Morgunblaðið - 01.12.2010, Page 22

Morgunblaðið - 01.12.2010, Page 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2010 Þegar við bekkjar- systkin fylgdum Guð- mundi til grafar sát- um við og rifjuðum upp kynnin frá ungum aldri til elliára. Sýnist ég hafa vinning, hvað tímalengd snerti, því ég kynntist honum er við vorum sjö ára í barnaskóla og við verið í sambandi af og til fram að áttræðu. Þar á milli gerðist margt ánægjulegt. Guðmundur kom víða við á ferli sínum. Leiðir okkar skildu þegar við vorum þrettán ára er hann fór í Mennta- skólann í Reykjavík en hittumst þar svo fáum árum síðar og tókum saman stúdentspróf. Grannarnir úr MR voru jafnan samferða heim úr skólanum og kynntust honum vel, en komu ekki inn til hans á Óðinsgötu 8b, því þar voru erfiðleikar. Bróðir hans Pálmi var sjúklingur. Þetta voru tímar er menn voru ekki opinskáir um slíka erfiðleika. Er við Guðmundur hittumst aft- ur í MR hafði hann aldeilis tekið út þroska, var kominn í fremstu fylk- ingu okkar tónlistarfólks og lét bekkjarsystkinin njóta þess er framúrskarandi „anslag“ hans hljómaði úr hátíðasalnum um allan skólann. Flestir bæjarbúar á þessum ár- um þekktu Jón Guðmundsson, föð- ur Guðmundar. Hann stjórnaði járnvöruverslun Jes Zimsens í Hafnarstræti 21, í fornfálegu húsi sem nú prýðir borgina í Grófinni. Jón var í fremstu fylkingu ein- söngvara, hlýr maður eins og son- urinn. Ég fylgdist með fjölskyld- unni þar sem Guðrún, föðursystir Guðmundar, var hjálparhella á æskuheimili mínu um árabil, jafn- framt því að aðstoða bróður sinn og Kristínu Pálmadóttur, mágkonu sína við að annast Pálma. Eftir nám í Frakklandi og víðar kom Guðmundur heim fullskapaður Guðmundur Jónsson ✝ Guðmundur Jóns-son píanóleikari fæddist í Reykjavík 13. nóvember 1929. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Sunnu- hlíð í Kópavogi 11. nóvember 2010. Útför Guðmundar fór fram frá Kópa- vogskirkju 18. nóv- ember 2010. listamaður og gekk upp á sviðið með Sin- fóníunni sem einleik- ari. Það var ekki lítið! Hann gekk að eiga gáfaða fjörkonu, Huldu viðskiptafræð- ing og brautryðjanda í markaðsmálum, dóttur Helgu Niels- dóttur ljósmóður. Áttu þau fjögur börn og þau aftur hóp barna. Sem listamaður kom Guðmundur víða við sem kennari, skólastjóri og út- varpsmaður. En hann tók líka að sér með Huldu að stjórna Zimsens- verslun um árabil eftir föður sinn. Ekki mega þessi orð vera of mörg og hleyp ég yfir þar til Guð- mundur gekk síðar að eiga Ingi- björgu Þorbergs, mikla listakonu, fyrrum grannkonu mína úr Tjarn- argötu. Sambúðin var farsæl og jafnræði þeirra milli. Síðast þegar ég hitti Guðmund var hann kominn í hjólastól og var þá í svokallaðri dagvist í Keflavík, þar sem þau Ingibjörg bjuggu síð- ustu árin. Ég átti ekki á miklu von en þá kom aldeilis í ljós að hann hafði fylgst með okkur bekkjar- systkinum sínum, glaður og reifur. Og ekki aðeins tók hann mér fagn- andi heldur líka allir í dagvistinni því þar var hann elskaður fyrir gott skap og gleðigjöf. Við bekkjarsystkinin þökkum honum kynnin og færum fjölskyld- unni samúðaróskir. Eggert Ásgeirsson. Veturinn 1979 var ég átta ára gamall Kópavogsbúi á leið í mitt annað píanópróf. Sjálfur var ég lít- ill kvíðabelgur og mannafæla er átti bágt undir ströngum