Morgunblaðið - 18.12.2010, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 18.12.2010, Qupperneq 41
oft þegar mamma og pabbi þurftu að skreppa. Við fórum líka oft í ferð- ir. Það var skemmtilegt að fara með þér í Mývatnssveit á sumrin. Það var líka gaman að fara með þér til Húsavíkur. Ég elska líka húsið þitt. Í hvert skipti sem ég kom til þín fór ég alltaf að telja fingurbjargirnar þínar sem voru fleiri en 300 þegar ég taldi þær síðast, minnir mig. Ég fór líka að skoða albúmin þín með fullt af gömlum myndum sem voru mjög fyndnar. Þegar þú áttir afmæli fórum við krakkarnir í leik þar sem einn átti að vera hann og sá átti að velja hlut og lýsa honum, hvernig hann var á litinn og hvort hann var kringlóttur eða ferhyrndur og svo áttu hinir krakkarnir að leita að hlutnum. Ég á eftir að sakna þín, Sísa, og ég mun aldrei gleyma þér. Það skiptir ekki máli hve lengi þú lifir heldur hve vel. (Publius Syrus.) Þín frænka og nafna, Sigrún Kjartansdóttir. „Hæ gella.“ Þessi tvö orð fékk ég alltaf að heyra þegar við hittumst. Þú varst alltaf í góðu skapi og svo sátt með lífið. Alltaf þegar ég sá þig varstu annaðhvort nýkomin úr klippingu eða búin að kaupa þér ein- hver ný föt og allt þar á milli. Það var alltaf eitthvað nýtt og ferskt við þig. Ég sé þig fyrir mér sitja uppi í litla sófanum hennar ömmu með fæturna setta til hliðar og þú með vatnsglas og oftast varasalvann þér við hlið. Þú sagðir ekki mikið en skaust einhverjum staðreyndum að af og til. Mér þykir ótrúlega vænt um stundina uppi á sjúkrahúsi um daginn þegar við mamma og Bella áttum rosalega gott og notalegt spjall langt fram á nótt og þú straukst hárið þitt allan tímann eins og prinsessa. Þar sem þið voruð að rifja upp gamla góða tíma og við töl- uðum um þegar þú gafst mér Ása apa veturinn sem þú passaðir mig þegar mamma var í skólanum og mamma sagðist vera búin að sauma alla útlimina og eyrun á hann aftur og aftur, enda var ég með hann hvert sem ég fór. Nú situr Ási api uppi á hillu hjá mér og minnir mig á þig. Þú varst svo góð og umhyggju- söm, komst oft inn í herbergi til mín bara til að spjalla þegar þú varst hér í matarboðum og spurðir mig alltaf hvað ég ætti eiginlega mikið af ilm- vötnum og dóti. Ég man líka hvað ég dáðist alltaf að töskunum þínum og ég dýrkaði myndasögurnar sem voru í hillunni í svefnherberginu þínu. Það var líka svo notalegt að gleyma sér við að skoða allt flotta og uppraðaða dótið þitt sem var örugg- lega þúsund talsins. Það verður skrítið að engin Sísa birtist hér allt í einu með fullan karamellupoka til að gefa mér og Sigrúnu. Þér fannst ekki nóg að gefa mér, Sigrúnu og Ólafi Inga bara jólagjöf, heldur langaði þig að gefa okkur líka Þor- láksmessugjöf, svo gjafmild varstu. Þú varst alltaf „stóra barnið“ eins og þú orðaðir það, sem sat aftur í með okkur Sigrúnu og spjallaði við okkur í aftursætinu. Ég mun aldrei gleyma Sísu frænku, það er sko eitt víst. Takk fyrir allar frábæru stundirnar sem við áttum saman, elsku besta frænk- an mín. Ingunn Embla Kjartansdóttir MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2010 likkistur.is Íslenskar kistur og krossar. Hagstæð verð. Sími 892 4605 ✝ Konan mín elskuleg, ÁSLAUG ÁRNADÓTTIR, Vesturgötu 42, Reykjavík, sem andaðist mánudaginn 13. desember, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 21. desember kl. 13.00. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Agnar Ludvigsson. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, EINARS HAFSTEINS GUÐMUNDSSONAR skipstjóra, Reykjanesvegi 10, Njarðvík. Guð gefi ykkur gleðileg jól. Ása Lúðvíksdóttir, Sólveig Einarsdóttir, Gunnar Már Eðvarðsson, Magnús Einarsson, Salvör Jóhannesdóttir, Gísli Einarsson, Kolbrún Sigurðardóttir, Guðrún Einarsdóttir, Árni Blandon Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts eiginmanns míns, föður, afa og tengdaföður, SIGURÐAR SIGURÐARSONAR vígslubiskups, Skálholti. Arndís Jónsdóttir, Stefanía Sigurðardóttir, Sigurður Edgar, Dagbjört og Sigríður Pála, Jón Magnús Sigurðarson, Sigurþóra Hauksdóttir. ✝ Bróðir okkar, JÓN S. HALLGRÍMSSON, Sæviðarsundi 11, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Áskirkju mánudaginn 20. desember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Blindra- félagið. Þórarinn Hallgrímsson, Helgi Hallgrímsson og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞORBJARGAR GÍSLADÓTTUR, Droplaugarstöðum, Reykjavík. Guðný Sigurðardóttir, Gísli Heimir Sigurðsson, Helgi Máni Sigurðsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, HALLDÓRA BJARNEY ÞORSTEINSDÓTTIR, Gógó, Lyngholti 13, Reykjanesbæ, sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja föstudaginn 10. desember, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju mánudaginn 20. desember kl. 14.00. Haraldur Hafsteinn Ólafsson, Þorsteinn Haraldsson, Jan Haraldsson, Guðmundur Sighvatsson, Sigrún Haraldsdóttir, Björn Oddgeirsson, Ólöf Haraldsdóttir, Ásgeir Þórisson, Sigurður Halldór Haraldsson, Steinunn Una Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær sambýlismaður, faðir, tengdafaðir, vinur og afi, GUNNAR TRAUSTI ÞÓRÐARSON, Sundlaugavegi 8, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju þriðjudag- inn 21. desember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabba- meinsfélagið. Lilja Þórarinsdóttir, Salóme Halldóra Gunnarsdóttir, Úlfar Þórðarson, Jón Birgir Gunnarsson, Edda Svanhildur Holmberg, Baldur Smári Gunnarsson, Ingveldur Oddný Jónsdóttir, Tryggvi Þór Ágústsson, Vera Björk Ísaksdóttir, Anna María Ágústsdóttir, Vilhjálmur Árni Ingibergsson, Elísabet Ósk Ágústsdóttir, Sigmundur Helgi Brink og barnabörn. ✝ Okkar ástkæra, GUÐNÝ GÍSLADÓTTIR frá Hnappavöllum í Öræfum, síðar Sogni í Kjós, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði, miðvikudaginn 15. desember. Útförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Guðni K. Elíasson. ✝ Móðir okkar, ÞURÍÐUR RAGNA JÓHANNESDÓTTIR, Bragagötu 22a, andaðist miðvikudaginn 15. desember á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Klausturhólum, Kir- kjubæjarklaustri. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ólafur Jóhann Björnsson, Gísli Halldór Magnússon og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, VALBORGAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Tungufelli, Breiðdal. Jón Björgólfsson, Dagný Sverrisdóttir, Guðmundur Björgólfsson, Unnur Björgvinsdóttir, Grétar Björgólfsson, Svandís Ingólfsdóttir, Fjóla Ólöf Karlsdóttir og fjölskyldur. ✝ Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi, SIGURÐUR ELÍAS ÞORSTEINSSON, varð bráðkvaddur mánudaginn 13. desember. Útförin fer fram í kyrrþey. Guðrún Þorsteinsdóttir, Haraldur Þorsteinsson, Hulda Sigurðardóttir og frændsystkinin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.