Morgunblaðið - 13.05.2010, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.05.2010, Blaðsíða 6
Hanna Birna Kristjánsdóttir Vill aukið lýðræði og samstarf allra flokka og allir borg- arfulltrúar komi að ákvarðanatöku. FRÉTTASKÝRING Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Ekki eru mörg dæmi um eiginlegar „þjóðstjórnir“ í sveitarfélögunum á Norðurlöndunum og annars staðar í Evrópu en þar er hins vegar víða mikil hefð fyrir meiri samvinnu allra flokka en tíðkast hefur hér á landi, samkvæmt upplýsingum úr ráðu- neyti sveitarstjórnarmála. Algengara er að bæjarráðin skiptist í meiri- og minnihluta frekar en að kjörnar bæj- arstjórnir eða sveitarstjórnir geri það, er þá helst vísað til Norður- landanna í því sambandi. Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri viðraði það nýverið að hún teldi farsælast fyrir borgarbúa að allir kjörnir fulltrúar í borgstjórn ynnu saman að málefnum borg- arinnar. Vitnar hún þar til reynslu af góðu samstarfi í borgarstjórn á síðari hluta kjörtímabilsins. Hún telur Reykjavíkurborg margt geta lært af systurborgum sínum á Norðurlönd- unum. Þannig sé fjárhagsáætlun í Helsinki varla afgreidd nema um það ríki full samstaða allra flokka. Í Kaupmannahöfn er einn yfirborg- arstjóri en síðan eru aðstoðarborg- arstjórar úr bæði meiri- og minni- hluta sem eru ábyrgir fyrir málaflokkum. Hanna Birna segir svipað fyrirkomulag vera í Stokk- hólmi þar sem fulltrúar minnihlutans eru einnig með aðstoðarborgarstjóra. Þannig séu oddvitar allra virkjaðir til að vinna sameiginlega að hags- munum borgarinnar. Að sögn Hönnu Birnu er samstjórnarfyrirkomulag í sveitarstjórn einnig þekkt í Kanada og á Írlandi. „Við verðum að hafa kjark og breyta stjórnmálunum til að endurspegla betur vilja fólksins. Alls staðar fer fram umræða um hvernig vinna má betur saman. Þær hug- myndir sem ég hef lagt fram tengjast engu öðru en þeirri einlægu trú minni að við þurfum að taka lýðræðið á ann- an stað og efla það. Með því að taka upp samstarf allra flokka vil ég tryggja að vilji kjósenda í kosningum sé hafður að leiðarljósi öll þessi fjögur ár, þannig að næstum því helmingur kjörinna fulltrúa sitji ekki á hliðarlín- unni. Ég vil gefa fólki tækifæri til að hafa meiri áhrif og það gerist ef við brjótum þá múra sem hafa verið í gildi gagnvart meiri- og minnihluta,“ segir Hanna Birna. Hugmynd hennar hefur fengið misjafnar undirtektir flokkanna í borgarstjórn og ýmsir fyrirvarar gerðir við hana. Hún segist sannfærð um að þetta fyrirkomulagi eigi að geta gengið. Hún hafi aldrei skilið þá hugsun að borgarbúar kjósi 15 borgarfulltrúa en aðeins 8 þeirra skuli bera ábyrgð. Slíkt fyrirkomulag sé ekki í þágu lýðræðis og borgarbúa, heldur frekar í þágu hefða og við- tekinna hugmynda stjórn- málaflokka um valdahlutföll. Bendir borgarstjóri á að Oddný Sturludóttir, Samfylkingunni, sé formaður í atvinnu- málahópi og leiði þau verkefni fyrir hönd borgarstjórnar. Það starf hafi gengið mjög vel. Komi upp t.d. ágrein- ingur um fjárhagsáætlun greiði menn bara atkvæði. Markmiðið sé að gefa fulltrúum allra flokka, og um leið kjósendum, tækifæri til að koma að stjórn borgarinnar. Fordæmin eru til Samstarf allra kjörinna flokka í sveitarstjórn, nokkurs konar þjóð- stjórn, er ekki nýtt af nálinni hér á landi og eru nokkur dæmi þess í litlum sveitarfélögum. Þar sem engir eru