Morgunblaðið - 01.12.2010, Page 29

Morgunblaðið - 01.12.2010, Page 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2010 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Kári Þormar tók í sumar við stöðu dómorganista við Dómkirkjuna í Reykjavík. Í kvöld klukkan 20 held- ur hann orgeltónleika í kirkjunni í tilefni þess að í dag, 1. desember, er aldarfjórðungur liðinn síðan Schuke-orgel Dómkirkjunnar var vígt. „Orgelið var vígt þennan dag ár- ið 1985. Um leið og við höldum upp á vígsluafmælið er vert að minna á orgelsögu Dómkirkjunnar,“ segir Kári. „Nú eru 170 ár síðan fyrsta orgelið kom. Það er ekki mjög langur tími ef miðað er við org- elsögu Evrópu – en þetta er merki- leg saga. Það hefur þótt mikill áfangi, var fyrsta pípuorgelið sem kom til Íslands. Eftir tónleikana ætlum við að bjóða fólki að koma upp á kirkjuloft og skoða leifarnar af því. Það er mikilvægt að minna á nið aldanna, við finnum fyrir honum í Dómkirkjunni.“ Kári segir að Schuke-orgelið sé þriggja radda, mjög gott og kröft- ugt hljóðfæri. „Barokkorgel,“ segir hann. Nýtt tónverk Högna Egilssonar Kári Þormar lauk kirkjutónlist- arnámi frá Robert Schumann- háskólanum í Düsseldorf í Þýska- landi. Hann hefur haldið fjölda orgeltónleika, bæði hér heima og erlendis, og verið atkvæðamikill í íslensku tónlistarlífi sem organisti, píanóleikari og kórstjóri. Áður en hann tók við starfi dómorganista gegndi hann starfi forstöðumanns Kirkju- og menningarmiðstöðv- arinnar í Fjarðabyggð, auk þess að vera organisti Eskifjarðarkirkju. Þá hefur hann einnig verið org- anisti í Fríkrikjunni og í Áskirkju. „Það er meiri erill hér,“ segir Kári þegar hann er spurður um starf dómorganistans. Hann segir það þó mikilvægan þátt í starfinu að leika á tónleikum. „Á þessum tónleikum kem ég í fyrsta skipti formlega fram sem dómorganisti á tónleikum og minni um leið á þetta afmæli orgelsins. Ég flyt á tónleikunum Tokkötu sem Jón Nordal samdi í minningu Páls Ísólfssonar, fyrrverandi dóm- organista, en hún var frumflutt við vígslu orgelsins. Einnig frumflyt ég nýtt verk eftir 25 ára gamalt tón- skáld, Högna Egilsson, sem margir þekkja sem forsprakka hljómsveit- arinnar Hjaltalín. Ég pantaði þetta verk af honum,“ segir Kári. Hann bætir við að hann viti ekki til þess að Högni hafi áður skrifað verk fyrir orgel. „Það er kúnst að setja saman orgelprógramm þannig að öllum líki,“ segir hann síðan. „Stundum setja menn sér svo háleit markmið að þeir velja aðallega verk sem eru fyrst og fremst fyrir aðra organista að hlýða á.“ Kári brosir og bætir við að verkin sjö sem hann flytji séu vissulega með kjöt á beinunum en þau séu líka áheyrileg og að- gengileg, þar á meðal hin fræga Tokkata og fúga í d-moll eftir J.S. Bach. „Sumir segja að þetta verk hefði dugað til að gera nafn Bachs ódauðlegt, en síðan er það svo kaldhæðnislegt að þetta verk er að öllum líkindum ekki eftir Bach,“ segir Kári. „Það er ekki til í hans eigin skrift en mörg góð verk voru á sínum tíma eignuð Bach. Oft er talið að þetta verk sé eftir einn nemanda hans. Ég enda tónleikana síðan á Introduktion og passacaglia í f- moll, eftir Pál Ísólfsson. Það er hans stærsta orgelverk.