Morgunblaðið - 10.12.2010, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 10.12.2010, Qupperneq 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 2010 ✝ Einar Björg-vinsson fæddist í Krossgerði á Beru- fjarðarströnd 31. ágúst 1949. Hann lést 29. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Björgvin Gísla- son, f. 19. janúar ár- ið 1910, d. 3. sept- ember 1971, og Rósa Gísladóttir, f. 13. mars 1919. Hún lifir son sinn. Systkini hans eru 1) Fjóla Margrét Björgvinsdóttir, f. 1. júní 1945, 2) Kristborg Björgvins- dóttir, f. 30. maí 1948, og 3) Sig- urður Óskar Björgvinsson, f. 9. maí 1953. anum um nokkurt skeið eftir að hann lauk námi, við almenna blaðamennsku og sem þing- fréttaritari á meðan á þingi stóð. Hann dvaldist svo um tíma í Sví- þjóð og Danmörku þar sem hann vann við ýmsar verklegar fram- kvæmdir. Lengst af starfaði hann hjá Íslenskum aðalverktökum á Keflavíkurflugvelli. Hans síðustu störf voru við ör- yggisgæslu, meðal annars fyrir Seðlabanka Íslands, Alcoa á Reyðarfirði og fyrir tónlistar- húsið Hörpu sem var hans síðasti vinnustaður. Eftir Einar liggja fjórar útgefnar bækur, þar af ein ævisaga. Að auki liggur eftir hann mikið af óbirtum skáldsög- um, smásögum, hugrenningum og öðru efni. Útför Einars fer fram frá Laugarneskirkju í dag, 10. des- ember 2010, og hefst athöfnin kl. 11. Einar gekk í hjónaband með Mar- gréti Valdemars- dóttur, ljósmóður í Reykjavík, en þau slitu samvistum árið 2005. Dóttir þeirra er Þórey Rósa, f. 19. apríl 1983. Einar lauk lands- prófi frá Alþýðuskól- anum á Eiðum árið 1967. Haustið 1968 hóf hann nám við Samvinnuskólann á Bifröst þaðan sem hann lauk námi árið 1970. Á námsárum sínum vann Einar á sumrin við Búrfellsvirkjun sem þá var í smíðum. Hann vann sem blaðamaður á dagblaðinu Tím- Einar bróðir minn fæddist og ólst upp í Krossgerði á Berufjarð- arströnd beint á móti Djúpavogi þar sem ljósin loguðu allar nætur því þar var raflýst. Hann var fæddur á því herrans ári 1949 þeg- ar Alþingi íslendinga samþykkti aðild Íslands að Atlantshafsbanda- laginu. Það gerðist aðeins fimm mánuðum fyrir fæðingu hans og gerði þar með þjóðina að hern- aðarbandalagsþjóð. Ef til vill hefur það gert hann að þeim áhuga- manni um hernað sem hann varð. Hugur Einars beindist fljótt að skriftum og man ég eftir því að hann gisti næturlangt í tjaldi fyrir utan hús með ritvél sína og pikk- aði. Einnig lagðist hann út inn á Krossdal með tjaldið sitt og ritvél. Eins og hlutirnir gerðust í sveit- inni þá fóru krakkar mjög ungir að heiman hvort sem það var til að vinna eða í skóla. Það gerði Einar eins og aðrir en hann fór í skóla á Djúpavog fimmtán ára gamall. Þá fannst manni langt þangað og að þurfa að keyra inn fyrir allan Berufjörðinn á holóttum vegi. Dvöl Einars á Djúpavogi varð mér samt happadrjúg því fljótlega fóru mér að berast pakkar frá honum með mjólkurbílnum. Pakkar fullir af perubrjóstsykri og Sírius súkku- laði með hnetum og rúsínum. Alla tíð hefur mér fundist þetta sæl- gæti gott. Alfarið fór hann að heiman þeg- ar hann fór á Alþýðuskólann á Eiðum. Ég saknaði alltaf systkina minna þegar þau fóru og það gerði ég einnig með Einar. Eftir að ég flutti til Reykjavíkur um 1972 má segja að ég hafi kynnst honum aft- ur en þó ekki mikið. Okkar sam- vera sem börn og unglingar var ekki það mikil að hún tengdi okkur föstum böndum. Hjá Einari var það þó föst venja