listarnir og aðeins óhlutbundin kosning, nokkurs konar persónukjör, er samstarfið ekki háð neinum flokkadráttum og það fyrirkomulag hefur sömuleiðis verið algengt í litlum sveitarfélögum. Þar er lítið þjarkað og gengið samhuga til verka. Í hinum stærri sveitarfélögin er samstarf allra kjörinna flokka sjald- gæft. Helst virðist sem Borgfirðingar hafi mesta reynslu af svona sam- starfi. Þá hefur þetta fyrirkomulag að nokkru leyti verið við lýði á Blöndu- ósi. Í kjölfar bankahrunsins var tekið upp það verklag í bæjarstjórn Blönduóss að oddvitar listanna þriggja hittast reglulega og fara yfir málin. Valgarður Hilmarsson, forseti bæjarstjórnar, segir þetta fyr- irkomulag hafa gengið mjög vel. Frá því í haust hefur eiginleg þjóðstjórn verið starfandi í sveit- arstjórn Dalabyggðar. Að sögn Þórð- ar Ingólfssonar oddvita hafa fulltrúar listanna þriggja komið saman fyrir fundi og rætt málin sameiginlega. Formlega séð var meirihlutinn þó ekki gefinn eftir, segir Þórður, heldur samstarf allra flokka aukið. Verður „þjóðstjórn“ án þjarks?  Hanna Birna vill auka lýðræðið í borgarstjórn  „Þjóðstjórn“ í sveitarstjórnum ekki algeng hér  Rík hefð fyrir miklu samstarfi flokka á Norðurlöndum  Góð reynsla í Dalabyggð og á Blönduósi Dagur B. Eggertsson „Kosningaleg“ hug- mynd. Sjálfstæð- ismenn gera allt til að halda völdum í borginni. Sóley Tómasdóttir Opin fyrir endur- skoðun á stjórnun Reykjavíkur en þjóðstjórn ekki endilega best. Ólafur F. Magnússon Tekur undir skila- boð Hönnu Birnu en telur enga inni- stæðu vera fyrir þeim. Einar Skúlason Raunhæfur mögu- leiki og falleg hug- mynd en borg- arstjóri yrði að vera ópólitískur. 6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2010 Eins og kemur fram hér til hliðar hefur einna mesta reynslan af „þjóðstjórn“ í stærri sveitar- stjórnum verið í Borgarfirði. Eftir kosningar árið 1970 ákváðu kjörnir flokkar í Borgarnesi að starfa sam- an og í heilt kjörtímabil, eða til 1974, var enginn meiri- eða minni- hluti. Fljótlega gáfu gárungar í bænum þessu kjörtímabili nafn en æ síðan hefur verið talað um „flat- sængurtímabilið“. Húnbogi Þor- steinsson var sveitarstjóri Borgarneshrepps á þess- um árum og hann segir samstarf flokkanna hafa gengið vel. Mikill upp- gangur hafi verið í Borg- arnesi á þess- um tíma eins og víða á landsbyggðinni. „Það gekk ágætlega að koma málum í gegn. Þetta byggist miklu meira á því fólki sem er að fást við þetta held- ur en kerfinu,“ segir Húnbogi. „Þjóðstjórn“ komst svo aftur á í Borgarfirði á síðasta ári þegar flokkarnir í sveitarstjórn Borgar- byggðar ákváðu að starfa allir saman. Þetta samstarf entist þó ekki nema í hálft ár, þegar „þjóð- stjórnin“ sprakk skömmu fyrir ára- mót vegna ágreinings um niður- skurð í menntamálum. Björn Bjarki Þorsteinsson, for- seti sveitarstjórnar Borgar- byggðar, segir samstarfið hafa gengið ágætlega og menn verið samstiga í flestum stærri málum, eða þar til að brestur varð í sam- starfinu undir áramótin. „Eftir sem áður er sam- komulagið í sveitarstjórn gott og menn ekki með stór vopn uppi. Ég held samt að það sé ágætt að hafa umræðuna gagnrýna, upp á aðhald og annað. Ég er alls ekki andstæð- ingur hugmyndarinnar um „þjóð- stjórn“ og hún á rétt á sér þegar þannig aðstæður skapast. Pólitíkin hefur ekki verið að þvælast fyrir okkur í Borgarbyggð,“ segir Björn Bjarki. „Flatsængin“ gafst vel EINNA MESTA REYNSLAN AF „ÞJÓÐSTJÓRN“ Í BORGARFIRÐI Björn Bjarki Þorsteinsson Jón Gnarr Útilokar ekki möguleika á „þjóð- stjórn“ en gerir ekki neinar mála- miðlanir að óþörfu. Una Sighvatsdóttir una@mbl.is „Ég dreg þarna fram það sem ég tel skipta einna mestu máli í skýrslunni, bæði með beinum tilvitnunum, um- fjöllun og í stöku tilvikum bæti ég við upplýsingum,“ segir Styrmir Gunn- arsson, fyrrverandi ritstjóri Morg- unblaðsins, sem gaf á dögunum út bókina Hrunadans og horfið fé – skýrslan á 160 síðum. Styrmir segir kannski engan stórasannleik í skýrslunni en hins- vegar sé nú búið að leggja á borðið allar upplýsingar um það sem gerst hafi í viðskiptalífinu og bankaheim- inum á undanförnum árum og hafi áður verið mönnum huldar. „Á und- anförnum árum hafa allar umræður hér um viðskiptalífið byggst á mjög takmörkuðum upplýsingum, sögu- sögnum og í mörgum tilfellum dylgj- um og óhróðri. Nú hlýtur umræðan að breytast og byggjast á þeim stað- reyndum sem fyrir liggja, og þetta tel ég hafa óhemju þýðingu fyrir okk- ar samfélag.“ Styrmir nefnir tvennt sem hafi komið honum á óvart við lestur skýrslunnar og hann gerir að sér- stöku umfjöllunarefni í bókinni. Ann- ars vegar er það sú nákvæma frá- sögn sem fram kemur af því hvernig bankarnir hafi kerfisbundið stundað viðskipti með hlutabréf í sjálfum sér til að halda uppi verðinu. Hlutabréfa- markaðurinn á Íslandi hafi því í raun verið gervimarkaður. Hinsvegar sé það sá kafli skýrslunnar sem fjallar um tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingakerfið sem hér var lögleitt. „Þegar maður hefur lesið þennan kafla er algjörlega ljóst og verður ekki um það deilt að Ís- lendingar bera enga ábyrgð á inni- stæðum sem bankarnir hafa safnað í öðrum löndum,“ segir Styrmir sem telur næsta víst að þessi kafli verði tekinn upp í umræðum Alþingis. Styrmir segir jákvætt hversu vel skýrslunni hafi verið tekið. „En svo á alveg eftir að vinna úr þessari skýrslu og ég kem inn á það í þessari bók að það er fjölmargt annað sem á eftir að leiða fram í dagsljósið áður en við sjáum heildarmyndina.“ Vísar hann þar m.a. í það hvernig stjórn- málin, fjölmiðlar og háskólasamfé- lagið hafi tekið á málunum það sem af er öldinni. Styrmir segir ekki hægt að stöðva hér og sjálfur ætli hann sér að fjalla meira um það sem hér hefur gerst bæði fyrr og síðar. „Umræðan hlýtur að breytast“  Styrmir Gunnarsson tekur út skýrslu rannsóknarnefndarinnar í nýrri bók  Hlutabréfamarkaðurinn á Íslandi gervi  Uppgjörið verður að halda áfram „Ég tel að við getum að mörgu leyti byggt hér upp fyrirmyndarþjóð- félag.“ Miðstjórn Alþýðusambandsins ítrekaði í gær þá kröfu sína, að nú þegar verði gripið til umfangsmik- illa aðgerða í efnahags-, atvinnu- og félagsmálum. Skorar ASÍ á önnur samtök launafólks, atvinnurekendur, rík- isstjórn og stjórnarandstöðu að koma strax til samstarfs um fram- kvæmd slíkrar aðgerðaáætlunar. Þá segir miðstjórnin að brott- hlaup Samtaka atvinnulífsins úr samstarfi um stöðugleikasáttmál- ann vegna deilu um skötusel sé óviðunandi. Segir sambandið að það „hrikti í samstarfi“ aðila vinnumarkaðar vegna sjávarútvegsmála og ekkert bóli á framtaki af hálfu ríkisstjórn- arinnar til að ná aðilum saman, hvað þá undirbúa aðgerðir í efna- hags- og atvinnumálum. Krefst að- gerða strax

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.