“ Á tónleikunum er Kári því með hátt í þrjár aldir undir. Nýr Dómkór Auk þess að leika á orgel Dóm- kirkjunnar stýrir Kári Dómkórn- um. Hann segir að eftir andlát Marteins H. Friðrikssonar, fyrr- verandi dómorganista, í janúar síð- astliðnum hafi gamli Dómkórinn verið lagður af. „Það er kominn nýr Dómkór, en með mörgum kunnuglegum andlit- um,“ segir Kári. „Kórinn fer stækk- andi og síðan vinn ég með kammer- kór líka og þeir munu báðir vera með reglulega tónleika.“ 170 ára orgelsaga Aðgangur að tónleikum Kára í kvöld er ókeypis. Að tónleikum loknum er gestum, eins og fyrr seg- ir, boðið að skoða og fræðast meira um fyrsta pípuorgel Dómkirkjunnar en leifar þess eru geymdar á kirkjuloftinu. Þetta fyrsta orgel, sem var fimm radda og með einu hljómborði, var vígt fyrir 170 árum, í júní 1840. Það orgel var tekið nið- ur árið 1983 og var þá keypt stórt kirkjuharmóníum. Almenn óánægja var með það og 1904 var því keypt 14 radda pípuorgel frá Kaupmanna- höfn. Árið 1934 var enn keypt nýtt org- el í Dómkirkjuna og var 26 raddir. Þegar núverandi orgel, sem er 33 raddir, var keypt fór það gamla í Reykholtskirkju í Borgarfirði. Það var Þorsteinn Gunnarsson arkitekt sem teiknaði útlit núverandi orgels, þess sem var vígt fyrir 25 árum. Niður aldanna í Dómkirkjunni Morgunblaðið/Eggert Dómorganistinn „Það er kúnst að setja saman orgelprógramm þannig að öllum líki,“ segir Kári Þormar. Hann var ráðinn dómorganisti í sumar.  Kári Þormar dómorganisti leik- ur á afmælistón- leikum í kvöld Í kvöld, miðvikudag, er handverks- kaffi desembermánðar í Gerðu- bergi. Þá mun Kristín Arngríms- dóttir myndlistarkona kynna jólalega klippimyndagerð. Kristínu er lagið að galdra fram fegurstu djásn með skærum og pappír einum saman. Hún verður með ýmis sýn- ishorn og veitir gestum leiðsögn í einföldu klippi. Snjókorn og englar eru meðal þess sem gestum býðst að skapa og verður allur efniviður á staðnum, gestum að kostnaðarlausu. Handverkskaffið hefst kl. 20 og stendur til kl. 22. Aðgangur ókeypis. Jóladjásn í Gerðubergi Miðasala í Háskólabíói » Sími 545 2500 » www.sinfonia.is Sinfóníuhljómsveit Íslands Petrenko stjórnar Mahler Fim. 02.12. kl. 19.30 Hljómsveitarstjóri: Vasily Petrenko Franz Schubert: Ófullgerða sinfónían Gustav Mahler: Sinfónía nr. 5 Aðventutónleikar Lau. 11.12. kl. 17.00 Örfá sæti laus Hljómsveitarstjóri: Nicholas Kraemer Einsöngvarar: Katherine Watson og James Gilchrist Á aðventutónleikunum hljómar jólatónlist frá ýmsum tímum í flutningi tveggja breskra stórsöngvara, þar sem Bach, Händel, Corelli, Mozart og fleiri eiga sinn skerf. Tónleikakynning Fim. 02.12. kl. 18.00 í Neskirkju Við minnum á Vinafélagskynningu fyrir tónleika á Kaffitorginu í Neskirkju kl. 18.00. Árni Heimir Ingólfsson tónlistarstjóri SÍ kynnir verkin. Allir velkomnir 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Ofviðrið (Stóra sviðið) Mið 29/12 kl. 20:00 frums Fim 13/1 kl. 20:00 6.k Mið 26/1 kl. 20:00 Sun 2/1 kl. 20:00 2.k Þri 18/1 kl. 20:00 Sun 30/1 kl. 20:00 8.k Lau 8/1 kl. 20:00 3.k Mið 19/1 kl. 20:00 Sun 6/2 kl. 20:00 9.k Sun 9/1 kl. 20:00 4.k Fös 21/1 kl. 20:00 7.k Fim 10/2 kl. 20:00 10.k Mið 12/1 kl. 20:00 5.k Þri 25/1 kl. 20:00 Ástir, átök og leiftrandi húmor Fólkið í kjallaranum (Nýja svið) Mið 1/12 kl. 20:00 23.k Fim 9/12 kl. 20:00 26.k Lau 11/12 kl. 19:00 Sun 5/12 kl. 20:00 24.k Fös 10/12 kl. 19:00 27.k Sun 12/12 kl. 20:00 Mið 8/12 kl. 20:00 25.k Fös 10/12 kl. 22:00 Sýningum