Morgunblaðið - 20.12.2010, Síða 2

Morgunblaðið - 20.12.2010, Síða 2
Skúli Á. Sigurðsson skulias@mbl.is „Þegar svona sprenging verður er auðvitað mikil hætta á ferðum,“ seg- ir Guðmundur Helgi Sigfússon, slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð, en hans menn komu fyrstir á vettvang brunans í álveri Alcoa-Fjarðaáls í Reyðarfirði á laugardaginn. 200.000 lítrar af olíu voru í rýminu þar sem eldurinn kviknaði en ekkert fólk var að störfum þar sem sprengingin varð og urðu því engin slys á fólki. Sprengingin sem olli brunanum varð í stórum spenni um klukkan fimm og var slökkvilið komið á stað- inn innan nokkurra mínútna. Um hálfri klukkustund síðar varð önnur sprenging. Þá voru slökkviliðsmenn þegar byrjaðir að sprauta froðu á eldinn en þeir hörfuðu um sinn vegna sprengingarinnar. Sprautuðu froðu að utan Þar sem fólki stóð ekki bein hætta af eldinum gafst slökkviliðinu ráð- rúm til að meta aðstæður og hættu á frekari sprengingum rækilega áður en hafist var handa að nýju. Að sögn Guðmundar varð þó að hafa hröð handtök vegna þess að hitinn fór hækkandi eftir því sem eldurinn log- aði lengur og með því jukust líkur á að olían ókyrrðist og bærist í eldinn og ylli enn frekari bruna og jafnvel sprengingum. Til þess að komast hjá því að nálg- ast eldinn og leggja slökkviliðsmenn í hættu var langdræg háþrýstidæla slökkvibíls Egilsstaðaflugvallar not- uð til að sprauta froðu að utan. Bíll- inn var fenginn frá Egilsstöðum sér- staklega til þessa og var einn þriggja dælubíla á vettvangi. Búið var að ráða niðurlögum elds- ins um kl. 21.30 og starfi slökkviliðs- ins var lokið um fjórum klukku- stundum seinna. Neyðarflokkur álversins stóð svo vakt á vettvangi um nóttina þar sem olía lak ennþá úr spenninum. Nóttin var þó tíðinda- laus. „Miðað við allar aðstæður fór þetta betur en á horfðist í fyrstu og við erum að reyna að koma fram- leiðslunni í jafnvægi,“ segir Erna Indriðadóttir, upplýsingafulltrúi Al- coa-Fjarðaáls. Að sögn Ernu liggur ekki fyrir hvað olli sprengingunni sem svo leiddi til eldsvoðans en hún segir að athugun á því muni hefjast í vikunni. Hún segir að ekki sé ljóst ennþá hve mikið tjón hlaust af brunanum. Áhrif uppákomunnar á framleiðslu versins eru einnig óljós en vegna þess að ál- verið var aðeins rafmagnslaust í um tvo tíma stöðvaðist framleiðslan ekki með öllu þó að hægst hafi á henni vegna eldsvoðans. Glímdu við eldinn í fjóra tíma  Orsök sprengingarinnar í álveri Alcoa-Fjarðaáls um helgina er enn óljós  200.000 lítrar af olíu sköpuðu hættu á frekari bruna  Engin slys urðu á fólki Ljósmynd/Hilmar Sigurbjörnsson 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Forsvarsmenn Flugfélags Íslands eru óánægðir með að vélar félagsins þurfi að millilenda á Eg- ilsstaðaflugvelli á leið sinni frá Reykjavík til Noregs. Þurfa farþegar að ganga frá borði með farangur sinn og sæta vopnaleit. Ekki þarf að millilenda á leið frá Reykjavíkurflugvelli til Grænlands og Færeyja. Að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, upplýs- ingafulltrúa Isavia, er þetta vegna þess að Reykjavíkurflugvöllur uppfyllir ekki þær kröfur sem gerðar eru til flugverndar í millilandaflugi en það geri Egilsstaðaflugvöllur. Isavia annast rekstur allra flugvalla á Íslandi. Hvað varðar flugið til Grænlands og Færeyja segir hún að völlurinn hafi fengið sérstaka undanþágu frá ýmsum reglum um flugvernd, til dæmis um vopnaleit, til að fljúga innanlands og til þessara tveggja áfangastaða og því þurfi ekki að koma við á Egilsstöðum á leiðinni þangað. Segir hún að ekki sé á dagskrá að afla þeirra leyfa sem þarf til að Reykjavíkurflugvöllur geti talist fullgildur millilandaflugvöllur þar sem ær- inn tilkostnaður myndi fylgja því að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru. Ekki liggi heldur neitt fyrir um frekari undanþágur. Ósveigjanleiki með ólíkindum „Okkur finnst svolítið sérstakt að það skipti máli hvert flugvélin er að fara,“ segir Árni Gunn- arsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands. „Við teljum að [Reykjavíkurflugvöllur] uppfylli þessar kröfur.