Morgunblaðið - 10.12.2010, Side 10
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Já, miðað við að það erbyrjun desember, ég heffarið tvisvar í Bláfjöll ogeinu sinni norður. Það
þykir mjög gott að hafa komist
svona oft á þessum árstíma,“ segir
Linda Björk Sumarliðadóttir for-
maður Bretta-
félags Íslands,
spurð hvort hún
sé búin að fara
oft á snjóbretti
það sem af er
vetri.
Hún segir
aðstöðuna fyrir
snjóbrettafólk
alltaf að skána
hér á landi.
„Þetta
gengur hægt en
mjakast í rétta
átt. Við erum
ánægð með það sem er að gerast
þótt við værum til í að sjá það
komið aðeins lengra.“
– Hvernig aðstæður þurfa að
vera á svæðinu svo gott sé að vera
á bretti? „Við viljum sjá nokkra
palla og brettarið (rails) og þetta
væri allt skilmerkilega merkt, t.d.
eftir getustigi. Draumurinn er svo
að geta verið með hálfpípu. Það er
mikil vinna á bak við það að vera
með svona aðstöðu fyrir snjó-
brettafólk.
Það sem við vildum helst
gagnrýna skíðasvæðin fyrir er að
það þýðir ekkert að setja bara upp
palla, það þarf að móta þá á hverj-
um degi, fara yfir þá og slíkt. Ef
pallarnir eru ekki í lagi geta þeir
orðið hættulegir,“ segir Linda og
bætir við að ef það er ekki tilbúin
aðstaða fyrir brettafólk til staðar
útbúi þau hana sjálf.
„Þá er hægt að renna sér í
brekkunum og svo finnum við okk-
ur oft eitthverja staði og búum
jafnvel til palla sjálf og notum það
sem er náttúrulegt í fjallinu.“
Hlíðarfjall vinsælast
– Hvernig snjór er bestur fyr-
ir bretti?
„Ef maður er að renna sér
frjálst er púðursnjór alltaf hent-
ugur, nýr snjór er bestur á bretta-
Sátt svo lengi sem
það er ekki harðfenni
Brettaíþróttin er í stöðugri sókn hér á landi að sögn
Lindu Bjarkar Sumarliðadóttur, formanns Bretta-
félags Íslands. Hún segir aðstöðuna fyrir snjóbretta-
fólk alltaf að verða betri en henni finnst sjálfri
skemmtilegast að renna sér á Siglufirði.
Reuters
Linda Björk
Sumarliðadóttir
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 2010
Það er tíska í skíðaíþróttinni eins og
öðru og gaman að fylgjast með
hverju fólk klæðist í brekkunum. Vef-
síðunni Whatswhistlerwearing.com
er haldið úti af fjórum kanadískum
ungmennum sem stunda mikið snjó-
bretti. Þau fylgjast vel með snjó-
bretta- og skíðatískunni og blogga
um hana á þessari slóð.
Það er tískan á skíðasvæðinu
Whistler Blackcomb í Kanada sem er
umfjöllunarefnið. Undir liðnum Hall
of Fame birta þau myndir sem þau
hafa tekið af skíða- og snjóbretta-
fólki í brekkunum og segja frá hverju
það klæðist. Þau segjast sýna skíða-
og brettatískuna eins og hún er hjá
venjulegu fólki.
Vefsíðan hófst sem einfalt blogg
um Whistler-stílinn í mars 2009. Við-
tökurnar voru það góðar að þau
ákváðu að halda áfram með það
þennan vetur um leið og brekkurnar í
Whistler opna.
Vefsíðan www.whatswhistlerwearing.com
Fjólublátt flug Snjóbrettatískan er gjarnan í skærum litum.
Venjuleg vetrartíska á fjallinu
Það er fátt meira hallærislegt en að sjá
fólk í Spánar-klúbbadressinu í tíu stiga
gaddi á Lækjartorgi. Það kemur þó fyr-
ir að sú sjón ber fyrir augu. Að klæða
sig eftir veðri er meira töff en að sýna
bert hold.
Við búum á Íslandi, hér eru veturnir
frekar kaldir og því um að gera að vaða
ekki út í snjóinn og slabbið berleggjuð
á lakkskónum. Það er í tísku núna að
klæða sig vel; loðfeldir og prjónafatn-
aður er móðins, notfærum okkur það.
Endilega …
… klæðið ykkur
eftir veðri
Reuters
Nei nei Ekki vaða út í sumarskónum.