píanó- kennara. Auk þess mundi ég eftir stórum og drungalegum sal Tón- listarskóla Kópavogs frá árinu áð- ur, níðþungum nótum Petrof-kons- ertflygilsins og stífbónuðu parketgólfinu, flughálu, nema í þetta sinn, tók ég bakföll og koll- hnís tvívegis með dynkjum, rétt stiginn inn úr gættinni. Reis þá á fætur við hinn enda salarins próf- dómarinn, þéttur maður er spurði áhyggjufullur en af umhyggju hvort ég væri örugglega heill. Þetta var Guðmundur Jónsson pí- anóleikari. Bjarnarhlý nærvera, stóísk ró og ljúfmennska Guð- mundar út prófið var svo sefjandi að ég mun seint gleyma. Ég þráði að fá hann sem kennara minn. Það gekk eftir og þar við sat næstu ár- in þar til Guðmundur veiktist. Ári eftir fund okkar átti ég í vanda með tónfræði. Enn var það ungur og strangur kennari ný- skriðinn úr erlendum tónlistarhá- skóla er hrelldi kvíðabelginn, svo mikið að ég tjáði Guðmundi að ég hygðist hætta píanónáminu. Guð- mundur, sem innst inni var ákveð- inn maður og langt í frá skoð- analaus, tók það ekki í mál og hóf að kenna mér tónfræði við flygilinn á sinn ljúfa og nærgætna hátt. Ég man hvernig hann dró upp tón- fræðina myndrænt með teikning- um. Skrekkurinn hvarf og sjálfs- traustið óx. Stóísk ró Guðmundar var ann- áluð öllum þeim sem honum kynnt- ust, nánast ómennsk þótti mér, og þykir enn. Þá helst Guðmundi mis- líkaði eitthvað svo fannst, þó án þess að hann breytti skapi, voru umritanir á tónverkum líkt og smækkun á hinni frægu d-moll orgeltokkötu og fúgu Bach fyrir pí- anó sem ég bar undir hann úr ein- hverju þriggja binda Klaver Bo- gen. Hann var prinsippmaður sem kom m.a. fram í sýn hans á hreinu formi tónverka og óflekkuðum upp- runa þeirra ef svo má segja. Og að svo komnu máli hóf Guðmundur að spila etíður Chopens, nánast í leiðslu og af nautn svo brakaði í manninum, líkt og til að sannfæra og uppfræða allt sem mér bæri að vita um hreinleika og frumkraft. Og ég fékk gæsahúð. Það vill gleymast að tónlistar- skólar landsins eru fyrst og síðast umgjörð um þroska ungmenna. Efni í atvinnutónlistarmenn vinsast úr er á líður. Við hin búum að tón- listaruppeldi alla ævi – kynnumst abstraktsjón, lærum að skrúfa í sundur tónverk, greina og loks túlka. Guðmundur var maður sem ég treysti og gat gleymt mér hjá. Ég á engum vandalausum jafn mikið að þakka og Guðmundi Jónssyni píanóleikara fyrir að koma jafn rækilega að þroska mínum og upp- eldi gegnum tónlist. Með þeim orðum votta ég Ingi- björgu Þorbergs og niðjum Guð- mundar samúð mína. Blessuð sé minning hans. Ingvar Jón Bates Gíslason. Úr dýpstu fylgsnum hjartans – líkt og úr fjarska berst gnægð þín. – Þögnin. Líf mitt verður án vanda einfalt, ljóst og án truflana. Héðan í frá flýt ég – barn ljóssins á hafi hinnar dýrlegu birtu. Þar sigli ég fleyi mínu, sigli – altekinn fögnuði. Líf mitt er leikur hundraða öldufalda á ómælishafi lífsins. (Sri Chinmoy.) Það er komið að kveðjustund eftir 67 ára órofa vinskap. Eftir situr tóm í hjartanu og fjöldi minninga um Sig- urbjörgu Einarsdóttur, Boggu. Við kynntumst í Eiðaskóla árið 1945. Laugardag einn eftir að kennslu var lokið spurði Bogga mig hvort ég vildi koma með sér heim í Ekkjufellssel þar sem fjölskylda Sigurbjörg Einarsdóttir ✝ Sigurbjörg Ein-arsdóttir fæddist á Ekkjufelli í Fellum á Fljótsdalshéraði 20. ágúst 1927. Hún and- aðist á líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi 16. nóvember 2010. Útför Sigurbjargar hefur farið fram í kyrrþey. hennar bjó. Þangað var nokkurra klukku- stunda gangur, ekki um nein farartæki að ræða, og upp runninn myrkasti tími ársins. Það voru þreyttar stúlkur sem komust á leiðarenda er langt var liðið á kvöld en ein- staklega vel var tekið á móti okkur. Svo vel raunar að æ síðan átti ég þar mitt annað heimili. Foreldrar Boggu, Einar Sigbjörnsson og Jóna Jóns- dóttir, voru ólík en ákaflega sam- rýnd og heimilið þekkt að gestrisni og greiðasemi. Bogga var elst fimm systkina og erfði frá foreldrum sín- um hlýju og húmor, orðheppni og hæfileikann til að sjá eitthvað já- kvætt og helst broslegt í öllu. Það gat reyndar líka hvesst í Boggu en þá glitti engu að síður alltaf í húmor og hlýjuna. Árið 1948 hóf Bogga nám í Hús- mæðrakennaraskóla Íslands, ásamt systur minni, Margréti, en þær voru líka góðar vinkonur. Að loknu námi, árið 1950, fór Bogga að kenna á Varmalandsskóla í Borgarfirði. Á sumrin unnu þær Margrét á sum- arhótelinu á Laugarvatni hjá Ey- steini Jóhannssyni. Eysteini fannst þær of ungar til að vera lokaðar inni á húsmæðraskólum það sem eftir væri og hvatti þær til að fara til Dan- merkur og læra smurbrauðsgerð. Haustið 1953 sigldu þær til Kaup- mannahafnar og hófu nám og starf hjá Oscari Davidssen, einum þekkt- asta veitingamanni Danmerkur. Eftir heimkomuna vann Bogga á ýmsum veitingastöðum og fyrirtækj- um í Reykjavík, t.d. Röðli, en síðustu árin sá hún um sjúkrafæði á Landa- kotsspítala. Við Margrét systir, Bogga og Margrét systir hennar, héldum hópinn í Reykjavík og leigð- um um tíma saman. Bogga var um tíma ráðskona í Steingrímsstöð í Soginu og þar kynntist hún manni sínum, Eyþóri Ólafssyni. Þau giftu sig árið 1959 og eignuðust tvo syni, Arnbjörn og Ein- ar Jón. Eyþór lést fyrir aldur fram þegar drengirnir voru vart komnir á skólaaldur. Ól Bogga þá upp ein og gaf þeim gott uppeldi sem þeir mátu alla tíð við móður sína. Einar Jón lést árið 2008. Líf Boggu var ekki alltaf dans á rósum, hún mátti horfa á bak eig- inmanni, syni og systur á besta aldri. Bogga brotnaði þó ekki, heldur reyndist öðrum stuðningur á þessum erfiðu stundum. Eitt það besta sem okkur er gefið í lífinu eru góðir samferðamenn. Ég tel mig einstaklega lánsama að hafa átt samleið með henni í öll þessi ár. Það voru sterk tengsl á milli okkar, sem nú skilja eftir djúpt skarð. Ég votta fjölskyldu hennar innilegustu samúð. Megi Guð blessa minningu Boggu. Guðrún Ingibjörg Jónsdóttir. Elsku amma. Nú ertu farin frá okkur. Ég veit að þú ert komin á betri stað og ég veit að þú varst tilbúin og sátt við að fara. Samt sakna ég þín svo sárt. Ótrúlegt að hugsa til þess að aðeins fyrir rúmu ári vorum við að elda sam- an í eldhúsinu hjá þér og þú varst enn að kenna mér eitthvað varðandi mat- seld, enda er flestallt sem ég legg á borð fyrir mína fjölskyldu, mat- reiðslugaldrar frá þér, elsku amma mín. Við áttum svo yndislegar stundir hjá þér, ég, Hrefna og Hanna Lilja þegar við vorum litlar og fengum að gista hjá þér. Við frænkurnar í hrúgu uppi í „ömmurúmi“ og þú svafst á sóf- anum. Við bökuðum, tókum strætó út um allan bæinn og komum uppgefnar