Morgunblaðið - 13.05.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.05.2010, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2010 Una Sighvatsdóttir una@mbl.is Hæstiréttur hefur dæmt Bjarka Má Magnússon í 8 ára fangelsi fyrir fjöl- margar líkamsárásir og sérlega gróf og alvarleg kynferðisbrot gegn þá- verandi sambúðarkonu sinni. Bjarki var einnig dæmdur til að greiða kon- unni 3 milljónir króna í bætur. Bjarka er meðal annars gefið að sök að hafa í október 2006 til júní 2007 á heimili þeirra í Danmörku veist ítrekað að konunni með bar- smíðum og veitt henni áverka. Þá var hann sakfelldur fyrir að hafa neytt hana með hótunum til samræðis og annarra kynferðismaka með öðrum körlum, en Bjarki ýmist ljósmyndaði kynmökin eða tók þau litið til þess að Bjarki hafi gerst sek- ur um fjölmargar líkamsárásir og sérlega gróf og alvarleg kynferðis- brot gegn þáverandi sambúðarkonu sinni. Brotin stóðu yfir um árabil og afleiðingar þeirra fyrir konuna væru alvarlegar. Mál Bjarka varð afar umdeilt eftir að hann áfrýjaði 8 ára fangels- isdómi héraðsdóms í fyrra. Ekki er heimild í lögum til að fara fram á gæsluvarðhald eða að afplánun dóms hefjist eftir að máli er áfrýjað til Hæstaréttar og gekk Bjarki því laus eftir að dómurinn var kveðinn upp. Konan sem Bjarki braut gegn sagði á sama tíma í viðtali við DV að hún teldi Bjarka hættulegan og vildi að nafn hans yrði birt til verndar öðrum konum. upp á myndband og tók þá iðulega þátt í þeim. Á sjöunda hundrað mynda og tuttugu myndskeið af at- hæfinu voru meðal sönnunargagna í málinu. Bjarki var hins vegar sýkn- aður af ákæru um að hafa veist að föður sínum. Foreldrar hans gáfu hvorki skýrslu fyrir lögreglu né héraðsdómi en nágranni þeirra, sem kom á vett- vang eftir að hafa orðið var við há- reysti frá húsi þeirra um nóttina, kom á hinn bóginn fyrir dóm. Brotin stóðu yfir um árabil Taldi Hæstiréttur að gegn neit- un Bjarka væri framburður þessa eina vitnis ekki nægur til sakfelling- ar. Hæstiréttur segir að við ákvörð- un refsingar hafi meðal annars verið Sérlega gróf ofbeldisbrot  Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um 8 ára fangelsi yfir Bjarka Má Magnússyni  Ófyrirleitin brot sem eiga sér enga hliðstæðu hér Hnotskurn » Bjarki er fæddur 1973 og er stjórnmálafræðingur að mennt. Hann hefur ekki áður gerst sek- ur um refsiverða háttsemi svo vitað sé. » Hann er dæmdur fyrir bar- smíðar og gróft kynferðisof- beldi gegn fyrrverandi sam- býliskonu sinni. » Hann var í héraðsdómi einnig fundinn sekur um hótanir og ofbeldi gegn föður sínum en sýknaður af því í Hæstarétti. Gosvirknin í Eyjafjallajökli virðist nokkuð stöðug en gosmökkurinn hefur minnkað lítillega. Ekkert bendir til þess að gosinu sé að ljúka. Magnús Tumi Guðmundsson jarð- eðlisfræðingur bendir á að gosið sé sérstakt miðað við önnur gos hér- lendis sökum þess hversu lang- dregið það virðist ætla að verða. „Langflest gos hérlendis byrja af miklum krafti en fjara síðan út. Gos- ið í Eyjafjallajökli er t.d. kröftugra núna heldur en í upphafi, að und- anskildum allra fyrstu dögunum.“ Bendir hann á að ennþá komi ný kvika að neðan. „Meðan svo er má búast við því að gosið endi ekki í bráð. Menn verða að búa sig undir að þetta taki einhvern tíma.