Morgunblaðið - 18.12.2010, Page 1

Morgunblaðið - 18.12.2010, Page 1
L A U G A R D A G U R 1 8. D E S E M B E R 2 0 1 0  Stofnað 1913  296. tölublað  98. árgangur  MÖRG FIÐRILDI Í MAGANUM OG ÖR HJARTSLÁTTUR GERÐUR UM GERÐI OFVIÐRIÐ RÍÐUR Á AÐ HALDA EWING- OIL SAMAN SUNNUDAGSMOGGINN AF ÚTVARPI 64JÓLAGLEÐI RIMASKÓLA 20  Hanna Birna Kristjánsdóttir, for- seti borgarstjórnar, segir að sam- starfið við meirihlutann sem ræður borginni hafi ekki þróast með þeim hætti sem hún hefði viljað sjá. „Verði ekki tekin ákveðnari skref í þessari sameiginlegu tilraun til aukins samstarfs og verði það ekki aukið eða formgert frekar á nýju ári, þá hafa forsendur auðvit- að breyst með þeim hætti að við hljótum að endurskoða það og um leið hlýt ég að íhuga hvort rétt sé að ég starfi áfram sem forseti,“ seg- ir Hanna Birna í viðtali í sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins. „Því er það auðvitað spurning hvort þessi tilraun okkar vari lengur en til eins árs, eins og um var samið.“ Hlýt að íhuga að hætta sem forseti borgarstjórnar Morgunblaðið/Golli Hanna Birna Samstarfið þarf að breytast.  Harka og óbil- girni einkennir framkomu ESA og Evrópusambands- ins varðandi bann á notkun fosfata við framleiðslu á salt- fiski, að mati Ein- ars K. Guðfinns- sonar alþingis- manns. Hann segist óttast að vinnsla á fiski flytjist úr landi, störfum fækki og verðmæta- sköpun minnki í kjölfar bannsins. Aukefnanefnd ESB er með málið til skoðunar, en að sögn Einars er talið að það geti tekið allt næsta ár að fá endanlegt svar um hvort efnið verður leyft. Líklegt er að ESA sendi hingað eftirlitsmenn í byrjun næsta árs til að kanna hvort fram- leiðendur hafi ekki allir hætt notk- un fosfata. MAST mun einnig fylgj- ast með málinu. »14 Óttast fækkun starfa í fiskvinnslu Einar K. Guðfinnsson dagar til jóla 6 Skyrgámur kemur í kvöld www.jolamjolk.is Guðni Einarsson gudni@mbl.is Snjóflóðahætta var hvergi á byggðu bóli hér á landi í gærkvöldi, að mati sérfræðinga Veðurstofu Íslands. Ástandið verður metið aftur þegar birtir í dag og sést til fjalla. Veðurfræðingur sem var á vakt í gærkvöldi sagði að nokkrir þekktir snjóflóðastaðir við vegi á norðan- verðu landinu gætu verið varhuga- verðir og viðbúið að snjóflóð féllu á einhverja þeirra í nótt. Lögreglan á Húsavík varaði við snjóflóðahættu í Dalsmynni í Fnjóskadal í gær og var veginum lokað þess vegna. Vegurinn um Vík- urskarð lokaðist vegna ófærðar í gær og þá fór umferð að aukast um Dalsmynni. Leiðinni var því lokað til öryggis. Veðurstofan nefndi einnig Siglufjarðarveg og Ólafsfjarðarmúla varðandi mögulega snjóflóðahættu. Óveðrið sem geisaði víða um land í gær og í fyrrinótt gekk víðast hvar niður þegar leið á gærdaginn. Búist var við að áfram drægi úr veðrinu í nótt. Björgunarsveitarfólk hafði í nógu að snúast í gær við að aðstoða fólk í ófærð og hemja hluti sem voru að fjúka. Mjög hægðist um hjá björg- unarsveitum um kvöldmat í gær. MFengu mörg óveðursútköll »2 Morgunblaðið/RAX Gufunes Gamla varðskipið Þór slitnaði frá bryggju í óveðrinu og rak upp á grynningar þar sem það strandaði. Óveður gerði víða usla  Varað við snjóflóðahættu við vegi  Björgunarsveitir höfðu í nógu að snúast Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Akureyri Foreldrar voru beðnir að sækja börnin vegna veðursins.  Lögfræðingar sem Morg- unblaðið hefur rætt við telja að hvorki neyðarlögin né annað í ís- lenskum lagabókstaf komi í veg fyrir þá lausn á Icesave-deilunni sem almennir kröfuhafar kynntu stjórnvöldum í vor og sagt hefur verið frá í blaðinu. Tillagan felur meðal annars í sér að íslenska ríkið myndi losna undan allri ábyrgð vegna Icesave-skuldbindinga. Hins vegar hefur verið haft eftir fjöl- miðlafulltrúa fjármálaráðuneyt- isins að hugmyndir kröfuhafanna stangist á við hugmyndina á bak við neyðarlögin. » 28 Tillaga almennra kröfuhafa stenst lög Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl.is Efnahags- og skattanefnd Alþingis leggur m.a. til að heimild fyrirtækja til að taka gengistryggð lán verði felld niður. Gert er ráð fyrir því að í dag verði samþykkt frumvarp til laga um vexti og verðtryggingu sem fjallar m.a. um uppgjör gengis- tryggðra lána. „Þetta verður núna að lögum, það er stefnan,“ segir Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, sem situr í efna- hags- og skattanefnd. „Staða fyrirtækjanna verður því tekin eftir áramót þar sem við förum heildstætt yfir stöðu þeirra og lánamöguleika. Fyrirtækin verða tekin mjög kerfisbundið fyrir. Þau litlu og meðalstóru fyrirtæki sem tóku gengistryggð lán munu fá úr- lausn sinna mála inni í bankakerf- inu,“ segir Magnús Orri. Meirihluti Alþingis stefnir að því að ljúka þingstörfum í dag og taka jólahlé. „Við stefnum að því að ljúka þinginu á morgun. Það tekur auðvitað einhvern tíma að ræða þessi mál en það er sameiginlegur vilji formanna allra þingflokka að við náum að ljúka þessu á morgun,“ sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður þingflokks Samfylking- arinnar, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Meðal þeirra mála sem gert er ráð fyrir að afgreiða í gegnum þing- ið og gera að lögum í dag eru nokk- ur frumvörp um hækkanir og breyt- ingar á skattlagningu og ráðstafanir í ríkisfjármálum. Heimild fyrirtækja til töku gengislána felld niður  Stefnt að því að gera gengislánafrumvarp að lögum í dag Mál sem á að afgreiða » Ráðstafanir í ríkisfjár- málum. » Vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl. » Sérstakur skattur á fjár- málafyrirtæki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.