að koma í heim- sókn til okkar á aðfangadag. Ef hann var ekki kominn um hálfþrjú eða um það bil þá vissi maður að hann hefði tafist í öðrum húsum sem hann heimsótti í leiðinni. Hann tók sér tíma til að þiggja kaffi og spjalla um heimsmálin þó að oft væri tíminn knappur. Það verður söknuður að fá ekki þessar heimsóknir oftar. Eitt af mörgu sem við gerðum og er skemmtilegt í minningunni er blaðaútgáfa okkar bræðra. Í prentaraverkfalli um sumarið 1972 gáfum við út dagblað undir nafn- inu Morgunfréttir. Ef ég man rétt var blaðið gefið út fimm sinnum áður en verkfallið leystist. Einar fékk titilinn ritstjóri og blaðamað- ur en ég titilinn tækni- og útgáfu- stjóri og sá um fjölritun. Hann nýtti sér þau sambönd sem hann hafði sem fyrrverandi blaðamaður og aflaði frétta fljótt og örugglega. Einar varð þess aðnjótandi að eiga þátt í að taka á móti hljóm- sveitinni Led Zeppelin þegar hún kom hingað í heimsókn upp úr árinu 1970. Má sjá Einari bregða fyrir á tónlistarmyndbandi sem tekið var upp á tónleikum þeirra í Reykjavík. Hann var mikill aðdá- andi tónlistar þessara tíma og manna fróðastur um hana. Að ganga með erfiðan sjúkdóm þarf hreysti sem hann hafði, en lét þó lokum undan bugast. Ég ætla að ljúka þessum orðum mínum með kveðskap föður okkar. Megi guð varðveita þig. Lífsins faðir, ljóssins herra leiði þig um gæfu stíg. Vonin sanna, vorið blíða, vefji kærleiks örmum þig. Þinn bróðir, Sigurður. Einar Björgvinsson ✝ Hermann Stef-ánsson fæddist í Ásgarði á Svalbarðs- strönd 30. október 1926. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 29. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Stefán Magnússon, ættaður frá Tungu á Sval- barðsströnd, f. 23. maí 1901, d. 11. maí 1976 og Ingibjörg Valdemarsdóttir frá Leifshúsum á Svalbarðsströnd, f. 8. september 1903, d. 19. janúar 1998. Þau bjuggu í Ásgarði á Svalbarðs- strönd til ársins 1947 er þau fluttu til Akureyrar. Systkini Hermanns eru: Sigríður Ingibjörg, f. 5. júlí 1929, d. 27. apríl 2000, Bragi, f. 11. maí 1933 og Birgir, f. 2. október 1942. Hinn 17. júní 1951 kvæntist Her- mann eftirlifandi eiginkonu sinni, Kristínu Friðbjarnardóttur frá Gautsstöðum á Svalbarðsströnd, f. 1. júlí 1930. Kristín er dóttir Frið- björns Olgeirssonar, f. 13. sept- ember 1898, d. 31. desember 1982 og Ólafar Kristjánsdóttur, f. 29. apríl 1911. Börn þeirra eru: Ólafur Ingi, f. 21. nóvember 1950, kvæntur Bjarn- heiði Ragnarsdóttur, f. 24. júní 1956. Þau eiga fjögur börn, þar af eru þrjú á lífi. Þá eiga þau tvö barna- börn. Elva, f. 31. ágúst 1955, gift Ein- ari Jóhannssyni, f. 18. janúar 1955. Þau eiga fjögur börn og eitt barnabarn. Atli, f. 20. nóvember 1956, kvæntur Ingibjörgu Róbertsdóttur, f. 8. nóvember 1956. Þau eiga tvo syni og tvö barnabörn. Hermann og Kristín bjuggu allan sinn búskap á Akureyri. Fyrstu tuttugu árin í Norðurgötu 58, síðan 26 ár í Birkil- undi 2 og síðustu árin í Vallargerði 2. Hermann starfaði lengst af sem vöruflutningabílstjóri á bifreiða- stöðinni Stefni og ók leiðina á milli Akureyrar og Reykjavíkur. Síðustu 10 starfsárin var hann hjá Kaup- félagi Eyfirðinga. Útför Hermanns fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 10. desem- ber 2010, og hefst athöfnin kl. 13.30. Í dag kveðjum við Hermann Stef- ánsson, flutningabílstjóra á Akur- eyri, en á þeim tíma sem hann var í þessum akstri, þ.e. frá miðri síðustu öld, var starf