Morgunblaðið - 01.12.2010, Page 21

Morgunblaðið - 01.12.2010, Page 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2010 ✝ Guðni ÞórarinnValdimarsson fæddist á Vopnafirði 7. september 1932. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Sunda- búð á Vopnafirði 22. nóvember 2010. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Anna Kristjánsdóttir, f. 4.3. 1898, d. 27.12. 1963, og Valdimar Stefánsson, f. 21.5. 1893, d. 15.12. 1965, bæði frá Vopnafirði. Systur Guðna Þórarins eru Stef- anía Jóhanna, f. 24.11. 1917, búsett á Egilsstöðum og Guðný Kristíana, f. 11.7. 1937, búsett í Reykjavík. Guðni kvæntist 7. september 1956 Ástu Ólafsdóttur frá Ak- ureyri, f. 25.5. 1934. Foreldrar hennar voru Bjarnheiður Sig- urrínsdóttir, f. 14.9. 1906, d. 2.2. 1988, og Ólafur Magnússon, f. 7.9. 1906, d. 7.12. 1985, bæði ættuð úr Fljótsdal. Eiginkona Ólafs og stjúp- móðir Ástu var Droplaug Páls- dóttir, f. 3.3. 1911, d. 11.2. 2001. Eiginmaður Bjarnheiðar var Páll leigðu húsnæði og ólst upp á Vopnafirði. Hann gekk í Barna- skóla Vopnafjarðar en um sextán ára aldur fór hann til sjós. Hann var á vertíðum á bátum frá Norð- firði, Vestmannaeyjum og Keflavík og á sumrin gerðu hann og félagar hans út trillu frá Vopnafirði. Í tvö ár var Guðni háseti á Vitaskipinu Hermóði en kom í land haustið 1958. Hermóður fórst með allri áhöfn undan Reykjanesi í febrúar 1959. Guðni fór á námssamning í húsasmíði hjá Timburverslun Árna Jónssonar og lauk námi frá Iðn- skólanum í Reykjavík 1961. Að námi loknu fluttu Guðni og Ásta ásamt tveimur börnum sínum sem þá voru fædd á Vopnafjörð. Þar réði hann sig til starfa sem húsa- smiður hjá Síldarverksmiðju Vopnafjarðar við byggingu nýrrar mjölskemmu en síldarvinnsla var þá í algleymingi. Upp frá því starf- aði Guðni hjá Síldarverksmiðjunni síðar Tanga hf. þar til hann lét af störfum eða samfleytt í 37 ár. Guðni hlaut meistararéttindi í húsasmíði árið 1974 en hætti fljót- lega að starfa við smíðar og gerðist verkstjóri deildar sem sá um þjón- ustu við togara og önnur skip á vegum Tanga hf. þar til hann lét af störfum. Útför Guðna verður gerð frá Vopnafjarðarkirkju í dag, 1. des- ember 2010, og hefst athöfnin kl. 14. Sveinsson, f. 31.1. 1908, d. 8.7. 2005. Börn Guðna og Ástu eru: Valdimar, f. 8.11. 1957, búsettur á Vopnafirði. Drop- laug, f. 12.12. 1959, búsett í Reykjavík, hennar maður er Kristján Geirsson, f. 25.5. 1963, börn Bald- vin Eyjólfsson, f. 12.8. 1974, Bjarni Páll, f. 19.1. 1988, d. 15.7. 2008, og tvíburarnir Birkir, f. 13.10. 1989, og Anna Björk, f. 14.10. 1989. Páll, f. 17.5. 1964, búsettur í Reykjavík, dætur hans eru Ásta Mekkín, f. 12.12. 1982, sambýlismaður Gunn- ar Þór Jónsson, f. 10.4. 1982, Guð- laug Marín, f. 8.6. 1990, og Signý Malín, f. 3.8. 1993. Guðrún Anna, f. 22.5. 1972, búsett á Vopnafirði, hennar maður er Sigurjón Haukur Hauksson, f. 14.12. 1971, synir þeirra eru Guðni Þór, f. 10.5. 1994, Haukur, f. 5.12. 2001, og Valdimar Orri, f. 25.5. 2007. Guðni fæddist í gamla Mikla- garði þar sem foreldrar hans Þá er lífi pabba lokið. Sú stað- reynd þykir mér bæði sorgleg og ótímabær. Það fór ekki mikið fyrir pabba í þeim skilningi, hann gekk hljóðlega um og sagði fremur fátt en var samt á vissan hátt fyrirferðarmikill. Mað- ur vissi til hvers hann ætlaðist. Eitt af því var að standa sig. Hann gerði kröfu til fólks og var ekkert sér- staklega umburðarlyndur gagnvart þeim sem honum þótti að gætu gert betur en að sama skapi gerði hann miklar kröfur til sjálfs sín. Vantaði ekki einn dag í Iðnskólann öll árin, átti örfáa veikindadaga alla sína starfsævi og stóð við sitt undan- tekningarlaust. Þannig var einnig með heimilið og fjölskylduna. Aldrei eytt um efni fram en það vantaði aldrei neitt. Pabbi vildi eiga góða bíla og leyfði sér það, veiddi rjúpu, hreindýr og