Morgunblaðið - 18.12.2010, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 18.12.2010, Qupperneq 55
MENNING 55 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2010 Stórsveit Reykjavíkur heldur sína árlegu jólatónleika á morgun, sunnudag, kl. 16 í Ráðhúsi Reykjavíkur. Flutt verður fjölbreytt dag- skrá jólatónlistar í djassút- setningum, innlendum og er- lendum, nýjum og gömlum. Stjórnandi á þessum tón- leikum verður Samúel J. Sam- úelsson, en hann hefur einnig útsett hluta efnisskrárinnar. Einsöngvari og sérstakur gestur stórsveitarinnar verður söngvarinn Helgi Björnsson. Aðgangur að er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyf- ir. Fólki er bent á að mæta tímanlega því aðsókn hefur verið mikil á jólatónleikana undanfarin ár. Tónlist Jólatónleikar Stórsveitarinnar Samúel J. Samúelsson Kammerhópurinn Camer- arctica heldur sína árlegu kertaljósatónleika í kirkjum nú rétt fyrir jólin. Kópurinn hefur leikið ljúfa tónlist eftir Mozart við kertaljós í 18 ár. Leikin verða tvö verk, kvin- tett fyrir klarínettu og strengi eftir Franz Krommer og strengjakvintett W.A. Moz- arts. Að venju lýkur tónleik- unum með jólasálmi Mozarts „Í dag er glatt í döprum hjörtum“. Tónleikarnir verða í Kópavogskirkju á sunnu- dagskvöldið kl. 22.30, í Hafnarfjarðarkirkju á mánudag kl. 21, í Garðakirkju á þriðjudag kl. 21 og í Dómkirkjunni í Reykjavík kl. 21. Tónlist Mozart við kertaljós í kirkjum Kammerhópurinn Camerarctica Á morgun, sunnudag, verður fjölbreytileg aðventudagskrá í Þjóðminjasafninu. Kl. 11 kem- ur Skyrgámur í heimsókn. Kl. 12 les Iðunn Steinsdóttir upp úr bókinni sinni Jólasveinarnir sem hefur nýlega verið endur- útgefin. Kl. 13 heldur dr. Terry Gunnell, prófessor í þjóðfræði við HÍ, erindi í fyrirlestrarsal um íslenska jólasiði í aldanna rás, frá heiðnum goðum til hrekkjóttra íslenskra jólasveina. Fyrirlesturinn er á ensku og veitingar í boði The English-Speaking Union á Íslandi. Kl. 14 verður Einar Falur Ingólfsson síðan með leið- sögn um sýningu sína, Sögustaðir - Í fótspor W.G. Collingwoods, og áritar samnefnda bók. Aðventudagskrá Sagt frá jólasvein- um og Sögustöðum Terry Gunnell Ung hjón og vinkona þeirraleggja út á Jökulfirði tilað standsetja hús á Hest-eyri. Á Ísafirði starfar geðlæknir á áþekkum aldri en hann missti son sinn ungan þremur árum fyrr. Undarlegir atburðir fara svo í gang á Hesteyrinni, sömuleiðis hjá geðlækninum og spennan og allt- umlykjandi óróleikinn stigmagnast með hverjum kaflanum. Svo ég klúðri nú ekki sögunni fyr- ir þeim mörgu sem eiga eftir að lesa hana, sé mið tekið af sölutölum, læt ég þetta nægja um sögu- þráðinn. Farsæld Yrsu Sigurð- ardóttur sem spennuhöfundar er vel skiljanleg út frá þessari bók þar sem henni er lagið að byggja upp spennu, kann öll trixin í bókinni að því er virðist. Sögurnar tvær fá sinn kaflann til skiptis og enda þeir einatt með hár- rísandi setningum. Stíll Yrsu er hóf- stilltur og norm-miðaður ef svo mætti segja, tilþrifalítill í raun og það útskýrir hina miklu velgengni hennar, líkt