Morgunblaðið - 18.12.2010, Page 10

Morgunblaðið - 18.12.2010, Page 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2010 PRUFUTÍMINN Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Guðmundur sagði að þegarfólk mætti í fyrsta skipti ástaðinn byrjaði það á loft-rifflinum og færi svo yfir í skammbyssuna. Ég fékk að prófa báðar tegundir. Ég hafði aldrei handfjatlað byssu fyrir þennan tíma og ekki haft nokkurn áhuga á því. Salurinn SR í Egilshöll er langsum og borðlengja yfir hann þversum, bak við hana eru nokkrar skotbrautir. Staðið er fyrir framan borðið og miðað á lítið pappaspjald með skotskífu á. Spjaldið er hægt að færa til og frá eftir vírabraut með stýristöng sem er við hverja skot- stöð á borðinu. Fékk tíu í fyrstu Guðmundur lét mig byrja á að skjóta úr rifflinum sitjandi, sagði það betra til að ég næði að átta mig á tækinu, annars væri vanalega staðið. Riffillinn er knúinn af lofti og sendir kúluna út á skotmarkið á 175 km hraða svo það er eins gott að vera ekki fyrir. Ég hélt fyrst að ég fengi að skjóta á spjald með útlínum af karli eins og oft sést í löggumyndunum en svo er nú ekki, um hefðbundna skotskífu er að ræða. Best er að hitta á miðjupunktinn á spjaldinu og er það tía. Ég efaðist mikið um að nokkur maður gæti hitt á þennan litla punkt úr þessari fjarlægð en annað kom nú á daginn. Ég sat á ská með riffilinn og hélt honum þétt að mér með skeftið alveg upp að öxlinni. Svarti punkt- urinn á skotspjaldinu átti að vera inni í framsigtinu, þ.e það átti að miða á skotmarkið, og svo var bara að skjóta með smá hvelli. Í fyrsta skoti hitti ég alveg við tíuna og ætl- aði ekki að trúa þessari byrj- endaheppni. Guðmundur sagði að Skammarleg með skamm- byssu, rosaleg með riffil Ég sá fyrir mér niðursuðudósir sem stillt væri upp á gamla tunnu, kaktusa og kúlheit og dró því fram kú- rekagallann til að mæta í prufutíma í skotfimi hjá Skot- félagi Reykjavíkur. Aðstaða félagsins var þó ekki í villta vestrinu heldur í kjallara Egilshallarinnar. Þar tók Guð- mundur Kr. Gíslason, framkvæmdastjóri félagsins, á móti mér. Hann er ekki frændi Clint Eastwood. Morgunblaðið/Golli Skotskífan Fyrsta skot blaðamanns úr rifflinum fór nánast í miðjuna. Skammbyssan Gleraugun eru notuð til að hjálpa til við að finna rétta punktinn. Leppi er fyrir annað augað og glerið fyrir hinu eykur skerpuna, en það er með linsu sem hægt er að stilla. Hver og einn lætur sérsmíða gler- ið fyrir sig. Gott er að nota þau ef augun eru orðin þreytt. Á picnik.com er hægt að gleyma sér lengi við að breyta ljósmyndunum sín- um. Síðan er sett upp á einfaldan og aðgengilegan hátt og það besta er að flest sem er í boði á henni er gjald- frjálst. Vilji maður fá aðgang að öllu, sem síðan hefur upp á að bjóða, kost- ar það aðeins um 250 kr. á mánuði. Þetta er afar auðvelt. Maður hleður einfaldlega upp myndinni sem maður vill breyta og svo hefst maður handa. Til að byrja með getur maður fjarlægt rauð augu, „kroppað“ myndina og snúið henni á alla vegu. Að því loknu tekur það skemmtilega við. Hægt er að fjarlægja bólur, óþarfa glans og hrukkur, nota „airbrush“, skerpa aug- un og ýkja lit þeirra, gera tennur hvítari o.fl. Svo er hægt að gera mynd- ina svarthvíta eða brúntóna, gera hana kornótta eða mýkja hana, setja á hana sixtís-blæ og svo má lengi telja. Hægt er að skrifa texta inn á myndina, setja utan um hana ramma o.fl. Þetta er skemmtileg síða fyrir þá sem hafa alltaf viljað leika sér með myndir en ekki lagt í að læra á Photo- shop. Vefsíðan www.picnik.com Morgunblaðið/Þorkell Myndir breytt- ar og bættar „Þetta byrjaði allt vegna þess að ég gat ekki hugsað mér að hafa dóttur mína í nærfötum sem á stóð að hún væri „eign þvottahúsanna“ þegar ég lá með hana á fæðingardeildinni, svo ég bjó til bol handa henni þar sem stóð stórum stöfum inni í þvottahúsamerkinu að hún væri eign okkar foreldranna,“ segir Erna Arnardóttir grafískur hönnuður og hlær en hún á og rekur vefversl- unina alltmerkilegt.is. Þar fást bæði flíkur og hlutir með sérmerkt- um áletrunum og myndum. „Frá því ég sérhannaði þennan bol á nýfædda fóttur mína fyrir fjórum árum þá hefur þetta heldur betur undið upp á sig. Ég byrjaði að gera barnasamfellurnar í stofunni heima en núna hef ég fært mig út í bílskúr þar sem ég er með aðstöðu til að taka á móti fólki og sýna því vörurnar. Úrvalið hefur aukist jafnt og þétt og núna er ég með um þrjú hundruð hluti, allskonar skemmti- legar vörur, flestar sem hægt er að sérmerkja. Vinsælastar hafa verið barnasamfellur og náttföt með uppáhaldsbæninni, en bollarnir, púslin og svunturnar sækja í sig veðrið. Á svuntunum getur til dæm- is staðið: „Ég elda bara góðan Tíska Bænir á bolum og besta mamma á svuntum Eitt af því sem gerir aðventuna svo skemmtilega er upplestur höfunda úr bókum sínum á hinum og þessum stöðum um land allt. Þannig er hægt að fá smá innsýn í bækurnar, um hvað þær eru og hvort maður hafi áhuga á að lesa þær eða gefa ein- hverjum í jólagjöf. Svo er líka bara gaman að hlusta á höfundana sjálfa lesa, því tækifæri til þess gefst ekki nema á þessum eina tíma ársins. Ef maður á sér uppáhaldshöfund þá er ekki hægt að láta framhjá sér fara að sjá og heyra hann/hana lesa. Gaman er að rölta á milli bókabúða og ganga úr skugga um hverjir lesa hvar. Endilega… …hlustið á upplestur Hlusta Börn vilja láta lesa fyrir sig. GJAFAKORT | landsbankinn.is | 410 4000NB I h f. (L a n d s b a n k in n ), k t . 4 7 1 0 0 8 - 0 2 8 0 . Ein gjöf sem hentar öllum E N N E M M / S ÍA / N M 4 4 18 8 Gjafakort Landsbankans er greiðslukort sem býður upp á að gefandinn ákveði upphæðina og viðtakandinn velji gjöfina. Gjafakortið er viðskiptavinum að kostnaðarlausu til áramóta. Þú færð gjafakortið í næsta útibúi Landsbankans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.