Morgunblaðið - 10.12.2010, Side 22

Morgunblaðið - 10.12.2010, Side 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 2010 ✝ Unnur Jónasdóttirfæddist í Reykja- vík 23. maí 1923. Hún lést á líknardeild Landspítalans á Landakoti 1. desem- ber 2010. Foreldrar hennar voru hjónin Jónas Eyvindsson símaverkstjóri, f. 3 apríl 1884, d. 14. ágúst 1973, og Gunnfríður Rögnvaldsdóttir hús- freyja, f. 3. mars 1884, d. 12. nóvember 1969. Unnur átti þrjú systk- ini, bræður hennar létust í æsku. Ástráður, f. 29. júní 1906, d. 2. nóv- ember 1908, og Sigurður Emil, f. 30. september 1914, d. 30. apríl 1922. Systir hennar Jóna Friðbjörg, f. 24. ágúst 1909, d. 11. desember 1994. Hún var gift Jóni Rósant Þórðarsyni sem lést fyrir aldur fram 30. júní 1938. Seinni maður hennar var Kjartan Guðnason, f. 21. janúar 1913, d. 22 nóvember 1991. Unnur giftist 22. júní 1946 Her- manni Hermannssyni, forstjóra Reykjavík. Sjafnargatan átti eftir að verða hennar heimili til æviloka. Unnur lauk verslunarskólaprófi frá Verslunarskóla Íslands árið 1942 . Síðan var hún eitt ár í Húsmæðra- skóla Reykjavíkur. Hún starfaði við Landssímann í Reykjavík fyrst að sumri til og síðan í fullu starfi til 1955. Eftir 5 ára vinnuhlé vegna barneigna starfaði hún fyrst hjá SÍBS og síðar Leikfélagi Reykjavík- ur. Unnur var alla tíð mjög virk í fé- lagsmálastarfsemi. Á yngir árum var hún í sýningarflokki Ármanns í fimleikum. Hún sýndi meðal annars fimleika á Alþingishátíðinni 1944. Hún starfaði mikið fyrir Sjálfstæð- isflokkinn og átt í mörg ár sæti í stjórn Hvatar, þar var hún gerð að heiðursfélaga 1997. Árið 1978 hóf hún störf í Mæðrastyrksnefnd og var formaður nefndarinnar frá 1981 til 1999 eða í 18 ár. Árið 2001 var hún sæmd Fálkaorðunni fyrir störf í þágu Mæðrastyrksnefndar. Hún var ein af stofnendum og árið 1984 varð hún fyrsti formaður Lionsklúbbsins Ýrar í Kópavogi. Hin síðari ár hefur hún verið mjög virk í starfi safnaðar Hallgrímskirkju. Útför Unnar fer fram frá Hall- grímskirkju í dag, 10. desember 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Sundhallarinnar í Reykjavík og kantt- spyrnumanni, f. 7. október 1914, d. 28. ágúst 1975. Foreldrar hans voru Hermann G. Hermannsson tré- smiður, f. 1. júní 1888, d. 7. apríl 1987, og Sigríður Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, f. 18. febrúar 1891, d. 8. ágúst 1966. Unnur og Hermann eignuðust eina dóttur. Gunnfríði landfræðing, f. 20. apríl 1955, gift Gunnari Birgissyni jarðverkfræðingi, f. 11. febrúar 1954. Börn þeirra eru Valur Snær, sagnfræðingur og bókmenntafræð- ingur, f. 26. ágúst 1976, Unnur Björk, nemi, f. 2. september 1990, og Elsu Lilju, nemi, f. 4. maí 1993. Fyrir átti Hermann eina dóttur Ragnheiði, f. 17. júní 1938. Unnur fæddist í húsi föður síns á Laugavegi 87 í Reykjavík, þar bjó hún til 8 ára aldurs, en þá hafði faðir hennar reist hús á Sjafnargötu 7 í Þann 23. maí 1923 fæðist Unnur Jónasdóttir í litlu húsi á Laugaveg- inum. Hún er yngst af fjórum börn- um, en bræður hennar tveir eru þeg- ar látnir. Eftir stendur systirin Jóna, sem er 14 árum eldri. Jóna og Unnur komast þó báðar á legg og munu fylgjast að alla ævi. Unnur eyðir sumrum sínum í Star- dal þar sem Halldór Laxness er heimagangur. Fjölskyldan sleppur nokkuð vel út úr komu kreppunnar, en faðir hennar er með örugga vinnu hjá Landsímanum. Kreppuárið 1930 er Hótel Borg opnað, þar sem Unnur átti eftir eiga margar ánægjustundir. Þegar mín skemmtanaár hófust 60 árum síðar spurði hún mig ávallt hvort ég væri að fara á hótel. Þetta ár hófst kennsla í Austurbæjarskóla, en þar myndi bæði hún og tvær kynslóðir afkom- enda stunda nám. Hún fór á alþing- ishátíðina á Þingvöllum 1930 