Morgunblaðið - 10.12.2010, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 2010
Vandamál Íra eru ekki úr sög-unni þrátt fyrir „efnahags-
aðstoð“ ESB og AGS. Meginvandi
Íra var sá að landið naut ekki
trausts vegna of mikillar skuldsetn-
ingar. „Efnahags-
aðstoð“ hjálpar-
sveitanna frá ESB
og AGS var sú að Ír-
ar skyldu skuldsetja
sig verulega til við-
bótar með háum
vöxtum.
Nú hefur matsfyrirtækið Fitchverðlaunað Íra fyrir að þiggja
efnahagsaðstoðina. Lánstraust
landsins er lækkað enn en það var
þar til fyrir skömmu í hæstum hæð-
um.
Þetta er athyglisvert og ekkibara fyrir Íra, sem máttu ekki
við miklu. Þetta er einnig athyglis-
vert fyrir Ísland. Því síðast í fyrra-
dag vitnaði Már Guðmundsson á
fundi í Seðlabankanum í matsfyrir-
tækin og afstöðu þeirra til skulda-
klyfja vegna Icesave. Gaf Már til
kynna að matsfyrirtækin teldu það
miður að Ísland hefði ekki skuldsett
sig til viðbótar um nokkur hundruð
milljarða.
Enn hefur Már Guðmundssonsem betur fer ekki verið
spurður um hvort tveir plús tveir
séu enn fjórir sem er kenning sem
hefur haft töluvert fylgi.
Hætt er við að Már kynni aðkollvarpa kenningunni með
ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Því þeir sem hafa hangið á þvíeins og hundar á roði að tveir
plús tveir séu enn fjórir hafa einnig
verið haldnir þeirri augljósu bábilju
að stóraukin skuldsetning þjóðar-
innar erlendis myndi fyrr en síðar
gera lánshæfismati þeirra skrá-
veifu.
Már
Guðmundsson
Auknar skuldir
allra meina bót
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 9.12., kl. 18.00
Reykjavík 7 súld
Bolungarvík 7 skýjað
Akureyri 9 skýjað
Egilsstaðir 7 léttskýjað
Kirkjubæjarkl. 1 skýjað
Nuuk 3 skýjað
Þórshöfn 3 þoka
Ósló -7 heiðskírt
Kaupmannahöfn -1 heiðskírt
Stokkhólmur -5 alskýjað
Helsinki -5 snjóél
Lúxemborg -1 snjóél
Brussel 2 skýjað
Dublin 2 skýjað
Glasgow 3 skýjað
London 3 léttskýjað
París 1 skýjað
Amsterdam 3 léttskýjað
Hamborg -1 heiðskírt
Berlín 0 skýjað
Vín 0 snjókoma
Moskva 1 þoka
Algarve 21 heiðskírt
Madríd 12 léttskýjað
Barcelona 13 skýjað
Mallorca 16 léttskýjað
Róm 15 léttskýjað
Aþena 20 léttskýjað
Winnipeg -7 snjókoma
Montreal -10 skýjað
New York -3 heiðskírt
Chicago -7 skýjað
Orlando 10 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
10. desember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 11:08 15:34
ÍSAFJÖRÐUR 11:50 15:02
SIGLUFJÖRÐUR 11:35 14:43
DJÚPIVOGUR 10:46 14:55
Liðlega 10% þeirra sem greiddu
atkvæði í kosningunum til stjórn-
lagaþings fengu engan fulltrúa á
þingið en ekki 44% eins og fyrri
útreikningar ráðgjafa landskjör-
stjórnar sýndu. Ráðgjafinn hefur
sent Morgunblaðinu nýja töflu sem
sýnir leiðrétta niðurstöðu.
Jóhann Pétur Malmquist, pró-
fessor í tölvunarfræði við Háskóla
Íslands, var ráðgjafi landskjör-
stjórnar við stjórnlagaþingskosn-
ingarnar. Hann reiknaði út hvern-
ig atkvæðin dreifðust, til að mynda
hversu margir hefðu engan full-
trúa fengið á stjórnlagaþingið og
hversu margir hittu á að vera með
flesta fulltrúa. Útreikningarnir
voru kynntir á fundi fulltrúa
landskjörstjórnar með allsherjar-
nefnd Alþingis sl. mánudag og
Morgunblaðið fékk þær hjá Jó-
hanni í kjölfarið.