lax. Heimilið búið tækj- um og þægindum eins og þurfti. Það eru forréttindi að hafa búið við það fullkomna öryggi sem pabbi veitti fjölskyldu sinni með þrot- lausri vinnu en hún naut líka for- gangs. Það var helst enski boltinn sem gat keppt við vinnuna. Hann var fótboltanörd alla tíð, tók sér sjaldan eða aldrei frí frá vinnu utan sumarleyfa nema þegar enski bolt- inn var á laugardögum, þá hvarf hann úr vinnunni, orðalaust, og mætti svo aftur, orðalaust, „karl- arnir hans“ vissu hvar hann var. Segja má að áhugamálin hafi einnig tengst vinnunni því hann vissi allt um skip bæði gömul og ný og fylgd- ist með öllum skipum sem til Vopna- fjarðar komu. Alveg fram á síðasta dag þegar Alzheimers-sjúkdómur- inn hafði rænt hann nær öllu fletti hann skipaskránni fram og aftur af áhuga. En það voru ekki bara skipin sem hann þekkti heldur alla fugla og hann kunni flest ef ekki öll ör- nefni í nágrenni Vopnafjarðar og heiðina þekkti hann eins og lófann á sér. Pabbi flíkaði hvorki tilfinningum sínum né skoðunum, hann gat verið stríðinn og einstaklega orðheppinn, ýmis tilsvör hans eru orðin fleyg. En undir hrjúfu yfirborði sló hlýtt hjarta sem ekkert aumt mátti sjá. Og eins og hjá mörgum af hans kyn- slóð nutu barnabörnin nærveru hans ríkulega þegar um hægðist. Ekkert var of gott fyrir þau og nægur tími að skreppa í bíltúra norður að Lónum að skoða fugla eða leika sér í sandinum. Þær stundir átti hann einn með þeim og þá var allur heimsins tími til aflögu. Síðustu ár hafa verið erfið. Pabbi greindist með Alzheimers-sjúkdóm- inn sem rændi hann bæði andlegri og líkamlegri heilsu. Að fylgjast með þessum sterka manni verða ósjálfbjarga er þyngra en orð fá lýst. En hann átti sterkan bakhjarl í mömmu sem gerði allt sem hægt var til að viðhalda reisn pabba og létta honum lífið. Síðastliðið eitt og hálft ár dvaldi hann á Hjúkrunar- heimilinu Sundabúð. Þar naut hann frábærrar umönnunar starfsfólks og hlýju sem þökkuð er af alhug. Maður spyr sig hvernig við hefðum farið að ef þeirra hefði ekki notið við nú þegar til stendur að loka heim- ilinu. Það má ekki gerast, aldraðir eiga rétt á að velja sér búsetu þótt þeir verði sjúkir og þarfnist aðstoð- ar, það eru mannréttindi. En í þessu sem öðru leysti pabbi sín mál sjálf- ur, hann gerði það alla ævi. Droplaug. Hann kemur eftir Hamrahlíðinni á litla pallbílnum, glugginn er opinn og þegar hann stoppar slær hann úr pípunni á hliðarspeglinum um leið og hann stígur út og heilsar komu- fólki með virktum. Eftir smáspjall stíga þeir félagar, Guðni og Bjarni Páll, aftur upp í bílinn, ferðinni er heitið norður að Lónum en þar eiga þeir sér athvarf sem við hin þekkj- um bara af afspurn en vitum að þar eiga þeir góða stund. Nú eru þeir aftur báðir farnir, í athvarf sem við hin þekkjum bara af afspurn en vit- um og treystum að þar líði þeim vel, lausir frá þeim sjúkdómum sem að lokum bundu enda á líf þeirra beggja. Í þetta skiptið tók Bjarni Páll á móti afa sínum. Við sem eftir sitjum lifum áfram í sorginni en um leið í miklu þakklæti fyrir samskipt- in og samveruna. Það má segja að Guðni hafi lagt af stað í þetta hinsta ferðalag sitt fyrir allnokkrum árum. Alzheimers-sjúk- dómurinn er lúmskur hvað það varðar að hann vinnur hægt á, eink- anlega í byrjun, og það getur verið liðið nokkuð á þegar uppgötvast hvers kyns er. Eftir það herðir sjúk- dómurinn á, óvæginn og stundum á óvæntan máta. Ekki segi ég að það hafi komið mér á óvart af hve mikl- um dugnaði, ást og umhyggju Ásta hefur hugsað um Guðna sinn allan þennan tíma en það hefur vakið að- dáun mína óskipta. Því verður ekki móti mælt að tengdaforeldrar mínir, Guðni og Ásta, tóku mér frá upphafi með opnum örmum og þar hef ég ætíð átt víst skjól, góða þjónustu og umhyggju. Jarðfræðinemanum var án orða afhentur Range Rover- jeppinn til að