Morgunblaðið - 13.05.2010, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.05.2010, Blaðsíða 32
32 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2010 Páll Óskar Hjálmtýsson, Hjaltalín, KK og Ellen, Vilborg Dagbjarts- dóttir, RASS, Ari Eldjárn, félagar úr Hjálmum, Parabólurnar, Jón Atli Jónasson, Varsjárbandalagið o.fl. munu taka þátt í uppákomu á Austurvelli á laugardaginn, 15. maí, kl. 14, til stuðnings nímenning- unum sem ákærðir eru fyrir árás á Alþingi 20. janúar í fyrra. Sigtryggur Baldvinsson tónlist- armaður er einn þeirra sem standa að þessari uppákomu til stuðnings og styrktar nímenningunum, en þeir sem vilja styrkja þá fjárhags- lega verða beðnir um að leggja inn á sérstakan söfnunarreikning vegna lögfræðikostnaðar. Allar upplýsingar um hann má finna á vefnum rostur.org. – Ykkur blöskrar framganga dómskerfisins? „Já, okkur finnst þetta vera svo- lítið að eyða miklu púðri í vitlaus mál. Ég held að eiginlega allir sem ég hef talað við um þetta mál séu sammála því,“ segir Sigtryggur. Að auki sé verið að beita 100. grein hegningarlaganna á nímenningana, en henni hafi ekki verið beitt síðan í Gúttóslagnum árið 1932. Sig- tryggur segist aðspurður ekki líta svo á að þarna hafi verið framið al- varlegt lögbrot, a.m.k. ekki jafn- alvarlegt og að setja landið á haus- inn. En verður þetta gott partí? „Þetta á að verða gott partí en partí með tilgang.“ helgisnaer@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart RASS Ein þeirra sveita sem leika munu á Austurvelli. Halda partí fyrir mótmælendur Nímenningar studdir á Austurvelli Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl.is Pétur Þór Benediktsson og Einar Tönsberg gáfu nýverið út lagið „Come on come over“ sem margir þekkja úr auglýsingaherferð Nova. Þeir vinna nú saman að plötu. „Það er nú ekki alveg hægt að segja til um hvort platan er í takt við „Come on come over“. Hún er á svo opnu stigi, en hún er aðgengilegri en við lögð- um upp með í upphafi. Án þess að geta sagt til um hvernig hún verður á endanum. Hún er ekki jafnpoppuð og „Come on come over“, en hún er léttari en þessi tónlist sem ég hef verið að gera sjálfur,“ segir Pétur Ben í samtali. Hann gaf út plötuna Wine for my weakness árið 2006 og hefur haft í nógu að snúast síðan. Hann hefur samið tónlist fyrir Ís- lenska dansflokkinn, spilað með fjöl- mörgum tónlistarmönnum og stýrt upptökum. Einar Tönsberg, einnig þekktur sem Eberg, hefur gefið út þrjár plöt- ur. Hann er einnig meðlimur í hljóm- sveitinni Feldberg sem gaf út plöt- una Don’t be a stranger, en titillag hennar varð einnig þekkt sem lag úr auglýsingaherferð Nova. „Hann er eftirsóttur auglýsingalagahöfundur, hann er samt ekki með neinn samn- ing við Nova,“ segir Pétur háðslega og bætir við: „Platan er unnin í full- komnu bróðerni. Samstarfið gengur mjög vel og við höfum skemmtileg áhrif hvor á annan. Þetta er til dæm- is mun léttari tónlist en ég bý oftast til.