Morgunblaðið - 10.12.2010, Síða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 2010
Plata með fáheyrðum Singa-
pore Sling-lögum lúrir nú í plötu-
búðum borgarinnar, en alls voru
100 eintök pressuð. Segir for-
sprakkinn, Henrik Björnsson, að
hann hafi í vor farið í gegnum
nokkur lög og nokkrar hugmyndir
sem hann átti til, efni sem hafi
þurft að koma út.
Sjaldgæft efni með
Singapore Sling
Fólk
Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
Mögulega er ofstuðlað í fyrirsögninni en
hvað á maður að gera þegar maður fréttir
af heimildarmynd um húðlflúrmeistarann
Fjölni Bragason og ferðalag hans til Fær-
eyja ásamt félögum sínum, þeysandi um á
vélfákum, opnandi húðflúrsstofu í Klakks-
vík!? Myndin, sem kallast Flúreyjar, verður
frumsýnd í Bíó Paradís kl. 17.00 í dag. Að
sögn Sigurðar Páls Sigurðssonar, framleið-
anda, liggja tildrög myndarinnar í vinskaop
hans og meðlima hljómsveitarinnar Boys in
a Band.
„Ég kynntist þeim á Airwaves og Heri,
hljómborðsleikarinn knái, langaði í húðflútt.
Ég lóðsaði honum beinustu leið til Jóns Páls
og Fjölnis og þar sem Heri var í stólnum
kvartaði hann yfir því að enga húðflúrstofu
væri að finna í Færeyjum. Við þetta kviknaði
á ljósaperu mikilli, og því var komið til leið-
ar að stofa var opnuð í Klakksvík í tvær vik-
ur sumarið 2009. Tengdamamma Hera redd-
aði læknastofu undir þetta og þetta var mikil
og góð samvinna á milli landanna. Stofan
var svo troðfull allan tímann og Fjölnir hef-
ur farið í þrjár ferðir eftir það út.“
Sigurður segir að samfara þessu hafi hug-
myndin að myndinni kviknað.
„Það er léttur og spellvænn andi í þessu
hjá okkur og Fjölnir tekur út menningarlíf
eyjanna á sinn hátt, svo ekki sé nú meira
sagt!“
Sigurður vonast svo til þess að myndin
fari í frekari sýningar í janúar.
Fjölnir og flúraðir Færeyingar festir á filmu
Reffilegur Fjölnir Bragason, flúrari með meiru.
Dauðarokkssveitin Beneath
hefur skrifað undir samning við
plötuútgáfuna Unique Leader Re-
cords um útgáfu og dreifingu á
plötum hljómsveitarinnar á heims-
vísu. Fyrsta breiðskífa Beneath er
væntanleg á næstu mánuðum og
mun eftirvinnsla hennar vera á
lokastigi en platan var tekin upp í
Sundlauginni og Stúdíó Fosslandi
og hljóðblönduð af Daniel Bergs-
trand í Dug Out Studios í Upp-
sölum í Svíþjóð. Bergstrand hefur
m.a. unnið með In Flames, Behe-
moth og Meshuggah. Í fyrra fór
Beneath með sigur af hólmi í
keppninni Wacken Metal Battle og
lék á Wacken Open Air-hátíðinni í
kjölfar þess.
Beneath semur við Uni-
que Leader Records
Gjörningur Ragnars Kjartans-
sonar í þjóðleikhúsi Svía, Drama-
ten, hefur gengið vel í frændur
vora. Fékk hann m.a. þá dóma í
Dagens Nyheter að þetta væri
einstakasti viðburður í sögu leik-
hússins. Allt sem Ragnar snertir á
um þessar mundir virðist breytast
í gull …
Ragnar Kjartansson
fær góða dóma
Ingibjörg og Lilja Birgisdætur opna sýningu
sína The last shapes of Never: Safn vídeóverka
fyrir Múm í gallerí Kling og Bang í kvöld,
föstudaginn 10. desember klukkan 20:00. Þar
munu þær sýna fullt hús vídeóverka sem þær
unnu fyrir viðhafnartónleika hljómsveit-
arinnar Múm í Krakow, Póllandi, á árinu.
Múm ætlar af því tilefni að spila á opnuninni
og leika sitt fyrsta raftónlistarsett á Íslandi í
mörg ár.
Ingibjörg er útskrifuð úr Listaháskóla Ís-
lands og hefur tekið þátt í fjölda samsýninga
hér og erlendis en hélt sína fyrstu einkasýn-
ingu í Listasafni Reykjavíkur í fyrra. Lilja út-
skrifaðist úr Konunglega listaháskólanum í
Haag og á einnig að baki margar samsýningar.
Systurnar unnu saman plötuumslag bróður
síns Jónsa úr Sigurrós sem kom út á árinu.
