Morgunblaðið - 13.05.2010, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.05.2010, Blaðsíða 20
20 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2010 Í DV mánudaginn 29. mars sl. svarar Sigurður Helgi Guð- jónsson hrl., sem kall- ar sig formann Hús- eigendafélagsins, fyrirspurnum lesenda. Þar segir um hús- fundi í húsfélögum: „Mjög mikilvægt er að fundurinn sé boð- aður og haldinn í samræmi við fyrirmæli fjöleignar- húsalaga.“ Undir þessi ummæli Sigurðar Helga ber vissulega að taka. Allt að einu vekja þó þessi ummæli hans furðu, því að sjálfur fer hann ekki eftir fjöleignarhúsalögunum nr. 26/1994, og lögfræðingar hans sem taka að sér fundarstjórn í húsfélögum virða ákvæði laganna að vettugi. Fjölmörg húsfélög eru aðilar að Húseigendafélaginu og greiða þar há félagsgjöld án þess að heimild sé til þess í fjöleign- arhúsalögum. Samkvæmt 12. tl., A- lið, 41. gr. laganna, sem eru ófrá- víkjanleg, þarf samþykki allra eig- enda íbúða í fjölbýlishúsi til þess að húsfélag geti gerst aðili að Hús- eigendafélaginu. Óhætt er að full- yrða, að ekkert þeirra húsfélaga, sem eru aðilar að Húseigendafé- laginu, fullnægir lagaskilyrði þessu. Hvergi í fjölbýlishúsi hafa allir félagsmenn, þ.e. eigendur íbúða, samþykkt inngöngu hús- félagsins í Húseigendafélagið með þeim mikla kostnaði sem það hefur í för með sér. Þetta veit Sigurður Helgi, en lætur eins og allt sé í himnalagi, þótt allt sé atferli hans ólöglegt. Peningalegir hagsmunir hans ráða ferðinni, því að fé- lagsgjöld greidd af húsfélögum eru helsta tekjulind Húseigendafélags- ins. Það apparat rekur Sigurður Helgi eins og einka- fyrirtæki sitt. Hin háu félagsgjöld koma í veg fyrir, að nokkur geti safnað liði til inn- göngu í Húseigendafé- lagið og hróflað við valdasessi Sigurðar sem ekki síst styðst við ólöglega fé- lagsaðild húsfélaga. Samkvæmt sam- þykktum Húseigenda- félagsins skal það gæta hagsmuna allra eigenda fasteigna í landinu með óvilhöllum hætti. Í reynd er það þó svo, að Sigurður Helgi og Húseig- endafélagið taka þátt í deilum inn- an húsfélaga og vinna fyrir þann aðila sem tryggir honum peninga- greiðslu fyrir þjónustuna. Í 64. gr. fjöleignarhúsalaga nr. 26/1994 segir um fundarstjórn: „Húsfundi er stjórnað af formanni húsfélagsins, en ef hann er ekki viðstaddur velur fundurinn sjálfur fundarstjóra úr hópi félagsmanna.“ Ákvæði þetta bannar að lögfræð- ingar Húseigendafélagsins taki að sér fundarstjórn í húsfélögum. Þrátt fyrir þetta skýlausa laga- ákvæði býður Sigurður Helgi þeim sem fara með stjórn húsfélaga og gerst hafa aðilar að Húseigendafé- laginu upp á þjónustu sem felst í því að lögfræðingur Húseigendafé- lagsins kemur á húsfélagsfund og tekur þar að sér fundarstjórn. Þannig sendir Húseigendafélagið ekki fulltrúa sinn á húsfélagsfundi sem hlutlausan aðila til ráðgjafar, heldur til að taka að sér fund- arstjórn og þá er ofríki ósjaldan beitt við einstaka félagsmenn. Að- ferð lögfræðinga Húseigendafé- lagsins lýsir sér í því að brjóta ákvæði fjöleignarhúsalaganna frá vinstri til hægri og hægri til vinstri. Þar eru menn sviptir mál- frelsi og réttinum til málefnalegrar umræðu og málsmeðferðar. Ítarleg ákvæði laganna um atkvæða- greiðslur eru þverbrotin. Mál eru jafnan keyrð í gegn með einföldum meirihluta mættra fundarmanna, þótt 41.