Morgunblaðið - 10.12.2010, Page 28

Morgunblaðið - 10.12.2010, Page 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 2010 Hljómsveitin Nefndin hefur sent frá sér geisladiskinn Augnablik, sem inniheldur lög við ljóð Hákonar Aðalsteins- sonar, en Hákon hefði orðið 75 ára hinn 13. júlí síðastliðinn. Á disknum eru þrettán lög, við mörg þekktustu ljóð Hákonar, svo sem Hreindýraveiðar, Lífs- hlaup karlmannsins, Haustljóð og Vorljóð. Ellefu laganna eru eftir Jón Inga Arngrímsson, en tvö erlend. Hljómsveitin Nefndin er skipuð þeim Valgeiri Skúlasyni (trommur og söngur), Hafþóri Val Guðjónssyni (gítar og söngur), Jóni Inga Arn- grímssyni (bassi og söngur) og Örnu S.D. Christi- ansen (söngur). Tónlist Hákon Aðalsteins- son tónsettur Hluti umslagsins. Fríkirkjukórinn í Hafnarfirði heldur sína árlegu jólatónleika á morgun, laugardag kl. 17:00, í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Yfirskrift tónleikanna er Nú gleðisöngva syngja ber. Þar gefst tónleikagestum kostur á að upplifa jólastemningu í fall- egri kirkju. Kórinn flytur létt og skemmtileg jólalög í bland við hátíðlega jólasálma. Kirstín Erna Blöndal syngur einsöng og einnig ung söngkona, Rósa Guðbjörg Guð- mundsdóttir. Hljómsveit kirkjunnar leikur undir með kórnum en hana skipa Örn Arnarson á gítar, Guðmundur Pálsson á bassa og Skarphéðinn Hjartarson á píanó. Stjórnandi er Örn Arnarson. Tónlist Jólatónleikar Fríkirkjukórsins Fríkirkjan í Hafnarfirði. Út er komin bókin Gísli á Hofi vakir enn. Þetta er ævisaga Gísla Pálssonar á Hofi í Vatns- dal sem varð níræður á þessu ári. Útgefandinn er Bókaútgáf- an Hofi, en Gísli er þar for- svarsmaður. Þetta er fimmtug- asta bókin sem forlag hans gefur út. Skrásetjari er Jón Torfason frá Torfalæk en nokkrir samferðamenn eiga þar auk þess stuttar frásagnir. Þetta er athyglisverð saga af bónda sem gerðist forystumaður í byggð sinni og utan hennar og tókst á við fjölmörg aðkallandi verkefni. Með því að fylgjast með ferli Gísla kynnist lesandinn bú- skaparsögu Íslendinga á seinni hluta 20. aldar. Bækur Ævisaga Gísla á Hofi komin út Gísli Pálsson á Hofi. Óperukór Hafn- arfjarðar, sem er skipaður um 50 söngvurum, held- ur tónleika í Seljakirkju á morgun, laugar- dag, klukkan 16. Er í senn um jóla- og útgáfutónleika að ræða, að sögn Elínar Óskar Óskarsdóttir, stjórnanda kórsins og söngkonu. Kórinn var að senda frá sér hljómdisk er nefnist Óperukór Hafnafjarðar – Tíu ára afmælis- útgáfa. „Við gefum þennan disk út í tilefni af tíu ára afmæli kórsins í ár,“ segir hún. „Diskurinn er troðfullur af óp- eru- og Vínartónlist, en hann er líka með íslensku ívafi. Á honum er þannig óperukór úr Galdra-Lofti og það er spennandi að hafa hann með, við Íslendingar eigum svo fín tón- skáld, eins og Jón Ásgeirsson.“ Elín Ósk söng hlutverk Stein- unnar í uppfærslu Íslensku óp- erunnar á verkinu. Afskaplega góður hópur Hún segir kórverkin á disknum bæði þekkt og lítt þekkt, „eftir Verdi, Rossini og Mascagni. Þessir kórar eru oftast fluttir með hljóm- sveit en við erum með „hljómsveit- ina“ Peter Maté, konsertpíanistann sjálfan, sem leikur með okkur á diskinum,“ segir Elín Ósk. „Svo má ekki gleyma því að við flytjum líka Sígaunaljóðin hans Brahms, í kórútsetningu. Þetta eru allt miklir og spennandi kórar.