Vídeóverkin sem sýnd verða í kvöld hafa ekki
verið sýnd hér á landi áður. „Þau hafa verið
sýnd á Art-faire-hátíð í París og í Póllandi en
eru í fyrsta skipti sýnd hér á landi núna um
helgina,“ segir Lilja. „Mesta vinnan í verk-
unum fór fram í eftirávinnslu, þar sem við
gerðum þetta að myndlistarverki, við af-
skræmdum raunveruleikann.“ Sýningin mun
aðeins vera opin yfir helgina.
borkur@mbl.isSystratjáning Boðið upp á kokkteil úr tónlist, myndlist og vídeó hjá Kling og Bang.
Myndlistarverk Múm
Ungliðahreyfing Kling og Bang á sviðinu
Systurnar Birgisdætur afskræma veruleikann
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Fjöllistahópurinn Skyr Lee Bob,
skipaður Ernu Ómarsdóttur dans-
ara, Guðna Gunnarssyni myndlist-
armanni og tónlistarmanninum
Lieven Dousselaere, mun um
helgina flytja dansleikhúsgjörning
sinn Square Wunder Globe í
Gerðarsafni í Kópavogi. Kópavogs-
bær styrkti gerð verksins og því
verður það sýnt í safninu.
Verkið var nýverið frumsýnt á
norrænu listahátíðinni Les Boré-
ales í Caen í Frakklandi og er út-
gangspunktur þess leit mannsins
að veraldlegum undrum, hinu ótrú-
lega og fordæmislausa, eins og
hópurinn lýsir því. Umgjörð verks-
ins er hugmyndin um s.k. Wunder-
kammer, eða undraskáp, fyrstu til-
raunina til safns á endurreisnar-
tímanum í Evrópu. Slíkir skápar
innihéldu ýmsa muni, allt frá trú-
ar- og sagnfræðilegum til list- og
hönnunarmuna. Meðal annars
mátti finna ævintýralega muni á
borð við einhyrningshorn eða hluti
tengda Jesú Kristi. Blaðamaður
tók Ernu tali til að varpa frekara
ljósi á þetta forvitnilega verk.
Panic monkey
Erna segir auðuga menn á end-
urreisnartímanum hafa safnað
munum í undraskápana eða -her-
bergin svonefndu, oft og tíðum
hlutum sem þeir hafi fundið á
ferðum sínum til framandi landa,
hlutum úr framandi
menningarsamfélögum sem vöktu
forvitni í hinum vestræna heimi.
– En hvernig túlkið þið þetta í
verkinu, þessa hugmynd um Wun-
derkammer?
„Þetta er náttúrlega túlkað í
tónlist, dansi og ljósum, þetta er
náttúrlega ljóðrænt ferðalag eða
eitthvað þess háttar. Við segjum
sögu af einni dýrategund sem
finnst í e.k. regnskógum, þetta er
uppspunnin dýrategund sem heitir
panic monkey, e.k. fugla- og apa-
tegund í bland við manneskju,“
segir Erna. Guðni og Dousselaere
fari með hlutverk tveggja manna,
landnema, í verkinu og hún leiki
hið furðulega dýr, panic
monkey, sem þýða
mætti sem skelf-
ingarapa.
Erna segir einnig
áhugvert við undra-
skápana eða -her-
bergin að þar hafi
bæði verið að
finna hluti sem
ekki voru raun-
verulegir, t.d. einhyrningshorn,
sem og raunverulega hluti, list-
muni og aðra gripi.
Api í Seyðisfirði
Erna bætir því við að lokum að
verkið eigi sér lengri sögu, í raun
megi rekja það aftur til Listahátíð-
ar þegar Skyr Lee Bob sýndi
gjörning og ljósmyndir í Skaftfelli
á Seyðisfirði. Skelfingarapinn á því
ætti rætur að rekja til Seyðisfjarð-
ar, ef þannig mætti að orði kom-
ast.
Square Wunder Globe verður
sýnt á efri hæð Gerðarsafns í
kvöld og annað kvöld og hefjast
sýningar kl. 20.30 báða daga.
Ljósmynd/Christopher Lund
Ótti Skelfingarapinn (Erna Ómarsdóttir) leitar huggunar í appelsínum í ávaxtaborði ónefndrar matvöruverslunar.
Hinir meðlimir Skyr Lee Bob, Guðni Gunnarsson og Lieven Dousselaere, sýsla eitthvað í bakgrunni.
Leit að veraldlegum undrum
Skyr Lee Bob sýnir dansleikhúsgjörninginn Square Wunder Globe í Gerðar-
safni Umgjörð verksins hugmyndin um Wunderkammer, undraherbergi
Erna hóf dans sem táningur
hjá Dagný Björk í félags-
miðstöðinni Agnarögn í Kópa-
vogi og nam síðar við PARTS
í Brussel (Performing arts
research and training
studios). Hún hefur starf-
að með mörgum þekktum
höfundum og stjórnendum
í þeirri list, m.a. Jan
Fabre.
Erna Ómarsdóttir
ERNA ÓMARSDÓTTIR
Þekkt nafn