Morgunblaðið - 18.12.2010, Page 6
Tap á rekstri
Vinstrihreyfing-
arinnar – græns
framboðs nam
38,6 milljónum
króna á árinu
2009, samkvæmt
ársreikningi,
sem flokkurinn
hefur skilað til
Ríkisendurskoðunar.
Alls fékk flokkurinn rúma 1 millj-
ón króna í styrki frá fyrirtækjum.
Hæstu styrkirnir voru frá Högum
og Icelandair Group, 300 þúsund
krónur frá hvoru fyrirtæki. Fé-
lagsgjöld skiluðu flokknum 27,2
milljóna króna tekjum.
Tap var einnig á rekstri Borg-
arahreyfingarinnar á síðasta ári,
eða sem nam rúmlega 6,7 millj-
ónum króna. Flokkurinn fékk 850
þúsund krónur í styrki frá fyr-
irtækjum, þann hæsta frá Atlants-
olíu eða 300 þúsund krónur. Þá
námu framlög einstaklinga 832 þús-
und krónum.
Tap hjá
stjórnmála-
flokkunum
Hæstu styrkir VG
frá Högum og Icelandair
Upphæð óinnheimtra fjársekta, sem
dómstólar hafa dæmt fólk til að
greiða, nam rúmlega 2,92 millj-
örðum króna nú í nóvember. Um er
að ræða sektir, sem hafa vararefs-
ingu á bak við sig.
Þetta kemur fram í svari dóms-
málaráðherra á Alþingi við fyr-
irspurn Vigdísar Hauksdóttur, þing-
manns Framsóknarflokksins.
Þar kemur einnig fram, að frá því
að fangelsið í Bitru var opnað í sum-
ar og til 15. nóvember hafi fésektir
að fjárhæð 4.357.637 krónur verið
afskrifaðar. Þetta séu allt sektir þar
sem upprunaleg fyrningardagsetn-
ing var fyrir tveimur árum en fyrn-
ing var framlengd um tvö ár.
Ráðherra segir ýmsar ástæður á
bak við það að sektirnar fyrnast, t.d.
finnist einstaklingar ekki, þeir séu
fluttir af landinu eða þeim hafi verið
vísað brott af landinu. Fram kemur
að engar merkjanlegar breytingar
hafi orðið á innheimtu fésekta við
opnun fangelsisins að Bitru. Þegar
fangelsið var opnað stóð til að taka
frá 5 afplánunarrými í kerfinu svo
hægt væri að boða einstaklinga til
afplánunar vararefsingar fésekta.
Óinnheimtar
sektir ríflega
1,9 milljarðar
FRÉTTASKÝRING
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
„Ríkisstjórnin stendur veikari eftir
þetta en er kannski ekki í bráðri lífs-
hættu,“ segir Birgir Guðmundsson,
stjórnmálafræðingur við Háskólann
á Akureyri, við Morgunblaðið um
stöðu ríkisstjórnarinnar eftir at-
kvæðagreiðsluna á Alþingi á
fimmtudag þar sem þrír þingmenn
Vinstri-grænna sátu hjá við af-
greiðslu fjárlagafrumvarpsins; þau
Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason og
Ásmundur Einar Daðason.
Fjárlögin voru samþykkt með 32
atkvæðum, eða eins naumum meiri-
hluta og hægt er. Hafa þremenning-
arnir í VG tilheyrt „órólegu deild-
inni“ svonefndu innan
þingflokksins, ásamt Ögmundi Jón-
assyni og Guðfríði Lilju Grétars-
dóttur. Ögmundur greiddi atkvæði
með frumvarpinu en einn viðmæl-
enda blaðsins orðaði það svo að búið
væri að „temja“ Ögmund. Er þann-
ig talið að hann muni samþykkja
nýja Icesave-samninginn. Guðfríður
Lilja er í fæðingarorlofi og óvíst
hvenær hún kemur aftur til starfa á
þingi. Velta má fyrir sér hvort at-
kvæði hennar hefði fallið eins og hjá
varamanni hennar á þingi, Ólafi Þór
Gunnarssyni, en viðmælendur telja
líklegt að hún fylgi frekar Ögmundi
að málum.
Í umræðum á Alþingi í gær kom
fram í máli Össurar Skarphéðins-
sonar utanríkisráðherra að stjórn-
arþingmenn yrðu að vera tilbúnir að
verja stjórnina falli og styðja fjár-
lagafrumvarp hennar. „Ef einhverj-
ir einstaklingar gera það ekki þá
hljóta þeir að velta því fyrir sér hvar
í heiminum þeir eru staddir, en þeir
verða að gera það upp við sig sjálf-
ir,“ sagði Össur á Alþingi en fyrir ut-
an stjórnarráðshúsið lét hann hafa
eftir sér í samtali við RÚV að hjá-
seta þingmanna VG væri að hluta til
vantraustsyfirlýsing á ríkisstjórn-
ina. Á sama stað var Steingrímur J.
Sigfússon, formaður VG, spurður
hvort einhver eftirmál yrðu og svar
hans var: „Við skulum sjá til.“
Ummælin bera því glöggt vitni að
þungt andrúmsloft ríkir á stjórnar-
heimilinu og fullkomin óvissa um
hvernig ríkisstjórninni tekst að ná
öðrum stórum málum í gegn á þingi,
eins og t.d. Icesave.
Andstaða þremenninganna í VG
er sögð bein afleiðing af nýlegum
flokksstjórnarfundi flokksins, þar
sem fram kom hörð gagnrýni al-
mennra flokksmanna á forystuna.