og með hann Arnald okkar. Erfið og flókin orð er ekki að finna, textinn rúllar snurðulaust áfram eins og kvikmyndahandrit og afþreyingin því alger. Yrsu eru hins vegar mislagðar hendur þegar daðr- að er við skáldgyðjuna, hátimbraðar setningar ná ekki tilætluðum áhrif- um heldur verða kauðskar í staðinn. Henni tekst hins vegar vel upp þeg- ar gægst er í sálarlíf persónanna, hliðarvangaveltur um eðli vinátt- unnar, trausts og ábyrgðar eru býsna glúrnar á köflum. Ég fann a.m.k. fimm innslátt- arvillur, sem er allt of mikið fyrir höfund sem er kominn þetta langt. Ragnar Helgi Ólafsson á skilið lof fyrir einkar áhrifaríka bókarkápu. Í bókarlok fannst mér eins og nokkrir endar væru lausir en meðan á lestr- inum stóð klóraði maður sér reglu- bundið í hausnum og fletti áfjáður áfram. Áhrifin við lesturinn, það sem skiptir á endanum höfuðmáli, voru því mestanpart eins og til er ætlast. Fortíðin eltir þig uppi að lokum Morgunblaðið/Ernir Yrsa Sigurðardóttir „Alltumlykjandi óróleikinn stigmagnast.“ Ég man þig bbbmn Eftir Yrsu Sigurðardóttur. Veröld 2010. 317 bls. ARNAR EGGERT THORODDSEN BÆKUR Jólatónleikar Kammersveitar Reykjavíkur verða í Áskirkju á morgun, sunnudag, klukkan 17. Jólatónleikar Kammersveit- arinnar hafa lengi notið mikilla vin- sælda en hefð er fyrir því að leikin sé hátíðleg tónlist frá barokk- tímabilinu. Í ár hljómar tónlist eftir Carl Phil- ipp Emanuel Bach á jólatónleik- unum, en tónlist þess afkastamikla Bach-sonar heyrist sjaldan leikin á Íslandi. Tvær af sinfóníum hans eru á efnisskrá tónleikanna, auk Flautu- konserts í G-dúr þar sem Melkorka Ólafsdóttir er í hlutverki einleikara og Sellókonserts í A-dúr þar sem einleikshlutverkið er í höndum Mar- grétar Árnadóttur. Konsermeistari Kammersveit- arinnar er Una Sveinbjarnardóttir, en spænski sembalsnillingurinn Jav- ier Núñes stjórnar frá sembalnum. Verk eftir C.P. Bach Jólatónleikar Kammersveitarinnar Kammersveit Reyjavíkur Sveitin á æfingu fyrir jólatónleikana. Hátíðartónar verða í Salnum á morgun, sunnudag, klukkan 16, þegar Skólakór Kársness kemur í hús. Kórinn, undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur, kemur gestum í jóla- skap og syngur falleg jólalög. Sér- stakir gestir eru Sigrún Hjálmtýs- dóttir og Vallagerðisbræður. Jólatónar Skólakórs Aðalhlutverkið er reyndar fyrir kven- mann en Sandra Bullock hafði verið ráðin í það...61 » Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Í nýrri bók um Jónas E. Svafár, skáld og myndlistarmann, sem lést fyrir sex árum, eru birtar allar ljóða- bækur hans með myndskreytingum og er ætlunin að varpa ljósi á feril skáldsins, sem þó vann stöðugt í sín- um texta og myndheimi, meðal ann- ars með athyglisverðri endurvinnslu á ljóðunum. Jónas er eftirminnilegur mörgum; sem skáld sem byrjaði að gefa út á þeim tíma þegar deilur um atóm- skáldskap stóðu sem hæst, en þó kannski einkum fyrir að teljast kyn- legur kvistur, óreglumaður sem samfélagið útskúfaði. Hjálmar Sveinsson er annar að- standenda forlagsins Omdurmans sem gefur út