“ Elín Ósk segir að á tónleikunum verði flutt efni af diskinum og jóla- lög. „Þetta er afskapalega góður hóp- ur,“ segir hún um kórinn „lært og ólært fólk, allt gott söngfólk.“ Elín Ósk tekur lagið með kórnum á tónleikunum, syngur verk sem nefnist Amen og margir kannast við í flutningi Jessye Norman. „Það er eitt af mínum eftirlætisverkum með henni, af andlegu tagi,“ segir hún. efi@mbl.is „Miklir og spennandi kórar“  Óperukór fagnar diski með tónleikum Elín Ósk Óskarsdóttir Svo undarlega brá við að í matsal þessa virta hótels voru fáir matar- gestir þetta kvöldið31 » Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Ég kalla þetta smásagnir,“ segir Þóra Jónsdóttir skáldkona um text- ana í nýrri bók sinni, Hversdags- gæfu. „Þetta eru margvíslegar frá- sagnir. Ég valdi þetta heiti vegna þess að ég held meira upp á mánu- daginn en sunnudaginn og er fegin þegar langar helgar eru búnar. Þetta nafn fann ég í sögu Einars Benediktssonar, Valshreiðrið, og það höfðaði til mín. Við erum öll í gæfuleit, alltaf. Davíð Stefánsson segir að blómið við bæjarvegginn sé blómið sem all- ir þrá. Ég er þeirrar skoðunar líka.“ Í stuttum frásögnum bókarinnar segir meðal annars af kind með snúið horn úr enni, af sári á horn- himnu auga vegna geðhrifa margra gleymdra lesnátta, af gistingu í Þórsmörk og af hjónum sem sífellt skipta um svefnstað í húsi sínu. „Þetta eru hugdettur og frásagn- ir sem geymast hjá mér,“ segir Þóra. „Þetta eru stuttar frásagnir af ýmsum atburðum, frá mismun- andi stöðum, ólíkum tímum, en minnið er brigðult og þetta eru eng- ar heimildir. Atburðirnir blandast saman við fortíðarþrá, drauma og vonir. Tíminn er afstæður“ Ljóð Þóru er knöpp og meitluð og þótt þessar smásagnir segi af at- burðum og upplifunum, þá eru þær knappar. „Já, ég er orðfá í mínum ritgerð- um og ljóðum. Það er minn stíll. Ég get ekki breitt mig út um einhvern hlut, ég verð að vera í knöppum stíl. Þetta er unnið af fingrum fram. Ég skrifa þetta eins og það kemur til mín.“ Hún hugsar sig um. „En ljóð mín breyttust eftir því sem fleiri bækur komu út, ég vildi ekki hafa alltaf sama formið á þeim. Ég vil að einhver endurnýjum eigi sér stað,“ segir Þóra. Er hún alltaf að skrifa? „Nei, mjög sjald- an! Ég geri lítið af því. Um dagana hef ég mest gert af því að sinna fjölskyld- unni og lifa lífinu. En ég hef rúman tíma og finnst gott að setjast niður og hugsa mig um. Ég fæst líka við að mála og mér finnst gott að vera að búa eitthvað til. Það er mitt eðlisfar,“ segir hún að lokum. „Held meira upp á mánudaginn en sunnudaginn“  Smásagnir Þóru Jónsdóttur í bókinni Hversdagsgæfu Morgunblaðið/Golli Þóra Jónsdóttir „Þetta eru stuttar frásagnir af ýmsum atburðum, frá mis- munandi stöðum, ólíkum tímum, en minnið er brigðult,“ segir hún. Ný bók Þóru Jónsdóttur nefnist Hversdagsgæfa og í henni er brugðið upp stuttum myndum í söguformi, sögum af fólki á ýmsum aldri við ólíkar að- stæður. Þóra er fædd árið 1925 á Bessastöðum en fluttist ung með fjölskyldu sinni á annað stórbýli, Laxamýri í Suður- Þingeyjasýslu, þar sem hún ólst upp. Þóra nam við Alþýðuskól- ann á Laugum, lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum á Ak- ureyri og las bókmenntir við Hafnarháskóla. Hún lauk prófi frá Kennaraskóla Ís- lands 1968 og starf- aði um tíma á Borgarbókasafni. Þóra hefur sent frá sér níu ljóðabæk- ur, auk ljóðaþýðinga, og er kunn fyrir meitlaðan og fág- aðan ljóðheim sinn. Fyrsta