lýkur í desember Fjölskyldan (Stóra svið) Fös 3/12 kl. 19:00 7.k Fim 30/12 kl. 19:00 Sun 23/1 kl. 19:00 Lau 4/12 kl. 19:00 8.k Fös 7/1 kl. 19:00 Lau 18/12 kl. 19:00 9.k Lau 15/1 kl. 19:00 "Stjörnuleikur sem endar með flugeldasýningu", BS, pressan.is Jesús litli (Litla svið) Mið 1/12 kl. 20:00 10.k Fim 9/12 kl. 20:00 15.k Lau 15/1 kl. 16:00 Ak.eyri Fim 2/12 kl. 18:00 aukas Fös 10/12 kl. 19:00 aukas Lau 15/1 kl. 20:00 Ak.eyri Fim 2/12 kl. 20:00 11.k Lau 11/12 kl. 19:00 aukas Sun 16/1 kl. 16:00 Ak.eyri Fös 3/12 kl. 19:00 8.k Sun 12/12 kl. 20:00 16.k Sun 16/1 kl. 20:00 Ak.eyri Fös 3/12 kl. 21:00 9.k Fim 16/12 kl. 20:00 Þri 18/1 kl. 20:00 Ak.eyri Lau 4/12 kl. 19:00 12.k Lau 18/12 kl. 19:00 Mið 19/1 kl. 19:00 Ak.eyri Lau 4/12 kl. 21:00 13.k Lau 18/12 kl. 21:00 Mið 19/1 kl. 21:00 Ak.eyri Þri 7/12 kl. 20:00 aukas Mið 29/12 kl. 19:00 aukas Fim 20/1 kl. 19:00 Ak.eyri Mið 8/12 kl. 20:00 14.k Fim 30/12 kl. 19:00 Fim 20/1 kl. 21:00 Ak.eyri Sýningar 2/12 kl 18 og 7/12 kl 20 verða túlkaðar á táknmáli Jesús litli - leikferð (Hamraborg) Lau 15/1 kl. 16:00 Sun 16/1 kl. 20:00 Mið 19/1 kl. 21:00 Lau 15/1 kl. 20:00 Þri 18/1 kl. 21:00 Fim 20/1 kl. 19:00 Sun 16/1 kl. 16:00 Mið 19/1 kl. 19:00 Fim 20/1 kl. 21:00 Sýnt í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri Faust (Stóra svið) Fim 6/1 kl. 20:00 Sun 16/1 kl. 20:00 Fös 14/1 kl. 22:00 Fim 20/1 kl. 20:00 Aukasýningar á Íslandi vegna fjölda áskorana Horn á höfði (Litla svið) Lau 4/12 kl. 14:00 aukas Sun 12/12 kl. 14:00 aukas Gríman 2010: Barnasýning ársins - síðustu sýningar Ofviðrið – forsala hafin GEFÐU GÓÐAR STUNDIR Gjafakort Þjóðleikhússins á hátíðartilboði! ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ G JA FA KO R T Þ JÓ Ð LE IK H Ú S S IN S BALLIÐ Á BESSASTÖÐUM G JA FA KO R T Þ JÓ Ð LE IK H Ú S S IN S ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Skagfirska söngsveitin heldur jóla- tónleika á morgun, fimmtudaginn 2. desember kl. 20, í Fella- og Hóla- kirkju. Ásamt Söngsveitinni kemur fram hljómsveit Björns Thoroddsen en stjórnandi kórsins er Renata Ivan. Kórinn hélt á dögunum, 4. nóv- ember síðastliðinn, 40 ára afmæl- istónleika þannig að starfið stendur með miklum blóma um þessar mundir. Á efnisskrá tónleikanna á morg- un eru innlend og erlend jólalög, klassísk sem dægurlög. Jólatónleikar söngsveitar Á morgun, fimmtudagskvöldið 2. desember, klukkan 20 halda þeir Garðar Cortes ten- órsöngvari og sænski píanóleikarinn Ro- bert Sund tónleika í Selinu á Stokkalæk. Þeir hafa starfað reglulega saman og lagt áherslu á flutning á þekktum og vinsælum dægurlagaperlum. Saman hafa þeir gefið út þrjá geisladiska með þekktum sönglögum og negrasálmum. Á tónleikunum flytja þeir dægurlagaperlur, jólalög, negrasálma og sönglög. Á föstudagskvöldið halda þau Kitty Ko- váks píanóleikari og Balázs Stankowsky fiðluleikari tónleika í Selinu. Þau eru ung- versk og vel menntuð í tónlist í heimalandi sínu en fluttu til Íslands árið 2006. Þau starfa hér sem tónlistarkennarar og hafa haldið allmarga tónleika saman, hér og er- lendis. Á efnisskrá eru verk eftir Schubert og Beethoven auk konsertfantasíu eftir Igor Frolov um stef úr Porgy og Bess. Miðapantanir í síma 864 5870. Tvennir tónleikar í Selinu á Stokkalæk Garðar Cortes

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.