Morgunblaðið - 13.05.2010, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.05.2010, Blaðsíða 27
Minningar 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2010 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Garðar Gæðagarðsláttur Garðsláttur fyrir húsfélög og ein- staklinga. Vönduð vinnubrögð og persónuleg þjónusta, ekkert fúsk. Fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu. ENGI ehf. Sími: 615-1605. Húsnæði í boði Íbúðir til leigu Menorca, Mahon, Barcelona, Costa Brava Sumarhús í Flóahreppi. www.starplus.is og starplus.info Sími 899 5863. Sumarhús Sumarhús - orlofshús Erum að framleiða stórglæsileg og vönduð sumarhús í ýmsum stærðum. Áratugareynsla. Höfum til sýnis fullbúin hús og einnig á hinum ýmsu byggingarstigum. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, símar 892 3742 og 483 3693, netfang: www.tresmidjan.is Rotþrær frá 2300 l, siturlagnir, leiðbeiningar, heildarlausnir. Vatnsgeymar staðlaðar stærðir. Jarðgerðarílát/moltukassar. www.borgarplast.is Mosfellsbæ, s. 561 2211. Glæsilegar sumarhúsalóðir til sölu í Fjallalandi við Leirubakka. Veðursæld og rómuð náttúru- fegurð við Ytri-Rangá, 100 km frá Reykjavík. Mosa- og kjarrivaxið hraun. Uppl. í síma 893 5046 og á fjallaland.is Netfang: fjallaland@fjallaland.is Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Til sölu Ódýr blekhylki og tónerar í HP, Dell, Brother, Canon og Epson. Send samdægurs beint heim að dyrum eða í vinnuna. S. 517 0150. Sjá nánar á blekhylki.is Victoria's Secret. Bath & Bodyworks Vorum að taka upp nýja sendingu af Victoria´s Secret og Bath & Body- works. Allir nýju ilmirnir og hinar geysivinsælu handsápur frá Bath & Bodyworks. Allar uppl. hjá Snót.is og í síma 897 2902. Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum gull til að smíða úr. Spörum gjaldeyri. Heiðarleg viðskipti. Aðeins í verslun okkar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL ! Ég, Magnús Steinþórsson gull- smíðameistari, kaupi gull, gull- peninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Upp. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Bókhald C.P. þjónusta. Veiti bókhalds-, eftirlits- og rannsóknarvinnu ýmiskonar. Hafið samband í síma 893 7733. Bókhald - framtöl Skattaframtöl fyrir einstaklinga og rekstraraðila og bókhald fyrir fyrir- tæki, stofnun EHF., VSK-uppgjör, erfðarfjárskýrslur o.fl. Framtöl og bókhald s. 517-3977, framtal@visir.is Þjónusta MÓÐUHREINSUN GLERJA Er komin móða eða raki á milli glerja? Móðuhreinsun ÓÞ. Sími 897-9809. Málarar Málningarvinna Þaulvanur málari óskar eftir verk- efnum. Vönduð og öguð vinnubrögð. Byrjaður að bóka sumarið. Sanngjarnt verð. Upplýsingar í síma 897 2318. Ýmislegt Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Nýkomið - Skokkar, Vesti. Litir, grátt, svart, hvítt. St. S-XXL, Verð kr. 10.900,- Vesti, ljósblá, st. 42-56 Verð kr. 13.990,- Sími 588 8050 Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Nýkomið - Röndótt Tunica litir grátt/hvítt, lila/hvítt,bleikt/hvítt, svart/hvítt St. S-XXL, Verð kr. 6.990,- Sími 588 8050 Tilboð Flottir dömuskór úr leðri með skinnfóðri. Litir rautt og svart Verð 3500,- Sími: 551 2070, opið: mán.- fös. 10 - 18, lau. 10 -14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. Heitir pottar Sími 565 8899 GSM 863 9742 www.normx.is normx@normx.is ...þegar þú vilt þægindi Softshell fyrir dömur og herra Kr. 14.500.- St. XS-3XL Jakki fyrir bæði kyn sem andar, vind og vatnsfrá- hrindandi, rennilás á innaná- vösum. Bonito ehf. Praxis Faxafeni 10, 108 Reykjavík Sími: 568 2878 Opnunartimi: mánud- fimmtud kl. 11.00 - 17.00 föstudaga kl. 11.00 -15.00 www.praxis.is Bílaþjónusta Hjólbarðar Ford-felgur Vantar felgur, 4 stykki á Ford Econaline 8 gata 16”. Upplýsingar í síma 898 9475. Ökukennsla Glæsileg kennslubifreið Subaru Impreza AERO 2008, 4WD. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is Fellihýsi Palomino Yearling 103 10fet 2008 árg. Til sölu Palomino Yearling 103 10fet 2008 með geymslukassa, fortjaldi, sólarsellu, grjótgrind og svefntjöldum. Lítið notaður vagn sem er eins og nýr. Uppl. í s. 891-6858. Húsviðhald Þó í okkar feðrafold falli allt sem lifir enginn getur mokað mold minningarnar yfir. (Bjarni Jónsson frá Gröf) Í dag, hinn 13. maí, hefði frændi okkar orðið 83 ára. Nonni var ein- stök persóna, hnyttinn í svörum og eigum við margar skemmtilegar minningar um hann. Hann bjó á næsta bæ við okkur og fylgdumst við systkinin oft undrandi með ferðum hans sem okkur þóttu einstakar að því leyti að Nonni fór iðulega sinna ferða bakkandi á bílnum sínum, keyrði á