bókin, Leit að tjaldstæði, kom út árið 1973. Safnrit með ljóðum úr öllum fyrri bókum hennar kom út hjá Sölku árið 2005. Meitlaðar smásagnir HEFUR GEFIÐ ÚT TUG BÓKA Einhver magnaðasta inn-blásturssprengja allratíma í vestrænni kór-verkagrein sprakk í Lundúnum 1741 þegar G. F. Händel (að þýzk-norrænni hefð; sjálfur skrifaði „Saxinn mikli“ frá Halle sig Handel eftir hann settist að þar vestra) samdi óratóríu sína um Krist við ritningartexta Jennens á sléttum þrem vikum. Þriggja tíma löng tónsmíðin hefur heldur betur staðizt tímans tönn sem alkunnugt er. Fyrir utan hvað engu lakari tónskáld en Haydn, Mozart og Beethoven – svo aðeins séu nefndir fremstu næstkomandi arftakar – urðu öll fyrir djúpstæðum áhrifum af þessu síunga og síspræka meistaraverki. Áhrifamáttur þess varð lýðum ljós þegar við frumflutn- inginn 1742, og tímalaus ferskleikinn hefur aldrei dofnað síðan. Þetta rann því skýrar upp fyrir undirrituðum á fullsetnu tónleik- unum í Guðríðarkirkju Grafarvogs- sóknar á miðvikudag sem lengra var um liðið frá síðustu lifandi viðkynn- ingu hans af Messíasi; gott ef ekki þónokkur ár. En með tilliti til fjölda virtúósra „uppruna“-innspilana síð- ustu áratuga á allt að uppsprengd- um hraða hlaut á móti að vakna spurningin hvað tveir litlir íslenzkir áhugamannakórar væru eiginlega að vilja upp á dekk. Því jafnvel þótt Messías hafi nú í hálfa öld verið sí- gilt viðfangsefni héðra um jól og páska, þá er uppsöfnuð viðmiðun frá fremstu erlendu flytjendum orðin æ ógnvænni í samanburði. Niðurstaðan kom engu að síður á óvart. Þrátt fyrir stundum fremur hráan kórtón – og misliðugan flúr- söng þar sem stjórnandinn valdi (viturlega) hægari hraða en nú er al- gengast – náði sönggleðin furðuoft að rífa viðfangsefnið upp í seiðandi hæðir, í blákaldan blóra við allt of fá- mennar karlaraddir (27-33-12-16). Að vísu má segja að viðlík jörm- unáhrif séu nánast „innbyggð“ í upp- tendrandi eðli verksins. En þótt 2-3 upphafsinnkomur sólista færu á mis, fór hins vegar lítt fyrir því hjá kórn- um. Má það kalla býsna gott af 44 númerum úr alls 53 (9 var sleppt úr II. og III. hluta) – með dúndrandi hallelújakór sem hefðbundinn há- punkt í II-lok. Hljómsveitin var skipuð valin- mennum úr SÍ (samt án fagotts í fylgibassa) er léku af glampandi fyr- irmyndarfágun með auðheyrðri hlið- sjón af upprunastefnu síðari ára (stuttar nótur, lítið víbrató) þótt á nútímahljóðfæri væri. Einsöngv- ararnir voru af sama gæðaflokki, því þó að textatjáning hefði stundum mátt vera ákveðnari, var þar sömu- leiðis valinn maður í hverju rúmi. Sérstaklega lifnaði maður við þegar Hulda Björk tjaldaði stöku sinni sléttari tóni en maður átti að venjast úr þeim hraðtitrandi barka – von- andi jafnt til marks um aukið tjá- brigðaskyn sem almennt kærkomna fjölbreytni. Síferskur Messías Morgunblaðið/Árni Sæberg Fluttu Messías Selkórinn og Vocis Academicae á æfingu fyrir tónleikana, undir stjórn Jóns Karls Einarssonar. Guðríðarkirkja Óratóría bbbmn Messías eftir Händel í flutningi Sel- kórsins og Voces Academicae ásamt 20 manna hljómsveit úr SÍ (kons- ertmeistari Sigrún Eðvaldsdóttir). Einsöngvarar: Hulda Björk Garð- arsdóttir S, Sesselja Kristjánsdóttir A, Snorri Wium T og Ágúst Ólafsson B. Stjórnandi: Jón Karl Einarsson. Miðvikudaginn 8. desember kl. 20. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.