Morgunblaðið - 10.12.2010, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 2010
Í síðustu viku var nýr íþrótta- og
sjúkraþjálfunarsalur formlega opn-
aður í húsnæði iðjuþjálfunar á 31C í
geðdeildarhúsinu við Hringbraut.
Tækjabúnaðurinn var keyptur fyrir
einnar milljónar króna gjöf Acta-
vis, auk þess sem uppbygging salar-
ins naut góðvildar nokkurra fleiri
fyrirtækja. Tveir íþróttafræðingar
völdu tækin og settu upp salinn.
Heilsueflingarátak hefur lengi ver-
ið á óskalista sjúklinga og starfs-
manna geðsviðs og stuðningurinn
var því kærkominn.
Nýr íþróttasalur
Þann 14. desember nk. verða liðin
100 ár frá því að fyrsta eintakið af
dagblaðinu Vísi kom út. Af því til-
efni efnir DV til afmælisfagnaðar á
Ingólfstorgi á morgun, laugardag.
Hefst fagnaðurinn kl. 15 og er gert
ráð fyrir að hann standi til kl. 17.
Meðal skemmtiatriða er leikhópur-
inn Lotta, Bubbi Morthens, Fjalla-
bræður og Bjartmar og Bergris-
arnir. Kynnir verður Dr. Gunni.
Boðið verður upp á malt og appels-
ín, mandarínur og Nóa-konfekt á
meðan birgðir endast.
Afmæli Vísis fagnað
á Ingólfstorgi
Á morgun, laugardag, verður
vinnustofan við Mánagötu 1 í Kefla-
vík opin fyrir gesti, en í ár eru ein-
mitt 15 ár frá því að listakonan
Sossa opnaði fyrst vinnustofu sína
fyrir gesti í upphafi aðventunnar.
Af því tilefni munu þeir Jón Rafns-
son og Björn Thoroddsen spila fyrir
gesti og gangandi.
Opið hjá Sossu
STUTT
Íslandsdeild Am-
nesty Inter-
national tekur nú
í sjöunda sinn
þátt í alþjóðlegu
bréfamaraþoni
Amnesty Inter-
national sem
fram fer í meira
en 60 löndum
víða um heim.
Laugardaginn 11. desember fer
maraþonið fram á skrifstofu deild-
arinnar að Þingholtsstræti 27,
3. hæð. Allir velkomnir.
Hljómsveitin Varsjárbandalagið
kemur fram á hátíðinni. Fólki gefst
kostur á leggja þolendum mann-
réttindabrota lið. Í ár er sjónum
beint að sex einstaklingum sem
þurfa allir á stuðningi að halda.
Bréfamaraþon
Amnesty á morgun
Hvernig líður starfsfólkinu
þínu í vinnunni?
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS
Virðing
Réttlæti
Öll fyrirtæki geta tekið þátt í könnun VR, Fyrirtæki ársins. Stjórnendur þeirra geta svo
nýtt sér niðurstöðurnar og fengið skýra mynd af aðbúnaði og ánægju starfsfólksins.
Þessar upplýsingar koma sér vel í daglegum rekstri. Það er því allra hagur að sem flestir
segi hvað þeim finnst.
Hvetjum samstarfsfólk okkar til að taka þátt í könnuninni!
Athugið að skila þarf inn þátttökulistum í síðasta lagi 6. janúar 2011. Allar nánari
upplýsingar fást á heimasíðu VR, www.vr.is, eða með því að senda póst á vr@vr.is
Fyrirtæki ársins
2011
„Það bilaði steypustöð sem er hér í Vík. Sel-
foss er næstur en við vorum í rauninni fljótari
að fá steypuna frá Eyjum,“ sagði Guðmundur
Jón Viðarsson frá Skálakoti undir Eyjafjöll-
um. Hann var í gær að steypa í Vík í Mýrdal.
Verið er að breyta gömlu húsi til að stækka
Hótel Lunda um 12 herbergi. Guðmundur er
bóndi og einn þeirra sem eiga og reka hótelið.
Tveir steypubílar komu með steypuna í
Landeyjahöfn í gær og óku austur í Mýrdal.
Guðmundur taldi að það kæmi ekkert síður út
peningalega að sækja steypuna til Eyja en Sel-
foss. Hann taldi víst að þetta væri í fyrsta sinn
sem steypa væri flutt úr Vestmannaeyjum til
lands. „Ef höfnin helst opin er þetta ekkert
vandamál,“ sagði Guðmundur. „Bíllinn bara
keyrir um borð og 30 mínútum seinna er hann
kominn á fastalandið.“
Guðmundur sagðist eiga eftir að steypa oft í
vetur. Hann sagði það koma vel til greina að
kaupa steypu frá Vestmannaeyjum í allan vet-
ur. Steypan var hífð upp í sílóum og síðan látin
renna niður um trekt í gegnum göt á þakinu.
„Ég steypi hótelið í hólf og gólf. Ég á eftir að
rífa þak hér ofan af, steypa milliplötu og átta
herbergi þar ofan á. Nú er ég að steypa her-
bergjaveggi inni í gamalli trésmiðju og nota
mér þakið ef það fer að verða snjór eða eitt-
hvað. Ég ríf þakið bara seinna þegar að því
kemur,“ sagði Guðmundur. gudni@mbl.is
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Steypa Tveir steypubílar komu með steypuna frá Vestmannaeyjum til Víkur í Mýrdal.
Steypan kom úr Eyjum
Unnið er að stækkun Hótel Lunda í Vík í Mýrdal