“ „Sumir fara út að hlaupa, við gerum svona“ Pétur segist lengi hafa átt hug- mynd að þessu samstarfi í kollinum, en aldrei látið til skarar skríða. „Það var ekki fyrr en ég var beðinn að gera lag í samstarfi við einhvern fyr- ir bíómynd að ég hafði samband við Eberg og við spjölluðum um þetta. Oft ræðir maður hlutina og gerir svo ekki neitt. En í þetta sinn ákváðum við bara að kýla á að gera eitt lag. Nýta þetta tækifæri. Myndin kom að vísu aldrei út; ég veit ekkert hvernig hún stendur í dag, ég held hún sé komin af dagskrá. En þetta var mjög gaman svo við héldum bara áfram. Svo hefur þetta bara þróast svona skemmtilega eins og annað. Sumir fara út að hlaupa eða í pool, en við gerum svona. Þetta er dálítið eins og saumaklúbbur, nema okkar efni vinnst mun hraðar,“ segir Pétur og hlær. Platan er enn nafnlaus en þeir stefna að útgáfu öðru hvoru megin við áramót. Hann segir þá vinna plötuna að mestu leyti heima við. „Við erum báðir með aðstöðu heima. En svo má vel vera að við förum í Sundlaugina, sem er stúdíó í Mos- fellsbæ, til að leggja lokahönd á verkið. Þar tók ég upp Wine for my weakness, en reyndar líka heima og í sumarbústöðum og eiginlega bara út um allt.“ Pétur og Eberg eru báðir þaul- vanir upptökustjórar, enda starfa þeir báðir sem slíkir. „Við sjáum um upptökustjórn sjálfir. Ég hef starfað með Bubba Morthens og Ellen Kristjáns, fyrir utan mig sjálfan. Eberg hefur svo verið með Feld- berg, sjálfan sig og allt milli himins og jarðar. Hann hefur líka starfað mikið erlendis.“ Gestagangur á plötunni Pétur segir marga tónlistar- menn taka þátt í gerð plötunnar, fólk úr öllum áttum hafi lagt þeim lið og margir íslenskir tónlistarmenn spili með þeim í hljóðverinu. „Í „Come on come over“ eru tveir trommuleikarar, Sigtryggur Bald- ursson og Nói Steinn í Leaves. Svo er Gísli Galdur líka með í því lagi. Við köllum eflaust eftir þeirra hjálp og annarra, svo ég held að það verði töluverður gestagangur á þessari plötu.“ Sjálfur vinnur Pétur að nýrri breiðskífu en hann segist hafa gam- an af samstarfinu við Eberg og von- ast til þess að því ljúki ekki eftir út- gáfu plötunnar. „Það er aldrei að vita, ég vona það. Við eigum vonandi eftir að halda verkefninu gangandi, gera jafnvel aðra plötu eftir einhver ár. En ég er að vinna í minni eigin plötu. Ég veit ekki hvenær hún kem- ur út. Það er verið að rífast um hvor platan eigi að koma fyrr,“ segir Pét- ur hreykinn. Aðspurður segir Pétur þá fé- laga stefna að því að halda útgáfu- tónleika en annað er óráðið. „Við reiknum með að halda útgáfu- tónleika þegar platan kemur út. Ég veit ekki hvar, það verður bara að ráðast af því hvaða skemmtistaðir verða á lífi þá. Við byrjum bara þar.“ Félagar Pétur Ben og Eberg hafa lengi rætt um að starfa saman. Nú vinna þeir að sinni fyrstu plötu í sameiningu. „Dálítið eins og saumaklúbbur“  Pétur Ben og Eberg gefa út plötu  Starfa í „fullkomnu bróðerni“ –– Meira fyrir lesendur PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Þann 22.maí gefur Morgunblaðið út sérblað tileinkað Eurovision. Undankeppnin verður 25. og 27.maí. Aðalkeppnin er laugardaginn 29.maí. Þetta er blaðið sem lesendur hafa við höndina þegar Eurovision verður sýnt í sjónvarpinu. MEÐAL EFNIS: Allt um Eurovision Stiklað á stóru í sögu Eurovision Páll Óskar spáir í spilin Kynning á keppendum Rætt við Örlyg Smára og Heru Björk Dansspor og tíska í Eurovision Íslensku lögin í gegnum tíðina Atkvæðaseðill fyrir aðalkeppnin Myndasyrpur af keppendum Ásamt fullt af spennandi efni um Eurovision NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, þriðjudaginn 18. maí. Eurovision 2010

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.