áfangastað og bakkaði svo til baka. Í gegnum tíðina þróaði Nonni með sér hæfileika sem margir hafa reynt að leika eftir en fáum tek- ist; hann braut molasykur í lófanum í fjóra parta án þess að hafa nokkuð Kristjón Pálmarsson ✝ Kristjón Pálm-arsson fæddist á Unhóli í Þykkvabæ 13. maí 1927. Hann lést á Dvalarheimilinu Lundi á Hellu 24. apr- íl sl. Útför Kristjóns fór fram frá Þykkva- bæjarkirkju 8. maí 2010. fyrir því. Fyrir nokkru gat Nonni ekki lengur verið heima fyrir og fluttist hann á Lund á Hellu og leið honum afar vel þar. Erum við því einstaka fólki sem þar vinnur mjög þakk- lát fyrir góða umönn- un og einstakt viðmót við okkur öll og ekki síst hann elskulega frænda okkar. Við kveðjum þig með söknuði en þakk- læti fyrir allar góðu minningarnar. Þú gengin ert hugglöð á frelsarans fund og fagnar með útvaldra skara, þar gleðin er eilíf, þar grær sérhver und. Hve gott og sælt við hinn hinsta blund í útbreiddan faðm Guðs að fara. Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá því komin er skilnaðarstundin. Hve indælt það verður þig aftur að sjá í alsælu og fögnuði himnum á, er sofnum vér síðasta blundinn. (Hugrún) Hvíldu í friði elsku Nonni okkar. Sigmar, Sverrir, Sig- urfinna og Aldís Harpa Pálmarsbörn. Við hjónin viljum minnast góðs vinar okkar, Arnar Forberg, sem fjöl- skylda hans kvaddi hinstu kveðju 26. mars. Örn var skólastjóri við grunn- skólann í Grundarfirði. Þar lágu leiðir okkar fyrst saman er ég byrjaði minn starfsferil, fyrst sem kennaranemi og síðar kennari við skólann. Þar starfaði ég undir stjórn Arnar í ellefu ár þar til hann þurfti að yfirgefa staðinn að ósekju og flutti til Svíþjóðar. Örn stjórnaði sínum vinnustað af röggsemi og mikilli samviskusemi og hafði konu sína, Guðrúnu Ágústu Guðmundsdóttur, sem sína hægri hönd, en hún er einnig kennari. Ófá- ir sérkennslutímar fóru fram í eld- húsinu og stofunni heima hjá þeim sökum húsnæðisskorts skólans. Seinna byrjaði Hjördís einnig að Örn Forberg ✝ Örn Forbergfæddist í Reykja- vík 15. október 1933. Hann lést 12. mars 2010 á heimili sínu Rosenvegen 6, 232 54 Akarp, Suður- Svíþjóð. Kveðjuathöfn og bálför fór fram í Lundi, Svíþjóð, 26. mars 2010. kenna með þeim hjón- um. Örn var mjög heilsuhraustur þótt hann hafi ekki stund- að mikla heilsurækt í seinni tíð, en hann var natinn við að ganga á fjöll og veiða rjúpur í jólamatinn. Við mætt- um saman til vinnu á hverjum morgni í ell- efu ár og minnist ég ekki að Örn hafi vant- að nema einn dag til vinnu sökum veikinda. Frekar mætti hann lasinn til vinnu, eins og samviskusamir kennarar gera, en að láta börnin í skólanum missa kennslu. Strákseðlið var til staðar hjá Erni. Hann átti gamlan Willys-jeppa, ár- gerð ’47 held ég, og hafði hann gam- an af torfæruakstri og á veturna þegar snjóaði mikið var hann fljótur að setja keðjur á öll hjól og keppa þannig búinn við náttúruöflin. Þegar Örn flutti af landinu reisti hann sér sumarhús í Húnavatnssýslu því hann vildi ekki slíta rætur sínar til landsins og vildi eiga hér samastað þegar hann kæmi í heimsókn. Þenn- an stað skírði hann Brekkuborg og undi sér hvergi betur. Hann eigin- lega steig út úr flugstöðinni og í einni sveiflu beint norður. Fast í dagskrá okkar hjóna var að heim- sækja hjónin í Brekkuborg á hverju sumri. Einnig áttum við nokkrar heim- sóknir á heimili hjónanna í Svíþjóð og tvær eftirminnilegar Evrópuferð- ir saman. Tjaldferð um Þýskaland og Austurríki með börnin og óskipu- lögð heimagistingaferð sem endaði í fyrrum Júgóslavíu. Margt skemmti- legt gerðist á þessum ferðum eins og t.d. þegar Örn fann veikleika í pen- ingaspilakassa í Austurríki og spil- aði í honum þar til starfsfólkið tók af honum rafstrauminn. Þá labbaði hann út með uppbretta peysuna fulla af smápeningum þar sem ekki var pláss í vösunum. Kvöldin í þess- um ferðum enduðu svo alltaf með spilavist og voru úrslitin geymd á spjaldi sem framhald milli ára. Örn meiddist á fæti sem takmark- aði hreyfingu og versnaði með ár- unum. Hann vissi því sín takmörk sem sást vel þegar hann gaf mér all- an veiðibúnað sinn, bát með öllu. Það var okkur mikils virði að Örn skyldi koma í heimsókn til okkar í Grundarfjörð síðastliðið sumar. Örn lést á heimili sínu í Åkarp og í faðmi ástkærrar eiginkonu. Er hægt að óska sér fallegri kveðjustund þegar kallið kemur? Við sendum Guðrúnu og fjöl- skyldu þeirra Arnar allri okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Megi Guð styrkja þau í sorginni, en gleðja þau í minningunni um yndislegan félaga og fjölskylduföður. Guðráð og Hjördís. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.