Ég man þetta eins og þetta hefði
gerst í gær: Þegar ég var fjórtán ára
kom náskyld fjölskylda eitt sinn í
heimsókn. Það er svo sem ekki í frá-
sögur færandi nema af því að í
miðjum leik uppgötva ég allt í einu að
frænka mín, sem er nokkrum árum
eldri og við skulum kalla Búbbu, er
allt í einu horfin. Þegar ég fer að leita
heyri ég allt í einu kallað feimnislega
til mín af klósettinu: „Hófí … ert
þetta þú?“ Ég gaf mig fram og þá
kemur í ljós að klósettpappírinn var
búinn og Búbba föst á klósettinu.
Ég hljóp strax niður stigann og
ætlaði að ná í nýja rúllu á hitt baðher-
bergið en er ekki fyrr komin niður
stigann en mamma kallar á mig inn í
eldhús. Þar sitja hún og mamma
Búbbu og á eldhúsborðinu er stafli af
yfirhöfnum og útifatnaði sem þær
eru að grisja í sameiningu. „Hóa mín,
mátaðu snöggvast þessa lopapeysu.“
Ég var rétt byrjuð að mótmæla þeg-
ar hún grípur fram í fyrir mér:
„Svona, þetta tekur enga stund.“
Ég tróð mér í alltof litla lopapeys-
una sem var blá með bleiku og gulu
munstri og ég var löngu hætt að nota.
„Svo bara þessi eina peysa í viðbót.“
Þegar ég var að smokra mér í seinni
peysuna með loparafmagnað hárið
allt út um allt tók ég eftir uppáhalds-
úlpunni í bunka sem var augljóslega
ætlaður í Rauða krossinn og upp
hófst mikið þref: „Ég
passa sko víst ennþá í
úlpuna!“ „Þú notar
hana aldrei! Hún er
búin að hanga ósnert á
snaga í tvö ár!“
Þetta tók dá-
góða stund.
Allt í
einu sé
ég að
það
kemur
skrýtinn
svipur á
mömmurnar og
þær þagna og leggja
frá sér kaffibollana.
Ég sný mér við og þar
stendur Búbba frænka eldrauð í
framan, varirnar samanbitnar og
nasavængirnir þandir. Í fyrsta sinn á
ævinni óttaðist ég um líf og limi.
Mamma segir að það hafi runnið á
mig undrunarsvipur en ég man að
ýmsar tilfinningar fóru um mig; fyrst
undrun, síðan skömmustutilfinning
en að lokum var það forvitnin sem
varð ofan á. „Með hverju skeindirðu
þig?“ spurði ég varfærnislega. Ef það
væri hægt þá hefði höfuðið á henni
eflaust sprungið. Hún kreppti hnef-
ana og öskraði svo, fnæsandi af
bræði: „ÉG NOTAÐI BÓMULL!!!“
Hún snerist svo á hæli, rauk í burtu
og skellti einhverri hurðinni á eftir
sér.
Ég var ennþá með hálfóttasleginn
undrunarsvip á mér þegar ég leit á
mömmurnar tvær sem höfðu frussað
út úr sér kaffinu af hlátri og náðu
vart andanum.
Þegar heimsókninni var að ljúka
sór Búbba og sárt við lagði að hún
myndi leita hefnda þegar ég síst ætti
von á því. Hún er hins vegar afar
hjartahlý og yndisleg manneskja
sem í dag á mann og falleg börn í
einu úthverfi borgarinnar. Og mig
grunar að henni þyki drottinn og
dagarnir hafa refsað litlu frænku
nóg með því að gera hana
að einhleypum vest-
urbæingi. Það breytir
því hins vegar
ekki að ég
passa mig allt-
af á því að
hafa með mér
aukarúllu í
veskinu þegar
ég fer í heimsókn til
hennar.
holmfridur@mbl.is
»Allt í einu sé ég að þaðkemur skrýtinn svipur
á mömmurnar og þær
þagna og leggja frá sér
kaffibollana.
Heimur Hófíar
Snjóbretti Að-
staðan á Íslandi
er kannski ekki
eins góð og hjá
þessum kappa
sem er að
renna sér í
hæsta fjalli
Þýskalands,
Zugspitze.
Glæsilegt úrval af fallegum jólafatnaði
og góðum fatnaði á frábæru verði í jólapakkann
Smáralind - Kringlan
Jólakjóll
4.990
Bolir frá 1.290
Galla- og flauelsbuxur 2.990
Röndóttar og mynstraðar
prjónapeysur 2.990
Jóla- og prjónakjólar 2.990
Verið velkomin
Opið til kl 22
alla daga til jóla
Glæsilegt úrval af fallegum jólafatnaði
og góðum fatnaði á frábæru verði í jólapakkann
Smáralind - Kringlan
Jólakjóll
4.990
Bolir frá 1.290
Galla- og flauelsbuxur 2.990
Röndóttar og mynstraðar
prjónapeysur 2.990
Jóla- og prjónakjólar 2.990
Verið velkomin
Opið til kl 22
alla daga til jóla