Morgunblaðið - 10.12.2010, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 2010
Þau leituðu logandi ljósi að skógarpúkum börnin
í vinabekkjum 6. bekks í Setbergsskóla og Ás-
landsskóla, en þau hittust eldsnemma í gærmorg-
un í skógræktinni við Kaldárselsveg. Tilefnið var
vasaljósaganga sem er hluti af vináttuverkefni
skólanna og fjórir nemendur úr 10. bekk tóku að
sér að fela sig og vera í hlutverki púkanna sem
krakkarnir leituðu að með vasaljósunum sínum.
Eftir leitina fengu allir sér heitt súkkulaði og
smákökur. Skemmtun á aðventunni þarf ekki að
kosta mikið, göngutúr með vasaljós í myrkrinu
er bæði holl útivera og spennandi.
Morgunblaðið/Eggert
Skógarpúkar og vasaljósaganga í morgunmyrkrinu
Margt má sér til gamans gera í dimmunni á aðventunni
Una Sighvatsdóttir
una@mbl.is
Styrkir til íþróttafélaga í Reykjavík verða
skertir talsvert á árinu 2011 miðað við drög að
fjárhagsáætlun. Forsvarsmenn íþróttafélag-
anna eru mjög uggandi yfir þróuninni sem þeir
telja að gæti leitt til þess að draga þurfi úr
barna- og unglingastarfi.
Endanleg lækkun liggur ekki fyrir en hún
verður að jafnaði á bilinu 4-6% að sögn Frí-
manns Ara Ferdinandssonar, framkvæmda-
stjóra Íþróttabandalags Reykjavíkur. „Það
hefur verið skorið niður síðustu 2 ár, okkur
reiknast til að það hafi verið 15% í fyrra og 4%
árið þar á undan. Þannig að þetta er talsverður
niðurskurður þegar þetta safnast saman,“ seg-
ir Frímann.
Hann bætir því þó við að frá því tillögurnar
voru fyrst lagðar fyrir ÍBR, sem kynntu þær í
kjölfarið fyrir sínum félögum, hafi mikil um-
ræða fyrir fram og að á fundi með ÍTR í gær
hafi áætlanirnar litið betur út.
Íþróttaskóli 6 og 7 ára lagður niður
Engu að síður stefnir allt í það að lækkun
verði bæði á húsaleigu- og æfingastyrkjum
sem og á framlagi til þjónustu og starfsmanna.
Ein af þeim hugmyndum sem eru uppi á borð-
inu er að ná fram sparnaði með því að leggja
niður íþróttaskólann, sem rekinn hefur verið
fyrir 6 ára börn gjaldfrjáls um nokkurra ára
skeið. Síðasta vetur var íþróttaskólinn starf-
ræktur í 33 grunnskólum með alls 1.116 börn-
um. Í haust var svo 7 ára börnum bætt við.
„Þetta er afar óheppilegt því við viljum auð-
vitað ekki minnka hreyfinguna hjá börnum og
unglingum, ég tala nú ekki um núna þegar við
fáum fréttir eins og þessar um daginn að við
mælumst ein feitasta þjóð í Evrópu,“ segir
Kjartan Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokks-
ins í Íþrótta- og tómstundaráði.
„Það hefur verið hagrætt mikið hjá ÍTR á
síðustu tveimur árum, en við lögðum áherslu á
hagræðingu í kerfinu sjálfu án þess að skerða
grunnþjónustuna og við skilgreindum barna-
og unglingastarfið sem grunnþjónustu. Nú
sýnist mér að ef þetta verði að veruleika sé
hætta á því að íþróttafélög þurfi að skerða tíma
í barna- og unglingastarfinu.“
Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar verður
tekin til annarrar umræðu á þriðjudaginn.
Kemur niður á íþróttum barna
Þriðja árið í röð verða styrkir til íþróttafélaga lækkaðir Hætt við að íþróttatímum barna og ung-
linga verði fækkað Íþróttaskóli 6 og 7 ára barna hugsanlega lagður niður Íþróttafélögin uggandi
„Þetta er afar óheppi-
legt því við viljum auð-
vitað ekki minnka hreyf-
inguna hjá börnum og
unglingum.“
ekki verið atvinnulausir. „Hins
vegar hefur atvinnuöryggið verið
lítið hér á landi og mikil pressa á
að lækka laun iðnaðarmanna,“ seg-
ir Þorbjörn.
„Byrjað var að skera allt af sem
áður var hluti af ráðningarkjör-
unum og launin sjálf voru lækkuð.
Síðan var vinnutíminn styttur og
þær litlu launahækkanir, sem þó
var samið um, hafa skilað sér illa
til iðnaðarmanna.
Síðast en ekki síst hefur nánast
alveg verið tekið fyrir ákvæðis-
vinnu sem með góðum afköstum
skapaði iðnaðarmönnum
góð laun. Þessi launa-
skerðing nemur tugum
prósenta.“
Þorbjörn segir að
nokkuð hafi borið á
því upp á síðkastið að
fjölskyldur þeirra iðn-
aðarmanna, sem fyrst-
ir fóru til Noregs,
hafi einnig
verið að
taka sig
upp og flytja af landi brott. Hann
segir að ekki sé nákvæmlega vitað
hversu margir hafi flutt eftir að
atvinnuástandið versnaði, en enn
berist fréttir af iðnaðarmönnum,
sem leiti til annarra landa eftir
vinnu.
