Morgunblaðið - 10.12.2010, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 2010
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Formenn stjórnarandstöðuflokkanna
leggja áherslu á hve mikill munur er á
nýju Icesave-samningunum og þeim
fyrri sem felldir voru í þjóðarat-
kvæðagreiðslu. Þeir vilja þó kynna
sér málið betur áður en þeir kveða
upp úr um afstöðu sína til væntanlegs
frumvarp. Ögmundur Jónasson
dómsmálaráðherra sem var andvígur
fyrri samningum reiknar með að
styðja frumvarpið eins og Össur
Skarphéðinsson utanríkisráðherra.
Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, segir málatil-
búnað þeirra sem stóðu fyrir fyrri
samningum, meðal annars með um-
mælum um að þeir væru það besta
sem í boði væri, nú endanlega hrun-
inn. „Þessi samningur er mun bæri-
legri í efnahagslegu tilliti. Ég verð að
viðurkenna að það særir eftir sem áð-
ur réttlætiskennd mína að við skulum
vera að fjalla um þetta mál í stjórn-
málunum, skuldir einkabanka en ekki
banka í opinberri eigu,“ segir Bjarni.
Hann metur samningana nú og í fyrra
þannig að á þeim muni nærri 200
milljörðum. „Ég tek líka eftir því að
öll uppsetning er með allt öðrum
hætti og eðlilegri í samskiptum ríkja,“
segir Bjarni og bætir því við að nú sé
komið fram við okkur sem fullvalda
þjóð en ekki eins og aðila sem beri sök
í málinu.
„Það sem skiptir mig mestu er að
leiða fram niðurstöðu sem er þjóðinni
til mestra heilla. Það er augljóst að
fyrri samningar voru ekki þannig. Nú
þarf að fara fram yfirvegað mat á
þessum kostum og ég ætla að nota
næstu daga til að fara yfir málið,“ seg-
ir Bjarni.
Fari í þjóðaratkvæði
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
formaður Framsóknarflokksins, er
staddur erlendis og hefur ekki haft
tækifæri til að kynna sér efni samn-
ingsins til hlítar. „Það þarf afar góðan
samning ef menn ætla að taka á sig
kröfur sem ekki er lagastoð fyrir,“
segir Sigmundur.
Hann telur að leggja eigi samning-
inn fyrir þjóðina, burtséð frá efni
hans, í ljósi þess að þjóðin hafnaði
fyrri samningi. „Ef niðurstaðan er
góð efast ég ekki um að þjóðin sam-
þykki samninginn en ef ekki, þá er
það samt sem áður á hennar valdi að
taka afstöðu.“
Þór Saari, þingmaður Hreyfingar-
innar, lýsti þeirri skoðun sinni í sam-
tali við fréttavef
mbl.is í gær að
bankarnir ættu að
taka á sig afgang-
inn af Icesasve-
skuldinni og gefa
almenningi frí frá
þessari byrði.
„Ég segi: Biðin
var þess virði,“
segir Ögmundur
Jónasson dóms-
málaráðherra þegar leitað er eftir af-
stöðu hans. Ögmundur sagði af sér
sem heilbrigðisráðherra vegna
ágreinings við samráðherra sína um
fyrri Icesave-samning og greiddi at-
kvæði á móti staðfestingarlögunum.
„Við erum að sjá ævintýralegan mun
á þeirri niðurstöðu sem nú liggur fyrir
og þeirri sem við stóðum frammi fyr-
ir. Það skiptir gríðarlegu máli máli,
ekki aðeins fyrir þjóðarbúið heldur
velferðarkerfið í landinu að þessum
klyfjum skyldi ekki vera þröngvað
upp á okkur með ofríki eins og Bretar
og Hollendingar reyndu.“
Ögmundur svarar játandi spurn-
ingu um það hvort hann búist við að
styðja samningana í þinginu. „Við
fyrstu athugun á þeim valkostum sem
uppi eru hef ég þá sýn,“ segir hann en
tekur fram að hann muni kynna sér
málið ítarlega áður en hann taki end-
anlega ákvörðun.
Eigum að grípa gæsina
Össuri Skarphéðinssyni utanríkis-
ráðherra líst vel á samninginn. Hann
telur að aðstæður hafi þróast með
hagstæðum hætti. Þá segist hann
hafa fundið það greinilega að tónninn
í viðsemjendum hafi breyst eftir
kosningar í Bretlandi og þó sérstak-
lega í Hollandi. Ný stjórnvöld vilji
taka upp eðlileg samskipti við Íslend-
inga.
