Morgunblaðið - 18.12.2010, Page 43
MINNINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2010
Okkur langar að
minnast góðs vinar,
vinar sem við kynnt-
umst fyrir um 12 ár-
um. Erlingur var
sundþjálfari hjá íþróttafélagi fatl-
aðra í Reykjavík ásamt mörgum
öðrum störfum sem hann stundaði
samhliða sundkennslu og æfingum
fyrir fatlað sundfólk. Hann kenndi
syni okkar að synda ásamt Halldóri
Sævari og Jóni Heiðari sem voru
þjálfarar líka hjá ÍFR á þeim tíma.
Það má segja að sundið hafi skipað
mikinn sess hjá Erlingi því alltaf
var hann á bakkanum sama hvernig
viðraði og hann stjórnaði sínu liði
með góðri hendi og var alltaf léttur
í lund.
Við fórum margar keppnisferðir
til Svíþjóðar saman og var alltaf
gaman í þessum ferðum því að Jó-
hann sonur hans mætti alltaf til að
vera með hópnum og þeir tveir voru
alltaf með léttleikann og gaman-
málin í fyrirrúmi. Erlingur og
Hrafnhildur kona hans áttu saman
sumarhús á Snæfellsnesi og í eitt
sinn sem við fórum framhjá hjá
þeim í norðan roki þá var sagt við
Erling í gamni í sundinu að við
hefðum nú séð brúna útidyrahurð
fjúka framhjá okkur, en hann var
alltaf með svarið tilbúið; nei það var
ekki mín hurð, þetta hefur verið
hurð nágrannans. Alltaf var hann
með góðar sögur á bakkanum og
alltaf komu góðir brandarar með
líka hjá honum og sá síðasti sem
hann sagði mér var Good Year.
Yngri sonur okkar tók Erling og
gerði hann að sínum afa í Reykja-
vík því að honum fannst svo skrítið
að eiga ekki afa líka í Reykjavík
eins og að eiga afa úti á landi og var
oft gaman að sjá pjakkinn hlaup-
andi á eftir honum á sundlaugar-
bakkanum í rauðum bol, bláum
stuttbuxum og svo í inniskóm til að
geta verið alveg eins og hann,
svona hljóp hann alltaf með og
fannst svo fúlt að fá ekki að vera
alltaf á bakkanum með honum og
skipa fyrir.
Okkur finnst núna að best sé að
Erlingur Þráinn
Jóhannsson
✝ Erlingur ÞráinnJóhannsson fædd-
ist í Reykjavík 10.10.
1944. Hann lést á
líknardeild Landspít-
alans 27.11. 2010.
Útför Erlings fór
fram frá Bústaða-
kirkju 6. desember
2010.
hugsa sér að Erlingur
hafi bara verið á sun-
dæfingu með sínu liði
og að hann hafi verið í
lauginni með þeim og
synt yfir laugina í
spretti og að seinna
meir munum við öll
hin sem eftir erum ná
honum á bakkanum
hinum megin ein-
hvern daginn.
Hrafnhildur, Jó-
hann og Lise, við
vottum ykkur okkar
dýpstu samúð og
megi guð vera hjá ykkur á þessum
erfiða tíma sem nú er.
Haukur, Hrafnhildur,
Vignir Gunnar og Arnar Ingi.
Nú hefur hann Erlingur eða Elli
þjálfi eins og ég kallaði hann, kvatt
þetta líf, og vil ég þakka honum allt
sem hann gerði fyrir mig. Ég var
bara sjö ára þegar ég byrjaði að
æfa með Í.F.R., lítil og feimin. Elli
var þjálfari minn og hann losnaði
ekki við mig eftir það. Ég var eitt af
börnunum hans Ella. Við fórum
saman á mörg sundmót, á Evrópu-
meistaramót, heims- og Ólympíu-
mót. Ella get ég þakkað fyrir góðan
árangur minn í sundi. Hann studdi
mig og hvatti áfram, gladdist með
mér þegar vel gekk og taldi í mig
kjark ef ég náði ekki því takmarki
sem ég vildi. Hann var góður vinur
og félagi og frábær þjálfari.
Ég minnist þess alltaf þegar Elli
og Hrafnhildur komu til Aþenu árið
2004 alveg óvænt, að horfa á Ól-
ympíumót fatlaðra. Það var alveg
yndislegt og gladdi mig sérstaklega
og ég vona að hann hafi verið
hreykinn af mér þá.
Það verður skrýtið að hitta hann
ekki í Engjaselinu fyrir jólin, eins
og er búið að vera hefð í mörg ár,
og drekka heitt súkkulaði og með-
læti, en ég veit að Hrafnhildur
verður þar. Nú ætlaði ég að sýna
þér nýjasta afrekið mitt, hana litlu
dóttur mína, en kannski færðu að
kíkja niður til okkar og ég veit að
þú ert stoltur af mér.
Elsku Hrafnhildur, Jóhann, Lise
og aðrir ættingjar, Guð veri með
ykkur.
Kæri Erlingur hvíl þú í friði. Guð
blessi þig.
Kristín Rós Hákonardóttir.
Alvöru blómabúð
Allar skreytingar unnar af fagfólki
Kransar • Krossar • Kistuskreytingar
Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499
Heimasíða: www.blomabud.is
Netfang: blomabud@blomabud.is
✝
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og
vináttu við fráfall eiginmanns míns, föður, tengda-
föður, afa og langafa,
HILMARS FRIÐRIKS GUÐJÓNSSONAR,
Efstalandi 24.
Megið þið öll eiga gleðileg jól og gæfuríkt komandi
ár.
Guðrún Guðmundsdóttir,
Halldór Gunnar Hilmarsson,
Eysteinn Smári Hilmarsson,
Óskar Árni Hilmarsson,
Emil Hilmarsson,
Björgvin Hilmarsson,
Guðný Hilmarsdóttir,
Aldís Hilmarsdóttir
og fjölskyldur.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
HERMANNS STEFÁNSSONAR,
Vallargerði 2c,
Akureyri.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Lyfjadeildar 1,
Sjúkrahúsi Akureyrar og Rúnarbræðra.
Guð blessi ykkur öll.
Kristín Friðbjarnardóttir,
Ólafur Ingi Hermannsson, Bjarnheiður Ragnarsdóttir,
Eva Hermannsdóttir, Einar Jóhannsson,
Atli Hermannsson, Ingibjörg Róbertsdóttir,
afa- og langafabörn.
✝
Sendum innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát eiginmanns míns,
föður, tengdaföður, afa og langafa,
ÓSKARS MAGNÚSSONAR.
Færum starfsfólki á Heilbrigðisstofnuninni Patreks-
firði sérstakar þakkir fyrir góða umönnun.
Bára Jónsdóttir,
Þorbjörg Lilja Óskarsdóttir,
Magnús B. Óskarsson,
Rakel Óskarsdóttir,
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vináttu vegna andláts eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
RAGNARS GUÐMUNDSSONAR,
Hraunbæ 111,
Reykjavík.
Guð blessi ykkur öll.
Með óskum um gleðileg jól,
Friðgerður Þórðardóttir,
Logi Ragnarsson, Jóhanna Steingrímsdóttir,
Valur Ragnarsson, Sigríður Björnsdóttir,
Halla Hrund, Ingunn Ýr, Vaka,
Haukur Steinn og Freyja.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og
útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
THEÓDÓRS EÐVARÐS MAGNÚSSONAR,
Asparfelli 2,
Reykjavík.
Magnús Eðvarð Theódórsson,
Katrín Jóna Theódórsdóttir,
Hrönn Theódórsdóttir, Matthías Harðarson,
Guðjón Theódórsson, Ellen Ólafsdóttir,
Steindór Rafn Theódórsson, Brynja Bjarnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát
eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
KRISTBJARGAR BENEDIKTSDÓTTUR,
Naustahlein 7,
Garðabæ.
Hörður Hjartarson,
Benedikt Harðarson,
Una Björk Harðardóttir, Pétur Hansson,
Hörður Harðarson, Guðrún Hrund Sigurðardóttir,
Brynjar Harðarson, Guðrún Árnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og
útför okkar elskulega föður, tengdaföður og afa,
ALEXANDERS ALEXANDERSSONAR,
Melalind 8,
áður Holtagerði 62,
Kópavogi.
Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól.
Hjördís Alexandersdóttir, Guðmundur Jón Jónsson,
Bára Alexandersdóttir, Þórarinn Hjálmarsson,
Erla Alexandersdóttir, Sigurður Jón Ragnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
vegna andláts elsku móður okkar, tengdamóður og
ömmu,
ÚLLU ÞORMAR GEIRSDÓTTUR ÁRDAL,
Lindarsíðu 2,
Akureyri.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk á Eini- og Grenihlíð,
dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, fyrir einstaka
umönnun.
Kristín Árdal, Friðrik Jósepsson,
Geir Árdal, Margrét Bjarnadóttir,
Tómas Árdal, Selma Hjörvarsdóttir,
Páll Hallfreður Árdal, Ólöf Kristín Stefánsdóttir,
Álfheiður Árdal
og barnabörn.
✝
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og
stuðning við andlát og útför elskulegs eiginmanns,
föður, tengdaföður og afa,
GUÐNA ÞÓRARINS VALDIMARSSONAR,
Hamrahlíð 21,
Vopnafirði.
Ásta Ólafsdóttir,
Valdimar Guðnason,
Droplaug Guðnadóttir, Kristján Geirsson,
Páll Guðnason,
Guðrún Anna Guðnadóttir, Sigurjón Haukur Hauksson,
Baldvin, Birkir, Anna Björk, Ásta Mekkín, Guðlaug Marín,
Signý Malín, Guðni Þór, Haukur, Valdimar Orri.