Morgunblaðið - 18.12.2010, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 18.12.2010, Qupperneq 30
Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2010 Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Eftir langa bið hefur dagurinn loks- ins runnið upp,“ sagði John Atta Mills, forseti Gana, eftir að hann skrúfaði frá olíunni á borpalli undan ströndum Afríkuríkisins í vikunni. „[V]ið munum sjá til þess að hún verði blessun en ekki bölvun,“ sagði Mills og vísaði til auðlinda- bölvunarinnar svokölluðu, þegar ruðningsáhrif auðlindar, gjarnan olíu, hafa neikvæð hliðaráhrif sem yfirskyggja annan ávinning. Hlutirnir hafa gerst hratt því aðeins eru þrjú ár síðan olíulindin fannst á svæði sem nefnt er Jubilee, eða afmælishátíð, í tilefni þess að hálfrar aldar sjálfstæðisafmæli landsins bar upp á árið sem svarta gullið fannst, nánar tiltekið 2007. Áhrifin ekki gríðarleg Gana er bláfátækt land í saman- burði við Ísland. Þjóðarframleiðsla á mann er um 174.000 krónur á ári, sem er ríflega 26-falt minna en hér. Hátt í þriðjungur íbúanna er talinn lifa undir fátæktarmörkum þótt þetta land eigi ýmsar auðlindir. Þjóðarframleiðslan var um 13 milljarðar dala í fyrra, eða nokkuð nákvæmlega jafn mikil og á Íslandi, að því er áætlað hefur verið. Með olíunni koma nýjar tekjur og er áætlað að á næsta fjárlagaári muni hún bæta 1,9% við þjóð- arframleiðsluna, miðað við 125.000 tunna olíuvinnslu á dag, og mun hlutfallið hækka þegar vinnslan tvö- faldast í um 250.000 tunnur á dag. „Öll atvinnulaus og fátæk“ Brian Salmon, atvinnurekandi í hafnarbænum Sekondi-Takoradi, var ekki í vafa um Gana hefði dottið í lukkupottinn. „Hún verður blessun vegna þess að við erum öll atvinnulaus og fátæk,“ sagði Salmon og bætti því við að Ganverjar hefðu skilning á því að auðlindir gætu leitt til átaka og myndu því leitast við að tryggja sem mesta einingu um vinnsluna. Gana er annað mesta kakó- ræktarríki heims, á eftir nágranna- ríkinu Fílabeinsströndinni, auk þess sem landið er í öðru sæti yfir Afríku- lönd þar sem gull er unnið úr jörðu. Olían byrjar að flæða í Gana  Talin munu auka þjóðarframleiðslu um nokkur prósent Reuters Gleðidagur John Atta Mills, forseti Gana, skrúfar frá olíunni á miðvikudag. 100 km OLÍUVINNSLA HEFST Í GANA Heimildir: Tullow, BP Olíuhreins.st. Höfn fyrir olíuskip Alsír Önnur ríki Angóla Nígería Líbía ÞEKKTAR OLÍULINDIR Í AFRÍKU (í milljörðum tunna, 2009) Vinnslan verður 120.000 tunnur á dag til að byrja með en mun svo aukast í 250.000 tunnur á dag eftir þrjú ár Olíusvæðið fannst árið 2007 og er áætlað að þar sé að finna um 1,8 milljarða tunna af olíu JUBILEE-OLÍUSVÆÐIÐ 44,3 37,2 13,5 12,2 20,5 127,7 HEIMURINN 1.333,1 9,6% Tullow Kosmos Vittol Hess AT L AN T S H A F I Ð Vestur-Afríku gasleiðslan Sérleyfissvæði til olíuleitar Gana Olíuvinnslu- ríki ASHANTI VOLTA TÓGÓ FÍLABEINS- STRÖNDIN Sekondi-Takoradi Tema Accra Lomé GANA Það er annasamt starf að vera jólasveinn og í mörg horn að líta eins og þessi mynd ber með sér. Heimurinn er stór og þarf jólasveinninn að tryggja að enginn verði útundan. Dýrin eiga greinilega hauk í horni því jólasveinninn lætur sig ekki muna um að fóðra fiskana í vatnagarðinum í Bangkok. Sá rauðklæddi er ekki vatnshræddur Reuters Jólasveinninn kemur víða við
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.