Upplýsingarnar reyndust rang-
ar. „Eftir ábendingu frá tveimur
samstarfsmönnum og nokkurn
svefn endurreiknaði ég töfluna og
fann villu hjá mér í fyrri útreikn-
ingum, sem ég harma mjög,“ segir
Jóhann í skýringum sínum. Hann
tekur fram að nýju útreikningarn-
ir hafi verið yfirfarnir af sam-
starfsmanni. Aðspurður segir Jó-
hann að þessar tölur séu
viðbótarupplýsingar og hafi engin
áhrif á niðurstöður stjórnlaga-
þingskosninganna.
Nýju tölurnar sýna að 8.483
kjósendur eða 10,3% gildra at-
kvæða, fengu ekki fulltrúa á
stjórnlagaþing. Hins vegar nefndu
73.853 kjósendur einn eða fleiri
sem hlutu kjör á þingið sem svarar
til 89,7% gildra atkvæða. Flestir
reyndust vera með eitt til fjögur
nöfn rétt en sumir fleiri og þrír
voru með fimmtán rétta.
helgi@mbl.is
10% fengu
ekki fulltrúa
Á sunnudag nk.
verður haldið
afmælis-
skákmót til
heiðurs Jóni L.
Árnasyni, en
Jón varð fimm-
tugur 13. nóv-
ember sl.
Afmælis-
skákmótið
verður haldið í
Hótel Glym í Hvalfirði. Keppt
verður um 50.000 króna verð-
launapott og fjölda annarra verð-
launa.
Afmælisskákmótið er öllum op-
ið, en meðal keppenda verða
stórmeistararnir Helgi Ólafsson,
Jóhann Hjartarson og Jón L.
Árnason sjálfur.
Jón varð á sínum tíma heims-
meistari unglinga og hefur lengi
verið í fremstu röð skákmeistara.
Afmælisskákmót
Jóns L. Árnasonar
Jón L. Árnason
Föstudaginn 10. desember verður lokað
hjá embætti ríkisskattstjóra og á öllum
starfsstöðvum (skattstofum).
Lokað í dag
Hæstiréttur hefur staðfest 3½ árs
fangelsisdóm yfir karlmanni á fer-
tugsaldri, Tomasz Burdzan, fyrir að
nauðga konu í íbúð í Reykjavík.
Maðurinn, sem er pólskur, hefur
ekki áður gerst sekur um refsiverða
háttsemi hér á landi, svo kunnugt sé.
Samkvæmt upplýsingum frá yfir-
völdum í Póllandi var hann í mars
2000 sakfelldur fyrir tilraun til
nauðgunar.
Konan leitaði til lögreglu í júlí á
síðasta ári og lagði fram kæru á
hendur óþekktum aðila fyrir kyn-
ferðisbrot, framið aðfaranótt 26. júní
2009. Maðurinn neitaði sök og sagð-
ist ekki hafa haft við hana samræði,
en að þau hefðu þó „kysst og knús-
ast“. Sýni úr nærfatnaði og kynfær-
um var sent til Rettsmedisinsk
Institutt í Noregi til rannsóknar.
Samkvæmt niðurstöðu stofnunar-
innar voru sæðisfrumur úr Burdzan
í leggöngum konunnar. Vitni báru
einnig um að konan hefði verið illa á
sig komin síðar þessa nótt. Lýstu
þau því þannig að hún hefði verið í
sjokki og grátandi. Hún hefði strax
skýrt frá því að henni hefði verið
nauðgað, segir í dómi héraðsdóms.
Staðfesti 3½ árs
fangelsisdóm
Morgunblaðið/Sverrir
Hæstiréttur Maðurinn neitaði sök
en var talinn ótrúverðugur.
Reyndi einnig að
nauðga árið 2000