Morgunblaðið - 18.12.2010, Side 30
Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2010
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Eftir langa bið hefur dagurinn loks-
ins runnið upp,“ sagði John Atta
Mills, forseti Gana, eftir að hann
skrúfaði frá olíunni á borpalli undan
ströndum Afríkuríkisins í vikunni.
„[V]ið munum sjá til þess að
hún verði blessun en ekki bölvun,“
sagði Mills og vísaði til auðlinda-
bölvunarinnar svokölluðu, þegar
ruðningsáhrif auðlindar, gjarnan
olíu, hafa neikvæð hliðaráhrif sem
yfirskyggja annan ávinning.
Hlutirnir hafa gerst hratt því
aðeins eru þrjú ár síðan olíulindin
fannst á svæði sem nefnt er Jubilee,
eða afmælishátíð, í tilefni þess að
hálfrar aldar sjálfstæðisafmæli
landsins bar upp á árið sem svarta
gullið fannst, nánar tiltekið 2007.
Áhrifin ekki gríðarleg
Gana er bláfátækt land í saman-
burði við Ísland. Þjóðarframleiðsla á
mann er um 174.000 krónur á ári,
sem er ríflega 26-falt minna en hér.
Hátt í þriðjungur íbúanna er
talinn lifa undir fátæktarmörkum
þótt þetta land eigi ýmsar auðlindir.
Þjóðarframleiðslan var um 13
milljarðar dala í fyrra, eða nokkuð
nákvæmlega jafn mikil og á Íslandi,
að því er áætlað hefur verið.
Með olíunni koma nýjar tekjur
og er áætlað að á næsta fjárlagaári
muni hún bæta 1,9% við þjóð-
arframleiðsluna, miðað við 125.000
tunna olíuvinnslu á dag, og mun
hlutfallið hækka þegar vinnslan tvö-
faldast í um 250.000 tunnur á dag.
„Öll atvinnulaus og fátæk“
Brian Salmon, atvinnurekandi í
hafnarbænum Sekondi-Takoradi,
var ekki í vafa um Gana hefði dottið í
lukkupottinn.
„Hún verður blessun vegna
þess að við erum öll atvinnulaus og
fátæk,“ sagði Salmon og bætti því
við að Ganverjar hefðu skilning á því
að auðlindir gætu leitt til átaka og
myndu því leitast við að tryggja sem
mesta einingu um vinnsluna.
Gana er annað mesta kakó-
ræktarríki heims, á eftir nágranna-
ríkinu Fílabeinsströndinni, auk þess
sem landið er í öðru sæti yfir Afríku-
lönd þar sem gull er unnið úr jörðu.
Olían byrjar að
flæða í Gana
Talin munu auka þjóðarframleiðslu um nokkur prósent
Reuters
Gleðidagur John Atta Mills, forseti Gana, skrúfar frá olíunni á miðvikudag.
100 km
OLÍUVINNSLA HEFST Í GANA
Heimildir: Tullow, BP
Olíuhreins.st.
Höfn fyrir
olíuskip
Alsír
Önnur ríki
Angóla
Nígería
Líbía
ÞEKKTAR OLÍULINDIR
Í AFRÍKU (í milljörðum tunna, 2009)
Vinnslan verður
120.000 tunnur á dag
til að byrja með en
mun svo aukast í
250.000 tunnur á dag
eftir þrjú ár
Olíusvæðið fannst árið
2007 og er áætlað að
þar sé að finna um 1,8
milljarða tunna af olíu
JUBILEE-OLÍUSVÆÐIÐ
44,3
37,2
13,5
12,2
20,5
127,7
HEIMURINN
1.333,1
9,6%
Tullow
Kosmos
Vittol
Hess
AT L AN T S H A F I Ð
Vestur-Afríku
gasleiðslan
Sérleyfissvæði
til olíuleitar
Gana
Olíuvinnslu-
ríki
ASHANTI
VOLTA
TÓGÓ
FÍLABEINS-
STRÖNDIN
Sekondi-Takoradi
Tema
Accra
Lomé
GANA
Það er annasamt starf að vera jólasveinn og í mörg
horn að líta eins og þessi mynd ber með sér.
Heimurinn er stór og þarf jólasveinninn að tryggja
að enginn verði útundan. Dýrin eiga greinilega hauk í
horni því jólasveinninn lætur sig ekki muna um að
fóðra fiskana í vatnagarðinum í Bangkok.
Sá rauðklæddi er ekki vatnshræddur
Reuters
Jólasveinninn kemur víða við