Morgunblaðið - 10.12.2010, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 2010
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti
vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is
Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
ILVA Korputorgi, 112 Reykjavík, s: 522 4500 www.ILVA.is
mánudaga - föstudaga 11-18:30, laugardag 10-20 sunnudag 12-20
40%
AFSLÁTTUR AF
ÖLLUM JÓLALJÓSUM
TIL JÓLA
FRÉTTASKÝRING
Þórður Gunnarsson
thg@mbl.is
Í gær var greint frá efnisatriðum
samkomulags sem íslenska ríkið hef-
ur náð við ríkisstjórnir Breta og Hol-
lendinga vegna deilunnar um Ice-
save-netreikninga hins fallna
Landsbanka. Krafa TIF í þrotabú
Landsbankans vegna Icesave-reikn-
inganna nemur 674 milljörðum króna.
Það er sú skuld sem ríkissjóður
ábyrgist að greiðist upp í topp, að því
gefnu að lög um ríkisábyrgð á skuld-
bindingum TIF öðlist gildi. Kröfur
Breta og Hollendinga hljóða upp á 1,3
milljarða evra annars vegar og 2,3
milljarða punda hins vegar. Á gengi
dagsins í dag nemur sú upphæð um
614 milljörðum króna. 60 milljarða
gatið á milli kröfu Breta og Hollend-
inga og kröfu TIF í þrotabú Lands-
bankans skýrist af því að krafa TIF
miðast við gengi krónunnar 22. apríl
2009, þegar gengisskráning krónunn-
ar samkvæmt Seðlabanka Íslands var
umtalsvert lægri.
Eins og margoft hefur komið fram
er sjóðstreymi frá eignum Lands-
bankans ætlað ganga upp í greiðslu á
kröfum Breta og Hollendinga. Nýj-
asta uppgjör skilanefndar Lands-
banka er fyrir þriðja fjórðung þessa
árs. Samkvæmt því var reiðufé í eigu
bankans 293 milljarðar króna. Jafn-
framt áætlaði skilanefnd að í lok árs
2010 ætti reiðufé að nema alls 348
milljörðum króna. Handbært fé skila-
nefndarinnar kann að vísu að vera
meira, en ekki liggja fyrir opinberar
upplýsingar um, hvaða fjárhæð gæti
verið um að tefla þar.
Tæplega helmingur í hendi
TIF á tilkall til tæplega 52% eigna
skilanefndar Landsbankans. Sé mið-
að við 348 milljarða reiðufé í árslok, á
TIF tilkall til um 174 milljarða króna.
Um það bil fjórðungur allra eigna
skilanefndar Landsbankans er síðan í
formi skuldabréfs sem ríkisbankinn
NBI gaf út til skilanefndarinnar.
Hlutdeild TIF í reiðufé skilanefndar-
innar og væntu greiðsluflæði skulda-
bréfs NBI nemur um 293 milljörðum
króna. Þessir tveir eignaflokkar eru
taldar meðal traustustu eigna skila-
nefndarinnar, en gatið milli verðmæt-
is þeirra, hlutdeildar TIF í þeim og
kröfu TIF í þrotabúið, er um 381
milljarður króna. Hversu mikið næst
upp í þá upphæð ræðst alfarið af end-
urheimtum af eignum Landsbankans.
Meðlimir samninganefndarinnar
sögðu í gær að áætlaður kostnaður ís-
lenska ríkisins af nýju samkomulagi
yrði um 47 milljarðar króna. Það mat
byggist ekki síst á því að spá skila-
nefndar Landsbankans um sjóð-
streymi frá eignum gangi eftir að öllu
leyti.
26 milljarðar greiddir fljótlega
Fram kom á fundinum í gær að ís-
lenska ríkið fengi svokallað „vaxtafrí“
frá 1. janúar til 1. október 2009. Vextir
á Icesave-skuldbindingunni frá 2.
október og fram til loka yfirstandandi
árs nema hins vegar um 26 milljörð-
um króna, en sú upphæð þarf að koma
til greiðslu strax eftir áramót. Um 20
milljarðar af þeirri upphæð koma frá
TIF og þar með verður sá sjóður upp-
urinn. Afgangurinn mun síðan koma
úr ríkissjóði, en þess ber að geta að sú
upphæð er hluti 47 milljarða kostn-
aðaráætlunar sem kynnt var í gær.
Áætlaðar vaxtagreiðslur vegna Ice-
save á næsta ári eru taldar munu
nema um 17 milljörðum króna, en sú
upphæð samsvarar meira en helmingi
alls niðurskurðar opinberra útgjalda
á næsta ári samkvæmt fjárlagafrum-
varpi.
Morgunblaðið/Kristinn
Niðurstaðan kynnt Samninganefnd Íslands í Icesave-málinu kynnti niðurstöðu viðræðna við ríkisstjórnir Breta og Hollendinga á annarri hæð Iðnó í gær.
17 milljarða vextir næsta ár
Samninganefndin telur heildarkostnað ríkissjóðs við nýjan samning nema 47
milljörðum króna hið mesta Heildaráhætta hleypur á hundruðum milljarða
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Ég skil ekki hvers vegna íslensk
stjórnvöld gera þetta því þau eru
ekki skuldbundin til að borga. Wou-
ter Bos [þáv. fjármálaráðh. Hollands]
þurfti ekki að greiða kröfurnar fyrir-
fram úr vasa hollenskra skattgreið-
enda. Hann gerði það eingöngu af
pólitískum ástæðum heima fyrir,“
segir Sweder van Wijnbergen, próf. í
hagfræði við Háskólann í Amster-
dam, um nýja Icesave-samninginn.