sitjandi aftan á pallbíl vinar föður síns. Næsta ár var í fyrsta og síðasta sinn sem hún fluttist búferlum, á Sjafnargötu 7. Systurnar tvær bjuggu þar upp frá því og þegar þær eignuðust maka voru það makarnir sem fluttu inn á Sjafnargötuna. Eftir Austurbæjarskólann neitaði Unnur að fara í Kvennaskólann, eins og mamma hennar lagði til, heldur kaus að taka próf úr Verslunarskól- anum þar sem hún kynntist ævilöng- um vinkonum sínum. Vinkonurnar hétu Jossa og Lolla, Gógó og Dídí, en slík gælunöfn voru tímanna tákn. Herinn kom, og eitt sumarið þegar Unnur vann hjá Landsímanum sá hún sjálfan Churchill út um gluggann. Það var brottrekstrarsök úr Verslunarskólanum að sjást í tygj- um við hermann, en það var Hermann sem nú átti hug hennar allan. Her- mann Hermannsson, markmaður hjá Val. Sjálf stundaði hún einnig íþróttir, var í sýningarflokki Ármanns í fim- leikum. Flokkurinn sýndi á Þingvöll- um þegar Ísland varð sjálfstætt þann 17. júní 1944 í úrhellisrigningu. Tveimur árum síðar giftu þau sig og við tóku gullnu árin í lífi Unnar sem og álfunnar allrar. Friður hafði skollið á, hagvöxtur var stöðugur. Loksins var hægt að ferðast. Árið 1948 fór Unnur í fyrsta sinn til útlanda, á Ól- ympíuleikana í London. Fimm árum síðar fóru hjónin í siglingu um Miðjarðarhafið með Gullfossi. Það var þessi ferð sem Unnur minntist hvað oftast á þegar sá gállinn var á henni, og hún talaði alltaf um að fara í siglingar síðar meir þegar einhver fór af landi brott. Komið var við í Alsír, þar sem Hermanni var boðið að skipta á eiginkonunni og úlfalda. Hefði hann þegið boðið væri ég ekki hér í dag. Eftir 9 ára hjónaband hafði þeim ekki orðið barna auðið, en eftir ferð til Páfagarðs, þar sem Píus páfi 12. blessaði hjónin, rættist úr því. Dóttirin Fríða fæddist 1955 og 20 ár- um síðar drukknaði Hermann á vo- veiflegan hátt í Meðalfellsvatni. Næstu nætur á eftir leitaði dóttirin huggunar hjá myndarlegum ungum manni sem hún er gift enn þann í dag. Ég fæddist nákvæmlega ári eftir að Hermann kvaddi, og einnig ég myndi búa á Sjafnargötunni. 34 árum síðar sat ég við rúm á Landakoti og horfði á ömmu Unni anda út í síðasta sinn. Þannig er líf manneskjunnar, svo langt og samt svo alltof, alltof stutt. Valur Gunnarsson. Meira: mbl.is/minningar Elsku mamma mín. Það er svo margs að minnast nú þegar komið er að kveðjustund. Þegar ég var að alast upp á Sjafnargötu 7 vorum við sjö íbúar í húsinu, pabbi, mamma, afi, amma, móðursystir og hennar maður. Nú eruð þið öll búin að kveðja og ég er ein eftir með minningar æskunnar úr húsinu okkar. Það var gott að alast upp á Sjafnargötunni og ég bjó við mikið ástríki. Fjölskyldan var sam- stillt og hélt alltaf jól og páska saman auk þess sem við borðuðum saman í hádeginu á sunnudögum. Það var mjög gestkvæmt á Sjafnargötunni. Bæði voru það styttri heimsóknir og næturgestir frá vinafólki í Englandi og Þýskalandi. Mamma var ekki þannig húsmóðir sem kunni best við sig í eldhúsinu. Foreldrar mínir voru mjög félagslynd og nutu sín vel í góð- um félagsskap, bæði innanlands og í ferðum með Karlakór Reykjavíkur og fleirum. Þau voru bæði íþróttafólk og við fórum yfirleitt í sund í gömlu laug- unum í Laugardal á sunnudags- morgnum. Nokkur sumur var pabbi knattspyrnuþjálfari á Húsavík og í Mývatnssveit, þá áttum við mamma margar rólegar og góðar stundir sam- an. Síðan var keyptur sumarbústaður við Meðalfellsvatn, þar vorum við flestar helgar á sumrin við veiði og í gönguferðum. Vetrarkvöld sátum við mamma oft uppi á baðstofulofti og gæddum okk- ur (aðallega undirrituð) á erlendu sælgæti úr íslenskri sjoppu, meðan pabbi spilaði á fiðlu eða las Encyclo- pædia Britannica. Pabbi lést af slys- förum