er
krafist að slíkt sé ekki gert án vand-
aðs undirbúnings þar sem þess er
gætt að ekki halli á faglegt starf ein-
stakra skóla og stjórn hverrar deild-
ar í slíkum skóla sé ávallt í höndum
fagmanns á viðkomandi sérsviði. Ég
tel mikilvægt að við töpum ekki því
faglega og metnaðarfulla starfi sem
við höfum verið að byggja upp síðan
sveitarfélögin tóku yfir grunnskól-
ann 1996 með vanhugsuðum niður-
skurði. Eftir tveggja ára niðurskurð
getum við ekki meira án þess að
skerða grunnþjónustu við nemendur
og fækka störfum. Viljum við það?
Aðrar þjóðir, s.s Finnar sem hafa
lent í sambærilegum efnahagslegum
þrengingum, hafa varað við því að
skerða nám nemenda í grunn- og
framhaldsskólum. Þá viljum við
standa jafnfætis öðrum þjóðum þeg-
ar kemur að árangri og gæðum í
skólastarfi, hvernig förum við að því
ef um áframhaldandi niðurskurð
verður að ræða?
Ég hvet menntamálaráðherra og
sveitarfélögin til að standa vörð um
menntun nemenda í grunn- og fram-
haldsskólum landsins þrátt fyrir
tímabundnar þrengingar og halda
áfram að byggja upp faglega og
metnaðarfulla menntastefnu í fram-
kvæmd en ekki einungis í stefnu-
mörkun. Höfum í huga að þeir nem-
endur sem við erum að mennta um
þessar mundir eiga eftir að stjórna
þessu landi. Það er því betra að
vanda sig því menntun nemenda í
dag er lífeyrir framtíðarinnar!
Menntun nemenda í dag
er lífeyrir framtíðarinnar
Eftir Svanhildi
Maríu Ólafsdóttur
Ólafsdóttur
ȃg hvet mennta-
málaráðherra og
sveitarfélögin til að
standa vörð um mennt-
un nemenda í grunn- og
framhaldsskólum lands-
ins þrátt fyrir tíma-
bundnar þrengingar …
Svanhildur M. Ólafs-
dóttir
Höfundur er formaður Skólastjóra-
félags Íslands og skólastjóri Korpu-
skóla.
Það eru nær tveir
áratugir síðan Snæfríð-
ur Njálsdóttir og Há-
kon Gunnarsson hófu
rekstur meðferð-
arheimilis í Árbót. Áður
höfðu þau verið beðin
fyrir unglinga úr Kópa-
vogi og Reykjavík og
fiskisagan flaug. Þess
vegna var lagt að þeim
að taka á sig meiri
ábyrgð.
Þingmaður á góðum aldri gaf ég
mér tíma til að veita meðferðarheim-
ilinu í Árbót athygli. Þessi kynni urðu
að vináttu milli okkar hjónanna. Þegar
ég hugsa um það staðnæmist ég alltaf
við einstaklinga sem ég hitti þar. Þeir
fengu að kynnast daglegum störfum
til sveita, þeim var sýnt traust, það
þurfti að sinna skepnunum og gæsa-
ungar villtust frá hreiðrinu. Lífið –
ekki borgarlífið – gekk sinn gang. Í
staðinn fyrir myrkur kom birta og yl-
ur inn í sálartötrið. Atvik frá þessum
tíma eru meðal minna kærustu minn-
inga, einstök tilfinning um traust og
hlýju án þess þó að hafa áður þekkst.
Þegar fjölmiðlafárið stóð sem hæst
nú á dögunum sagði þingeysk kona við
mig: „Það má ekki taka
af hjónunum í Árbót
hvað þau hafa unnið
gott starf fyrir marga.“
Auðvitað skiljum við
að það er sárt að vera
sendur á meðferð-
arheimili. Því er eðlilegt,
að unglingar, sem fyrir
því verða, séu fullir mót-
þróa í fyrstu og sumir
sætta sig aldrei við það.
Aðrir eru fúsir til sam-
starfs og enn aðrir ná
skjótum þroska. Ég
þekki dæmi þess frá Árbót. Og sú
minning gefur mér tilefni til bjartsýni
á eðli manneskjunnar þrátt fyrir allt!
Þess vegna þótti og þykir hjón-
unum í Árbót og starfsmönnum þar
vænt um að fá kveðjur eða heimsókn-
ir frá þeim unglingum sem þar höfðu
verið og spjarað sig þegar út í lífið var
komið. „Það var eins konar uppbót
fyrir okkur,“ sagði fyrrum starfs-
maður við mig.
Eitt er alveg skýrt og það hlýt ég
að segja hér: Þeir sem hafa skuld-
bundið sig gagnvart ríkinu til ákveð-
inna verkefna og leggja undir eigur
sínar og æru hljóta að krefjast sann-
sýni og réttlætis á sínu framlagi. Það
er sjálfsagt að ríkisendurskoðun fari
ofan í alla pappíra allra þeirra, sem að
málinu koma, hárra og lágra. Það
verður líka að liggja fyrir sam-
anburður á því hver sé kostnaðurinn
við opinbert meðferðarheimili og
einkarekið meðferðarheimili, hvert sé
eftirlitið og hver árangurinn.
Þessi grein er ekki skrifuð til að
vekja deilur, heldur aðeins til að lýsa
trausti á þeim vilja, sem hjónin í Ár-
bót höfðu til góðra verka.
Gamall þingmaður Þingeyinga,
ráðherra og forseti Alþingis segi ég
að síðustu: Mér svipar til Júlíusar
Havsteens sýslumanns að því leyti að
ég vil sættir fremur en málaferli. Og
hvorugur okkar hefur einblínt á
sýslu- eða kjördæmamörk þegar
manneskjan er annars vegar.
Ég get ekki orða
bundist um Árbót
Eftir Halldór
Blöndal » Þeir sem hafa skuld-
bundið sig gagnvart
ríkinu til ákveðinna
verkefna og leggja und-
ir eigur sínar og æru
hljóta að krefjast sann-
sýni og réttlætis á sínu
framlagi.
Halldór Blöndal
Höf. er fyrrverandi
þingmaður Þingeyinga.