Morgunblaðið - 10.12.2010, Side 27

Morgunblaðið - 10.12.2010, Side 27
Vísnahorn Árni Björnsson sendi Vísna-horninu kveðju í gær: „Ég fékk vikuskammtinn af Mbl. í fyrradag og rak í Vísna- horninu augun í gamla rímþraut eftir Jón minn Rafnsson. Þar var nokkur orðamunur frá því sem hann kenndi mér en það var svona: Hún stóð þarna allsber og útglennt í afspyrnuroki á skarís og starði á brjálaðan stúdent í strífuðum buxum frá París. Þegar Jón kenndi mér vísuna og sagði tildrög hennar, þegar hann bað þá aldrei þrífast, Krist- in E. og Jón keingon [prófessor Helgason í Kaupmannahöfn], lagði hann sérstakan þunga á að fara rétt með orðmyndina „stríf- uðum“ sem merkir víst „með upp- hleyptum gárum“, ekki segja „stífuðum“ eða „stríluðum“.“ Vésteinn Valgarðsson er í samninganefnd í stéttarfélaginu og var á fundi númer tvö í gær: Mundu, þú sem græðir glaður gull án þess að vinna, að verðugur er verkamaður vinnulauna sinna. Pétur Stefánsson yrkir fallega vetrarstemmningu: Héluð jörðin heiminn prýðir. Húmar að til lands og sjós. Dofnar ört og deyr um síðir dagsins hinsta sólarljós. Þá Jón Gissurarson: Hér mun tími vorsins vís, varminn aukist getur. Sólin aftur upp þá rís eftir langan vetur. Og loks Hólmfríður Bjartmars- dóttir, Fía á Sandi: Langar nætur, líka svartar líða nú við pól. Jörðin klakaskrauti skartar, skíni lárétt sól … Af buxum og sólarljósi DAGBÓK 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 2010 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÉG ÉG ÉG „ÉG”? ERT ÞÚLÍKA MIKILL AÐDÁANDI? ER BÚIÐ AÐ VARA ÞIG VIÐ SÓLMYRK- VANUM? JÁ, ÞAÐ ER BÚIÐ AÐ VARA MIG VIÐ ÉG VIL ALLS EKKI SKEMMA FALLEGU AUGUN MÍN ÞÉR FINNST ÉG VERA MEÐ FALLEG AUGU? ER ÞAÐ EKKI? JÚ, ÞAU ERU EINS OG TVÆR BLEKKLESSUR EKKI VERA AÐ RÍFA ÞIG! ÞEGAR ÞÚ ERT HEIMA ÞÁ ÁTTU AÐ HJÁLPA KONUNNI ÞINNI MEÐ HÚSVERKIN! GOTT OG VEL!! ÉG VONA BARA AÐ STRÁKARNIR SJÁI MIG EKKI! ÞAÐ Á AÐ TAKA MIG ÚR SAMBANDI Á MORGUN GRÍMUR JÁ, ÉG HEYRÐI ÞAÐ ER ÞAÐ EITTHVAÐ Í LÍKINGU VIÐ ÞAÐ AÐ LÁTA UMSKERA SIG? NEI, ÞAÐ ER EKKERT LÍKT ÞVÍ ÞANNIG AÐ TÍKURNAR EIGA EKKI EFTIR AÐ FÍLA ÞAÐ...? EINN AF SKJÓLSTÆÐINGUM MÍNUM VARÐ MJÖG FÚLL ÚT Í MIG Í DAG ÆI, ÞAÐ HLÝTUR AÐ HAFA VERIÐ HRÆÐILEGT! FÁÐU ÞÉR SÆTI OG SEGÐU MÉR HVAÐ GERÐIST ÉG VEIT EKKI HVORT ÞIG LANGAR AÐ HLUSTA Á MIG Í ALVÖRUNNI EÐA EKKI EN ÞETTA ER ALLAVEGANA FRAMFÖR EF MAMMA ER ÁNÆGÐ, ÞÁ ERU ALLIR ÁNÆGÐIR HEFUR HONUM ALLTAF VERIÐ SVONA ILLA VIÐ LYFTUR? JÁ, EN ÉG ER BÚIN AÐ VENJAST ÞVÍ EIGUM VIÐ AÐ KOMA OKKUR? SKRÍTIÐ!?! HANN VAR Á UNDAN LYFTUNNI ÞETTA ER ÞAÐ SEM MIG VANTAR NÚ FÆRIST ALVARA Í LEIKINN... Kvenhanskar týndust Svartir leður- og rú- skinnshanskar með þremur tölum týndust líklega í Hlíðarsmára, Sjálandi, Grandanum eða við JL-húsið. Finnandi vinsamlega hafi samband í síma 561-4641. Öðrum til varnaðar Ég keypti mér jakka og pils í versluninni Bernhard Laxdal síð- astliðið sumar. Ein- hver afsláttur var veittur af pilsinu því það voru lokadagar útsölu. Fyrir þetta tvennt borgaði ég rúmlega 40 þúsund krónur í peningum. Eins og gengur með sparifatnað var þetta fremur lítið notað. Í nóvember sl. fór ég þó í pilsið og þá tók vinkona mín eftir því að það var allt farið að rakna á saumunum. Ég fór með pils- ið í búðina og afgreiðslukonan sagð- ist myndu láta saumakonu kíkja á það. Nokkrum dögum seinna fékk ég símtal þar sem mér var tjáð að ekk- ert væri hægt að gera við pilsið. Ég fór því í búðina og fyrir svörum var Guðrún sem sagðist vera yfir- maður. Í stuttu máli mætti mér sá argasti dónaskapur sem ég hef orðið vitni að. Guð- rún fullyrti að ég hefði rekist utan í eitthvað og rifið pilsið og að ekkert væri hægt að