Morgunblaðið - 18.12.2010, Síða 18

Morgunblaðið - 18.12.2010, Síða 18
Hólabraut 18 Örn Þór Þorbjörnsson skipstjóri á heiðurinn af þessum glæsilegu jólaskreytingum. ÚR BÆJARLÍFINU Albert Eymundsson Höfn í Hornafirði Á aðventunni hefur verið ein- staklega milt veður og fagurt þar til þessi hvellur kom nú í vikunni. Kirkjusókn hefur verið með ágætum og á það jafnt við um unga sem aldna. Hornfirðingar eru almennt duglegir að skreyta hús sín og umhverfi. At- hyglisverðasta skreytingin undan- farin ár hefur verið á Hólabraut 18 á Höfn. Heiðurinn af skreytingunni á Örn Þór Þorbjörnsson skipstjóri sem frekar vill titla sig „jólaskreyt- ingameistara“ í dag. Skreytingin er einkar falleg og smekkleg eins og myndin sýnir.    Jólatónleikar Karlakórs Horna- fjarðar í Hafnarkirkju síðasta sunnu- dag í aðventu eru alltaf hátíðlegir. Á tónleikunum koma fram fimm kórar: Karlakórinn, Kvennakórinn, Sam- kórinn, Gleðigjafar, kór aldraðra, og Barnakórinn og auk þess Stakir jak- ar; tvöfaldur kvartett hljóðfæraleik- ara og nemenda úr tónskólanum. Öll innkoma af tónleikunum rennur óskipt til góðgerðarmála. Í lok tón- leikanna sameinast allir kórarnir og hljóðfæraleikarar og flytja sálminn Heims um ból. Áheyrendur hrífast með og taka vel undir. Þetta loka- atriði er einstök stund í huga margra og eftir tónleikana finnst fólki jólin vera gengin í garð.    Heimamarkaður í Miðbæ og Nýheimum er fastur þáttur í und- irbúningi hátíðarinnar og skapar sér- staka stemningu. Eins og nafnið gef- ur til kynna er fyrst og fremst boðið upp á framleiðslu úr héraði. Á mark- aðnum er fjölbreytt framboð af úr- valsmatvælum og flottu handverki.    Jökulsárlón á Breiðamerkur- sandi og umhverfi þess er óþrjótandi viðfangsefni atvinnu- og áhuga- ljósmyndara. Út eru komnar tvær áhugaverðar bækur eftir „heimafólk“ um þessa einstöku náttúruperlu, „Jökulsárlón árið um kring“ eftir Þorvarð Árnason, forstöðumann Há- skólasetursins á Hornafirði, og „Ís- sýnir“ eftir Klaus Kretzer í Skafta- felli.    Góð staða sveitarsjóðs lýsir sér í framlagðri fjárhagsáætlun bæjar- stjórnar. Þar kemur fram að hagstæð skuldastaða skapar sveitarfélaginu sterka stöðu í þessu árferði en áætl- unin gerir ráð fyrir 90 m.kr. afgangi sveitarsjóðs. Meistari í jólaskreytingum Ljósmynd/Runólfur Hauksson 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2010 Morgunblaðið birtir fram til jóla upplýsingar um einhverja þeirra viðburða sem eru á dagskrá vítt og breitt um landið. 6 dagar til jóla Útibú Íslandsbanka á Reykjavíkur- svæðinu, á Akureyri og í Reykja- nesbæ hafa ákveðið að styrkja starfsemi Fjölskylduhjálpar Íslands um sem nemur 10 milljónum króna fyrir jólin. Styrkurinn rennur beint til kaupa á nauðsynjavöru fyrir skjólstæðinga Fjölskylduhjálp- arinnar á þessum svæðum. Björn Sveinsson, útibússtjóri Íslands- banka á Kirkjusandi, afhenti fulltrúum Fjölskylduhjálparinnar styrkinn fyrir hönd útibúa bankans á Reykjavíkursvæðinu. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjöl- skylduhjálpar Íslands, segir styrk- ina vera eins og himnasendingu og koma sér ákaflega vel. Þetta sé hæsti styrkur sem Fjölskylduhjálp Íslands hefur borist frá stofnun samtakanna árið 2003. Hæsti styrkur í sögu Fjölskylduhjálpar Gjöf Björn Sveinsson, Ásgerður Jóna Flosadóttir og Þórunn K. Matthíasdóttir. Til að vera viss um að jóla- pakkar og jólakort innan- lands skili sér fyrir jól er mánudagurinn 20. desember nk. síðasti öruggi skiladagur, segir í tilkynningu frá Póst- inum. Þessar dagsetningar eru mikilvægar til þess að send- ingarnar skili sér fyrir jólin. Pósturinn tekur að sjálfsögðu á móti jólapósti eftir 20. desember en öruggast er að senda pakkana og kortin fyrir ofangreindar dagsetningar. Á öllum pósthúsum landsins er tekið á móti jólapóstinum en til að auka þjónustu fyrir jólin eru opin jólapósthús í Kringlunni, Smáralind og á Gler- ártorgi á Akureyri. Afgreiðslutími pósthúsanna fylgir afgreiðslutíma verslunarmiðstöðvanna. Allar nánari upplýsingar um síðustu