“ Að sögn Árna höfðu vonir staðið til þess að lausn fyndist á málinu og vélarnar fengju að fljúga beint til Noregs. Segir hann að bæði Flug- málastjórn og Isavia hafi verið ósveigjanleg í málinu. „Okkur finnst þetta bara alveg með ólík- indum.“ Noregsferðir félagins í kringum hátíð- arnar verða níu talsins en Árni reiknar ekki með að þær verði fleiri. Breytist staðan varðandi millilendingarnar segir hann þó að athugandi sé að fjölga þeim. skulias@mbl.is Noregsflug lendir á Egilsstöðum  Flugvélar frá Reykjavíkurflugvelli verða að millilenda á Egilsstöðum á leið sinni til Noregs  Flugvélar á leið til Grænlands og Færeyja fá undanþágu og mega fljúga án þess að millilenda Morgunblaðið/Ómar Á flugi Flugvél Flugfélags Íslands yfir Reykjavík í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli. Áætlunarflug til Noregs » Flugvélar Flugfélags Ís- lands þurfa að millilenda á Egilsstöðum á leið til Noregs til að sæta vopnaleit. » Félagið verður með flug til þriggja áfangastaða í Noregi yfir jól og áramót, til Stav- anger, Bergen og Þránd- heims. » Flugfélagið reiknar að óbreyttu með að ekki verði farnar fleiri en þær níu ferðir sem þegar hafa verið ákveðnar kringum hátíðarnar. Að sögn Guðmundar slökkvi- liðsstjóra gekk slökkvistarfið greiðlega og allir sem að komu lögðu sitt af mörkum. „Þarna unnu menn mjög vel saman, allir sem að þessu komu; lögreglan, slökkviliðin og starfsmenn álversins. Þetta er mjög yfirveguð og góð vinna sem þarna fór fram og menn eiga heiður skilinn fyrir.“ Hilmar Sigurbjörnsson hjá mannauðsteymi Alcoa- Fjarðaáls tekur í sama streng. Hann kom á vettvang skömmu á eftir slökkviliðinu og segir að menn hafi unnið fumlaust og fagmannlega við erfiðar aðstæður. Segir hann að bruninn og slökkvistarfið hafi verið mikið sjónarspil. Slökkvistarfið vegna brun- ans var umfangsmikið enda hætta á miklu tjóni. Frá slökkviliði Fjarðabyggðar komu 30 slökkviliðsmenn að starfinu og fjórir menn frá Brunavörnum á Austurlandi komu með flugvallar- slökkvibílinn af Egilsstaða- flugvelli og froðubirgðir. Þá voru 10-15 þjálfaðir slökkvi- liðsmenn úr neyðarflokki Al- coa á vettvangi. „Yfirveguð og góð vinna“ UM 50 Í SLÖKKVISTARFINU Björgunarsveitir á höfuðborgar- svæðinu, alls um 70 manns, leituðu í gær manns sem saknað hafði verið frá heimili sínu í Breiðholti frá því á laugardagskvöld. Maðurinn, sem er sextugur, er sjúklingur eftir heila- blóðfall. Björgunarsveitir fundu manninn rétt við heimili hans eftir stutta leit og var hann bæði kaldur og illa átt- aður. Var honum komið í sjúkrabíl er kallaður var á staðinn. Sjötíu í leit Maður sem vaknaði við reykskynj- ara á heimili sínu á Hofsósi á sjötta tímanum í fyrrinótt braut sér leið út um glugga og komst undan óbrennd- ur en mikill eldur var laus í húsinu. Hann skarst nokkuð við að brjóta rúðuna og komast út og andaði að sér reyk. Hann var færður til að- hlynningar á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki og var líðan hans góð eftir atvikum í gær og mun hann ekki hafa fengið alvarlega reykeitr- un. „Húsið virtist vera orðið alelda þegar við komum,“ segir Kári Gunn- arsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri á Sauðárkróki, en slökkviliðið á Hofs- ósi fékk liðsauka þaðan til að takast á við eldinn. Hann segir að húsið hafi fljótt orðið alelda enda um lítið timb- urhús að ræða. Húsinu varð ekki bjargað og brann það að lokum til grunna. Þar sem húsið stendur ekki nærri öðrum húsum segir Árni að ekki hafi skapast mikil hætta. Grunur leikur á að eldurinn hafi átt upptök sín í raftækjum í eldhúsi hússins. skulias@mbl.is Slapp úr eldsvoða  Braust út um glugga og skarst Ljósmynd/Gestur Þorsteinsson Rústir Húsið brann til grunna enda úr tré og því góður eldsmatur. Sjónarspil Eldsvoðinn var mikill sjónleikur og teygðu eldtungurnar sig um þrjátíu metra upp að sögn sjónarvottar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.