flutningabílstjóra hjúp- að ljóma, allavega þekkti ég sem strákur nöfnin á þessum körlum og númerin á bílunum. Ég kynntist þó Hermanni ekki fyrr en 1979 þegar ég fór að vinna á Vöruleiðum í Reykjavík, en þar höfðu Stefnis- menn afgreiðslu. Það var gaman að fá að kynnast þessari stétt manna, sérstaklega þessum gömlu jöxlum sem höfðu lent í ýmsu á ferðum sín- um, ég hafði þó einna minnst sam- skipti við Hermann, sem var þó ein- göngu vegna þess að hann var mjög lítið fyrir að draga hlutina á langinn eins og ég kynntist síðar og var hann því mjög snöggur að losa og lesta og þurfti því lítið fyrir honum að hafa. Það var ekki fyrr en nokkrum ár- um síðar sem ég kynntist Hermanni fyrir alvöru þegar hann lenti í því að fá mig fyrir tengdason, það var hins vegar mikið gæfuspor fyrir mig. Síðustu tuttugu árin eða svo átti hann margar ferðirnar í sveitina og þau voru ófá handtökin sem hann átti þar, enda var hann lítið fyrir ókláruð verk, ef eitthvað var ógert var Hermann mættur og lét ekki stoppa sig þó að aldurinn færðist yfir og hann orðinn mjög stirður. Það kom þó ekki í veg fyrir að hann bras- aðist með þung bretti, klifraði upp og niður kartöfluupptökuvélina eða hvað annað sem fyrir lá. Ekki má heldur gleyma öllum kræsingunum sem hann kom með í sveitina, hvers- konar bakkelsi, kleinum og smurðu brauði sem oft kom sér vel á löngum vinnudögum. Hermann bakaði þetta þó ekki sjálfur, hann var nefnilega svo lánsamur aða hafa hana Stínu sem galdraði fram kökur, kleinur og annað góðgæti oft áður en aðrir fóru á fætur, enda held ég að þátttaka hans í matargerð hafi ekki náð lengra en að grillinu. Enda ekki ástæða til þegar þú hefur konu eins og hana Stínu í eldhúsinu. Þegar ég sit hérna við eldhúsborðið og reyni að koma á blað örlitlu af þeim ara- grúa góðra minninga sem ég á eftir samskipti okkar, og orðinn allt of seinn með það, hugsa ég að Her- mann hefði sennilega klárað þetta í gær. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt lit og blöð niður lagði líf mannlegt endar skjótt. (Hallgrímur Pétursson.) Með þökk fyrir allt og allt. Kveðja frá Einari, Elvu og fjölskyldu, Eyrarlandi. Hermann Stefánsson ✝ Sigríður Theó-dóra Péturs- dóttir fæddist 25. júlí 1945 í Reykja- vík. Hún lést á heimili sínu í Stykk- ishólmi 1. desember 2010. Foreldrar hennar voru Jóna Breiðfjörð Krist- insdóttir, f. 8. mars 1923, d. 19. maí 2006, og Pétur Guð- mundur Jóhannsson, f. 7. október 1917, d. 16. október 1999. Systkini Sigríðar eru Ragnar Pétursson, f. 16. október 1934, Hafliði Pétursson, f. 7. maí 1937, Særún Sigurðardóttir og börn þeirra eru: Sigurður Halldór, Andrea Jóna, Anna Lind og Valdís María. Börn Sigríðar og Halldórs eru: Þórir, f. 9. febrúar 1968, maki hans er Þórhalla Kristín Valþórs- dóttir og sonur Þóris er Hinrik Þór. Erla, f. 7. janúar 1975, maður hennar er Ívar Sigurður Krist- insson og börn þeirra eru Sara, Sunna Dís og Sigríður Lilja. Gyða Stefanía, f. 16. nóvember 1977, maki Ævar Karlsson, dóttir henn- ar er Aníta Sif. Á sínum yngri árum lærði Sig- ríður til meinatæknis í Danmörku. Hún fluttist síðan til Stykkishólms og vann sem meinatæknir á St. Francikusspítala í mörg ár. Síðar vann hún ýmis störf, meðal annars við rekstur keramikframleiðslu og blómabúðar. Útför Sigríðar fer fram í Stykk- ishólmskirkju í dag, 10. desember 2010, og hefst athöfnin kl. 14. og Unnur Helga Pétursdóttir, f. 