-42. gr. fjöleignarhúsalaga geri kröfu um lágmarksfundarsókn og oft aukinn meirihluta ekki að- eins mættra félagsmanna, heldur og allra eigenda fasteigna í húsinu. Einfalt mál er að færar sönnur á lögbrot Húseigendafélagsins í þessu efni. Ólöglegur yfirgangur Sigurðar Helga er með ólíkindum. Hann hagar sér eins og Húseig- endafélagið, sem í framkvæmd er ekkert annað en einkafyrirtæki hans, sé yfir landslög hafið. Hlýtur hann þó að vita, að á honum hvíla sem hæstaréttarlögmanni sér- stakar lagalegar og siðferðilegar skyldur í þessu efni. Það skýtur skökku við að félags- málaráðuneytið láti Húseigendafé- lagið tilnefna aðila til setu í kæru- nefnd fjöleignarhúsamála. Félagsmenn í fjöleignarhúsum geta ekki leitað réttar síns fyrir þeirri nefnd, meðan þeir búa við það ófremdarástand. Ég skora á félagsmálaráðherra að gera nauð- synlegar endurbætur á skipun kærunefndarinnar, svo að hún fái starfað með hlutlausum og óvilhöll- um hætti. Ólöglegt ofríki Húseigendafélagsins Eftir Magnús Sigurðsson » Samkvæmt sam- þykktum Húseig- endafélagsins skal það gæta hagsmuna allra eigenda fasteigna í land- inu með óvilhöllum hætti. Magnús Sigurðsson Höfundur er flugvirki. Eftir að hafa lesið og skoðað margar „greiningar“ höfunda skýrslunnar góðu, ásamt því að hafa lesið mér til um margt sem gerðist hér á árunum 2003 til 2007, þá hvarflaði að mér sú hugsun að ef að ég ætti nú tíma- vél, þá væri ég kannski í stöðu til þess að færa „sönnur“ á það að hefðu kosningarnar 2003 farið, eins og Samfylkingin „tjaldaði“ til, þá hefði Samfylkingin tekið upp meinta „frjálshyggjustefnu“ Sjálf- stæðisflokksins, sem er að mati Samfylkingarinnar aðalvaldur hrunsins. Í undanfara kosninga vorið 2003 var Samfylkingin búin að bindast Baugi og eflaust fleiri útrásarfyr- irtækjum böndum. Samfylkingin var því klárlega komin í „útrás- argírinn“ strax árið 2003. Til þess að þjóna þessum ný- fengnu tengslum var náð í Ingi- björgu Sólrúnu úr stól borg- arstjóra til þess að vera forsætisráðherraefni flokksins, enda þótti hún hafa mun meiri „kjörþokka“ í því hlutverki en þá- verandi formaður flokksins, Össur Skarphéðinsson. Ingibjörg hafði þá leitt R- listann (Samkrull Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknar) til þriggja kosningasigra yfir Sjálfstæðisflokknum og þótti því líklegri til afreka gegn Sjálfstæð- isflokknum á landsvísu, en Össur. Samfylkingin, eins og Sjálfstæð- isflokkur og Framsókn, var hlynnt skattalækkunum. Samfylkingin kom að Kárahnjúkavirkjun á þess- um tíma, en þó meira í gegnum sveitarstjórnarbatteríið. R-listinn fór með hlut borgarinnar í Lands- virkjun auk þess sem þær sveit- arstjórnir á Austurlandi sem fjöll- uðu um málið þeim megin voru skipaðar Samfylkingar- og öðru vinstra fólki. Það eru því meiri lík- ur en meiri á að Samfylkingin hefði tekið þann slag af fullum þunga. Eins var Samfylkingin hlynnt tillögum Framsókn- armanna um hækkun lánshlutfalls húsnæðislána úr 80% í 90% hjá Íbúðalánasjóði. Það sem meira var: Jóhanna Sigurðardóttir, nú- verandi forsætisráðherra, en