Morgunblaðið - 13.05.2010, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.05.2010, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2010 10 Daglegt líf Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is É g ætla að spila eins og ég get af fingrum fram eftir þeim heimildum sem Örlygur Hálfdán- arson, formaður Við- eyjarfélagsins, lét mig hafa, en þar segir frá mikilli hátíðarveislu sem haldin var úti í Viðey árið 1809 til heiðurs Jörundi hundadagakon- ungi,“ segir Friðgeir Ingi Eiríksson, matreiðslumeistari á Hótel Holti, en hann ætlar í sumar ásamt fleiri snill- ingum frá Holtinu að matreiða góm- sæti úti í Viðey í líkingu við það sem Jörundur hesthúsaði í boði Ólafs Stephensen. „Í heimildum er sagt frá því sem borið var á borð og eitt og annað kemur þar vissulega á óvart og kannski ekki auðvelt að framkvæma allt. En ég er mjög spenntur fyrir því að prófa til dæmis að búa til njóla- stöppu til að hafa með lambakjötinu, rétt eins og gert var þarna fyrir 200 árum. Kríuegg voru líka borin á borð höfðinglegra gesta og það væri gam- an að prófa það en ég á eftir að kanna hvort mér leyfist að ná í kríuegg úti í eyju til matargerðar.“ Nota hráefni sem vex í Viðey Einnig var á boðstólum sagó- grjónagrautur með rúsínum og rauð- víni út á, og Friðgeir segist að sjálf- sögðu ætla að bjóða upp á slíkt. „Kannski með jólakrydduðu rauð- víni, því ég held að það fari vel sam- an,“ segir hann og bætir við að hann og hans hjálparkokkar ætli að stíla inn á að nota sem mest hráefni sem vex út í eyju og þar á meðal er kúm- en. „Við verðum til dæmis með lauksúpu sem borin verður fram í Viðeyjarbrauði sem við bökum en það er mjög ríkt af kúmeni og gulrót- um.“ Friðgeir tekur fram að þessir tvö hundruð ára gæðaréttir verði ekki á matseðlinum daglega í Viðey. „Við ætlum að setja svona forn- an kvöldverð upp í nokkur skipti og þá þarf að panta fyrirfram, hvort sem það eru ferðaskrifstofur með hóp af erlendum ferðamönnum, ís- lenskir fyrirtækjahópar eða jafnvel íslenskir eldri borgarar, sem hafa áhuga á að koma út í eyju og upplifa gömlu gildin. Þetta verður svona uppákoma þar sem í gegnum skemmtiatriði verður sagt frá þess- um tíma, Jörundarveislunni og fólk- inu sem þarna bjó.“ Gestkvæmt hjá stórmennum Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, verkefnastjóri Viðeyjar, segir það lengi hafa staðið til að vekja upp gamla tíma með því að bjóða í Viðeyj- arstofu upp á svipaðan mat og þann sem borinn var þar á borð forðum daga. „Til eru heilmiklar heimildir um stórar veislur í Viðey enda voru þeir höfðingjar heim að sækja, stórmenn- in sem sátu þar, hvort sem það var Skúli Magnússon, Ólafur Stephensen Njólastappa, kríuegg og fleira að hætti höfðingja Jörundur hundadagakonungur sat höfðinglega veislu úti í Viðey árið 1809 og nú stendur til að leyfa bragðlaukum nútímamanna að smakka það góðgæti sem þá var á borðum. Sumardagskráin í eyjunni fögru verður opnuð formlega á laugar- daginn með djassveislu en fjölmargt verður þar í boði í allt sumar. Þessi kjúklingur er undir japönskum áhrifum þótt ekki sé hann hreinrækt- aður japanskur, líklega nær því að vera amerísk-japanskur. Slær yfirleitt í gegn hjá öllum kynslóðum. Hefð- bundin teriyaki-marínering byggist að mestu á sake, sykri og sojasósu en hér svindlum við aðeins. Þetta er tilvalin marínering fyrir grillaðan kjúkling en yaki-ið í teriyaki vísar einmitt til grillaðra rétta. Hægt er að nota annaðhvort heilan kjúkling sem hefur verið