skiladaga, staðsetningu pósthúsa, afgreiðslutíma og þjónustu Póstsins er að finna á www.postur.is. Seinasti skiladagur fyrir jólapóst Um þessar mundir er haldin jóla- sýning í Þjóðarbókhlöðunni undir yfirskriftinni „Jólin í samfélaginu - samfélagið í jólunum“. Sýningar eru opnar á afgreiðslutíma safns- ins. Allir eru velkomnir og er að- gangur ókeypis. Á sýningunni má sjá hve jólaboð- skapurinn fær mismunandi vægi á forsíðum dagblaða á aðfangadag á mismunandi tímum. Forsíður dag- blaðanna eru gjörólíkar forsíðum Æskunnar en þar á bæ er jólaboð- skapurinn í hávegum hafður hvern- ig sem pólitísku vindarnir blása. Barnablaðið Æskan á sem sagt sinn stað á sýningunni, allt frá því að það var gefið út í litlu svarthvítu broti við upphaf síðustu aldar til fagurlega skreyttra og litríka for- síðna á 5. og 6. áratugnum. Einnig eru á sýningunni jólabarnabækur frá ýmsum tímum. Jólin Bókfræði-jólatré, skreyttu spakmæl- um, hefur verið komið fyrir í safninu. Jólasýning í Þjóð- arbókhlöðunni Í dag, laugardag, verður jólapakka- skákmót Hellis haldið í Ráðhúsi Reykjavíkur. Mótið hefst kl. 13 og er ókeypis á það. Mótið er fyrir börn og unglinga og fer nú fram í fjórtánda skipti. Skráning er á heimasíðu Hellis. Nú þegar eru um 160 keppendur skráðir til leiks. Keppt verður í fimm flokkum: flokki fæddra 1995-1997, flokki fæddra 1998-99, flokki fæddra 2000-2001 og flokki fæddra 2002 og síðar og peðaskák fyrir þau yngstu. Jólapakkar eru í verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum aldurs- flokki, bæði fyrir drengi og stúlkur. Auk þess verður happdrætti um þrjá jólapakka í hverjum aldurs- flokki fyrir sig. Jólapakkaskákmót í Ráðhúsi Reykjavíkur Það styttist í jólin og um þessa helgi er síðasta tækifærið til að heimsækja jólaþorpið í Hafn- arfirði að degi til en einnig verða Þorláks- messutónleikar að kveldi. Það er því um að gera að drífa sig í þorpið og skoða jólavarn- ing í jólahúsunum, gæða sér á kakói og kök- um og njóta fjörugrar skemmtidagskrár. Op- ið er frá kl. 13-18 báða dagana og eru allir velkomnir. Meðal tónlistaratriða á laugardeginum verða Friðrik Dór, Nóri, Ívar Helgason, og hljómsveitin Luxon Theory. Flutt verða leikatriði úr Dísu Ljósálfi og úr jólaskralli Grallaraleikhússins og lesið upp úr barnabókum. Á sunnudeginum kl. 15 verður svo slegið upp jólaballi með Gunna og Felix. Þá munu Leiklistarhópur Flensborgarskólans og Leikfélag Hafnarfjarðar standa fyrir leikatriðum og Ari Eldjárn sér um að skemmta þorpurum. Síðasta tækifæri til að skoða jólaþorpið Í dag kl. 15:00 hefst Jólapakkarall MS og Miðborgarinnar okkar. Gaml- ir og nýir mjólkurbílar hlaðnir syngjandi jólasveinum leggja þá af stað frá Hlemmtorgi niður Lauga- veg að Ingólfstorgi og safna pökkum handa þeim sem minnst eiga í vænd- um. Kl. 16:00 halda bílarnir síðan frá Hallgrímskirkju niður Skólavörðu- stíg að Lækjartorgi. Pökkunum sem safnast verður síðan skipt í tvennt og munu Fjölskylduhjálpin og Mæðrastyrksnefnd skipta á milli sín pökkunum kl. 17:30 í Jólabænum á Hljómalindarreit. Jólasveinar safna gjöfum í miðbænum STOFNAÐ 1971 RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • www.sm.is Á ÍSLANDI NÝTT Á ÍSLANDI ÓDÝR OG VÖNDUÐ GPS TÆKI MEÐ INNBYGGÐU GÖTUKORTI AF ÍSLANDI OG VESTUR-EVRÓPU VERÐ 19.990 KYNNINGARTILBOÐ VERÐ 24.990 KYNNINGARTILBOÐ VERÐ 39.990 KYNNINGARTILBOÐ Navigon 20EASY 3,5" snertiskjár Navigon 40EASY 4,3" snertiskjár og Sightseeing möguleiki Navigon 70PLUS 5,0" snertiskjár og hreyfiskynjari fyrir valmyndir MyRoutes Snertiskjár og raddleiðsögn. Götukort af Íslandi og Vestur-Evrópu. MyRoutes möguleikinn gefur þér þrjár mismunandi leiðir til að komast á áfangastað og muninn á þeim. Active Lane Tækið sýnir nákvæmlega á hvaða akrein þú skalt vera þegar ekið er. Point Of Interest Sýnir þér áhugaverða staði. TMC Tækið lætur vita hvar vega- framkvæmdir eru og velur betri leiðir eftir því (virkar ekki á Íslandi). Tækið tilbúið til notkunar með kortum og öllu. 32 1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.