þá- verandi ráðherraefni Samfylkingar í félagsmálaráðuneytinu, hefði flokkurinn komist til valda, bein- línis skammaðist í Sjálfstæð- isflokknum fyrir það að „halda aft- ur af “ Framsóknarflokknum með frekari hækkanir lánshlutfalls, hefur þá sjálfsagt viljað 100% hlutfall og „stjarnfræðilega“ hátt hámark lánsfjárhæðar. Af þessu og atburðarás kjör- tímabilsins 2003 til 2007 má ráða að tvennt hefði klárlega farið öðruvísi, hefði Samfylkingu tekist ætlunarverk sitt. Lánshlutfall húsnæðislána hefði orðið hærra en 90%, ásamt há- markslánsfjárhæð og fjölmiðla- frumvarpið ekki komið fram. Skattahækkanir og Kára- hnjúkavirkjun, ásamt álverinu á Reyðarfirði, hefðu risið. Allar tilskipanir varðandi ESB hefðu runnið jafn-gagnrýn- islaust í gegnum þing- ið, án þeirra und- anþágna sem Íslendingar hefðu get- að tekið upp til þess að hefta vöxt bank- anna, enda höfðu þingmenn Samfylk- ingar, sama hvað þeir segja, þegar skaðinn er skeður, ekki tekið það í mál að vægi til- skipana frá „hinu stórmerkilega“ ESB yrði rýrt eitthvað í með- förum þingsins og eru reyndar lítil sem engin merki þess að þing- menn Samfylkingarinnar hafi á kjörtímabilinu lagt eitthvað til sem heft hefði vöxt bankana. Öðru nær, þá barðist Samfylkingin, vegna tengsla sinna við Baug (sem Össur, þáverandi formaður flokks- ins, hefur viðurkennt að voru við lýði) gegn því að fjölmiðla- frumvarpið yrði að lögum, enda hefði það frumvarp heft eign- arhald eigenda Baugs á áróðursvél sinni (Fréttablaðinu). Samfylk- ingin gagnrýndi líka þá saka- málarannsókn sem var í gangi yfir eigendum Baugs og fannst sú rannsókn kosta helst til of mikla peninga, þó svo að vitað væri að saksókn málsins var mun verr fjáð en þeir Baugsmenn. Eins voru þá komin einhvers konar tengsl flokksins við Lands- bankann. Nægir þar að nefna það sem Sigurjón Árnason, þáverandi bankastjóri Landsbankans, segir í skýrslunni um fjölda greiðslna á styrkjum til Samfylkingarinnar á þær mörgu kennitölur sem hún hafði yfir að ráða, auk þess sem Ásgeir Friðgeirsson, sem kosinn var á þing fyrir Samfylkingu 2003, afþakkaði þingsætið, til þess að gerast talsmaður Björgólfsfeðga. Á þessari upptalningu sést, að ef beitt er gagnrýnni hugsun á at- burðarás og tíðaranda þessara ára sem skýrslan spannar, þá má al- veg færa fyrir því rök að hefði Samfylkingunni tekist ætl- unarverk sitt 2003, þá hefði það litlu eða engu breytt um atburða- rás áranna frá 2003 og að hruni. Nema að þjóðin væri kannski illu heilli komin í ESB. Það eina sem væri kannski breytt í dag, væri það að nú væru þau stjórnvöld sem við völd eru í dag á leiðinni með þjóðina út úr kreppunni, en ekki stjórnvöld sem vinna að því að aðlaga þjóðina að kreppu um ókomin ár. Önnur atburðarás, ekkert hrun? Eftir Kristin Karl Brynjarsson Kristinn Karl Brynjarsson » Til þess að þjóna þessum nýfengnu tengslum var náð í Ingi- björgu Sólrúnu úr stól borgarstjóra til þess að vera forsætisráð- herraefni flokksins, enda þótti hún hafa mun meiri „kjörþokka“ í því hlutverki en þáverandi formaður ... Höfundur er lagermaður. Eru stjórn- málamenn að vinna þjóð sinni vel? Að gefnu tilefni vitna ég í ummæli frægra manna um þessa stétt. Mourice