bútaður nið- ur í 8-10 bita, allt eftir því hvað bringubeinið er stórt, eða þá úrbein- aðar bringur og jafnvel enn frekar úr- beinuð læri sem eru bragðmeiri en bringurnar. Þessi marinering á einnig mjög vel við nautakjöt Í löginn þarf eftirfarandi: 2 dl teriyaki-sósu 1 dl sojasósu ½ dl ólífuolíu 4-5 hvítlauksgeira 4-5 sm af engifer límónu (lime) Rífið niður engiferrót og hvítlauk á fína hlutanum á rifjárninu. Bætið við teriyaki-sósu, sojasósu og olíu. Písk- ið vel saman með gaffli. Pressið saf- ann úr límónunni út í löginn og pískið aftur. Leggið kjúklinginn í teriyaki-löginn og látið hann liggja þar í lágmark tvær til þrjár klukkustundir í ísskáp og jafnvel yfir nótt. Grillið kjúklinginn á álpappír eða í álbakka og passið vel upp á að snúa honum reglulega svo að hann brenni ekki við. Veltið bitunum að minnsta kosti einu sinni aftur upp úr afgang- inum af kryddleginum á meðan grill- að er og hellið honum síðan yfir bit- ana í lokin og látið sjóða með síðustu mínúturnar. Berið fram með jasmin-hrís- grjónum og salati með grænu blað- salati og agúrkum. Hvítvín á vel við þennan rétt, helst frísklegt og ungt Chardonnay, t.d. hið suðurítalska Pasqua Chardonnay. Steingrímur Sigurgeirsson Uppskriftin Teriyaki-kjúklingur Fleiri uppskriftir má finna á Matur og vín-vef Morgunblaðsins: mbl.is/ matur og á vinotek.is Mamma sagði alltaf að það ætti að þvo allt grænmeti og alla ávexti fyrir notkun. Það er mikið til í því, þú veist aldrei hverjir eru búnir að þukla eplið í búðinni eða hvernig það var með- höndlað hjá framleiðandanum. Auk þess eru eiturefni mikið notuð í er- lendri ræktun og vissara að reyna að skola sem mest af þeim af. Það er líka vissara að þvo salatið þó að það standi á pokanum að það sé þvegið, þú veist ekkert hvernig eða hvort það var þvegið og miklar líkur eru á að þú sért ekki fyrsta persónan til að með- höndla það eftir þvott. Það hreinasta og öruggasta í grænmetisdeildinni er laukur sam- kvæmt lista sem Environmental Working Group gefur út árlega yfir óhreinasta grænmetið og ávextina í búðinni. Það óhreinasta er: 1. Sellerí 2. Ferskjur 3. Jarðarber 4. Epli 5. Bláber 6. Nektarínur 7. Paprika 8. Spínat 9. Kál 10. Kirsuber 11. Kartöflur 12. Vínber Neytendur Vissara er að þvo selleríið sitt Morgunblaðið/Brynjar Gauti Grænmeti Þú veist ekki hvaða óhreinu puttar hafa meðhöndlað grænmetið. Bónus Gildir 12.-16. maí verð nú áður mælie. verð My heimilisbrauð, 385 g ............ 129 147 335 kr. kg Gouda ostur mildur .................... 972 1.227 972 kr. kg KS frosið lambalæri ................... 998 1.139 998 kr. kg KS frosið lambafilet ................... 2.698 2.998 2.698 kr. kg KF ungnautaborgarar, 12x120 g . 1.359 1.698 1.132 kr. kg Bónus xl hamb.brauð, 4 stk. ....... 139 159 35 kr. stk. Pepsi og pepsi max, 2 ltr ............ 179 229 90 kr. ltr My jólakaka, 420 g.................... 259 398 616 kr. kg KS frosin lambasvið ................... 209 269 209 kr. kg Fjarðarkaup Gildir 13.-15. maí verð nú áður mælie. verð Svínalundir úr kjötborði .............. 1.398 2.198 1.398 kr. kg Svínakótilettur úr kjötborði.......... 998 1.398 998 kr. kg Svínahnakki úrb. úr kjötborði ...... 998 1.498 998 kr. kg Nautagúllas úr kjötborði ............. 1.498 1.898 1.498 kr. kg Nautabuff úr kjötborði ................ 1.598 1.998 1.598 kr. kg Grillaður kjúklingur..................... 790 970 790 kr. stk. FK kjúklingabringur .................... 1.781 2.375 1.781 kr. kg FK ferskur kjúklingur................... 