„Ég tel að þeir sem ollu þessari at-
burðarás, að samið var núna en ekki
þá, geti verið giska ánægðir með sinn
hlut. Ég held að samtök eins og Inde-
fence og hluti stjórnarandstöðunnar
geti verið mjög sátt við að hafa leitt til
þeirrar þróunar sem sparað getur
þjóðinni stórar fjárhæðir.“
Össur telur ekki skynsamlegt að
bíða lengur með að ljúka samningum.
Bendir hann á að í þeim erfiðleikum
sem sum Evrópuríki eigi nú í sjáist
miklu hærri vextir en gert sé ráð fyrir
í samningum Íslendinga. Þannig séu
Bretar að lána nágrönnum sínum á
Írlandi á tvöfalt hærri vöxtum. „Ég
tel að í gervi þessara samningsdraga
sé ákveðin gæs á flögri fyrir framan
okkur og tel að það ætti að grípa hana
áður en þjóðirnar kippa að sér hönd-
um,“ segir Össur.
Betri samningur
fyrir efnahaginn
Ögmundur Jónasson reiknar með að styðja Icesave-samning
Morgunblaðið/Ómar
Alþingi Frumvarp um staðfestingu Icesave-samninganna verður lagt fram á
Alþingi. Forystumenn stjórnarandstöðunnar hafa ekki gert upp hug sinn.
Bjarni
Benediktsson
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Þór
Saari
Ögmundur
Jónasson
Össur
Skarphéðinsson
FRÉTTASKÝRING
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Þótt flestir þingmenn stjórnarand-
stöðunnar sem rætt var við síðdegis í
gær og fram eftir kvöldi, hafi verið
jákvæðir gagnvart þeirri niðurstöðu
sem samninganefnd Íslands um Ice-
save kom heim með frá Lundúnum í
gær og kynnt var í þinginu, þá ber
viðmælendum saman um að engin
ástæða sé til þess að fara sér óðslega.
Ekki verði hrapað að neinu og frá-
leitt sé að gera sér í hugarlund, að
Icesave fái einhverja hraðferð í með-
förum Alþingis, jafnvel þótt það sé
ugglaust það sem bæði Steingrímur
J. Sigfússon fjármálaráðherra og Jó-
hanna Sigurðardóttir forsætisráð-
herra vilja.
Auðheyrt var á þingmönnum
stjórnarandstöðunnar, að þeir telja
himin og haf á milli þeirrar niður-
stöðu sem kynnt var í gær og þess
samnings sem Svavar Gestsson og
samninganefnd hans gerðu í júní í
fyrra og ríkisstjórnin knúði svo í
gegnum Alþingi í fyrrahaust, en
þjóðin hafnaði svo í þjóðaratkvæða-
greiðslu.
„Það er ekki eitthvað á annað
hundrað milljarða sem þessi samn-
ingur er hagstæðari. Munurinn er
yfir 400 milljarðar króna, því Svav-
ars-samningurinn gerði ráð fyrir
kröfu á ríkissjóð upp á 479 milljarða
króna, en þessi samningur gengur út
á að 47 milljarðar geti fallið á ríkis-
sjóð, þótt það sé vissulega háð alls
kyns ytri aðstæðum,“ sagði þing-
maður Sjálfstæðisflokksins í samtali
við Morgunblaðið.
Hann og reyndar fleiri þingmenn
Sjálfstæðisflokksins, Hreyfingarinn-
ar og Framsóknarflokksins telja að
þessi niðurstaða sé með þeim hætti,
að ekki sé hægt að túlka hana á ann-
an veg en þann að um gríðarlegan
áfellisdóm sé að ræða fyrir ríkis-
stjórnina, einkum Steingrím J. Sig-
fússon og Jóhönnu Sigurðardóttur.
„Við erum ekki búin að samþykkja
eitt eða neitt. Nú munum við bara
kynna okkur þennan samning í þaula
og við klárum það ekkert á örfáum
dögum,“ segir stjórnarandstöðu-
þingmaður.
Mistök og afglöp
Annar segir að nú sé það komið á
daginn að stjórnarandstaðan hafi
haft rétt fyrir sér allan tímann. „Það
reyndist hægt að gera svo miklu
betri samning en Steingrímur og Jó-
hanna og þeirra fólk héldu fram. Þau
reyndu að troða mörg hundruð millj-
arða skuldbindingu ofan í kokið á
þjóðinni. Þau ættu auðvitað bara að
skammast sín, segja af sér og biðja
þjóðina afsökunar, því afglöp þeirra
og mistök hafa nú verið afhjúpuð
með afgerandi hætti,“ segir þing-
maður.