Barres segir að stjórn- málamaður sé eins og loftfimleikamaður. Hann heldur jafnvægi með því að gera það gagnstæða við það sem hann segir. James Reston segir að öll stjórnmál byggist á af- skiptaleysi meirihlutans. George Bernard Shaw sagði að ríkisstjórn sem rændi Pétur til að borga Páli gæti alltaf reitt sig á stuðning Páls. Winston Churchill sagði hæfni stjórnmálamanna fólgna í því að geta sagt til um hvað muni gerast á morgun, í næsta mánuði og á næsta ári. Og geta svo út- skýrt seinna af hverju það gerðist ekki. Eftir reynslu af vinstristjórn á Íslandi virðist engu skipta hvaða flokkur er við völd. Við öll stjórn- arskipti heldur sama ferlið áfram. Gamalt fólk og fatlað verður af- skipt. Bætur rýrna en húsaleiga og allt til heimilis hækkar. Líka meðul og þjónusta lækna. Ás- mundur Stefánsson, lægstlaunaði bankastjórinn, er með ellefu hundruð fimmtíu og þrjú þúsund kr. á mánuði utan hlunninda. Hverjir blæða svo þessi maður og hans líkar fái svo svívirðilega há laun? Eru það sjúkra- liðar sem verið er að segja upp á spítölum þrátt fyrir ómet- anlega reynslu? Þarf að skerða heilbrigð- isþjónustuna til að verða við slíkri græðgi? Vinnuslys lamaði mig fyrir tæpum tutt- ugu árum og hef ég verið bundinn hjóla- stól síðan. Af fimmtán hundruð þúsund króna slysabótum sem ég átti í Landsbankanum gaf ríkisstjórn Jóhönnu bankanum leyfi til að ræna mig hálfri milljón. Voru fatl- aðir rændir til að hægt væri að greiða niður eitthvað af ránsfeng siðlausra bankamanna? Getur þjóð mín verið sátt við ríkisstjórn sem hagar sér eins og að framan er greint? Umhverfi og jafnrétti ættu að vera mál málanna en stjórn- málamenn ræða þau síst. Reyndar er stutt síðan menn fóru að skilja mikilvægi umhverfis, en jafnrétti hefur alla tíð verið hornreka. Það er hverri þjóð ólán að hafa rík- isstjórn sem ekki áttar sig á þessu og sinnir því. Veit fólk að stór hluti gjaldeyris sem þjóðinni ber skilar sér ekki inn í hagkerfi okk- ar. Hafa stjórnmálamenn fengið borgað undir borðið fyrir að semja við álframleiðendur um gjafverð á orku? Það skelfir hvað álframleið- endur hafa slævandi áhrif á rík- isstjórn okkar, því enn er rætt um stækkanir á álverum þeirra. Það er gert þótt Færeyingar vilji fá rafmagn frá okkur á þreföldu því verði sem auðjöfrar bjóða. Því eig- um við hiklaust að taka og setja algjört stopp á blóðsugur í gervi útlendra auðhringa. Færeyingar eiga allt gott skilið og þeim eigum við að hjálpa. Þannig lyftum við okkur á hærra plan. Seljum orku án þess að menga og losum vini okkar í Færeyjum við olíumengun. Öllum getur yfirsést og ríkis- stjórninni líka. Þjóðin er henni þakklát fyrir að berjast gegn eigingjörnum, gráðugum útgerðar- mönnum. Allar auðlindirnar eru eign þjóðarinnar. Fyrir að rétta hlut barna og unglinga, sem harðræði voru beittir á stofnunum, á Jóhanna heiður skilinn. Þjóðin og stjórnmála mennirnir Eftir Albert Jensen »Eftir reynslu af vinstristjórn á Ís- landi virðist engu skipta hvaða flokkur er við völd. Við öll stjórn- arskipti heldur sama ferlið áfram. Gamalt fólk og fatlað verður af- skipt. Albert Jensen Höfundur er trésmíðameistari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.