heim og skælbrosandi, enda varstu okkur öllum yndislegasta og besta amma sem hægt var að hugsa sér. Síðustu daga hef ég hugsað mikið til þess hvað við gerðum mikið saman og líka þó að þú værir farin að finna fyrir aldrinum. Ég brosi alltaf við tilhugsunina þegar við örkuðum Kringluna fram og til baka og enduðum svo á pitsa- stað og gæddum okkur á pitsu. Þetta var algjör nýjung fyrir þér en þú naust þess svo sannarlega. Ég man líka hvað þú varst glöð síð- asta skiptið sem við fórum upp að leiði hjá Hrólfi afa. Að sjá þig nostra við leiðið, sitjandi þar og hvísla nafn hans, þótti mér innileg og falleg sjón. Við fórum svo í gönguferð um túnið fyrir Hrefna Sveinsdóttir ✝ Hrefna Sveins-dóttir fæddist í Vík í Mýrdal 28. nóv- ember 1929. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 9. nóvember 2010. Útför Hrefnu var gerð frá Laugarnes- kirkju 23. nóvember 2010. neðan Lágafell og lögðumst þar í grasið og nutum sólarinnar og samverunnar. Nú eruð þið hlið við hlið og sameinuð á ný. Það gleður mig að hugsa til þess því ég veit að hjónaband ykk- ar var með eindæmum ástríkt, sterkt og traust. Ferðin sem við Hrefna systir fórum með þér til Víkur er ein af skemmtilegri ferðum sem ég hef farið. Þegar rútan bilaði á Skógum leist þú á þetta sem hvert annað ævintýri. Allar sögurnar sem þú sagðir okkur á leiðinni man ég enn ljóslifandi. Elsku hjartans amma mín, alltaf varstu tilbúin og viðbúin. Tókst manni opnum örmum og það var alltaf gott að koma til þín. Þú varst yndisleg vinkona, líka þó að þú værir amma mín. Þú áttir minn trúnað og ég þinn. Ég er stolt að vera barnabarnið þitt, elsku amma mín, og Lára Rún saknar Hrefnu ömmu sinnar eins og við öll hin. Takk fyrir yndislega samveru og alla hlýjuna sem streymdi frá þér. Faðmlögin þín eru mér dýrmæt minning, elsku amma mín. Þín sonardóttir, Guðrún Lára. Hrefna hjálpaði mér þegar ég var lítill strákur og sýndi mér ást og um- hyggju þegar á reyndi. Þegar mér var strítt í skólanum og mér leið ílla var hún alltaf til staðar til að hughreysta mig. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst svo óeigingjarnri konu sem reyndist mér svo vel. Minning hennar mun lifa áfram hjá mér og allri minni fjölskyldu. Takk fyrir allt Hrefna. Barði Freyr Þorsteinsson. ✝ Bróðir minn og frændi okkar, HILMAR BÁRÐARSON frá Holti í Álftaveri, lést fimmtudaginn 28. október á hjúkrunar- heimilinu Eir. Útför hefur farið fram. Fyrir hönd ættingja, Sigríður Bárðardóttir, Garðar Einarsson. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN ERLA HRAFNHILDUR OTTÓSDÓTTIR, Tröllaborgum 13, Reykjavík, lést á Landspítala við Hringbraut sunnudaginn 28. nóvember. Erlingur Stefánsson, Andrés Erlingsson, Gyða Sigurlaugsdóttir, Guðbrandur Erlingsson, Jessika Larsson og barnabörn. ✝ Elskulegur faðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, INGI ÞÓR JÓHANNSSON sjómaður, til heimilis að Tjarnargötu 22, Keflavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði þriðju- daginn 30. nóvember. Útförin verður auglýst síðar. Ásrún Ingiþórs Ingadóttir, Ingvi Ingiþórs Ingason, Ágúst Ingiþórs Ingason, Borgny Seland, Jóhann Ingiþórs Ingason, Sigríður T. Óskarsdóttir, Þórir Gunnar Ingason, Jónína S. Jóhannsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.