bókina Jónas E. Svafár – Ljóð og myndir. Hann segist hafa séð fyrir nokkrum misserum sýn- ingu sem Ingólfur Arnarson mynd- listarmaður setti upp í Hoffmanns- galleríi í Reykjavíkurakademíunni, með myndum Jónasar. „Á svipuðum tíma var ég með í höndunum verk sem Elías Mar gaf mér, frumútgáfu bókarinnar Það blæðir úr morguns- árinu. Ég gerði mér þá grein fyrir því að Jónas væri ekki bara þræl- skemmtilegt og flott ljóðskáld, held- ur væri hann líka áhugaverður myndlistarmaður,“ segir Hjálmar. „Mér fannst þetta vera óskrifaður kafli í íslenskri menningarsögu og sá fyrir mér að gera mætti fallega bók með heildarsafni ljóða og mynda Jónasar. Þegar ég fór að skoða hann betur fannst mér hann hafa verið settur út í horn sem eins konar Gísli á Upp- sölum íslenskrar ljóðlistar. Íslend- ingar hafa gaman af sérkennilegum mönnum en mér fannst það ekki sanngjarnt gagnvart Jónasi. Hann er frábært ljóðskáld og merkilegur hönnuður og myndlistarmaður.“ Það kann að hafa blindað sýn sam- tímamanna Jónasar á verkin að þeir þekktu hann yfirleitt sem útigangs- mann. „Hann var óreglumaður og bak við það er ákveðin harmsaga; Jónas lenti í slysi sem ungur maður og það breytti karakter hans. Í sögu hans er eins og óreglan yfirgnæfi allt ann- að. Stundum getur maðurinn þvælst fyrir listaverkunum. Þetta er kimi af íslenskri menningarsögu sem er merkilegur og Omdurman- forlagið sinnir,“ segir Hjálm- ar og boðar nýja bók í vor: „Það er saga sem Elías Mar skrifaði af Þórði Sigtryggs- syni en handritið hefur verið hálfgerð goð- sögn,“ segir hann. Þrælskemmtilegt ljóðskáld og flottur myndlistarmaður  Allar ljóðabæk- ur Jónasar E. Svafár prentaðar í nýrri bók Ljóð og myndir Opna úr handgerðri útgáfu Jónasar E. Svafárs af ljóðabók- inni Það blæðir úr morgunsárinu. Hann felldi bókina ofan í ljósmyndabók. Bókin Jónas E. Svafár - Ljóð og myndir er komin út hjá bókaforlaginu Omdúrman. Í bókinni er heildarsafn ljóða og teikninga Jónasar, sem fædd- ist árið 1925 og lést 2004. Þröstur Helgason er ritstjóri og skrifar formála en Ingólfur Arnarson myndlistarmaður skrifar um myndverk Jónasar. Hér birtast fimm bækur Jónasar E. Svafárs, mynd- skreyttar af honum sjálfum: Það blæðir úr morgunsárinu, Geislavirkt tungl, Klettabelti fjallkonunnar, Stækkunargler undir smásjá og Sjöstjarnan í meyjarmerkinu. Jónas þótti oft á skjön við aðra. Í formála segir Þröstur m.a.: „Óhætt er að halda því fram að Jónas hafi verið úti á jaðrinum, ekki bara samfélags- lega heldur einnig meðal skálda, jafnvel at- ómskáldanna sem þó voru sér á parti í ís- lenskum bók- menntaheimi.“ Höskuldur Harri Gylfason hannar bókina, eins og fyrri bækur Omdúrman, um Elías Mar, Megas og Rósku. Var úti á jaðrinum BÓK UM JÓNAS E. SVAFÁR Nýstofnaður Kammerkór Dóm- kirkjunnar heldur jólatónleika í Dómkirkjunni annað kvöld, sunnu- dag, og hefjast þeir klukkan 21. Á efnisskrá eru jólalög eftir ís- lensk og erlend tónskáld. Stjórnandi er Kári Þormar. Nýstofnaður Kammerkór Jónas E. Svafár
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.