Mörgum finnst lítið
verða eftir í vasanum
„Okkar fólk hefur langmest far-
ið til starfa í Noregi, en þar hefur
verið auðvelt að fá vinnu,“ segir
Þorbjörn. „Smiðir eru sennilega
fjölmennastir í þessum hópi, en
einnig múrarar, pípulagningamenn
og málarar og þessi straumur hef-
ur verið nokkuð þéttur í hálft ann-
að ár. Eitthvað er um að menn
hafi verið ytra í 3-4 mánuði og hafi
svo komið aftur. Þó oft séu góð
laun í boði í Noregi þá hefur
mörgum fundist lítið verða eftir í
vasanum þegar þeir voru búnir að
koma sér fyrir á nýjum stað og
greiða dýrt uppihald, auk heim-
sókna til Íslands á kannski 1-2
mánaða fresti.“
Laun iðnaðarmanna hafa
lækkað um tugi prósenta
403 félagar í Samiðn skráðir án atvinnu Enn talsvert um flutninga til Noregs
Um verkefnastöðuna segir Þor-
björn Guðmundsson að í jarð-
vegsgeiranum séu fá verkefni í
gangi. Framkvæmdir séu þó að
hefjast við breikkun á Vestur-
lands- og Suðurlandsvegi og
vonandi fari framkvæmdir í
gang af krafti við Búðarháls-
virkjun þegar komi fram á nýja
árið.
Af öðrum verkefnum nefndi
hann Helguvík, þar sem nokkr-
ir iðnaðarmenn væru að störf-
um og nokkur hópur væri við
vinnu í Straumsvík. Svo væri
það Harpan, en án framkvæmda
við tónlistarhúsið væri ástandið
enn verra en raun ber vitni.
Vinna í Hörpu
hjálpar mikið
ERFIÐ VERKEFNASTAÐA
Þorbjörn
Guðmundsson
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Fá stór verkefni eru í gangi fyrir
faglærða iðnaðarmenn hér á landi
um þessar mundir. Þorbjörn Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri
Samiðnar, segir að á síðustu
tveimur árum hafi laun lækkað
mjög í þessum geira og telur að
lækkunin nemi tugum prósenta.
Hann segir að nú séu 403 faglærð-
ir iðnaðarmenn innan Samiðnar
skráðir atvinnulausir, en ekki sé
víst að sú skrá sé tæmandi.
Stór hópur iðnaðarmanna er við
vinnu í Noregi, en einnig á Græn-
landi og víðar. Þessir möguleikar
hafi aðeins mildað ástandið hér
heima.
Ekki allir atvinnulausir
sem fara til annarra landa
Þorbjörn segir að ýmsar ástæð-
ur liggi að baki flutningi, til dæmis
til Noregs. Atvinnuöryggi eigi þar
stóran þátt og athyglisvert sé að
margir þeirra sem flutt hafa hafi
Atkvæðagreiðsla
um breytingar á
frumvarpi til fjár-
laga 2011 fór fram á
Alþingi í gær. Sam-
þykkt var að senda
frumvarpið til þriðju
umræðu sem að lík-
indum hefst í næstu
viku.
Fjárlagafrum-
varpið hefur gengið í gegnum þó
nokkrar breytingar frá því að það var
fyrst lagt fram á Alþingi. Verulega
hefur verið dregið úr upphaflegum
tillögum um niðurskurð en mörgum
þykja niðurskurðartillögur enn of
miklar. Sérstaklega er deilt um nið-
urskurð innan heilbrigðiskerfisins.
Niðurskurður í heilbrigðiskerfinu var
5% í upphaflega frumvarpinu en með
breytingartillögunum nemur niður-
skurðurinn um 3%.
Uppsagnir blasa við
Sérstaka athygli vakti afstaða
þriggja stjórnarþingmanna til frum-
varpsins. Þau Lilja Mósesdóttir, Atli
Gíslason og Ásmundur Einar Daða-
son, þingmenn Vinstrihreyfingar-
innar – græns framboðs telja niður-
skurðartillögurnar enn ganga of
langt. Lilja Mósesdóttir sat hjá við at-
kvæðagreiðsluna. Sagði hún tillögur-
nar ganga of skammt eigi að ná fram
hagvexti á næsta ári. Að hennar mati
eru frekari skattahækkanir hyggi-
legri í stað mikills niðurskurðar.
Nefndi hún sem dæmi aukinn skatt á
séreignarsparnað.
Þeir Atli og Ásmundur sátu hjá í
atkvæðagreiðslu um tillögur um fjár-
veitingar til heilbrigðismála. „Leið-
réttingar hafa verið til bóta en eru
ónógar, uppsagnir blasa við og þá
einkum meðal kvenna í störfum innan
heilbrigðiskerfisins,“ sagði Atli Gísla-
son. hjaltigeir@mbl.is
Lilja Mós-
esdóttir
sat hjá
Stjórnarþingmenn
andmæla niðurskurði
Lilja Mósesdóttir
Varðberg – samtök um vestræna
samvinnu og alþjóðamál heitir félag
sem stofnað var á fjölmennum fundi
í gærkvöldi. Tilgangur Varðbergs er
m.a. að beita sér fyrir umræðum og
kynningu á alþjóðamálum, einkum
þeim þáttum sem snúa að öryggis-
og varnarmálum á norðurhveli jarð-
ar, og að efla skilning á gildi lýðræð-
islegra stjórnarhátta.
Stjórn Varðbergs til næstu
tveggja ára skipa: Björn Bjarnason,
Eiður Guðnason, Gísli Freyr Val-
dórsson, Kjartan Gunnarsson, Mar-
grét Cela, Tryggvi Hjaltason og
Þuríður Jónsdóttir.
Vestræn
samvinna