skottast um fjöllin og varla getur bíllinn hafa eytt miklu, allavega keypti ég sjaldan á hann bensín. Það vissu allir sem umgeng- ust Guðna að honum var annt um sína hluti og það sem hann bar ábyrgð á og vildi að aðrir gerðu slíkt hið sama. Kannski fór ég ekki alltaf höndum um Reinsinn af jafn mikilli þekkingu og hann átti skilið, en ég skilaði bílnum reyndar nánast alltaf. Uppskar kannski létt glott en síðan ekki meira um það rætt. Guðni var ekki maður margra orða eða áhuga- samur um innantómt spjall – ekki frekar en ég – og það er ekki hægt að segja að samskipti okkar hafi fal- ist í löngum samræðum um lífsins (ó)gagn og (ó)nauðsynjar, það hent- aði okkur báðum frekar að sitja hlið við hlið í þögn og horfa á góðan leik í sjónvarpinu, hann átti það sameig- inlegt með Geir, föður mínum heitn- um, að laugardagurinn var einna merkastur daga. Undanfarið hefur ekki verið gott að sjá hvað var eftir af hugsun og skilningi hjá Guðna. Þegar ég í síðasta skipti heimsótti hann á Vopnafjörð núna í septem- ber síðastliðnum tók hann hins veg- ar ákveðið og þétt í höndina á mér og við héldum handtaki okkar drykklanga stund. Hvað sem það var þá var það gott og með þeirri kveðju þakka ég fyrir allt og bið fyr- ir kveðju til þeirra sem þegar eru komnir yfir í athvarfið góða. Kristján Geirsson. Guðni Þórarinn Valdimarsson ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, JÚLÍANA KRISTÍN GESTSDÓTTIR, Aðalgötu 12, Stykkishólmi, lést laugardaginn 27. nóvember á St. Franciskus- spítala í Stykkishólmi. Jarðsett verður frá Stykkishólmskirkju laugardag- inn 4. desember kl. 14.00. Hermann Bragason, Rúnar Örn Jónsson, Sigrún Þorgeirsdóttir, Dagný Ósk Hermannsdóttir, Guðmundur, Margeir, Kristín, Júlíana, Hermann og Melkorka. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN RÖGNVALDSDÓTTIR, áður til heimilis að, Skálarhlíð, lést á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar mánu- daginn 29. nóvember. Útförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 11. desember kl. 14.00. Guðbjörg Baldursdóttir, Sveinbjörn Vigfússon, Bryndís Baldursdóttir, Gunnar Steinþórsson, Guðrún Baldursdóttir, Viktor Ægisson, Ólafur Baldursson, Margrét Jónasdóttir, Brynhildur Baldursdóttir, Jóhann Ottesen, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Elskulegur sonur minn, REYMOND MAGNÚS MCCARTHY, lést á heimili okkar í Denver, Colorado, Bandaríkjunum, sunnudaginn 28. nóvember. Helga Magnúsdóttir McCarthy. ✝ Ástkær móðir okkar, amma og langamma, MARÍA SIGURGEIRSDÓTTIR, Hvanneyrarbraut 31, Siglufirði, andaðist á Sjúkrahúsi Siglufjarðar föstudaginn 26. nóvember. Hún verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju laugar- daginn 4. desember kl. 14.00. Sigrún Ingólfsdóttir, Haukur Ingólfsson, Rósa Helga Ingólfsdóttir, barnabörn, tengdabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, afi og langafi, EIRÍKUR ÞORGEIRSSON, andaðist á heimili sínu fimmtudaginn 11. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Kristín Eyjólfsdóttir Thordarson, Valdimar Eiríksson, Anna Thordarson, Pamela Thordarson, Kristján Ástráðsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Móðursystir okkar, BRYNDÍS JÓHANNSDÓTTIR, áður Hlaðhömrum 3, Reykjavík, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði mánudaginn 29. nóvember. Fyrir hönd aðstandenda, Jóhann Ólafsson, Bryndís Fanný Guðmundsdóttir. ✝ Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ANNA GUÐJÓNSDÓTTIR, Dílahæð 9, Borgarnesi, lést á heimili sínu að morgni fimmtudagsins 25. nóvember. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Jónas Jónasson, Guðmundur Kjartan Jónasson, Sigríður Helga Skúladóttir, Guðjón Jónasson, Friðrika Ásmundsdóttir, Elísabet Jónasdóttir, Andrew Sessions og ömmubörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.