gera í því. Bætti svo við að sennilega hefði ég keypt pilsið á útsölu og því borgað lítið fyr- ir það. Ég var miður mín enda hafði ég alls ekki rekið mig í eitthvað og togað án þess að verða vör við það enda aðeins notað pilsið í örfá skipti. Einnig hefði mér aldrei komið til hugar að reyna að fá einhverjar bæt- ur út á pils sem ég hefði rifið sjálf. Ég var ekki tilbúin til þess að sætta mig við þessi málalok og vil því koma þessu á framfæri öðrum til varn- aðar. Góðir viðskiptahættir felast nefnilega ekki í því að tala niður til fólks og niðurlægja. Sigríður Guð- mundsdóttir. Ást er… … ferð um ævintýraland. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9, bingó kl. 13.30. Árskógar 4 | Smíðar kl. 9. Jólabingó og jóga kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Kertaskreyting. Helgistund kl. 10, sr. Hans Markús, börn úr 7. bekk í Álftamýrarskóla lesa jólasögur og ljóð kl. 13. Jólatrésskemmtun 21. des. kl. 14. Jólasveinar mæta. Dalbraut 18-20 | Jólabingó í dag kl. 14 glæsilegir vinningar, kaffihlaðborð, söng- stund með Lýð eftir kaffi. Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8, botsía kl. 10.45. Ferðaklúbburinn Flækjufótur | Jóla- ljósaferð 16 des. kl. 16.15 frá Nettó í Mjódd. Félag eldri borgara í Kópavogi | Gleði- gjafarnir syngja kl. 14. Sturla Guð- bjarnason stjórnar og harmonikkuleik- ararnir Guðni, Sigurður og Gunnlaugur leika undir. Félag eldri borgara, Reykjavík | Bók- menntaklúbbur kl. 13, dansleikur sunnu- dagskvöld kl. 20, Klassík leikur fyrir dansi. Félagsheimilið Boðinn | Pálmar spilar á harmonikku kl. 13.30. Félagsheimilið Gjábakki | Botsía kl. 9.30/13, málm- og silfursmíði kl. 9.30/ 13, jóga kl. 10.50, félagsvist kl. 20.30. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefnaður kl. 9, jóga kl. 9.15, ganga kl. 10, leikfimi kl. 10.30, Gleðigjafarnir kl. 14. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikfimi kl. 8.15 og 9.15, síðustu tímar í málun kl. 10, leðursaumi og fé- lagsvist kl. 13. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur kl. 9, m.a. bókband. Prjónakaffi kl. 10, staf- ganga kl. 10.30. Spilaslur opinn, kóræfing kl. 15.30. Á morgun kl. 11 frá Gerðubergi könnungarleiðangur í göturými 111 Reykjavík. Mánud. kl. 9.30 koma börn frá leiksk. Vinagerði. Háteigskirkja - starf eldri borgara | Bridsaðstoð kl. 13. Hraunsel | Rabb kl. 9, leikfimi kl. 11.30, brids kl. 12,30. Biljardstofa og pílukast kl. 9-16. Áramótadansleikur 29. des., Þor- valdur Halldórsson leikur og syngur. Hvassaleiti 56-58 | Lífsorkuleikfimi kl. 8.30, 9.30 og 10.30. Vinnustofa kl. 9. Myndlist kl. 13. Jólabingó kl. 13.30, góðir vinningar og kaffisala. Hæðargarður 31 | Bútasaumssýning listasmiðju og myndlistarsýning Erlu Þor- leifsdóttur. Fastir liðir. Dagskrá í tilefni jóla kl. 14.30. Soffíuhópur flytur kvæðið Jól eftir Stefán frá Hvítadal og smásöguna Túlípanaglösin eftir Ólöfu Stefaníu Eyjólfs- dóttur. Hæðargarðsbíó kl. 16, Sigla him- infley. Íþróttafélagið Glóð | Botsía í Gjábakka kl. 13. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Blaða- klúbbur kl. 10.10, leikfimi kl. 11, jóla-bingó kl. 13.30, góðir jólavinningar, kaffiveit- ingar kl. 14.30. Norðurbrún 1 | Myndlist/útskurður kl. 9, jólahlaðborð kl. 18. Vesturgata 7 | Skartgripa/kortagerð kl. 9, enska kl. 11 30, tölvukennsla kl. 13.30, sungið v/flygil kl. 14.30, dansað kl. 14.30- 16. Vesturgata 7 | Handverkssala frá kl. 13- 16. Sigurgeir við flygilinn og dans í umsjá Sigvalda. Vitatorg, félagsmiðstöð | Leirmótun, handavinnustofa, morgunstund, bingó fellur niður v. jólafagnaðar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.