25. febrúar 1954. Árið 1968 giftist Sigríður Halldóri Jónassyni, f. 26. nóv- ember 1943, d. 3. mars 2004. Hann var sonur hjónanna Clöru Jennýjar Sig- urðardóttur, f. 20. ágúst 1920, d. 22. desember 2000, og Jónasar Halldórs- sonar, f. 30. júní 1921, d. 16. október 2001. Sonur Sigríðar og Friðriks Bergmanns Bárðarsonar er Egg- ert, f. 30. júní 1965, maki hans er Elsku amma, við vorum mjög sorgmæddar þegar við heyrðum að þú værir dáin. Okkur fannst mjög gaman að koma til þín í Stykk- ishólm. Það var alltaf gaman að vera með þér eins og þegar við fórum á leikrit saman eða í berja- mó. Það var líka mjög gaman þeg- ar þú komst til okkar til Banda- ríkjanna síðastliðið vor og þurftir að vera mánuði lengur en þú ætl- aðir af því að þú komst ekki heim út af eldgosinu. Við eigum mjög margar góðar minningar með þér og erum þakklátar fyrir að þú varst hjá okkur um síðustu helgi. Hvíldu í friði, amma okkar, og við vitum að Dóri afi tekur vel á móti þér á himnum. Þínar ömmustelpur, Sara, Sunna Dís og Sigríður Lilja. Í dag er til moldar borin í Stykkishólmi Sigríður Pétursdóttir lífeindafræðingur. Undirritaður átti því láni að fagna að fá að starfa með þesssari einstöku konu á fyrstu starfsárum sínum á Franciskusspítala. Hún byggði upp rannsóknarstofu spítalans af ódrepandi elju og áhuga og starf- aði óslitið í á fjórða áratug sem meinatæknir/lífeindafræðingur við stofnunina. Hún sýndi stofnuninni meiri hollustu en hægt er að krefj- ast af nokkrum starfsmanni, og jafnvel eftir að hún lauk störfum áttum við greiðan aðgang að henni og hennar reynslu og kunnáttu um árabil. Sigga hafði allt það til að bera, sem prýðir framúrskarandi fag- mann. Sívakandi áhugi og metn- aður, dugnaður, ósérhlífni og sér- lega gott skap gerðu samstarfið við hana einstaklega ánægjulegt. Hún lét af störfum til að sinna öðru hugðarefni sínu, leirlistinni, upp úr miðjum tíunda áratug, og var áhugi hennar og starfsorka síst minni á því sviði. Seinna rak Sigga blómaverslun í Stykkishólmi og varð það til þess að blómagjöf- um til eiginkonu undirritaðs fjölg- aði að mun, enda ætíð gjöfult að rölta inn í blómabúð Siggu, setja saman blómvönd með aðstoð henn- ar og fá í kaupbæti hlýtt bros hennar, leiftrandi húmor og vin- arþel. Undanfarið átti Sigga við van- heilsu að stríða og tókst hún á við hana af dugnaði og æðruleysi, en nú er hún öll, og það er með mik- illi eftirsjá sem þetta örbyggðarlag við Breiðafjörðinn kveður þessa vönduðu konu. Í nafni starfsfólks og vina á Heilsugæslustöð Stykk- ishólms og St. Franciskusspítala færi ég ættingjum hennar dýpstu samúðarkveðjur. Blessuð sé minn- ing hennar. Jósep Ó. Blöndal. Sigríður Theódóra Pétursdóttir ✝ Hjartkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, JÓN HELGASON, andaðist á Hákólasjúkrahúsinu í Lundi, Svíþjóð, laugardaginn 27. nóvember. Jarðsett verður frá Södra Sandby kirkju miðviku- daginn 22. desember kl. 11.00. Súsanna Magnúsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Bróðir okkar og mágur, ÓLAFUR ÁGÚSTSSON, Skaftahlíð 13, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Mörkinni, Suðurlands- braut 66, þriðjudaginn 7. desember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Erla Eyjólfsdóttir, Loftur Andri Ágústsson, Kristjana Petrína Jensdóttir, Ingibjörg Ágústsdóttir, Árni Sigurjónsson, Svanhildur Ágústsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.