Of þungar byrðar fyrir ríkið
Van Wijnbergen, sem er með
doktorspróf í hagfræði frá MIT og
kom að endurskipulagningu skulda í
Mexíkó á níunda áratugnum, kynnti
sér skilmála samningsins í gær-
kvöldi. Að auki fór hann yfir gögn frá
Hagstofu Íslands frá því fyrr í vik-
unni um aukna skuldabyrði íslenska
ríkisins, sem er nú áætluð um 109%
af þjóðar-
framleiðslu.
Hann telur
út frá þessum
upplýsingum ein-
sýnt að íslenska
ríkið geti ekki
staðið undir
skuldbindingum
sínum þótt miklar
fórnir séu færðar.
Í því ljósi telur
hann að það yrði í þágu allra hluteig-
andi aðila ef samið yrði upp á nýtt í
Icesave-deilunni, þannig að skuld-
irnar yrðu minnkaðar um 40-50% frá
því sem nú er.
„Það er hætt við því að þið þurfið
að þræla ykkur út til að borga niður
allar skuldir ríkisins og hafið þar með
lítið svigrúm til að fjárfesta í framtíð-
arhagvexti. Þið eruð föst í skulda-
gildru,“ segir van Wijnbergen og var-
ar við því að áratuga hagvöxt þurfi til
að greiða allar skuldirnar.
„Þið eruð föst í gildru. Skuld-
irnar eru einfaldlega of miklar. Þið
þurfið á endurskipulagningu á öllum
útistandandi skuldum að halda, ekki
aðeins gagnvart Hollendingum og
Bretum. Þið þurfið að fara sömu leið
endurskipulagningar og Mexíkó á ní-
unda áratugnum,“ segir hann og
bendir á að á níunda áratugnum hafi
60% skuldir sem hlutfall af þjóð-
arframleiðslu í vaxandi hagkerfum, á
borð við Mexíkó, verið álitnar of mikl-
ar til að teljast greiðanlegar.
Horfist í augu við stöðuna
„Ég lít svo á að íslensk stjórn-
völd neiti að horfast í augu við raun-
veruleikann. Raunveruleikinn er sá
að skuldirnar eru of miklar. Það væri
í þágu lánveitenda ef 30-40% af
skuldum ríkissjóðs yrðu afskrifuð.
Slíkar afskriftir gæfu ykkur svigrúm
og þýddu að miklar líkur væru á að
þið gætuð endurgreitt það sem eftir
stæði af skuldunum,“ segir hann.
Vondur samningur fyrir Ísland
Hollenskur hagfræðiprófessor segir Íslendinga í skuldagildru
Telur íslenska ríkið ekki ráða við auknar skuldir vegna Icesave
Sweder
van Wijnbergen
Íslenska Icesave-samninganefndin
gekk til viðræðna við Breta og Hol-
lendinga á þeim forsendum að Íslend-
ingum bæri hvorki að greiða eitt né
neitt. Þetta sagði Lárus Blöndal, einn
nefndarmanna, þegar niðurstöður
viðræðnanna voru kynntar í gær.
„Við vorum fyrst og fremst að
horfa á þetta viðfangsefni sem sam-
eiginlegt vandamál þriggja ríkja sem
við ætluðum að reyna að finna sann-
gjarna lausn á. Bretar og Hollending-
ar hafa aldrei verið í vafa um það
þessa mánuði, að við værum tilbúnir,
ef svo bæri undir, að reka málið á öðr-
um vettvangi ef þeir vildu ekki nálg-
ast okkur meira en við teldum full-
nægjandi,“ sagði Lárus.
Sanngjarn samningur
Lee Buchheit, formaður nefndar-
innar, sagði samninginn sanngjarnan
og að hann efaðist um að hægt væri að
fá betri samning. „Aðaláskorunin í
viðræðunum var sú hvernig maður
semur um greiðsluskilyrði vegna
skuldar þegar upphæðin er ekki
þekkt og verður það ekki í einhver ár.
Ef menn semja um föst og ósveigj-
anleg greiðsluskilyrði og skuldin er
hærri en maður bjóst við þá er mögu-
legt að maður geti ekki borgað.“
Þá bar hann saman stöðu Íslend-
inga við Grikki og Íra. „Sjáið lánin til
Grikklands á 5% vöxtum. Ég held að
Írar hafi samþykkt að greiða 5,8%
vexti á láni til mjög skamms tíma.
Þetta hérna er lán sem gæti náð til 37
ára á þeim vöxtum sem við erum að
tala um. Hér er verið að skipta sárs-
aukanum á milli aðila að mínu mati.“
kjartan@mbl.is
Bar ekki
skylda til
að greiða
„Sársaukanum
skipt milli aðila“
381
milljarður króna er gatið milli
traustustu eigna Landsbankans og
heildarskuldbindingar TIF.
51%
er hlutfall Icesave-vaxta næsta árs
af heildarniðurskurði opinberra út-
gjalda samkvæmt fjárlögum 2011.
674
milljarðar króna eru heildarkrafa TIF
í þrotabú Landsbankans sem ríkis-
sjóður ábyrgist, öðlist lög þar að
lútandi gildi.
‹ NÝR SAMNINGUR ›
»
Indefence-hópurinn sem beitti
sér fyrir því að fyrri Icesave-
samningi var vísað í þjóðarat-
kvæðagreiðslu er að fjalla um nýja
samninginn og mun veita umsögn
um hann að því búnu. „Við höfum
fjölda sérfræðinga á hliðarlínunni
til að aðstoða okkur við mat á
samningunum. Við munum fjalla
um þetta mál áfram af mikilli
ábyrgð,“ segir Ólafur Elíasson,
einn af forsvarsmönnum hópsins.
Indefence-hópurinn
metur samninginn