þegar mamma var aðeins 52 ára gömul um svipað leyti og ég var að kynnast manninum mínum. Gunnfríður Hermannsdóttir. Ég kynntist Unni tengdamóður minni vorið 1975 þegar ég fór að venja komur mínar á Sjafnargötu 7 til að heimsækja dóttir hennar. Um sum- arið þegar við Fríða vorum í Búlgaríu fengum við þau válegu tíðindi að Her- mann hefði drukknað í Meðalfells- vatni. Á Sjafnargötunni bjó einnig systir hennar Jóna með Kjartani. Þau tóku mér öll eins og einum af fjöl- skyldunni. Ári seinna kom frumburð- urinn, Valur Snær, í heiminn. Við for- eldrarnir vorum við nám í jarð- og landafræði í Háskólanum og var Val- ur oft í pössun hjá ömmu sinni. Árið 1984 fór ég til framhaldsnáms í Bret- landi, en við heimkomuna var lítið um atvinnutækifæri í mínu fagi á Íslandi. Það varð úr að ég fékk vinnu á verk- fræðistofu í Ósló og hef starfað þar síðan. Kreppa í Noregi leiddi síðan til þess að ég var leigður út til starfa í Sádi-Arabíu og ætlaði fjölskyldan að flytja í kjölfarið. Síðan hófst Persa- flóastríðið og varð til þess að Valur sonur okkar 14 ára byrjaði í Austur- bæjarskóla meðan beðið var eftir því að komast til Arabíu. Unnur amma bauð honum þá að dveljast hjá sér, sem hann þáði, enda lítill áhugi á því að flytja til Sádi-Arabíu. Valur hefur því búið á Sjafnargötunni síðan og verið fyrst ömmu sinni til hrellingar á unglingsárunum og síðan til huggun- ar á seinni árum. Unnur kom að heim- sækja okkur til Arabíu. Eftirminni- legust er mér ferðin þegar við fórum 1200 km yfir eyðimörkina frá Riyadh til Narjan við landamæri Jemens. Það var ein bensínstöð á leiðinni og þurft- um við að slökkva á loftkælingunni til að spara bensín til að ná þangað. Þetta var nokkuð glæfralegt ferðalag og urðu allir mjög sveittir á leiðinni. Eftir 4 ár í Sádi-Arabíu snerum við heim. Stuttu seinna var ég svo kom- inn til Kína. Þú komst í heimsókn þangað. Við ferðuðumst á jeppanum um frumstæð fjallahéruð og með lest- um og flugvélum um Kína þvert og endilangt. Þetta var ógleymanleg ferð. Við ferðuðumst einnig um Nor- eg, Svíþjóð og Danmörku, keyrðum um allan Flórídaskagann, heimsótt- um Val sem var við nám í Belfast á Ír- landi og héldum upp á áttræðisaf- mælið þitt þar. Auk þess fórum við margar ferðir akandi um Evrópu, bæði austur og vestur. Síðasta lang- ferðin með þér var 2007 þegar þú 84 ára gömul flaugst ein með millilend- ingu til Spánar þar sem við náðum í þig og keyrðum í gegnum Rínardal- inn á leiðinni heim. Þú varst alltaf hrifin af Þýskalandi. Síðasta ferðalag okkar var í sumar þegar við fórum að þinni ósk um alla Vestfirðina. Það var mjög ánægjuleg ferð og þú naust hennar vel í einstaklega fallegu veðri. Þú varst svo hjá okkur í Noregi í haust og var nokkuð farið að draga af þér og þegar þú fórst aftur heim gekk það hratt fyrir sig að endalokunum. Ég kveð þig, kæra Unnur mín, þú varðst allt of ung ekkja og þú erfðir það aldrei við mig að ég flutti með einkabarn þitt til útlanda, langt í burtu frá þér. Ég er þér ævinlega þakklátur fyrir það. Það sem var tek- ið frá þér reyndum við af fremsta megni að bæta þér upp með mörgum og löngum heimsóknum og skemmti- legum ferðalögum út um allan heim. Hvíl í friði. Gunnar Birgisson. Meira: mbl.is/minningar Amma Unnur var mjög þolinmóð og góð kona. Hún kom oft og heim- sótti okkur í Noregi. Mér fannst alltaf gaman að fá hana í heimsókn. Þótt hún væri ein meðan við vorum í skóla og vinnu, þá kvartaði hún aldrei. Hún vildi alltaf það besta fyrir okkur öll. Amma var ávallt jákvæð, ég kannast varla við að hafa séð hana pirraða. Ég man ætíð eftir ömmu sem sprækri konu, sem hljóp upp og niður tröpp- urnar heima hjá sér á Sjafnargötunni. Hún hafði einkar gaman