639 799 639 kr. kg KF ísl. heiðarlamb ...................... 1.390 2.490 1.390 kr. kg FK kindabjúgu ........................... 654 872 654 kr. kg Hagkaup Gildir 12.-16. maí verð nú áður mælie. verð Holta indverskar kjúkl.lundir ....... 1.747 2.495 1.747 kr. kg Holta hversdagst. m/sólþ. tóm.... 601 859 601 kr. kg Holta kjúklingavængir ................ 318 398 318 kr. kg Íslandsnaut nautafile ................. 2.447 3.495 2.447 kr. kg New Orleans svínarif .................. 1.119 1.598 1.119 kr. kg SS kryddlegnar lambatvírifjur ...... 1.874 2.498 1.874 kr. kg Lambahr. fylltur að hætti Jóa Fel. 3.398 3.998 3.398 kr. kg Myllu jólakaka nýbökuð.............. 359 529 359 kr. stk. Myllu baguette gróft ................... 259 359 259 kr. stk. Egils mix, 2 ltr............................ 179 299 179 kr. stk. Kostur Gildir 13.-17. maí verð nú áður mælie. verð Lambalæri frosið /haust 2009.... 975 1.498 975 kr. kg Goða grillborgarar 4 stk. + brauð. 499 698 499 kr. pk. Kjöthornið hvítl.pipraðar lærissn.. 1.699 2.128 1.699 kr. kg Kjöthornið þurrkr. lærissneiðar .... 1.699 2.128 1.699 kr. kg Móar ferskur kjúklingur ............... 694 1.068 694 kr. kg Goði Gourm meyrnuð piparsteik.. 2.494 2.935 2.494 kr. kg BB rauðvíns grísakótilettur .......... 1.556 1.998 1.556 kr. kg Goði kjötbúðingur ...................... 584 779 584 kr. pk. Kostur heilhveitisamlokubrauð .... 178 198 178 kr. stk. Ariel Traditionel, 5,5 kg............... 4.249 4.999 4.249 kr. pk. Krónan Gildir 12.-16. maí verð nú áður mælie. verð Ungnauta piparsteik .................. 1.749 3.498 1.749 kr. kg Ungnauta roast beef .................. 1.749 3.498 1.749 kr. kg Ungnauta mínútusteik................ 1.749 3.498 1.749 kr. kg Krónu kjúklingabringur texas....... 1.798 2.598 1.798 kr. kg Thulip frankfurter/hot dog pylsur . 598 798 598 kr. pk. Bökunarkartöflur í lausu ............. 69 119 69 kr. kg A. mabel muffins súkkulaði ........ 169 189 169 kr. stk. Fanta appelsín, 2 ltr. .................. 129 259 129 kr. stk. Kjörís mjúkís vanillu, 1 ltr ........... 398 498 398 kr. ltr Kjörís mjúkís súkkulaði, 1 ltr ....... 398 539 398 kr. ltr Nóatún Gildir 12.-16. maí verð nú áður mælie. verð Nóatúns lærissneiðar salt/ pipar. 2.158 2.698 2.158 kr. kg Nóatúns framhryggur salt/ pipar . 1.598 1.998 1.598 kr. kg Grísalundir m/ sælkerafyllingu .... 2.249 2.998 2.249 kr. kg Ísl. m. kjúklingabringur ............... 1.878 2.398 1.878 kr. kg Ungnauta T-beinsteik ................. 2.799 3.998 2.799 kr. kg Lambakóróna að hætti Grikkja .... 2.999 3.998 2.999 kr. kg Dönsk herragarðsönd, 2,6 kg...... 1.998 3.998 1.998 kr. stk. SS kryddlegnar lærissneiðar ....... 2.121 2.828 2.121 kr. kg Capri sonne safari ..................... 299 404 299 kr. pk. Þín verslun Gildir 13.-16. maí verð nú áður mælie. verð Nautahakk úr kjötborði............... 998 1.398 998 kr. kg Nautainnralæri úr kjötborði......... 2.498 3.198 2.498 kr. kg Nautagúllas úr kjötborði ............. 1.698 2.198 1.698 kr. kg Ísfugls kjúklingur heill................. 682 975 682 kr. kg Hatting frönsk smábrauð, 10 stk. 365 475 365 kr. pk. Hatting hvítlauksbrauð, 2 stk. ..... 365 459 365 kr. pk. Herrljunga perugos, 1 ltr. ............ 269 349 269 kr. ltr Champion sveskjur steinl., 340 g 415 475 1.221 kr. kg Tilda Basmati brún hrísgrjón ....... 698 798 698 kr. kg Toblerone súkkulaði, 100 g......... 239 310 2.390 kr. kg Helgartilboðin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.