“ Gosmökkurinn er að jafnaði um 4-5 km hár samkvæmt veðurratsjá en fer hæst í um sex km og stefnir í austsuðaustur. Tilkynningar bárust í gær um öskufall í Vík í Mýrdal og í Meðallandi. Þá var rykmistur og um 200-300 metra skyggni á Þykkva- bæjarklaustri í Álftaveri. Fjöldi eldinga mældist á eld- ingamælum bresku veðurstofunnar á tímabilinu frá klukkan 15.17 í fyrradag fram að hádegi í gær. Vatnsrennsli við Gígjökul var lítið í gær eins og undanfarna daga. Á vefmyndavélum sáust meiri gufu- bólstrar við hraunjaðarinn svo lík- lega hefur ísbráðnun aukist. Gosórói er nokkuð stöðugur og hefur verið svipaður síðustu sólar- hringa. Örfáir jarðskjálftar mældust undir jöklinum seinasta sólarhring, allir undir tveimur stigum. Gosvirkni áfram stöðug Mökkurinn frá eld- gosinu hefur minnkað Flug óheimilt og flugvöllum lokað. Flug heimilt með sérstökum undan- þágum og eftirliti. Gefinút kl. 18.00 í gær.Gildir til kl. 12.00 í dag. Spá um öskudreifingu Una Sighvatsdóttir una@mbl.is „Við erum búin að starfa í 19 ár og margt gott hefur gerst en ég held að það verði ekki hægt að reka þennan stað áfram til lengdar nema sveitarfélögin komi til móts við okkur og Kattholt fái einhvern árlegan styrk,“ segir Sigríður Heiðberg, forstöðumaður Kattholts. Yfir hundrað kettir eru að jafnaði í Kattholti og fá þar inni flækingskettir úr öllum sveitarfélögum höf- uðborgarsvæðisins og víðar. Sigríður segir þrengslin töluverð og vinnuna mikla fyrir fáar hendur en fyrst og fremst sé þó reksturinn í vandræðum vegna þess að bók- staflega allt sé að hækka. Fóður fyrir dýrin sé orðið afar dýrt og svo bætist fasteignagjöldin ofan á annan rekstr- arkostnað, en Kattholt er í 700 fermetra húsi sem félagið greiðir orðið af um milljón krónur í ári í fasteignagjöld. Aðeins þrjú bæjarfélög sem greiða með „Ég get ekki séð að það séu einhverjar skyndilausn- ir í boði, en það þarf bara að taka sig saman og ákveða, vill fólk að Kattholt starfi áfram og bjargi dýrum. Þetta er ekki gert til þess að græða á neinu heldur að aðstoða þessi dýr og halda þessum málum í horfinu. Við höldum köttum í skefjum og tökum á móti þeim frá öllum bæjarfélögum hér í kring. Ég held að bæjarfélög- unum finnist gott að við séum til, en það eru ekki nema þrjú sem greiða fyrir dýrin í sjö daga, Reykjavík, Mos- fellsbær og Seltjarnarnes en hin sveitarfélög greiða ekki neitt.“ Sigríður vonast til þess að bæjarfélögin fáist til að koma í auknum mæli til móts við Kattholt, og hefur m.a. óskað eftir fundi með Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra um lausnir. Hún segir þrátt fyrir allt mikið af góðu dýrafólki í samfélaginu og Kattavinafélagið finni fyrir mikilli velvild. „Það er eins og fólk verði að vera dýravinir til að skynja þetta. En við erum alveg í mínus. Það er slæmt ástand og stefnir í að við þurfum að taka lán til að keyra þetta áfram. Maður væri þakklátur ef maður gæti bara haldið þessu á floti, en ekki aukið við skuldir, þá er tilganginum náð.