Morgunblaðið - 13.05.2010, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.05.2010, Blaðsíða 18
9,8% karla og 8,1% kvenna voru án atvinnu í apríl og fækkaði þeim um 550 frá mars 856 ný störf fyrir námsmenn og atvinnuleitendur eru í boði 15.932 voru skráðir atvinnulausir í lok apríl 16.482 voru skráðir án atvinnu í lok mars fimmtungur allra atvinnulausra í apríl var á aldrinum 16-24 ára eða 3.024 manns. ‹ VINNUMARKAÐURINN › » 9,8% 8,1% 18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2010 Greinargerðsem starfs-hópur um endurskoðun á fiskveiðistjórn- unarkerfinu pant- aði um áhrif fyrn- ingarleiðar á afkomu og rekstur útgerð- arfyrirtækja liggur nú fyrir. Höfundur er Daði Már Krist- ófersson, hagfræðingur og lektor við Háskóla Íslands, sem hefur sérhæft sig í nátt- úruauðlindahagfræði. Niðurstaða greinargerð- arinnar er óvenjulega skýr og þar segir að það sem að óat- huguðu máli gæti litið út fyr- ir að vera óveruleg fyrning hafi í raun afar mikil neikvæð áhrif. Fram kemur að 0,5% fyrningarhlutfall á ári mundi þurrka út hagnað útgerð- arinnar og að 1% fyrning- arhlutfall á ári mundi valda taprekstri og eyða að fullu eigin fé útgerðarinnar. Rík- isstjórnarflokkarnir hafa stefnt að margfalt hærra fyrningarhlutfalli en þetta, eða 5% á ári. Þessi greinargerð er í það minnsta sú þriðja í röðinni um þetta efni og alltaf er nið- urstaðan sú sama. Fyrning- arleiðin er gjaldþrotaleið. Hugmyndir ríkisstjórn- arinnar um að fyrna afla- heimildir eru örugg leið til að setja sjávarútveg- inn á hausinn og þar með að valda nýju hruni í ís- lensku efnahags- lífi. Slík aðgerð yrði gríðarlegt áfall fyrir þjóð- arbúið í heild sinni en þó sér- staklega fyrir hinar dreifðari byggðir eins og bent er á í greinargerð Daða. Í ljósi ástandsins í efna- hagslífi landsins hljóta menn að spyrja sig hvað valdi því að þrátt fyrir allar þessar skýru niðurstöður haldi rík- isstjórnarflokkarnir fast við að endurskoða fiskveiði- stjórnarkerfið. Að vísu virðist tónninn heldur hafa breyst til batnaðar hjá VG, en innan úr þeim flokki eru nú farnar að heyrast stöku raddir um að ekki megi halda út á slíka feigðarbraut. Samfylkingin er hins vegar við sama hey- garðshornið og ekki er að heyra að helstu talsmenn flokksins taki nokkurt mark á þeim rannsóknum sem farið hafa fram á afleiðingum fyrn- ingarleiðarinnar. Ætlunin er greinilega að fara þessa leið hvað sem tautar og raular. Ef marka má staðfestu VG í stjórnarsamstarfinu hingað til er þess vegna mikil hætta á að þessi áform verði að veruleika. Ný rannsókn sýnir að fyrningarleiðin mundi valda gjaldþroti sjávarútvegsins} Gjaldþrotaleiðin Framganga Ar-ionbanka og Landsbanka Ís- lands bendir ein- dregið til þess að það sé stefna Sam- fylkingarinnar að koma Íslandi aftur í hendurnar á gömlu svindlurunum sem hafa verið í svo þéttu sambandi við flokkinn. Nú hefur verið birt skýrsla Rannsókn- arnefndar Alþingis um hvað það var sem einkum gerðist fyrir hrun. Þótt sú skýrsla sé auðvitað ekki gallalaus og nefndarmenn hafi jafnvel sýnt af sér persónuleg veik- leikamerki er margt vel gert og reynsla undanfarins árs gerir það tilvalið að fá sama fólk til þess að rannsaka hvað gerðist eftir hrun. Munurinn á um- hverfinu nú og þá er auðvitað nokkur. En einn er mestur. Nú vita menn miklu meira og geta ekki þóst vera að vinna í góðri trú. Framganga sumra skila- nefnda er mjög vafasöm. End- urskoðunarskrifstofur virðast lítið hafa lært. Nálgun sumra skiptastjóra þrotabúa vekur tortryggni og þeir eru bersýni- lega að láta fresti renna út áður en rift er stór- vafasömum gern- ingum. Kauphöllin er jafnmikið úti að aka og áður. Bank- ar eru einkavæddir með aðferðum sem enginn skilur. „Erlendu