Morgunblaðið - 13.05.2010, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.05.2010, Blaðsíða 1
Önundur Páll Ragnarsson og Björn Jóhann Björnsson Ekki tókst í gær að birta Jóni Ás- geiri Jóhannessyni sjálfum stefnu breska dómstólsins, sem hefur kyrr- sett eigur hans um víða veröld. Slita- stjórn Glitnis reyndi að hafa uppi á Jóni Ásgeiri í gær en hafði ekki er- indi sem erfiði. Slitastjórnin stefndi í gær Jóni Ásgeiri og fleira fólki sem tengdist Glitni og FL Group fyrir hrun, auk PriceWaterhouseCoopers, áður end- urskoðanda Glitnis, í New York, fyr- ir að hafa með sviksamlegum og ólögmætum hætti haft fé af bank- anum sem nemur meira en tveimur milljörðum Bandaríkjadala. Athygli vakti þó í gær að Jón Ásgeir tjáði sig við Bloomberg- fréttastofuna, um úrskurðinn, eins og hann hefði þegar kynnt sér efni hans. Lögfræðingar sem rætt var við í gær sögðu það fara eftir breskum birtingarreglum hvort það væri nóg til að telja stefnuna hafa verið birta honum. Varðar þriggja ára fangelsi Tveimur sólarhringum eftir birtinguna þarf Jón Ásgeir að skila inn lista yfir allar eignir sínar. Geri hann það ekki eða veiti hann rangar upplýsingar á hann yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi í Bretlandi. Í stefnu slitastjórnar er Jón Ás- geir sakaður um að hafa í raun náð valdi á stjórn bankans í apríl 2007 og ásamt öðrum notað yfirráð sín yfir bankanum til að veita gríðarhá lán til annarra fyrirtækja sem hann og við- skiptafélagar hans réðu yfir. Eignir frystar  Slitastjórn Glitnis segir að bankinn hafi verið rændur innan frá af klíku fólks  Krafist kyrrsetningar eigna þriggja fyrrv. hluthafa og stjórnenda bankans F I M M T U D A G U R 1 3. M A Í 2 0 1 0  Stofnað 1913  110. tölublað 98. árgangur  –– Meira fyrir lesendur fylgir m eð Morgun blaðinu í dag NJÓLASTAPPA OG ÖNNUR KÓNGAFÆÐA GÁLGA- FRESTUR? BOÐA ALGERA UMBYLTINGU Í STJÓRNARFARI VIÐSKIPTABLAÐ 7 FRÉTTASKÝRING 16DAGLEGT LÍF 10 Fréttaskýring eftir Örn Arnarson Í klakaböndum Jón Ásgeir Tvær íbúðir í Gra- mercy Park á Man- hattan sem keyptar voru á u.þ.b. 25 milljónir dollara voru m.a. kyrrsettar. Lárus Krafist er kyrrsetn- ingar eigna fyrrver- andi forstjóra Glitn- is banka og formanns áhættu- nefndar. Pálmi Krafist kyrrsetn- ingar eigna á Ís- landi. Hann á m.a. flugfélögin Astreus og Iceland Express. Yfir sextíu viðburðir eru á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík sem sett var í Hafnarhúsinu í gær. Malísku hjónin Amadou og Mariam, sem spiluðu ásamt stórri hljómsveit í Laugardalshöllinni í gærkvöldi, riðu á vað- ið en hljómsveitin Retro Stefson hitaði upp. Listahátíð í Reykjavík var fyrst haldin árið 1970 og annað hvert ár frá þeim tíma til ársins 2004, en árlega eftir það. Morgunblaðið/Kristinn Afrísk stemning á Listahátíð Í Finnlandi hefur ver- ið stofnað fyrirtæki sem sérhæfir sig í ferðum fyrir leik- fangabangsa. Ferðin kostar jafnvirði 18.000-28.000 króna. Bangsarnir fara m.a. í heim- sókn til jólasveinsins og í hrein- dýrabúgarð. Ferðin er tekin upp á myndband en eigendurnir mega ekki fara með böngsunum. Þreyttir bangsar geta nú farið í frí  Gögn liggja fyrir sem styðja þá ályktun að Glitnir banki hafi verið rændur inn- an frá.  Gögn málsins leiða í ljós … hvernig klíka fésýslu- manna, undir forystu Jóns Ásgeirs, tók sig saman um að hafa með skipulegum hætti fé af Glitni til að styðja við sín eigin fyrirtæki þegar þau riðuðu til falls.  Gögn málsins leiða í ljós … hvernig Jón Ásgeir og samsærismenn hans brut- ust til valda í Glitni, losuðu sig við reynda starfsmenn bankans eða settu þá til hliðar og misnotuðu þessa valdastöðu til að tefla fjár- hag bankans í bráðan voða.  … hvernig Jón Ásgeir, Lárus Welding og aðrir, sem stefnt er í málinu, sköpuðu sér aðstöðu til að ná fé út úr bankanum. ‹ ORÐRÉTT ÚR STEFNU GLITNIS › » Glitnir stefnir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og fleirum fyrir meint fjársvik og krefst 258 milljarða bóta MKyrrsett um allan heim » 12-13 Skuld- bindingar vanmetnar Það hvaða forsendur eru lagðar til grundvallar útreikningi á lífeyris- skuldbindingum lífeyrissjóðanna gerir það að verkum að skuldbind- ingarnar eru líklega stórlega van- metnar. Lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna miðast við laun og þegar lífeyrisskuldbinding opin- berra lífeyrissjóða er reiknuð er gert ráð fyrir því að laun hækki um 1,5 prósent á ári umfram hækkun vísitölu neysluverðs. Undanfarin ár hafa laun opinberra starfsmanna hins vegar hækkað töluvert meira en sem þessu nem- ur og skuldbinding sjóðanna sömuleiðis. Þá hefur lenging meðalævinnar áhrif á skuldbindingu sjóðanna sem og fjölgun þeirra sem þiggja örorkulífeyri. Iðgjöld hækkuð? Til lengri tíma litið er hugsan- legt að hækka þurfi lífeyrisaldur og hækka það hlutfall launa sem rennur í lífeyrissjóðina í formi ið- gjalda. Að öðrum kosti er ekki hægt að ganga að því vísu að sjóð- irnir geti staðið við skuldbindingar sínar. »Viðskipti Hugsanlegt að hækka þurfi lífeyrisaldur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.