“ Fjárhagslegir erfið- leikar að sliga Kattholt  Erfitt að eiga við fasteignagjöld og hækkandi fóðurverð  Vonast til að bæjarfélögin komi til móts við starfsemina Morgunblaðið/Kristinn Kisur Um 100 kettir eru að jafnaði í Kattholti og þar er aldrei hægt að taka sér frí frá vinnu að sögn Sigríðar. Ólafur Þór Gunn- arsson, bæj- arfulltrúi Vinstri grænna í Kópa- vogi, lagði til á fundi bæjarráðs í gær að skipuð yrði nefnd þriggja óháðra sérfræðinga sem hefðu það verk- efni að yfirfara stjórnkerfi og stjórnsýslu Kópa- vogsbæjar í ljósi skýrslu rannsókn- arnefndar Alþingis og leggja fram tillögur að breytingum í kjölfarið. Að sögn Ólafs treysti meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks í Kópavogi sér hinsvegar ekki til að samþykkja tillöguna en vísaði henni til umsagnar bæj- arstjóra. Ólafur furðar sig á að meirihlutinn „eigi í erfiðleikum með að samþykkja þetta mál“, en sam- bærileg tillaga var á dögunum sam- þykkt í borgarráði Reykjavíkur. Samkvæmt tillögu Ólafs myndi nefndin fá fullan aðgang að skjala- safni Kópavogsbæjar og öllum gögn- um er vörðuðu stjórnsýslu bæjarins. Eftir þörfum myndi hún auk þess leita upplýsinga hjá aðilum utan stjórnkerfisins. Aðalverkefni nefnd- arinnar yrðu m.a. að kanna aðkomu stjórnmálamanna að fjárhagslegum ákvörðunum innan bæjarins á und- anförnum árum og hvort gætt hefði verið eðlilegrar hlutlægni. Rannsókn- arnefnd í Kópavog Ólafur Þór Gunnarsson Lestur á Morgunblaðinu hefur auk- ist síðustu mánuði samkvæmt fjöl- miðlakönnun Capacent. Meðal- lestur á hvert tölublað Morgunblaðsins var 34,8% í könn- uninni nú en var 32,3% í síðustu könnun. Meðallestur á hvert tölu- blað Fréttablaðsins var 64% nú en var 62,7% í síðustu könnun. 57,7% sögðust eitthvað hafa lesið í Morgunblaðinu í vikunni saman- borið við 57,8% í könnun sem birt var í febrúar. Þá hefur heimsóknum á mbl.is fjölgað. Samkvæmt könnuninni heim- sóttu 59,3% þátttakenda mbl.is dag- lega og 78,7% heimsóttu vefinn ein- hvern tímann í könnunarvikunni. Lestur á Morgunblaðinu hefur aukist Mikið er lagt upp úr því að þeir kettir sem í Kattholt koma fái góða umönnun og komist á endanum inn á ábyrg heimili. „Ég hef verið ákaflega ströng varðandi dýr sem fara á nýtt heimili,“ segir Sigríð- ur. „Þau eru tekin úr sam- bandi, örmerkt eftir reglum Reykjavíkurborgar og hreinsuð í eyru og af ormum og þetta kostar allt sitt. Ég geri fólki grein fyrir að það kostar að halda dýr og við sendum kettina ekki bara út í bláinn. En meira að segja þegar dýr hafa verið svæfð hér hjá okkur hafa dýralæknarnir ekki fengið neitt borgað fyrir að koma og gera það.“ Strangt tekið á málunum REYNA AÐ FINNA NÝ HEIMILI Brynjar Níelsson hæstaréttar- lögmaður var í gær kjörinn for- maður Lög- mannafélags Ís- lands, á aðalfundi félagsins. Þetta var í fyrsta skipti í sextán ár sem formaður var ekki sjálfkjörinn, en mótframbjóðandi Brynjars var Heimir Örn Herbertsson hæstarétt- arlögmaður. Kosið var um embættið til eins árs. Tillaga sitjandi stjórnar var að Heimir Örn yrði næsti formaður. Fór kosningin svo að Brynjar fékk um það bil 75% atkvæða en Heimir Örn um 25% atkvæða. Aðspurður segir Brynjar ekki um neinn stefnu- ágreining að ræða á milli sín og Heimis. Ekki sé að vænta stórra breytinga í starfsemi Lögmanna- félagsins að öðru leyti en því að fá þurfi félaginu meira vægi í almennri umræðu, ekki síst í því að standa vörð um réttarríkið. Fráfarandi formaður er Lárents- ínus Kristjánsson. Nýr formað- ur LMFÍ Brynjar Níelsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.