af fé- lagsskap og var mjög félagslynd. Það var alltaf gaman þegar hún kom með okkur í ferðalög. Hún var alltaf til í að tala við okkur og hlusta á það sem við höfðum að segja. Við systurnar kom- um oft einar til Íslands til að heim- sækja ömmu í skólafríum. Ég man í fyrrasumar þegar ég kom ein til Ís- lands að hún var svo ánægð að það var nóg um að vera og að mér myndi ekki leiðast. Okkur var boðið í mat bæði hjá Önnu og Nínu frænku og ég fór með Val á Menningarnótt. Amma hugsaði alltaf um hag annarra. Í sumar þegar amma var hjá okkur í Noregi sátum við oft saman og spjölluðum. Ég átti frí, Elsa var í Am- eríku og pabbi og mamma í vinnunni. Amma, mamma, pabbi og amma Addý, sem þá var líka komin, fylgdu mér 28. ágúst til lýðháskólans Fredt- un í Stavern. Okkur fannst öllum þetta vera yndislegur dagur og þau töluðu öll um hvað Fredtun og Sta- vern væru góðir og fallegir staðir. Amma vildi vera sérstaklega lengi í Noregi til að halda upp á 20 ára af- mælið mitt með mér. Ég kom heim frá Stavern afmælishelgina til að geta haldið upp á afmælið með foreldrum og ömmum. Ég er mjög ánægð að hafa komið til Íslands í haustfríinu, þá var amma orðin slöpp og ég gat hjálpað henni með allt sem hún þurfti aðstoð við. Ég man að við fórum tvær saman á skemmtilega íslenska bíómynd, ég er svo ánægð með að hafa farið með henni. Mér þykir vænt um hafa átt svona góða ömmu, sem alltaf hafði tíma fyr- ir mig. Ég vildi að ég hefði haft miklu meiri tíma með henni. Ég vildi að ég hefði sagt henni nógu oft hve vænt mér þótti um hana, en ég var svo glöð að ná að komast heim alla leið frá Ekvador til að vera með henni á hinstu stundu. Ég vil nú gjarnan kveðja ömmu mína með þessari bæn, sem hún fór svo oft með þegar við vorum litlar: Guð komi til þín og varðveiti þig frá öllu illu þessa nótt og alla tíma að Jesú blessaða nafni amen. Unnur Björk Gunnarsdóttir. Unnur Jónasdóttir  Fleiri minningargreinar um Unni Jónasdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN RÖGNVALDSDÓTTIR, áður til heimilis í, Skálarhlíð, sem lést á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar mánudaginn 29. nóvember, verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 11. desember kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Kvenfélagið Von. Guðbjörg Baldursdóttir, Sveinbjörn Vigfússon, Bryndís Baldursdóttir, Gunnar Steinþórsson, Guðrún Baldursdóttir, Viktor Ægisson, Ólafur Baldursson, Margrét Jónasdóttir, Brynhildur Baldursdóttir, Jóhann Ottesen, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru, JÓHANNS ÁRNASONAR OG DAGBJARTAR ÞÓRU TRYGGVADÓTTUR. Guð blessi ykkur öll. Daníel Ernir Jóhannsson, Árni Ingi Stefánsson, Halldóra Húnbogadóttir, Tryggvi Guðmundsson, Rósa Harðardóttir og aðrir aðstandendur. ✝ Þökkum auðsýnda samúð, tryggð og vináttu við andlát og útför vinar okkar, GUÐMUNDAR ÓSKARS TÓMASSONAR frá Uppsölum í Hvolhreppi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Dvalarheimil- isins Kirkjuhvols á Hvolsvelli fyrir einstaka um- hyggju og hverskonar aðstoð. Einnig þakkir til Ragnheiðar Guðmundsdóttur frá Núpi, systkinum hennar og fjölskyldu og til gamalla vina og nágranna bræðranna frá Uppsölum. Guð blessi ykkur öll, Ísólfur Gylfi Pálmason. ✝ Einlægar þakkir til allra er sýndu samúð og vinar- hug við andlát og útför, MARGRÉTAR J. HALLSDÓTTUR, Lýsuhóli, Tjarnabóli 14. Sérstakar þakkir fyrir þá alúð sem hún fékk á 13-E á Landspítalanum við Hringbraut. Guðmundur Kristjánsson, Ásdís Edda Ásgeirsdóttir, Andrés Helgason, Hafdís Halla Ásgeirsdóttir, Þórkell Geir Högnason, Jóhanna Bára Ásgeirsdóttir, Agnar Gestsson og fjölskyldur þeirra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.