kröfu- hafarnir“ eru meðhöndlaðir eins og ósnertanlegar hátignir sem enga ábyrgð bera á fjár- festingum sínum, eins og Ragnar Önundarson hefur bent á. Rannsóknarskýrslan bendir þegar til að framganga Jóhönnu og Steingríms í Ice- savemálinu sé lögbrot af stór- gráðu. Rannsókn á öllu þessu er hægt að hefja áður en allur skaðinn er skeður. Það var ekki hægt í fyrra tilfellinu. Fyrir hrun voru þeir hataðir og sættu ótrúlegum árásum, sem ekki vildu líta á baugsforstjórana og bankaeigendur og stjórnendur sem hálfguði, eins og stjórn- málamenn og flestir fjölmiðla- menn og háskólaelítan gerði. Enn eimir eftir af þessu. Nú er rétti tíminn fyrir nýja og vaska rannsóknarnefnd, en ekki ein- hvern tímann í óljósri framtíð, þegar nýr og enn verri skaði verður orðinn. Rannsaka þarf það sem gerst hefur eftir hrun í bönkum og stjórnarráði} Réttur tími fyrir rannsókn Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Á nýlegum fundi með fulltrúum þeirra flokka sem bjóða fram til borgarstjórnarkosninga í Reykja- vík spurði fundargestur hvort ein- hver frambjóðendanna treysti sér til að halda því fram að Hanna Birna Kristjáns- dóttir hefði ekki verið góður borgarstjóri. Þessi spurning gerði víst ekki mikla lukku hjá fulltrú- um annarra flokka en Sjálfstæðisflokksins, enda tíðkast ekki í pólitík að láta andstæðinga njóta sannmælis. Sjálfstæðisflokkurinn mun sennilega fá skell í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík. Al- menningur telur að flokkurinn beri mikla ábyrgð á hruninu og ekki bætir úr skák að for- maður flokksins er að mestu leyti laus við for- ystuhæfileika og nýtur takmarkaðs trausts, bæði innan og utan eigin flokks. Í spjallþáttum hafa álitsgjafar hátt um það að Sjálf- stæðisflokkurinn verði að fá sérlega góða kosningu í Reykjavík ætli Hanna Birna Kristjánsdóttir að eiga bjarta framtíð í pólitík. Þetta er ekki bara furðulega einstreng- ingslegt sjónarmið, það er einnig skammsýnt. Hanna Birna hefur verið einkar farsæll borgarstjóri. Henni hefur tekist að lægja öldur, hún vinnur vel með póli- tískum andstæðingum og enginn verður var við annað en að borginni sé vel stjórnað. Reykvíkingar þurfa ekki að kvarta yfir borgarstjóra sínum, og gera það heldur ekki. Skoðanakannanir sýna að borgarbúar hefðu ekkert á móti því að hafa Hönnu Birnu áfram í Ráðhúsinu. Miðað við þá þreytu sem er ríkjandi í garð stjórnmála- manna nýtur Hanna Birna mikils trausts. Og satt best að segja verður ekki séð að annar betri kostur sé í boði. Dagur B. Eggertsson á í mesta basli við að losa sig við froðusnakksstimpilinn. Hann talar óhikað en fólk skilur ekki hvað hann er að segja. Fólk skilur hins vegar hvað Sóley Tóm- asdóttir er að segja, þótt hún virðist ekki alltaf skilja það sjálf. Fæstum líkar öfgafullur mál- flutningur hennar. Jón Gnarr hefur blandað sér í baráttuna og vissulega yrði hann skemmtilegur Bastían bæjarfógeti. Það er síst ástæða til að gera lítið úr Jóni og því skapandi fólki sem er með honum á framboðslista, en hugmynd um hann sem borgarstjóra er ein- ungis skemmtileg hugarleikfimi. Hanna Birna er álitlegasti kosturinn í starf borg- arstjóra. En til að svo verði eiga borgarbúar ekki annan kost en að greiða Sjálfstæðisflokknum atkvæði sitt og til þess treystir stór hópur sér ekki. Það er ekki áfellisdómur yfir borgarstjóranum heldur yfir Sjálfstæðisflokknum. Flokknum sem stórum hópi fólks finnst að hafi brugðist þegar mikið lá við að menn stæðu vaktina. Ef Sjálfstæðisflokkurinn fær skell í Reykjavík í kom- andi borgarstjórnarkosningum er það síst Hönnu Birnu Kristjánsdóttur að kenna. Hún hefur verið framúrskar- andi borgarstjóri og er góður og ábyrgur stjórnmála- maður. Þjóðin þarf á slíkum manneskjum að halda. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Besti borgarstjórinn STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Skráð atvinnuleysi minnkar um 2,6% FRÉTTASKÝRING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is S kráð atvinnuleysi í apríl var 9% og minnkaði það um 2,6% frá mars eða um 390 manns að meðaltali, en alls voru 15.932 manns atvinnulausir í apríl, 10.837 á höfuð- borgarsvæðinu og 5.095 á lands- byggðinni. Í yfirliti Vinnumálastofnunar um stöðuna á vinnumarkaði í apríl 2010 kemur meðal annars fram að körlum á atvinnuleysisskrá fækkaði um 374 að meðaltali en konum fækk- aði um 16 að meðaltali. Fækkunin er um 4% (184) á landsbyggðinni en um 2% á höfuðborgarsvæðinu (206). At- vinnuleysið var 9,7% á höfuðborgar- svæðinu en 7,8% á landsbyggðinni. Það var hvergi meira en á Suður- nesjum eða 14,6% en 3,7% á Vest- fjörðum þar sem það var minnst. 8.917 höfðu verið atvinnulausir lengur en sex mánuði. Þeim fjölgaði um 384 frá lokum mars og voru um 56% þeirra sem voru á atvinnu- leysisskrá í lok apríl. 4.662 höfðu verið atvinnulausir í meira en eitt ár og hafði fjölgað úr 4.601. 2.338 erlendir ríkisborgarar voru án atvinnu í lok apríl. Þar af voru 1.374 Pólverjar eða um 59% þeirra útlendinga sem voru á skrá yfir atvinnulausa í mánaðarlok. 701 þessara atvinnulausu, erlendu ríkis- borgara vann í byggingariðnaði. Spá minna atvinnuleysi Engar tilkynningar um hóp- uppsagnir bárust Vinnumálastofnun í nýliðnum mánuði. 51 launamaður fékk greitt úr Ábyrgðasjóði launa í apríl, 129 í mars, 124 í febrúar og 93 í janúar. Samkvæmt upplýsingum Vinnumálastofnunar batnar at- vinnuástandið yfirleitt frá apríl til maí. Í fyrra minnkaði atvinnuleysið úr 9,1% í apríl í 8,7% í maí og Vinnu- málastofnun gerir ráð fyrir að at- vinnuleysið í líðandi mánuði minnki frá apríl og verði á bilinu 8,6-9,0%. Unnið að úrbótum Í apríl voru 13.082 atvinnulausir að fullu og þar af var 3.701 í einhvers konar úrræðum á vegum Vinnu- málastofnunar, auk fjölmargra sem mættu í ráðgjafarviðtöl, á kynningarfundi og í vinnumiðlun. Liðlega 46% eða 1.705 voru á aldr- inum 16-24 ára. 340 manns voru hjá fræðslumiðstöð atvinnulífsins í apríl, 106 í sérstökum átaksverkefnum og 49 með frumkvöðlasamning. 787 námssamningar voru í gildi, 779 manns nutu góðs af námstengdum úrræðum og 392 af starfstengdum úrræðum. Fyrr á árinu fól félags- og tryggingamálaráðuneytið Vinnu- málastofnun að tryggja það mark- mið í nánu samstarfi við stéttarfélög, fyrirtæki og sveitarfélög að enginn yrði atvinnulaus lengur en þrjá mán- uði án þess að bjóðast vinna eða virkniúrræði. Markmiðinu átti að ná fyrir 1. apríl sl. með fólk yngra en 25 ára í huga og 1. september nk. fyrir aðra. Ungt fólk til athafna var átakið kallað og segir Hrafnhildur Tómas- dóttir, deildarstjóri ráðgjafadeildar, að fyrrnefnda markmiðinu hafi verið náð. Þegar átakið hafi byrjað hafi um 3.200 manns á umræddum aldri verið atvinnulausir í þrjá mánuði eða lengur og þar af rúmlega 2.000 á höf- uðborgarsvæðinu. Síðan hafi margir þeirra fengið vinnu og væru því ekki lengur á lista yfir atvinnulausa. Á höfuðborgarsvæðinu hafi rúmlega 1.800 manns farið í gegnum virkni- úrræði og um 200 verið afskráðir. Nú væru alls um 2.700 manns í átak- inu og hefði enginn þeirra verið at- vinnulaus í þrjá mánuði eða lengur. Virkniverkefni Rauða krossins „Ég lauk námi í kvikmyndagerð í september sem leið og hef verið at- vinnulaus síðan, en verkefnið Ungt fólk til athafna hefur gert mér gott, Rauði krossinn hefur hjálpað mér og ég hef fengið sjálfboðaliðaverkefni á mínu áhugasviði,“ segir Árni Þór Theodórsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.