Þingmenn stjórnarandstöðunnar
sögðu í gær, að af fenginni reynslu
væri óráðlegt að reyna að flýta af-
greiðslu málsins, þegar samningur-
inn kæmi fram í þinginu í frumvarps-
formi. Það þyrfti að gaumgæfa allar
hliðar hans og velta upp þeim kost-
um sem fyrir hendi væru. Enn væru
mjög margir þeirrar skoðunar, að ís-
lenska þjóðin ætti ekki taka á sig
neinar greiðslur vegna taps einka-
fyrirtækis, en aðrir teldu að ljúka
bæri málinu og ef það ætti að gerast
með samningi, þá yrði sennilega ekki
lengra komist.
Icesave fær
enga hraðferð
á Alþingi
Áfellisdómur yfir ríkisstjórn Íslands
Morgunblaðið/Kristinn
Þing Alþingi á eftir að samþykkja
nýtt Icesave-samkomulag.
Þurfa góðan tíma
» Viðmælendur segja að það
hafi komið skýrt fram í kynn-
ingu Lee Buchheit, að hann
teldi enga tímapressu vera á
Alþingi frá Bretum og Hollend-
ingum.
» Nú þurfi menn að grand-
skoða drögin og taka sér þann
tíma í það sem þeir telja nauð-
synlegt og meta þá kosti sem
eru fyrir hendi.
Polarolje
Meiri virkni
Hátt hlutfall Omega 3
fitusýrur
Minn læknir mælir með
Polarolíunni, en þinn ?
Selolía, einstök olía
Gott fyrir:
Maga- og þarmastarfsemi
Hjarta og æðar
Ónæmiskerfið
Kolesterol
Liðina
Polarolían fæst í:
apótekum, Þín verslun Seljabraut,
heilsuhúsum, Fjarðarkaupum,
Fiskbúðinni Trönuhrauni og Melabúð
Nú líka
í hylkjum
Nýtt!
Oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur tel-
ur að upplýsingar um góðan árangur í rekstri borgarannar
staðfesti að umfangsmiklar hækkanir skatta og gjalda á
næsta ári séu óþarfar. Aðstoðarmaður borgarstjóra segist
ánægður með góða stöðu og ef staðan verði einnig góð á
næsta ári muni það verða til hagsbóta fyrir borgarbúa.
Hagnaður af rekstri samstæðu Reykjavíkurborgar var
16,5 milljarðar kr. á fyrstu níu mánuðum ársins, sam-
kvæmt árshlutareikningi sem kynntur var í borgarráði í
gær. Rekstur borgarsjóðs skilaði rúmum milljarði í af-
gang. Hins vegar urðu gengisbreytingar á lánum Orku-
veitu Reykjavíkur til þess að hagnaður samstæðunnar fór
yfir 16 milljarða.
„Þessar upplýsingar staðfesta þann góða árangur sem
náðist eftir hrun með samstilltu átaki borgarfulltrúa,
starfsmanna borgarinnar og borgarbúa. Þær staðfesta
einnig að aðgerðir núverandi meirihluta gagnvart íbúum
eru með öllu óþarfar og í raun óskiljanlegar,“ segir Hanna
Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna. Hún seg-
ir að nýta ætti þann góða árangur sem náðst hefði í fjár-
málunum borgarinnar síðastliðin tvö ár, í þágu borgarbúa
með því að hlífa þeim við svo umfangsmiklum hækkunum
skatta og gjalda.
Ekki náðist í formann borgarráðs eða borgarstjóra. S.
Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra, segir að ekki
hafi gefist nægur tími til að greina niðurstöður árshlut-
areikningsins. Hann vekur þó athygli á því að niðurstaðan
sýni fyrst og fremst bókhaldslegan hagnað vegna breyt-
inga á lánum Orkuveitunnar og nýtist því ekki. Hann segir
að aðeins sé verið að hækka útsvar um 0,17%. Hins vegar
sé verið að taka inn hluta af verðlagshækkununum und-
anfarin ár með hækkun á gjaldskrám sem verið hafi
óbreyttar frá árinu 2008 og í einhverjum tilvikum að leið-
rétta gjaldskrár. helgi@mbl.is
Segir hækkanir skatta
og gjalda óþarfar
Hagnaður af rekstri borgarinnar fyrstu 9 mánuði ársins