Einn félagi í VG orðaði það svo að ef
aðeins ein skoðun ætti að vera uppi í
flokknum væri illa komið fyrir hon-
um. Taldi hann afstöðu Lilju, Atla og
Ásmundar einfaldlega endurspegla
vilja stórs hluta flokksmanna. Þá
hefur þeim „grýlum“ verið haldið að
órólegu deildinni innan VG að gera
þurfi allt til að halda vinstristjórn-
inni saman, þannig að Sjálfstæðis-
flokkurinn komist ekki til valda á ný.
Endurtekur sagan sig?
Birgir Guðmundsson segist telja
að ríkisstjórnin geti þrátt fyrir veik-
an meirihluta staðist vantrauststil-
lögu en muni eiga mjög erfitt með að
koma stórum málum áfram eins og
Icesave og málum tengdum ESB-
aðild. Birgir segir atkvæðagreiðsl-
una sýna vel hvað ágreiningur í bak-
landi VG er djúpur. „Margir hjarta-
hreinir hugsjónamenn eru ekki
tilbúnir í málamiðlunarpólitík sem
ríkisstjórnarþátttaka felur í sér.“
Hann bendir jafnframt á að
veðrabrigði á vinnumarkaðnum
framundan geti reynst stjórnarsam-
starfinu erfið. Allt frá árinu 1956
hafi vinstristjórnir allar strandað á
málum er snerta efnahagsmál,
vinnumarkaðinn og velferðarmál og
tæpast náð að sitja heilt kjörtímabil.
En skyldi sagan þá endurtaka sig
varðandi þessa vinstristjórn? Birgir
telur ekki miklar líkur á því, ríkis-
stjórnin sé lífseig og muni líklega
halda velli. „En það verður ekki
átakalaust og það verða miklar flug-
eldasýningar.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vinstri-grænir Lilja Mósesdóttir á þingflokksfundi VG á meðan allt lék í lyndi en hún hefur ekki verið sátt við flokksformanninn að undanförnu.
Veik en ekki í lífshættu
Þungt andrúmsloft á ríkisstjórnarheimilinu eftir nauma atkvæðagreiðslu um
fjárlögin Afstaða þriggja þingmanna VG sögð endurspegla vilja flokksmanna
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2010
ÞAÐ REDDAST
Svalasta ævisagan!
Sveinn Sigurbjarnarson lítur
um öxl og sögurnar flæða
fram: Fyndnar, magnaðar,
óhugnanlegar.
holabok.is/holar@holabok.is
3. prentun
komin í ve
rslanir
Jónas Margeir Ingólfsson
jonasmargeir@mbl.is
Strætó bs. hefur ákveðið að hækka gjaldskrá sína. Fram-
lög sveitarfélaganna hafa lækkað um 5% á milli ára en
fargjaldatekjur Strætó hafa rýrnað að raunvirði um
helming frá árinu 2001. Félagið finnur sig því knúið til að
grípa til gjaldskrárhækkunar. Hækkunin tekur gildi 3.
janúar.
Í fréttatilkynningu frá Strætó segir að fargjöld muni
hækka á bilinu 5%-25%. Tímabilskort munu hækka um
14,8% en minnst hækkun verður á 20 miða kortum
barna. Börn munu ekki lengur geta keypt staka ferð á
100 kr. en áfram munu bjóðast sérstök 20 miða
kort. Staðgreiðugjald mun hækka úr 280 kr. í 350
kr. Þá mun afsláttur eldri borgara miðast við 70
ára aldur í stað 67 ára.
Strætó hækkar fargjöld á
bilinu 5%-25% á næsta ári
Tekur gildi 3. jan. Stakt
gjald fer úr 280 kr. í 350 kr.
Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs.,
kveðst ekki eiga von á því að notkun almennings-
samgangna á höfuðborgarsvæðinu minnki í kjölfar
gjaldskrárhækkana. „Nei, við eigum ekki von á því.
Hækkanir fyrir þá sem nota strætó að staðaldri og
reglubundið eru ekki svo miklar. Bara rétt um
14%. Fyrir börn og ungmenni eru þetta 5%.
Þetta eru langstærstu notendur strætó. Fyrir
þann hóp hækkum við þetta ekki mikið,“ segir
Reynir.
Þá bendir hann á að miðað við gjaldskrár
strætó í nágrannalöndum sé hækkunin
ekki veruleg.
5% hækkun fyrir börn
FRAMKVÆMDASTJÓRI STRÆTÓ BS.
Reynir
Jónsson
Orðrómur um aðkomu Framsókn-
arflokksins að ríkisstjórn Sam-
fylkingar og Vinstri-grænna hef-
ur enn komist á kreik en
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
formaður flokksins, segir ekkert
hæft í þeim sögusögnum. Ekki
hafi verið bankað á dyr fram-
sóknarmanna eftir atkvæða-
greiðsluna um fjárlögin á
fimmtudag. Sigmundur telur lík-
legt að stjórnin haldi velli en það
velti þó á þeim þingmönnum VG
sem tilheyrt hafa órólegu deild-
inni. „Maður hefur oft séð uppá-
komur hjá ríkisstjórninni sem
hefðu leitt til þess undir venju-
legum kringumstæðum að hún
færi frá en þessi ríkisstjórn virð-
ist ekki lúta
þeim óskrifuðu
reglum og legg-
ur ofurkapp á
að halda völd-
um. Einhver
þrjóska er uppi
um að hafa
hlutina
óbreytta, jafn-
vel þó að ekk-
ert gangi,“ segir Sigmundur og
telur vænlegast að mynduð verði
þjóðstjórn, með aðkomu allra
flokka á Alþingi, um tiltekin verk-
efni í ákveðinn tíma. „Þetta
gengur ekki lengur svona, landið
er á margan hátt stjórnlaust og
þarf starfhæfa ríkisstjórn.“
Ekki á leið í ríkisstjórnina
FORMAÐUR FRAMSÓKNARFLOKKSINS
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson