Morgunblaðið - 18.12.2010, Síða 47

Morgunblaðið - 18.12.2010, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2010 Nordiska ministerrådet i Köpenhamn söker seniorrådgivare till NDPC sekretariatet koordinator till avdelningen för kultur och resurser Vi erbjuder spännande jobb och en god arbetsmiljö med kollegor från hela Norden samt goda utvecklingsmöjligheter. Vi förväntar oss att du har relevant utbildning och erfarenhet från administrativt arbete. Ansökningsfrist för tjänsterna är måndagen den 17 januari 2011. För mera information om tjänsterna, se www.norden.org Nordiska ministerrådet är en aktiv internationell samarbetspartner och profilerar sig särskilt inom forskning och innovation, klimat och miljö samt välfärd och kultur. Ved Stranden 18 DK-1061 Köpenhamn K Um starfið: • Forstjóri OR stýrir daglegum rekstri fyrirtækisins og gætir jafnvægis milli samfélagslegra, fjárhagslegra og umhverfislegra sjónarmiða. • Forstjóri hrindir í framkvæmd stefnu fyrirtækisins og framtíðarsýn. • Forstjóri ber ábyrgð á áætlanagerð, eftirfylgni áætlana, gæðastjórnun, fjármálastjórnun, þekkingar- og starfsmannastjórnun. • Forstjóri ber ábyrgð á framkvæmdum á vegum OR og að umgengni við auðlindir sé samkvæmt viðmiðum um sjálfbæra þróun. • Forstjóri ber ábyrgð á samskiptum við viðskiptavini, starfsmenn, lánastofnanir og aðra hagsmunaaðila. • Forstjóri fer með eignarhluti OR í dótturfélögum og hlutdeildarfélögum samkvæmt ákvörðun stjórnar. Hæfniskröfur: • Háskólamenntun á framhaldsstigi sem nýtist í starfinu. • Reynsla úr yfirstjórn í stóru fyrirtæki eða stofnun er mjög æskileg. • Leiðtoga- og stjórnunarhæfileikar auk færni í að móta og innleiða framtíðarsýn. • Hæfni í að styðja öflugan hóp samstarfsmanna til ábyrgðar og nýta hæfileika allra starfsmanna með samráði og upplýsingaflæði. • Þekking á sviði fjármála og fjármögnunar fyrirtækja, reynsla af flókinni samningagerð og stýringu áhættu. • Samskipta- og tjáskiptahæfileikar, greiningarhæfni, metnaður, frumkvæði og heilindi. www.or.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 52 80 9 12 /1 0 Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur Orkuveita Reykjavíkur auglýsir laust til umsóknar starf forstjóra. Leitað er að reyndum leiðtoga sem hefur áhuga á að nýta hæfileika sína í þágu mikilvægrar almannaþjónustu. Áhersluatriði í starfi forstjóra næstu misserin eru fjárhagsleg endurskipulagning og fjárhagslegt jafnvægi, stefnumótun og endurskoðun á innri ferlum og stjórnun. Launakjör taka mið af úrskurðum kjararáðs um laun í sambærilegum störfum. Nánari upplýsingar um starfið gefur Skúli Waldorff starfsmannastjóri (sími: 516 6000, netfang: skuli.waldorff@or.is). Umsóknum skal skilað til Orkuveitu Reykjavíkur á netfangið umsokn@or.is í síðasta lagi 4. janúar 2011. Allar fyrirspurnir og umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál. Einstaklingar af báðum kynjum eru hvattir til að sækja um starfið. Hæfnisnefnd mun meta umsækjendur með faglegu hæfnismati og gera tillögu til stjórnar OR. Sjá nánar um ráðningarferlið á www.or.is. Orkuveita Reykjavíkur er þjónustufyrirtæki sem veitir íbúum og atvinnulífi grunnþjónustu með veitu- og virkjanarekstri og tryggir öruggan aðgang að heitu og köldu vatni og rafmagni, auk fráveitu og gagnaveitu. Orkuveita Reykjavíkur er sameignarfyrirtæki þriggja sveitarfélaga á suðvesturhorni Íslands og þjónar um 200.000 notendum. Hlutverk Orkuveitu Reykjavíkur er að tryggja á hagkvæman og sjálfbæran hátt lífsgæði og hæfni samfélagsins. Grunngildi OR eru virðing, hagsýni, heiðarleiki, eldmóður, traust og sveigjanleiki. www.or.is Fiskeldi Fiskeldisstöðin Laxeyri ehf. óskar eftir að ráða fiskeldisfræðing eða mann með áhuga á fisk- eldi. Laxeyri er staðsett í 60 km fjarlægð frá Borgarnesi og sérhæfir sig í framleiðslu á náttúrulegum laxaseiðum til sleppingar í ár og vötn. Umsækjendur sendi upplýsingar og ferilskrá á netfangið laxeyri@emax.is. Afleysingamaður á leigubifreið óskast strax. Verður að vera handhafi skírteinis Vegagerðarinnar. Bifreiðin (MB E240) er í af- greiðslu hjá BSR. Upplýsingar í síma 897 2123. SJÚKRAHÚSIÐ VOGUR Sjúkraliðar Viljum ráða sjúkraliða í 60% starf. Vaktavinna. Upplýsingar veitir Þóra Björnsdóttir hjúkrunarforstjóri á staðnum og í síma 824 7615, netfang: thora@saa.is. Starfið felst í samskiptum og þjónustu við nemendur og kennara tölvunarfræðideildar, ásamt umsjón með ýmsum viðburðum á vegum deildarinnar. Verkefnastjórinn ber ábyrgð á samskiptum við nemendur í grunnnámi, en starfar einnig náið með starfsfólki deildarinnar og ýmsum stoðdeildum innan HR. Leitað er að einstaklingi með háskólapróf, mjög góða tölvukunnáttu og samskiptahæfileika, skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og hæfni til að forgangsraða, góða færni í íslensku og ensku og brennandi áhuga á að stuðla að enn betra náms- umhverfi í tæknigreinum innan HR. Umsóknir skulu sendar á netfangið appl@ru.is fyrir 28. desember, og skulu innihalda kynningarbréf, starfsferilskrá, mynd og upplýsingar um umsagnaraðila. Nánari upplýsingar veitir Kristine Helen Falgren skrifstofustjóri (kristine@hr.is). VERKEFNASTJÓRI HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK AUGLÝSIR EFTIR VERKEFNASTJÓRA GRUNNNÁMS Í TÖLVUNARFRÆÐIDEILD www.hr.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.